Morgunblaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1983 21 Áageir Ásgeirsson Bernharð Stefánsson segir svo í endurminningum sínum: „Eftir að slitnaði upp úr samningum milli Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokksins, hófust ýmiss konar bollaleggingar um nýja stjórn. Framsóknarflokkurinn vildi, að Hermann Jónasson myndaði stjórn með Alþýðuflokknum, og var gerð tiiraun til samninga um það, en Alþýðuflokkurinn var þá ekki einu sinni til viðtals um nein úrræði í efnahagsmálum. Hann virtist vilja, að hinir flokkarnir leystu vandann, og vera sjálfur í stjórnarandstöðu. Sumir orðuðu þetta svo, að flokkurinn hefði hætt þátttöku í stjórnmálum. Lýsti Hermann yfir því 6. marz, að hann gæti ekki myndað stjórn á þessum grundvelli. Þá kom til orða, að Vilhjálmur Þór myndaði einhvers konar hálf- ópólitíska stjórn. Fórum við Karl Kristjánsson heim til hans til að ræða um þetta, að sumu leyti að eigin frumkvæði, en þó með vitund og vilja flokksins. Hvorki var þó fullt samkomulag um þetta í flokknum, né — og þaðan af síður — meirihluti fyrir því í þinginu. Féllu því þær ráðagerðir niður." Agnar KI. Jónsson lýsir þessu svo í stjórnarráðssögu sinni: „For- seta íslands mun nú hafa þótt uggvænlega horfa um myndun stjórnar af hálfu þingflokkanna. Hann sneri sér því hinn 7. marz til Vilhjálms Þórs forstjóra og bað hann um að reyna að mynda blandaða stjórn þingmanna og utanþingsmanna, eða stjórn, sem nyti stuðnings meirihluta þings- ins. Tveim dögum síðar skýrði Vilhjálmur Þór forseta frá því, að þetta væri ekki hægt. Fól forseti honum þá að mynda hreina utan- þingsstjórn. Hinn 11. marz, sem var laugardagur, tilkynnti Vil- hjálmur Þór forseta, að hann væri tilbúinn að taka þetta að sér, en litlu síðar bárust forseta tilmæli um að fresta stjórnarmynduninni um sinn vegna nýrra samninga- umleitana milli Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins, en svo stóð á þessu, að daginn áður höfðu flokkarnir hafið úrslitatil- raunir til stjórnarmyndunar inn- an Alþingis." Þessum tilraunum lauk með því, að samkomulag náðist milli flokk- anna og var Steingrímur Stein- þórsson forseti sameinaðs þings valinn til að veita stjórninni for- stöðu og mun Hermann Jónasson hafa bent á hann til samkomulags. Það varð til nýlundu, að formenn beggja flokkanna, Hermann Jón- Krwtjáii EMjárn ólafur Thors asson og Ólafur Thors, áttu sæti í þessari nýju stjórn. í æviágripi Bjarna Benedikts- sonar um ólaf Thors í Andvara segir, að tilraunir til stjórnar- myndunar hafi staðið mikinn hluta febrúar. „Þær höfðu aðal- lega strandað á því, að fram- sóknarmenn fengust ekki til að semja fyrirfram um lausn efna- hagsmálanna, heldur vildu þeir, að stjórnin yrði mynduð í því skyni að semja um lausn málsins, og höfðu fallizt á, að Bjarni Bene- diktsson yrði forsætisráðherra, ef til kæmi, því að enn vildu þeir ekki una forsæti Ólafs vegna vær- inganna frá árunum 1942 og 1944." Ingólfur Jónsson telur, að Bjarni Benediktsson hafi litið svo á, að það væri mikilvægara, eins og á stóð, að hann færi áfram með utanríkismál „vegna þess hve ástandið var ótryggt" í stað þess að veita nýrri stjórn forstöðu. Hermmnii Jónaamn Sveinn Björnsson Því má bæta við, að þegar van- traustið var samþykkt á