Morgunblaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1983 sóknarflokksins þótti undarlegt, að tillögur sjálfstæðismanna skyldu lagðar fyrir þingið, og gátu ekki sætt sig við það, töldu jafnvel einsdæmi, að svo mikilvægar og veigamiklar ráðstafanir væru lagðar fyrir Alþingi án þess vissa væri fyrir því, að þær hlytu sam- þykki. En Ólafur Thors lýsti yfir þvi í leyniræðu sinni á fundinum 15. marz, „að þessi stjórn [þ.e. minni- hlutastjórn Sjálfstæðisflokksins] hefði hvergi stuðning, nema hjá Sjálfstæðisflokknum, og við vor- um þess vegna reiðubúnir að taka á móti vantrausti hvenær sem var. Vantraust væri engin móðgun fyrir okkur. Vantraust varð fyrst móðgun, þegar það kom í ljós, að þeir, sem báru fram vantraustið, voru okkur alveg sammála um allt, sem máli skipti, og að þeir, sem samþykktu vantraustið með þeim, voru ekki sammála þeim, sem báru vantraustið fram, um einn einasta hlut annan en þann að gera landið stjórnlaust. Þá varð vantraustið að móðgun, ekki gegn okkur, heldur gegn þingræði og þjóðinni." Þá segir Ölafur Thors, að marg- ir hafi spurt sig að því, hvers vegna hann hafi ekki rofið þing, þegar svo var komið málum, og hann hafi svarað því til, að þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins hefði verið á einu máli um, að ekki hefði verið unnt að svara vantraustinu með þingrofi, það hefði verið talið gerræði. „Það hefði verið sagt: „Þeir runnu af hólmi. Þeir vissu, að þingið væri á móti þeim. Þeir þorðu ekki að horfast í augu við atkvæðagreiðsluna um vantraust- ið og þeir svikust aftan að þinginu með þingrofi." Og það væri áreið- anlegur hlutur, að ef við hefðum gert það, þá hefðum við gefið and- stæðingum okkar þann byr í segl- in, sem við sjálfir höfum haft og vonandi höfum ennþá. Þá hefði það ekki verið málið, ekki hið stóra og mikla mál, sem um hefði verið rætt, heldur gerræði Sjálf- stæðisflokksins, sem sveikst und- an atkvæðagreiðslu Alþingis með því að rjúfa þing, þegar hann horfðist í augu við vantraustið ... þá hefðu Heródes og Pílatus orðið vinir. Og þá hefðu þeir gert banda- lag gegn okkur í öllum kjördæm- um, þar sem þeir gátu fellt okkar þingmenn. [Hér sér Ólafur fyrir myndun Hræðslubandalagsins.] Þá hefðu mennirnir í Framsókn, sem elska kommúnista, fengið að- stöðu til að semja við kommún- ista, og þá hefði Alþýðuflokkur- inn, þessi „ábyrgi" flokkur, sem fer alltaf eftir málefnunum, líka neyðzt til að dansa með þessari hersingu. Ég held, að það hefði verið það vitlausasta, sem við hefðum getað gert." Þá skýrir ólafur Thors frá því, að forseti íslands hafi hringt til hans, þegar vantraustið hafði ver- ið samþykkt, og spurt, hvort hann óskaði eftir ríkisráðsfundi, og kvaðst hann hafa svarað því ját- andi: „Hann spurði, hvort við ætl- uðum að segja af okkur. Hann vissi, að við vorum ekki skyldugir til þess. Ég sagði já. „Finnst ekki herra forsetanum það rétt?" — Það fannst honum. Og ég held, að þeir menn, sem gleggstir eru, séu á einu máli um þetta. Það sitja nú hér á fundinum tveir menn, sem af öllum landsmönnum bera hvað bezt skyn á þetta, Bjarni Bene- diktsson og Gunnar Thoroddsen, báðir fyrrverandi prófessorar í stjórnlagafræði. Þá hefur aldrei greint neitt á um, hvað við áttum að gera frá velsæmisins sjónar- miði í þessum efnum." Nokkru síðar segist ólafur minnast á Alþýðuflokkinn, en ekki kommúnista vegna þess, „að það ætlast enginn til neins af komm- únistum ... Ég var kannski lengi að læra þetta, — ég er tossi. En Churchill var lítið fljótari en ég til að læra þennan boðskap, því að hann var í sömu faðmlögum við kommúnista eins og ég á duggara- bandsárum okkar beggja." Og nú víkur Ólafur Thors máli sínu að tilraunum forseta íslands til að mynda utanþingsstjórn und- ir forsæti Vilhjálms Þór, og er ástæða til að birta