Morgunblaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1983 Hvernig komast menn í herrastéttina ? MchæiVbsteislsy iÐEN — eftir Birgi ísl. Gunnarsson Hvernig komast menn í herra- stéttina 1 Sovétríkjunum? Michael Voslensky lýsir því í bók sinni, NOMENKLATURA. Leið- irnar eru reyndar margar. Ivan Ivanovitsj, sem er metorðagjarn ungur maöur verður að setja sér þá meginreglu, ef hann ætlar sér að ná upp i kerfinu, að allt er rétt, sem skapar honum mögu- leika til metorða. Ef hann er ekki svo heppinn að ganga í hjónaband með dóttur einhvers flokksleiðtoga (eins og t.d. Adzjubej, tengdasonur Krút- sjéffs, sem varð ritstjóri Izvest- ija), þá verður hann að byrja neðanfrá. Að ganga í f lokkinn Ivan Ivanovitsj byrjar á því að ganga í flokkinn. Það er algjör forsenda þess að komast áfram í þjóðfélaginu. Félagi Ivanovitsj byrjar lengst niðri í flokkskerf- inu. Hann vekur fyrst athygli sem góður áróðursmaður i sínu héraði, síðan verður hann for- ingi í hópi áróðursmanna, og þar á eftir er hann gerður að trúnað- armanni á vinnustað, hann er valinn í stjórn flokksfélagsins, sem er á vinnustað hans (flokks- nefndarinnar) og að lokum er hann valinn sem vararitari i flokksfélaginu. f þessu klifri uppávið í lægstu þrepum flokkskerfisins er Ivan Ivanovitsj sléttur og felldur, hógvær, traustvekjandi og vinnusamur. Frammi fyrir félögum sínum í flokksdeildinni reynir hann að sýnast fastur á sínum megin- skoðunum, en jafnframt litillát- ur og samvinnufús. En gagnvart félögum sínum á vinnustaðnum reynir hann að dylja fyrirætlan- ir sínar. Nú fer Ivan að líta í kringum sig eftir næsta stökk- bretti. Hann velur sér kunningja með tilliti til þess og veit að ein besta leiðin er að verða ritari í einhverri af grundvallareining- um flokksins. En til að komast í slika stöðu verður hann að fá „meðmæli" stofnunar, sem stendur hærra í flokkskerfinu, í þessu tilviki frá flokksfélaginu i héraðinu. í slíkri stöðu er hann kominn inn í gættina á „NOM- ENKLATURA". Endurtryggingin Vandamálið við slfka ritara- stöðu er það, að kosið er i hana á hverju ári. Ivan verður því að standa sig, því að ef hann er ekki endurkosinn, hefur dyrunum verið skellt á nef hans. Hann verður umfram allt að koma sér vel við þá, sem hærra standa og ráða í raun hvort hann verður endurvalinn eða ekki og hvort hann síðan færi hærri stöðu. Ivan beinir kröftum sínum sér- staklega að Petrov, sem er í þeirri stöðu að geta komið með tillögur á þeim vettvangi, þar sem hærri stöðum er úthlutað. Ivan verður þvi að smjaðra fyrir Petrov, snúast í kringum hann og sannfæra hann um trúmennsku sína. Að því kemur, að Petrov sér ástæðu til að mæla með Ivan sem forstöðumanni i einhverri deildinni. Sú staða tilheyrir NOMENKLATURA og nú þarf Ivan að fara i gegnum hreinsun- areld. Skjöl um persónu hans eru send til aðalstöðva flokksins í héraðinu. Fyrirspurnir eru send- ar um Ivan út um allt. Vinnufé- lagar eru spurðir, verkalýðsfé- lagið, flokksfélagið, sem hann hefur verið í. KGB fær einnig fyrirspurnir um Ivan. Hvernig er hann? Er hann trúverðugur? Drekkur hann? Hefur hann lent i kvennamálum? Munnleg og skrifleg svör streyma inn. Til- gangurinn með þessum þætti málsins er athyglisverður. Ef ske kynni að Ivan stæði sig ekki, er nauðsynlegt að dreifa ábyrgð- inni af vali hans á sem flestar hendur. Þessi undirbúningur fylgir sömu meginreglu og tryggingarfélögin fylgja, þegar þau reyna að minnka ábyrgð sína með endurtryggingum. TURA Þetta orð endurtrygging hefur meira að segja fengið sess i orða- safni NOMENKLATURA. 