Morgunblaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1983 37 Sauðfé á Grænlandi er af íslcnzkum uppruna. Landslag á Suöur-Grænlandi, Siglufjörður. Frá BratUhlíð. Hér hefur kjarri og lyngi verið útrýmt með beit. íslendingar við gróðurmelingar í steikjandi hita á Grænlandi. — Varstu ekki að tala um að þið hefðuð verið að kanna ræktun- armöguleika? — Jú, en það er engin þörf á að rækta land fyrir bithaga, aðeins til heyöflunar. Nú eru þarna að- eins um 200 ha. ræktaðs lands, sem er lítið meira en á 2—3 stór- um býlum á íslandi. En það er líka helmingi of lítið fyrir þann bú- stofn, sem þeir eru nú með. Margir hafa því beitt á guð og gaddinn. Þess vegna eru sett önnur skilyrði til að land eyðist ekki. Nú leyfist engum að setja á stofn bú eða fjölga fé nema hann hafi nægilegt hey fyrir það. Það táknar að auka verður ræktunina mikið frá því sem nú er. Ætlunin er að beita í lágmarki á vetrum, og þá aðeins á afgirtum svæðum umhverfis bæ- ina. Ekki verður hjá því komizt að sú gróðurbreyting, sem orðin er þar, haldist áfram. Það verður að segjast eins og er, að Grænlend- ingar eru ekki mikil ræktunar- þjóð. Þarf að þróa þar nýjan hugs- unarhátt til þess að þetta seinna skilyrði um nægt vetrarfóður fái staðizt og það kann að taka sinn tíma. Engin þjóð verður ræktun- arþjóð í einu vetfangi. Á þessu sviðí getum við lagt fram þá miklu þekkingu, sem íslenzkir bændir hafa öðlazt. — Hve mikið er hægt að rækta á þessu svæði? — Það kom í ljós að hægt er að rækta 800-900 ha. á Suður- Grænlandi. Það þýðir að ekki verður til nægt fóður fyrir 50 þús- und fjár. Þó er gert ráð fyrir nokkru kjarnfóðri, sem þeir hafa sjálfir í fiskimjöli, og einhverri vetrarbeit. Ræktunarmöguleik- arnir setja því þess vegna mörk hve margt féð getur orðið. Nema flutt sé inn hey, sem varla getur verið hagkvæmt. Þó er hugsanlegt að héðan mætti flytja heyköggla t.d. með fiskiskipum, sem annars sigldu tóm á miðin. En eins og er setur ræktunin fjárfjölguninni takmörk. Fallþunginn 17 kg — Hefur ekki fallþungi dilka á Grænlandi og hér orðið að deilu- máli? — Jú, ég man að þetta varð um- ræðuefni í fjölmiðlum og jafnvel í sölum Alþingis í fyrra. En þetta er í sjálfu sér ekkert deilumál. Þrátt fyrir mjög lélega vetrarfóðrun er enginn vafi á þeim mun. Þau ár sem við vorum á Grænlandi, 1977—81, var meðalfallþungi dilka á öllum búunum um 17 kg, þrátt fyrir mjög lélega vetrarfóðrun. En á sama tímabili var hann rétt ofan við 14 kg hér á landi. Á tilrauna- stöðinni í Julianehaab er sæmi- lega fóðrað, jafnvel á íslenzka vísu, en ekki betur en það. Fall- þunginn þar var 19,5 kg þessi ár. Samt höfðu þeir 1,6 lamb eftir ána, sem er mikil frjósemi. Mun- urinn liggur vitanlega fyrst og fremst í gæðum beitilandanna. Svona árangur er til hér á íslandi, þar sem gróður er góður og óspillt- ur. T.d. má nefna bæ í Árnes- hreppi í Strandasýslu, sem hafði 18,3 kg meðalþunga dilka þessi sömu ár, annan á Snæfjallaströnd, sem nýtir hið góða beitiland í Jökulfjörðum og var með 17 kg meðalfallþunga dilka og góða frjósemi. Sl. sumar var beitt lömbum frá tilraunabúinu á Hesti í skóginn á Skálpastöðum í Skorradal, til þess að sjá hvernig lömbin yrðu á gósenlandi, þar sem enginn skortur er á plöntum. Þau höfðu meðalfallþunga um 19 kg og þó allt tvílembt. Mörg