þann kafla ræðu hans orðréttan. Hafa ber í huga að þetta er talmál ræðu sem haldin var blaðalaust: „Nú þegar Hermann Jónasson, þann 6. marz, tilkynnti forsetan- um, að hann gæti ekki myndað stjórn, kvaddi forsetinn sjálfstæð- ismenn ásamt öðrum á fund sinn. Ég veit, að Sjálfstæðisflokkurinn heimtar það af okkur að við segj- um honum hispurslaust, hvað það var, sem við lögðum þá til við for- setann. Við höfum ekki sagt frá því. En ég tel mér það ekki kleift að koma hér og leyna kjósendur Sjálfstæðisflokksins því, sem við þá gerðum. Og ég vil biðja menn þess lengstra orða, að þeir líti ekki á það, sem ég kem nú til með að segja, sem brotabrot af ádeilu á forseta landsins, þótt hann færi ekki eftir okkar tillögu. Við sögðum við forsetann eitthvað á þessa leið: „Hermann Jónasson hefur tilkynnt herra for- seta íslands, að hann geti ekki myndað meirihlutastjórn og að enginn annar geti það. Þar af leið- andi liggur fyrir tilkynning um, að Framsóknarflokkurinn ætli ekki að vinna með Sjálfstæðisflokknum í meirihlutastjórn. Alþýðuflokk- urinn er svo „ábyrgur" að hann vill ekki í neinni stjórn vera. Og með kommúnistunum viljum við ekki vera. Af þessu leiðir, að það er ekki hægt að mynda meiri- hlutastjórn í landinu. Af því leið- ir, að það er öngþveiti framundan. Herra forseti, við leggjum því til, að þing verði rofið tafarlaust og gengið verði til kosninga. Við munum þá, ef herra forseti vill gefa okkur þingrofsréttinn, lög- festa gengislækkunina og allt það, sem nauðsynlegt er í því frum- varpi, þegar í stað daginn eftir að þingmenn hafa farið heim. Þeim minniháttar deiluatriðum, sem í frumvarpinu eru, getur svo þjóðin skorið úr um, hvort skuli ráðast á einn eða annan veg." Forseti spurði: „Þorið þið að taka á ykkur þessa áhættu?" „Já, hiklaust," sögðum við. „Vegna þess, að það er það eina sem hægt er að gera." Síðan tíundar ólafur andstöð- una við skipun utanþingsstjórnar og hefur áður verið að því vikið. „Eftir að þessi dagur var lið- inn," hélt ólafur Thors nú áfram, „fengum við að vita, að forsetinn hefði falið Vilhjálmi Þór að gera tilraun til stjórnarmyndunar. Og hugmyndin var þá sú, að Vil- hjálmur Þór yrði forsætisráð- herra, einn þingmaður frá hverj- um flokki og svo veldi Vilhjálmur Þór tvo menn utan úr bæ. Við sögðum Vilhjálmi þá strax, að við myndum aldrei aðhyllast þetta. Við neituðum þessu með mörg- um og sterkum rökum, sein ég held, að hann [Vilhjálmur Þór] hafi ekki komizt hjá að viður- kenna að miklu leyti. Hins vegar léðum við máls á þátttöku í stjórn, sem Vilhjálmur Þór myndaði [og] skyldu vera 3 sjálfstæðisþing- menn í henni, enda yrði gerður málefnasamningur, er við gætum við unað og verkaskipting að okkar skapi. Framsóknarflokkur- inn hafnaði þessu með öllu, og svo mun það hafa verið á fimmtudag- inn var, að forsetinn fól Vilhjálmi Þór að mynda utanþingsstjórn. Við sögðum þá Vilhjálmi Þór mjög einarðlega, að þótt við hefðum viljað standa að stjórnarmyndun, ef það hefði verið þingræðisleg stjórn, þá værum við eindregið á móti því að mynda utanþings- stjórn. Þegar hér var komið máli, að utanþingsstjórnin var alveg á trðppunum, fórum við í forystu Sjálfstæðisflokksins að gera upp við okkur, hvort hugarfar þeirra í Framsóknarflokknum væri ekki líkt okkar, hvort hugsanlegt væri, að þeir sæju ekki að hverju bæri, ef utanþingsstjórn yrði sett á laggirnar. Við drógum þær álykt- anir, að hvað sem þeir segðu, hvað sem þeir kynnu að hafa gert gegn Vilhjálmi Þór, þá myndu þeir harma það, eins og við gerðum, að fá utanþingsstjórn. Árangurinn af því varð sá, að við tókum þá ákvörðun, að ég talaði lengi og alvarlega föstudagskvöldið — í 5 klukkutíma — við Hermann Jón- asson. Árangurinn af því varð sá, að án þess hann segði mikið og án þess hann lofaði neinu, þá taldi