Morgunblaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1983 27 Uppdráttur af landssvæði Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal í Mosfellssveit, eins og fyrirhugað er að svæðið verði að uppbyggingu lokinni. Oft er glatt á hjalla á kvðldvðkum og öðrum samkomum í Reykjadal, eins og sést á þessum myndum. ekki, að nú er orðin brýn þðrf á að stækka heimilið og bæta, og hefur þess vegna verið ákveðið að byggja það upp frá grunni. í Reykjadal er ætlunin að byggja upp varanlega aðstöðu, fyrst og fremst til sumar- dvalar fatlaðra barna, en um leið verður haft í huga að hana megi nota til annars á öðrum árstímum. Þetta heimili er afskaplega mik- ilvægt fyrir börnin. Þau geta verið þarna um 30 í senn, og á hverju sumri eru u.þ.b. 100 fötluð börn í Reykjadal um lengri eða skemmri tíma. Nánast öll eru þau mikið fötluð, hreyfihömluð og sum fjölfötluð. Það er mikið álag fyrir heimili þessara barna og fjölskyldur þeirra að annast um þau, og því er ómetanlegt að geta fengið þeim sumardvalarstað um skeið. Börnin hlakka líka mjög mikið til að fara í Reykjadal, þar sem kapp er lagt á að gera þeim dvölina sem ánægjulegasta. Nú er unnt að fara í leiki innanhuss og vinna að föndri og fleiru, og utandyra er farið í sund, stundaðar aðrar íþróttir, hestamennska og fleira, og farið í göngu- og hjólaferðir. Alla þessa aðstöðu þarf að bæta og við stefnum að því að börnin geti kynnst sem flestum þeim tómstundastörfum, sem jafnaidr- ar þeirra glíma við. Fatlaðir geta til dæmis haft sömu ánægju af hestamennsku og hvers kyns úti- veru og aðrir, og með iðkun áhuga- mála af þessu tagi skapast grundvöllur fyrir frekari kynnum og sameiginlegum áhugamálum fatlaðra og þeirra, sem ganga heil- ir til skógar. Uppbyggingin í Reykjadal mið- ar að því að gera fötluðum lífið sem ánægjulegast. Fötluð börn bæði geta og vilja lifa lífinu lif- andi og þau gera það. Því fer fjarri að fatlaðir sitji hljóðir hjá meðan lífið streymir áfram. Því fé, sem safnast á Hjólreiðadaginn 1983, verður varið til að hjálpa fötluð- um börnum til að njóta lífsins. Við vonumst til að sem flestir taki þátt í deginum nú, og hjóli í þágu þeirra sem ekki geta hjólað." - AH Þrír strákar á sumardvalarheimilinu í Reykjadal. Þar geta verið um 30 börn samtímis, og á hverju sumri dvelja um 100 börn þar. — Öll aóstaða er hins vegar ófullkomin, innan dyra sem utan, og því er ætlunin að byggja heimilið upp á nýtt frá grunni. Stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra ásamt framkvæmdastjóra; talið frá vinstri: Birgir Þormar, Jónína Guðmundsdóttir, Hólmfríður Guðjónsdóttir, Óttar Kjartansson, Matthildur Þórðardóttir, Halldór Rafnar og Sigurður Magnússon. Frá Reykjadal í Mosfellssveit, sumardvalarheimili fatlaðra barna. Myndin er tekin fyrir nokkrum árum. Þrjár hjólreiðastúlkur í Breiðholtinu. Á Hjólreiðadaginn munu krakkar úr öllum hverfum Reykjavíkur, frá Hafnarfirði, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Garðabæ og Mosfellssveit, safnast saman á Lækjartorgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.