Morgunblaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1983 spurt og svaraÓ Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS HAFLIÐI Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, hefur tekið að sér að svara spurningum lesenda Morgunblaðsins um garðyrkju. Svörin við fyrstu spurningunum birtast í dag. Lesendur geta lagt spurningar fyrir Hafliða jafnt um ræktun matjurta sem trjárækt og blómarækt. Tekið er á móti spurningum lesenda á ritstjórn Morgun- blaðsins í síma 10-100 milli kl. 11 og 12 árdegis, mánudaga til föstudaga. Hafliði Jónsson er landsþekktur garðyrkjufrömuöur og hefur haft yfirumsjón með öllum ræktunarmálum borgarinnar í nær þrjá áratugi. Trjágróður í Reykjavík Á næsta ári eru 100 ár liöin frá því að elstu trjánum sem ennþá lifa, var plantað hér í Reykjavík og oft hefur verið haldin afmæl- ishátíð af minna tilefni og því finnst mér ástæða til, að minna á þetta nú, ef einhverjir teldu tilefn- ið nægjanlegt til að huga að því, með hvaða hætti væri hægt að minnast þessa merka atburðar. Að sjálfsögðu er það ekki tíma- bært að skrifa hér nánar um þessi tré né manninn sem gróðursetti þau, það gæti spillt fyrir viðeig- andi hátíðarræðum á næsta vori. Hins vegar þykir mér nú gefast tilefni til að minnast á þau sann- indi að tré eiga sinn lífaldur ekki síður en annað sem nærist á þess- ari jörðu. En það er þó vert að hafa í huga, að umhirða og að- stæður, geta miklu um það ráðið hversu lengi einstaklingar lifa og gildir það lögmál ekki siður um gróður en menn. í elsta hluta Reykjavíkur var langsamlega mest ræktað af ís- lenskum reyniviði fyrst eftir að fólk fór að fá áhuga fyrir að gróð- ursetja tré í lóðir, sem útmældar voru með íbúðarhúsum. Þessi tré hafa hlotið misjafnt atlæti frá fyrstu tíð og þau sem minnst hef- ur verið dekrað við eru nú flest að syngja sitt síðasta, sakir sjúk- dóma og ellihrumleika, en önnur reyniviðartré af íslenska stofnin- um geta haldið limi og laufi enn í tvo til þrjá áratugi, þar til þau falla fyrir ellinni. Þetta ættu menn að gera sér grein fyrir sem búa t.d. á svæðinu frá Rauðarár- stíg og vestur að Eiðsgranda. Eftir munu þá standa frá gamalla tíð tré eins og silfurreyniviður, álm- ur, hlynur, en af þessum trjám er talsvert til í þessum bæjar- hverfum Reykjavíkur og þau eiga margfaldan lífaldur samanborið við t.d. íslenska reyniviðinn og birkið. Það hefur einnig sýnt sig, að birki sem klippt hefur verið í limgerði og hefur ekki notið ríku- legrar áburðargjafar á hverju ári, lifir ekki nema tvo til þrjá áratugi. Um þetta mætti fara fleiri orð- um en tilgangurinn er fyrst og fremst sá, að vekja fólk til um- hugsunar um að trjágróður á sín aldursmörk og það skiptir miklu máli að hann njóti góðrar að- hlynningar ef hann á að lifa sem lengst. Ofvöxtur í kartöflugrösum Eggert Guðmundsson, Ólafsvík, spyr: Hvernig getur staðið á því, að kálið í kartöflugrösunum hjá mér er svo mikið sem raun ber vitni? Þannig hefur þetta verið undan- farin þrjú ár og undirvöxturinn í rýrara lagi. Jarðvegurinn hjá mér held ég sé rétt eins og gengur og gerist og ég hef borið áburð reglulega í garðinn. Svar: Þótt ótrúlegt sé, þá getur það átt sér stað, að ræktunarmenn geri of vel við þann gróður sem þeir vilja rækta og ekki síst kemur þetta fyrir þegar um rótarávexti, eins og kartöflur, er að ræða. Ef köfnunaráburður í jarðveginum er orðinn í of miklu magni, þá verður yfirvöxturinn of mikill en undir- vöxturinn lítill eða næstum eng- inn. Það er eina úrræðið að sleppa á þessu ári öllu köfnunarefni þeg- ar borið er á, nota aðeins um 4 kg af kalíáburði og 6 kg af fosfór- sýruáburði á hverju 100m2. Vel má vera að sama gildi á næsta vori og fer það eftir því hver úrkoman verður í sumar og næsta vetur. í mikilli úrkomu skolast áburðar- efnin fyrr úr jarðveginum. Trjáplöntur í Breiðholtið Elínborg Pálsdóttir, Kambaseli 36, spyr: 1. Hvaða víðitegund eða önnur trjá- tegund hentar best í Seljahverfi, í þétt limgerði? 