ég málið standa þannig, að ég sagði þeim manni, sem allan tímann hefir staðið í þessum samningum með mér, Bjarna Benediktssyni, varaformanni flokksins, að ég héldi, að málin stæðu þannig, að okkur bæri að gera úrslitaáhlaup. Og eftir að við Bjarni höfðum bor- ið saman bækurnar á laugar- dagsmorgun, og eftir að hann hafði talað við þá menn, sem hann taldi mesta nauðsyn sjálfur að tala við, þá var hann fyrir sitt leyti einnig mjög hvetjandi þess, að við gerðum þetta áhlaup. En við höfðum líka tekið ákvörðunina sameigmlega á föstudagseftir- miðdag, eins og allar þessar ákvarðanir, sem teknar hafa verið, hafa verið teknar fyrst og fremst af okkur tveimur og svo í nánu samráði við okkar starfsbræður í ríkisstjórninni og nokkra aðra þingmenn — og raunar allan þing- flokkinn, þegar til hefur náðst. Eg bað Hermann Jónasson um eða fyrir hádegi á laugardag að hringja til forseta íslands og biðja hann að hindra það, að utanþings- stjórn kæmist á laggirnar á laug- ardaginn, sjálfur myndi ég gera hið sama. Hermann vildi ekki gera það, svo við Bjarni Benediktsson ákváðum, að við skyldum þá gera það sjálfir. Ég hringdi í forsetann og lagði mjög hart að honum að hindra það, að utanþingsstjórn kæmist á. [Innskot: Ólafur Thors sagði við Svein Björnsson: „Held- ur þú að það sé hlutverk þitt sem forseta að koma í veg fyrir að hér á landi sé þingræði og þingræðis- stjórnir?" ólafur sagði Kristjáni Albertssyni þetta sjálfur.] Forset- inn gekk inn á þetta. Ég veit, að allan tímann hefur hann skoðað utanþingsstjórn sem algjört neyð- arúrræði, sem einasta möguleik- ann, ef ekkert annað væri að hans dómi fært. Og þingrofið vildi hann ekki ganga inn á. Nú þegar þessi réttur var fenginn hjá forsetanum — hann gaf mér frestinn kl. 9 á laugardagskvöld — þá fórum við niður í Alþingi til þess að hitta þessa menn. Það kom þá í ljós, að það var stífla. Það var ómögulegt að komast nærri þeim. Framsókn- armennirnir litu þannig á, að úr því Vilhjálmur Þór, þessi ágæti vinur þeirra, væri byrjaður að mynda stjórn, þá væru þeir að ganga á hans rétt... með því að fara að tala við okkur. Við sögðum þá: Vilhjálmur Þór átti að koma til að leysa stjórnarkreppu, en er hann þá sjálfur orðinn stjórnar- kreppan? Vilhjálmur Þór fékk vitneskju um, hvernig sakir stóðu og mun þá hafa tilkynnt flokks- bræðrum sínum, að hann vildi ekki standa í vegi þess, að samtöl gætu hafizt. Eftir það hófust um- leitanir milli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Við sát- um svo allan laugardaginn yfir þessu og satt að segja þurfti mikla bjartsýni á laugardagskvöldið til þess að álíta að þetta gæti gengið saman. Samt sem áður tók ég þá ákvörðun að biðja forsetann um frest til sunnudags, og það kannj að vera, að ég hafi verið fullt eins bjartsýnn í samtali við forsetann um möguleika til myndunar þing- ræðisstjórnar eins og minn innri maður leyfði. Forsetinn gaf þenn- an frest og við notuðum svo óspart hvíldardaginn til þess að reyna að bræða okkur saman. Sakir stóðu þannig, að þetta var lengst af von- lítið. Svo fór að birta til, en kl. lxk á sunnudagskvóld sprakk þó á( milli okkar Hermanns. Við kvödd-l umst með virktum og sögðum, aðl við hefðum gert okkar bezta. Svo fór hann inn til sinna manna — þetta var í þinginu — og sagði þeim, að það hefði sprungið. Svo komu þeir út. En hann vék sér upp á loft. Ég mætti þeim þá í anddyr- inu og sagði þeim að bíða svolítið lengur, það lægi nú ekki á að borða, því að það væri verið að gera út um örlög þjóðarinnar. Þeir hlýddu. Að þessu höfum við hlegið mikið síðan. Það er svo ekki ástæða til að gera þessa sögu lengri heldur en hún er. Þetta end- aði á því, að kl. 9 á sunnudags- kvöld var búið að afgera öll aðalatriði þessa máls og við gátum létt því fargi af forsetanum, að ekki væri