minni- hlutastjórn ólafs Thors, var það söguleg atkvæðagreiðsla að því leyti, að slíkt hafði ekki gerzt frá því samþykkt var vantraust á Björn Jónsson ráðherra 1911. Ólafur Thors flutti ræðu sína á lokuðum fundi sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík 15. marz 1950 og fjallar hann um þau mál, sem hér hefur verið drepið á, en þó ekki sízt fyrirætlanir forseta þess efn- is, að Vilhjálmur Þór myndaði ráðuneytið. í upphafi ræðu sinnar segir Ólafur Thors, að hann geri ekki ráð fyrir, að neinum sjálfstæð- ismanni sé það gleðiefni, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gengið í stjórn með Framsóknarflokkn- um. En þegar menn höfðu áttað sig á því, sem yfir vofði annars vegar, og hinu, sem orðið var, þá hafi mörgum eða flestum létt. Hann segir, að sjálfstæðismenn hafi orðið fyrir vonbrigðum af því, að þjóðin hafi daufheyrzt við óskum þeirra um að veita Sjálf- stæðisflokknum meirihluta. Þá hafi því verið yfir lýst, að flokkur- inn mundi beita sér fyrir sam- starfi þeirra lýðræðisflokka, sem stóðu að fyrri ríkisstjórn. Frá þeirri stefnu hafi hann ekki hvik- að. „Ég vil nú ekki fara að rifja margt upp af fortiðinni. En ekki get ég nú þó, þrátt fyrir mína nýju og heitu ást til vinar míns Her- manns Jónassonar, gleymt því, að kjörin sem hann bauð okkur hafi verið dálítið undarleg." Hermann hefði ekki boðið Sjálfstæðis- flokknum að taka þátt i ríkis- stjórn. Hann hafi ætlazt til þess, Bjarni Benedikteson Steingrímur Steinþó að sjálfstæðismenn styddu hann í „að leggja á alla þá skatta, sem með þyrfti" — eftir að Framsókn- arflokkurinn „hefði krækt í kær- ustuna frá okkur — Alþýðuflokk- inn..." ólafur Thors víkur að minni- hlutastjórn Sjálfstæðisflokksins og segir, að það hafi mælzt vel fyrir, „að Sjálfstæðisflokkurinn þorði að mynda minnihlutastjórn þrátt fyrir þá örðugleika, sem augsýnilega hlutu að vera fram- undan". Sjálfstæðisflokkurinn hafi reynt að koma á nýrri stjórn í landinu, sem styddist við meiri- hluta þingsins, „vegna þess að minnihlutastjórn í þessari ribb- aldasamkundu, sem heitir Alþingi íslendinga, er máttvana. Og vegna þess að þjóð, sem býr við mátt- vana þing og máttvana stjórn, er í voða." Síðan bendir ólafur á, að flotinn hafi ekki stöðvazt og tillög- ur sjálfstæðismanna hafi verið „betur undirbúnar, veigameiri til- lögur heldur en nokkru sinni hafa verið lagðar fram í þessum vanda- málum eftir 10 ára baráttu við þau ...". Sjálfstæðismenn kunni að segja: „Það er blettur á ykkur, að forsætisráðherrann er fram- sóknarmaður. Ég viðurkenni vel, að mér hefði þótt ánægjulegra, að það væri sjálfstæðismaður. En — er það aðalatriðið? Er það aðalat- riðið fyrir þessa þjóð, hvaða mað- ur heitir forsætisráðherra? Eða er hitt aðalatriðið, að það séu vonir til, að þjóðin hafi að bíta og brenna eftir sem áður?" Hér endurtekur ólafur nánast það, sem hann hafði sagt árið áður í bréfi til dóttur sinnar um þjóðar- heill og ráðherraembætti, eða „stólinn", eins og hann tók til orða. Ólafur Thors er með hugann við þjóðina, framtíð hennar og far- sæld, en ekki þröng flokkspólitísk sjónarmið. Hann heldur áfram að rekja gang mála í ræðunni og segir, að sjálfstæðismenn hafi vel vitað, að nokkur hætta hafi verið samfara því að leggja frumvarp þeirra fyrir