2. Margir telja viðjuna mjög góða í Breiðholti III. Ert þú sammála því? (Er viðjan mjög lúsug?) 3. Eg er búin að hafa hrossatað í beðum í allan vetur og síðan búin að stinga það upp og hræra vel saman. Er nauðsynlegt að nota meiri áburð við gróðursetningu? Svar við spurningu 1: Þessu er erfitt að svara, en þó hygg ég að birki muni best duga. Mér virðist yfirleitt sé of þétt gróðursett í limgerði og fer það þó að sjálf- sögðu nokkuð eftir tegundum. Oftast mun vera nægjanlegt að hafa 50 sm bil á milli plantna. Svar við spurningu 2: Viðja er örugglega ein harðgerðasta víði- tegund sem við eigum völ á. Viðj- an er ekki mjög lússækin, en hins vegar sækir maðkur stíft í blöð hennar meðan sú plága stendur yfir, og þarf því að gæta þess vel að verja hana fyrir þeim ófögnuði með daglegu eftirliti, fram eftir júnímánuði. Svar við spurningu 3: Sjaldnast er of vel íborið af áburði fyrir gróðursetningu trjáplantna. Ég ráðlegg eindregið að grafin sé óþarflega djúp hola fyrir trjáræt- ur þeirrar plöntu sem gróðursetja skal og ríflegur skammtur af hús- dýraáburði settur í botn holunnar. Síðan mokuð mold yfir og troðin rækilega niður. Eftir það er plant- að eins og rætur og rótarháls plöntunnar segir til um. Áburð- arforðinn sem undir rótunum geymist kemur plöntunni til góða síðar. Víðigræðlingar og jarðarber Þorsteinn Einarsson, Skiphóli, Garði, spvr: 1. Kr hægt að nota afklippur af víði til gróðursetningar og hvernig i að standa að þvf? 2. Hvernig á að standa að ræktun jarðarberja? Svar við spurningu 1: Vandalítið er að fjölga víði með græðlingum. Þegar grein hefur verið klippt af víðirunna í þeim tilgangi að nota greinina til fjölgunar, þá er venj- an sú, að klippa af efsta hluta sportans sem nemur tveim brum- um og henda toppsprotanum. Sé greinin t.d. einn metri á lengd og hefur vaxið á tveim eða þrem ár- um, þá má fá marga græðlinga úr einni grein. Bestir og lífvænleg- astir til fjölgunar eru þeir græðl- ingar sem fengust úr þeim hluta greinarinnar er óx árið áður. Eng- in ástæða er til að hafa græðling- inn lengri en sem svarar 10 sm, eða að sprotanum fylgi 5 brum og honum þá stungið í gróðurbeðið þannig, að þrjú brum fari niður í moldina og tvö standi upp úr. í gróðurreitnum fer best á því, að græðlingarnir standi nokkuð þétt, eða með 7—10 sm millibili og í þessu uppeldisbeði þurfa þeir að JL'^^C-J^" *2w'lHsA -' ¦£••£ *• 'flrfl v "M P.;». '$&¦¦ ^Hj Et -ifii j//^y- ¦'¦ flL j>J tm ^alRÉl fw ¦¦<*«..^'JM^^yí *^^^Z**i&^\ jfck ^ ¦ ¦rj, * '*%&& — - 1 V \ \a *wS ^|Jl|^ ffS m ki \ tltk. /Æ 3 • alast upp í eitt eða tvö sumur, en eftir það má gróðursetja þá á framtíðar vaxtarstað. Svar við spurningu 2: Því miður er þess tæplega að vænta, að hægt sé að veita fullnægjandi leiðsögn um jarðarberjaræktun í stuttu svari, en æskilegt væri að meira væri gert af því en nú er, að rækta jarðarber. Það sem einkum þarf að hafa í huga þegar þeim er val- inn vaxtarstaður, er að þau fái notið sem best sólar og hafi skjól fyrir næðingi. Jarðarber þola illa mikla bleytu og þurfa því helst að ræktast í beðum eða hryggjum. Þau gera einnig miklar kröfur um frjósaman jarðveg en þola illa of nýjan húsdýraáburð og gæta verð- ur þess að tilbúinn áburður sé ekki með of hátt köfnunarefnisinni- hald, því þá verður blaðvoxturinn of mikill og berja uppskeran rýr- ari. Hér er fátt eitt sagt um rækt- un jarðarberja, en reynslan kennir þeim fljótt sem við ræktun fást. Að lokum skal bent á, að