250 þúsund manns Nú er komið að ákvörðuninni. Það fer að sjálfsögðu eftir því, hve staðan er há, hverjir ákvörð- un taka. Er þetta staða fyrir eitt hérað — eða fyrir eitthvert Sov- étlýðveldanna — eða á vegum miðstjórnarinnar í Moskvu? En alltaf er það einhver nefnd eða stjórn, sem ákvörðun tekur — og ákvörðunin er í því formi, að við- komandi nefnd eða stjórn „mæl- ir með" Ivan Ivanovitsj í stöð- una. Forstöðumaður stofnunar- innar undirritar sjálfa ákvörðun um ráðningu. í þeirri ákvörðun er hvergi vísað til ákvörðunar flokksnefndarinnar (eða -stjórn- arinnar) um „meðmælin". Þau eru læst inni í skáp hjá forstöðu- manninum. Ivan Ivanovitsj hefur nú rutt burt þeim hindrunum sem staðið hafa í vegi fyrir þvi að hann geti notið framtíðarinnar í náðar- faðmi NOMENKLATURA. Að sögn Voslenskys endurtekur „Voslensky telur, að hin pólitíska herrastétt telji um 250.000 manns. Þar af séu starfandi í lægri stöð- um í hinum ýmsu hér- uðum um 150.000 manns, en í hærri stöð- um á vegum ríkisins, flokksins, KGB og í utanríkisþjónustunni um 100.000 manns." þessi saga sig með ýmsum til- brigðum daglega í Sovétríkjun- um á hinum ýmsu stigum kerfis- ins — allt frá einangruðum hér- uðum til miðstjórnarinnar í Moskvu. Voslensky telur, að hin pólit- íska herrastétt telji um 250.000 manns. Þar af séu starfandi í lægri stöðum í hinum ýmsu hér- uðum um 150.000 manns, en í hærri stöðum á vegum ríkisins, flokksins, KGB og í utanríkis- þjónustunni um 100.000 manns. Þessi hópur, sem hefur tögl og hagldir í allri stjórnun og ræður lífi fólksins, er um einn þúsund- asti hluti íbúanna. Fólkið sjálft velur ekki þessa menn og getur því síður sett þá af. Þessir menn eru þó iðnir við að skreyta sig með titlum eins og „vinir verkalýðsins", „fulltrúar öreiganna" og allt eru þetta „al- þýðubandalög", sem í áróðrinum eru talin bera ábyrgðina. Breytingar í utanríkisþjónustunni ÁKVEÐNAR hafa verift eftirtaldar tilfarslur i embættismónnum í utanríkisþjónustunni á sumri kom- anda: Þorleifur Thorlacius, sendi- fulltrúi í Kaupmannahöfn, tekur við starfi prótokollstjóra í utan- ríkisráðuneytinu. Birgir Möller, sendifulltrúi, tek- ur við starfi við sendiráð íslands í Kaupmannahöfn. Helgi Ágústsson, sendifulltrúi, tekur við starfi við sendiráðið í Washington. Sverrir H. Gunnlaugsson, sendi- fulltrúi í Washington, tekur við starfi deildarstjóra varnarmála- deildar utanrikisráðuneytisins. Sveinn Björnsson, sendiráðu- nautur, tekur við starí'i við sendi- ráðið í London. Halla Bergs, sendiráðunautur í London, tekur við starfi í utanrík- isráðuneytinu. Pétur Gunnar Thorsteinsson, sendiráðsritari, tekur við starfi við fastanefnd íslands í New York. Innan ráðuneytisins verða þær breytingar að Tómas Karlsson, sendifulltrúi, sem veitt hefur upp- lýsinga- og menntadeild forstöðu, tekur við starfi í alþjóðadeild ráðuneytisins en Sigríður Snæv- arr, sendiráðsritari, tekur við for- stöðu upplýsinga- og menntadeild- ar. Þá hefur Benedikt Jónsson, MA, verið ráðinn sendiráðsritari og hafið störf í ráðuneytinu. SUMARHUSASYNING LAUGARVATNI LAUGARDAG OG SUNNUDAG 14. - 15. MAÍ KL. 1-6 E.H. Hollenzkt hrað- sendingarfyrirtæki hyggst setja á stofn skrifstofu hér HOLLENZKA fyrirtækið DHL Int- ernational auglýsti sl. sunnudag eftir stöðvarstjóra fyrir fyrirtækið i ís- landi, en fyrirtækið hyggst setja i laggirnar skrifstofu hér i landi. I auglýsingunni segir, að DHL sé sú hraðboðaþjónusta í lofti, sem sé á hvað mestri uppleið í heimin- um í dag. „Síðan fyrirtækið hóf göngu sína fyrir 13 árum höfum við komið upp 400 skrifstofum í öllum helztu borgum heimsins með 7.000 manna starfsliði, og við færum stöðugt út kvíarnar," segir ennfremur í auglýsingunni. Fyrirtækið sérhæfir sig í að sjá um vörusendingar, sem þurfa að berast milli aðila á sérstaklega snaggaralegan hátt, en slíkt getur á stundum verið örðugleikum háð. Leiðrétting í UMFJÖLLUN um Efnahags- bandalag Evrópu í Mbl. í gær kemur fram að ferð, sem farin var til höfuðstöðva EFTA og EBE sl. haust á vegum Viðskipta og verzl- unar hafi verið önnur ferðin sem farin hefði verið á vegum samtak- anna til þessara staða. Þetta er ekki rétt, því fyrri ferðin og reyndar fyrsta hópferðin sem far- in hefur verið til höfuðstöðva EFTA í Genf og EBE í Brussel var farin á vegum Félags íslenzkra iðnrekenda. mellcbœk:huo W ELD/^SKALINN GRENSASVEGUR 12, 108 REYKJAVIK, SÍMAR 91 39520 & 91 39270 Fer inn á lang flest heimili landsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.