framsóknarmenn, „í þessu flokkslega kapphlaupi, að Fram- sóknarflokkurinn notaði tillögur okkar, semdi upp úr þeim sitt frumvarp og legði þær fram á undan okkur. En við vissum líka* vel, að það var ekki hægt að óska eftir samstarfi við Framsóknar- flokkinn, án þess að segja honum, hvað það væri, sem við værum með í pokahorninu í þessum efn- um. Og þar sem málefni hafa allt- af verið aðalatriðið fyrir okkur, þá tókum við alla áhættuna [af því], að Framsóknarflokkurinn yrði á undan okkur, og sögðum sem svo: „Ja, þá það. Ef hann kemur með tillögur okkar, þá er það aðalatrið- ið, hvort sem hann hefur opinber- lega meiri eða minni sóma af því." Hann segir síðan, að Framsóknar- flokkurinn hafi svarað með því, að stjórn sjálfstæðismanna ætti að segja af sér, áður en framsókn- armenn gætu rætt við sjálfstæð- ismenn um nýja stjórnarmyndun. En sjálfstæðismenn hefðu aldrei getað skilið, „hvað fyrir Fram- sóknarflokknum vakti, ef það var ekki metnaður eða raunar ofmetn- aður. Og þó... gátum við nú ómögulega gert það fyrir okkar kæru vini í Framsóknarflokknum að segja af okkur, þegar af því leiddi, að við gátum átt það á hættu, að landið yrði á örlagarík- um tímum stjórnlaust um margra mánaða skeið." Ólafur Thors vék síðan að þóf- inu 1942 og myndun utanþings- stjórnar þá og loks að tilraunum forsetans til að koma á utanþings- stjórn undir forsæti Vilhjálms Þór og er sá kafli ræðu hans hvað merkastur. En áður segir hann, „að 1942 tók það nærri 2 ár að mynda stjórn. Það stóð fyrst lang- an tíma í þófi milli þingflokkanna og loks skipaði forsetinn utan- þingsstjórn, sem sat 20 mánuði að völdum, meðan flokkarnir voru að reyna að bræða sig saman. Seinast þegar hin svokallaða Nýsköpunar- stjórn fór frá völdum og stjórn Stefáns Jóhanns tók við, þá tók 4 mánuði að mynda stjórn. Við gát- um ekki með nokkru móti tekið á okkur þá ábyrgð að láta landið vera stjórnlaust eins og nú horfir, í marga mánuði, eingöngu af því að Framsóknarflokkurinn bað okkur um það, m.a. og fyrst og fremst af því við sáum enga skynsamlega ástæðu til þess." Ólafur getur þess, að sjálfstæð- ismenn hafi gripið til þess ráðs að spyrja framsóknarmenn, hvort þeir ættu ekki heldur að reyna að mynda samstjórn þessara tveggja flokka án málefnasamnings. „Eg er nú eiginlega ekki eins fjarri því og sumir aðrir, að þannig eigi stjórnarmyndanir að vera [þ.e. án málefnasamninga]. Þessir eilifu málefnasamningar, þar sem hver flokksbjálfi og heimspekingur í flokknum hleður upp metralöng- um tillögum til þess að gera landið stjórnlaust sem allra lengst og þjóðinni sem mesta bölvun ... eru ekki eftirsóknarverðir. Ég er eig- inlega með því að kveða þessa karla í kútinn og mynda stjórnir án langra málefnasamninga." Hann segir, að eina svar Fram- sóknarflokksins hafi verið það, að flokkurinn hefði átt „áð fá öll ráðuneytin, sem við vildum fá. Það var það eina, sem við fengum að vita. Þetta þótti okkur of veikur grundvöllur og sögðum við þá: „Við verðum að leggja fram okkar frumvarp og halda svo áfram að semja. Þetta gerðum við 25. febrú- ar og þann sama dag, á sömu klukkustund, fengum við van- traustið. En við tókum það ekkert nærri okkur." Leiðtogum Fram- SJÁ NÆSTU SÍDU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.