hægt að mynda þing- ræðisstjórn á fslandi." Ólafur Thors getur þess að lok- um, að það hafi einkum verið þrjú atriði, sem deilur risu af, skatta- stefnan, verzlunarmálin og skipt- ing ráðuneyta. „Menn mega nú ekki rugla saman metorðagirnd og ráðuneytaskiptingunni. Því ráðu- neytaskiptingin er valdið ... þau mál, sem ráðherra ræður yfir, miklu meira heldur en metorðin, sem liggja í einstökum titlum. Svo voru minniháttar mál, sem bar á milli og ber kannski enn á milli. En við vildum fegnir liðka til, eins og við mögulega gátum og lofuð- um því." Loks sagði Ólafur Thors, að þingvilji yrði að ráða í við- skiptamálum. Framsóknarmenn hafi lagt mikla áherzlu á, að Sjálfstæðisflokkurinn féllist á til- lögur þeirra, en leiðtogar sjálf- stæðisflokksins neituðu því: þing- viljinn verður að ráða, sögðu þeir. En Sjálfstæðisflokkurinn fékk viðskiptamálin þó í sínar hendur. ólafur kvað sjálfstæðismenn ánægða með þau embætti, sem komið hefðu í hlut flokksins. Hann færi með utanríkismál, viðskiptamál, atvinnumál, menntamál, dómsmál og hluta af samgöngumálum. Sjálfur varð Ólafur Thors út- vegs- og atvinnumálaráðherra í þessari ríkisstjórn, sem kom í heiminn eftir einhverja eftir- minnilegustu tangarfæðingu, sem um getur í íslenzkum stjórnmál- um. Hann getur þess í ræðu sinni, að Framsóknarflokkurinn eigi ekki síður heiður af því að þing- ræðisstjórn var mynduð en sjálfstæðismenn. Undir lok ræð- unnar minnti hann á það, sem hann hefði sjálfur oft sagt: „Það er mesta bölvun stjórnmálanna, mesta bölvun þjóðarinnar, hvað stjórnmálamennirnir mikla fyrir sér gildi fortíðarinnar í hlutfalli við framtíðina. Ég sagði oft við framsóknarmennina, þegar við vorum að tala við þá: Það vildi ég að guð almáttugur gæfi, að þið misstuð minnið alveg fullkomlega. Og mér var alvara. Ef alltaf á að standa eins og hundur á roði og segja: þetta hefi ég sagt, þetta hef- ir þú sagt, þú hefir gert mér bölv- un þarna, ég verð að hefna o.s.frv., ef alltaf á að hanga á þessu, ef það er alltaf fortíðin og aldrei fram- tíðin [sem máli skiptir] — þá er það glötunin, sem tekur við. Ég hefi oft sagt, að gamlar væringar, óþörf metorðagirnd eða hroki eigi að víkja fyrir heill og hamingju þjóðarinnar. Ég hefi viljað sanna, einnig í þessu máli, að ég meinti þetta. Og við erum fleiri ... sem höfum viljað sýna þetta. Það er ekki aðeins ég og Bjarni Bene- diktsson ... Allur Sjálfstæðis- flokkurinn hefir óskað þess og margir framsóknarmenn hafa að lokum tekið undir þetta." Og ræðunni lýkur Ólafur Thors með því að segja, að hann sé ekki í neinum vafa um, að þjóðin eigi sér bjarta framtíð, ef sá andi skiln- ings — „mér er nær að segja sam- úðar og sáttfýsi fær nú að ríkja í hjörtum þjóðarinnar, sem náði að lokum tökum á hjörtum og huga þeirra manna, sem taldir eru mestir vígaglúmar í opinberri stjórnmálabaráttu. Við á þingi höfum nú gert okkar skyldu, í Framsóknarflokknum og í Sjálf- stæðisflokknum. Nú er það ykkar, nú er það þjóðarinnar að gera sína skyldu, taka höndum saman. Taka vel því, sem stjórnin hefur borið fram og ber fram. Nú reynir á þegnskapinn hjá ykkur, eins og það reyndi mjög á þolrifin hjá okkur, á stillinguna, gætnina og góðviljann. Nú reynir á það hjá ykkur. Ég vil að sjálfstæðismenn gangi þar í fararbroddi, eins og þeirra er venja. Við vörðum þing- ið, þegar ofbeldismennirnir gerðu árásir þar [í marz 1949]. Við hræddumst ekki líkamlegt ofbeldi. Við höfum barizt eins og hetjur við tvennar kosningar, Alþingis- kosningar og bæjarstjórnarkosn- ingar. Við erum ekki hræddir við baráttuna. En í dag er það friður- inn, góðviljinn og skilningurinn, sem allt á veltur. Og í dag er það í þeim efnum, sem við eigum að ganga á undan öðrum. Það eitt sæmir Sjálfstæðisflokknum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.