önnur dæmi mætti nefna. Þetta sýnir hvílíka óhemju þýðingu það hefur að beitilöndin séu góð, sem raunar þarf ekki að segja neinum. Sér hver maður hvað það þýðir fyrir sauðfjárbúin að fá 18—19 kg kjöts af hverjum dilk í stað 14 kg. Ekki sízt þar sem mikil frjósemi fylgir, sem Græniendingar telja afleið- ingu af góðum bithögum. — Bent hefur verið á það í um- ræðum að lömbin á Grænlandi verði eldri og það má til sanns vegar færa sums staðar, bætir Ingvi við. — En á móti kemur að lömb þar eru aldrei fituð á rækt- uðu landi eins og hér gerist. Þess gerist ekki þörf, þar sem úthaginn er svo góður. í þjálfun á íslandi — Og hvað nú, þegar gróður- rannsóknum er lokið og búið að gera upp hve margt fé landið ber? — Grænlendingar hafa byrjað þessa ræktun, sem við töluðum um. Sl. sumar var ræktunaraldan hafin. fslenskur ráðunautur, Þór Þorbergsson, sem verið hefur til- raunastjóri á Skriðuklaustri, var þar verkstjóri og fer þangað aftur í sumar. Þór miðlar Grænlending- um af sinni þekkingu. Vann þarna mJög gott starf. Þeir eru semsagt byrjaðir á ræktuninni, en ekki farnir að fjölga fénu. Þeir ætla sér að fylgja þeim ásetningi, sem þeir höfðu í upphafi. Til ræktunar, girðinga og bygginga fá þeir styrk í svipuðu magni og hér. Enda úti- lokað annað. — Hefurðu fregnir af því hvernig gengur? — Ræktun er þarna mun erfið- ari en hér. Jarðvegur grunnur og grýttur, svo að mikil orka og fé fer í að hreinsa grjót úr landinu. En í tilraunum, sem við gerðum með túnrækt, kom i ljós að túnin þar geta gefið jafn góða uppskeru og túnin hér á landi, ef ekki er komið nálægt þeim með beit. Þau þola ekki bæði beit og slátt. Það gera þau í rauninni heldur ekki hér. — Þú minntist á að aðstoða þessa nágranna okkar. Hvernig? — Við getum boðið þeim að miklu liði í framtíðinni, ekki sízt með tilliti til ræktunaraðgerða. ís- lendingar hafa mikla og langvar- andi reynslu að baki á því sviði. Undanfarna 1—2 áratugi hafa raunar komið hingað reglulega ungir Grænlendingar og dvalið árlangt á fjárbúum. Það er reynd- ar skilyrði fyrir því að menn fái að setja upp fjárbú á Grænlandi að þeir hafi verið á íslandi í slíkri skólun. Nú eru hér 4 Grænlend- ingar í þessu skyni. Fyrir nokkr- um árum var með samþykkt á Al- þingi stofnaður sjóður í þeim til- gangi að auka samskipti íslend- inga og Grænlendinga. Úr honum var á sl. ári veittur styrkur einum Grænlendingi, sem var hjá okkur á Rannsóknastofnun landbúnað- arins sumarlagt. Hann mun fara í nám í beitarfræðum, því vitanlega verður að fylgjast náið með áhrif- um fjárfjölgunar á gróðurfar Grænlands. Ég finn að Grænlendingar horfa mikið til okkar um aðstoð á ýms- um sviðum, sagði Ingvi að lokum. — Þeir vilja gjarnan leita til okkar og við megum ekki bregðast þeim. Við getum líka margt af þeim lært. Ekki aðeins í sambandi við nýtingu landsins. í fari þeirra er líka ýmislegt sem við mættum af læra. Þar á ég við þessa rólegu lífsfílósófíu og streitulausa lífs- viðhorf. Enn sem komið er, eru þeir að minnsta kosti ekki í kapphlaupi við lífsgæðin. Þetta er dásamlegt land, sem við ættum að gera okkur far um að kynnast miklu betur. - E.Pá. Bóndinn Abel Kristiansen ánægður á grasvöxtinn. bendir Víðast á Grænlandi er gróður ósnortinn af beit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.