mikil- vægt er að verja plönturnar með einhverri yfirbreiðslu yfir vetr- armánuðina. Gljávíðir og götuljós Gunnar Jónsson, Vogalandi 14, spyr: Gljávíðir í belti sem stendur undir Ijósastaur drepst alltaf hjá mér, en það virðist allt í lagi með þann sem stendur fjær staurn- Ólafur Jóns- - Minning son Fæddur 29. janúar 1913 Dáinn 30. apríl 1983 Aðfaranótt laugardagsins 30. apríl 1983, lést í Borgarspftalan- um Ólafur Jónsson, Laugateigi 7, Reykjavík. Okkur samstarfs- mönnum hans kom ekki á óvart að frétta andlát hans. Þó að við hefð- um skilið við hann glaðan og reif- an þennan sama dag, þá vissum við að hann gekk ekki heill til skógar og hafði átt við vanheilsu að stríða um nokkurra ára bil. Sjálfur gerði hann sér fulla grein fyrir að hverju stefndi en æðraðist ekki. Á föstudagskvöldið versnaði honum skyndilega og var fluttur í Borgarspítalann þar sem hann lést skömmu síðar, eða aðfaranótt 30. apríl eins og fyrr segir. Ólafur var fæddur í Reykjavík 29. janúar 1913, sonur hjónanna Jónínu Dagnýjar Hansdóttur og Jóns Þorlákssonar. Voru þau bæði ættuð úr Borgarfjarðarsýslu. Um sex ára aldur fluttist ólafur austur í Hreppa í Árnessýslu og var þar sín ungdómsár. Um tví- tugsaldur veiktist hann af berkl- um og dvaldist á Hælinu um nokk- urt skeið. Þegar hann hafði yfir- stigið veikindin, fór hann aftur austur í sveit, þar var hann nokk- ur ár uns hann fluttist til Reykja- víkur. Árið 1946 kvæntist hann Jessy Jensen. Jessy reyndist ólafi góður lífsförunautur og voru þau hjónin mjög samhent. Þau eignuðust fal- legt heimili að Laugateigi 7, hér í borg. Börnin urðu fjögur, ein stúlka og þrír drengir. Þau urðu fyrir þeirri þungbæru sorg að missa elsta son sinn, Ragnar, í blóma lífsins. Hann fórst í bílslysi erlendis. Eftir lifa synirnir Jón og Vilhjálmur og dóttirin Gréta, gift Sigurgeiri Vagnssyni. Eiga þau tvo syni, sem reyndust afa sínum miklir gleðigjafar. Margs er að minnaát þegar menn hafa starfað saman í tugi ára, en hér verður aðeins á fátt eitt minnst. Ólafur var vinsæll og hafði þá góðu hæfileika að geta aðlagast öllum starfsfélögum sín- um, háum sem lágum, þar gerði hann ekki greinarmun á. Hann sagði meiningu sína við hvern sem var, ef því var að skipta en hliðr- aði sér hjá deilum, vitandi að allir hafa nokkuð til síns máls. Hann gat verið æði spaugsamur. Hann hlustaði á aðra og tók tillit til skoðana þeirra og það sem meira er um vert, hann tók ætíð upp hanskann fyrir þá sem minna máttu sín. Olafur var greiðvikinn og naut þess að hjálpa öðrum. Hann las mikið og var fróðleiksfús og minnugur. Margar skemmtileg- ar sögur sagði hann okkur úr sveitinni, þar sem hann dvaldist svo lengi. Ólafur var gætinn í fjár- málum, enda alinn upp á þeim tíma þegar ftækt og atvinnuleysi var mikið, á kreppuárunum svo- kölluðu. Þurfti hann snemma á ævinni að vinna hörðum höndum við margvísleg störf, þegar vinna gafst. Ólafur vann meðal annars í Vélsmiðjunni Héðni. Þaðan kom hann árið 1946 til að vinna við smíði varastöðvarinnar við Elliða- ár, og vann þar upp frá því. Hann réðst til Rafmagnsveitu Reykja- víkur en síðan til Landsvirkjunar, er hún tók við rekstri varastöðvar- innar. Ólafur tilheyrði þeirri kynslóð sem hefur lifað hvað mestar breytingar á landi okkar. Sú kynslóð þekkti af eigin raun fá- tækt, kreppu og atvinnuleyai, en vildi umfram allt verða bjargálna og engum háð. Þetta tókst ólafi og vel það, með samhentu átaki og hagsýni beggja hjónanna. Við starfsfélagar hans í vara- stöðinni, flytjum fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur og þökkum samfylgdina. Samstarfsmenn Jarðarför ólafs fór fram í kyrr- þey, mánudaginn 9. mars.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.