Morgunblaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1983
39
Stýrimannafélag íslands:
Alvarlegur fjárskortur
hrjáir Siglingamálastofnun
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi ályktun, sem samþykkt
var á aðalfundi Stýrimannafélags ís-
lands 7. maí síðastliðinn:
Aðalfundur Stýrimannafélags
íslands haldinn 7. maí 1983 leyfir
sér að vekja athygli alþjóðar á að
ein mikilvægasta stofnun sjávar-
útvegs og sigiinga, Siglingamála-
stofnun ríkisins, býr nú við svo
alvarlegan fjárskort að ekki verð-
ur við unað til frambúðar og hlýt-
ur að leiða til þess að stofnunin
geti ekki valdið sínu hlutverki.
Þá verður ekki komist hjá að
átelja það tómlæti sem virðist
ríkjandi hjá stjórnvöldum og birt-
ist m.a. í því að fjöldi alþjóðasam-
þykkta, sem ætlað er að auka ör-
yggi sjófarenda fæst ekki fullgiit-
ur af íslands hálfu og Siglinga-
málastofnuninni er synjað um
fjárveitingar til þýðinga og ann-
ars nauðsynlegs undirbúnings
gildistöku.
Gloggt dæmi um sofandahátt
stjórnvalda í þessum efnum er að
Skagafjörður:
Þrjú heiðurs-
samsæti í
Skagafirði
Mælifelli, 6. maí
FYRIR nokkru efndi kirkjukór Víði-
mýrarsóknar til matarboðs, þar sem
heiðursgestunum, síra Gunnari
Gíslasyni, fv. prófasti í Glaumbæ, og
frú Ragnheiði Ólafsdóttur, konu
hans, og Birni Ólafssyni, organista á
Krithóli, og Helgu Friðriksdóttur
konu hans, voru færðir að gjöf hag-
lega gerðir borðlampar úr birki með
mynd Víðimýrarkirkju fagurlega
skorna á aðra hlið, en nöfn þiggj-
enda á hina. Síra Gunnar þjónaði
Víðimýrarsókn í 39 ár og Björn á
Krithóli var organisti kirkjunnar
fast að 60 árum.
Þá voru prófastshjónin heiðruð
með samsæti í Miðgarði hinn 1.
maí og stóðu allir söfnuðir
Glaumbæjarprestakalls að að þvi
boði og færðu þeim málverk af
Tindastóli eftir Elías B. Hall-
dórsson á Sauðárkróki. Við það
tækifæri var hjónunum á Krithóli
einnig fært málverk, Hólamynd
eftir Jósef Björnsson, frá Víði-
mýrarsöfnuði, en þau voru einnig
heiðursgestir í samsætinu. Fjöl-
menni var og margar ræður flutt-
ar og þakkir fram bornar fyrir
langa og góða þjónustu. Veizlunni
stjórnaði Páll Dagbjartsson,
skólastjóri í Varmahlið.
Hinn 3. maí héldu allir 4 söfnuð-
ir Mælifellsprestakalls síra Ágústi
Sigurðssyni og Guðrúnu L. Ás-
geirsdóttur, konu hans, kveðju-
samsæti í Árgarði, en síra Ágúst
hefur þegar tekið við starfi sendi-
ráðsprests í Kaupmannahöfn og
flyzt nú þangað með fjölskyldu
sinni. Var prestshjónunum og
börnum þeirra gefið glæsilegt
áletrað silfurfat í þakkarskyni
fyrir árin 11 á Mælifelli frá
sóknarbörnum, og kirkjukór
Mælifellsprestakalls færði þeim
stóra blómakörfu. Á annað hundr-
að manns sóttu hófið og voru
margar kveðjuræður fluttar og
ljóðamál. Sérstaklega má geta
þess, að frumflutt var lag og ljóð,
sem Pétur Pálmason á Reykjavöll-
um hafði fengið samið fyrir þetta
tækifæri. Sungu þeir lagið Pétur
og Jón Gíslason í Miðhúsum við
undirleik Gróu Hreinsdóttur og
vakti lagið, sem er eftir Magnús
Pétursson tónskáld, verðuga at-
hygli. Ljóðið samdi Jóhann Guð-
mundsson í Stapa af sinni kunnu
snilld og var hann einnig veizlu-
stjóri í Argarði þetta kvöld.
G.L. Ásg.
hinn 1. júní nk. taka gildi breyt-
ingar á alþjóðareglum til að koma
í veg fyrir árekstra á sjó (alþjóða-
siglingareglur) án þess að Island
hafi enn fullgilt þær og skip-
stjórnarmönnum hafa enn ekki
verið kynntar þessar breytingar.
Ennfremur er rétt að koma á
framfæri að íslensk skip hafa ver-
ið stöðvuð erlendis og má búast
við því í auknum mæli, þar sem
ísland hefur ekki enn fullgilt al-
þjóðareglur um öryggi mannslífa
á hafinu frá 1974 (Solas 74) og
verður Siglingamálastofnun því
að gefa út skipsskjöl samkv. regl-
um frá 1960 (Solas '60).
Sem afieiðing af fjárskortinum
hefur m.a. lagst af að tsland taki
virkan þátt í alþjóðasamstarfi um
hin ýmsu siglingamálefni. Þá hef-
ur samstarf við hinar norður-
landaþjóðirnar rofnað að mestu.
Hér að framan hefur aðeins ver-
ið drepið á einn þátt í starfi Sigl-
ingamálastofnunarinnar sem að
öllu jöfnu er ekki gefinn mikill
gaumur, þ.e. hinu alþjóðlega sam-
starfi.
Að framansögðu gerir fundur-
inn þá kröfu til fjárveitingavalds-
ins og þeirra stjórnvalda sem fara
með yfirstjórn þessara mála að
Siglingamálastofnun ríkisins
verði tryggt það fé sem hún telur
sig þurf a til eðlilegs reksturs.
Ljósm. G.Berg.
Dimission á Akureyri
Akureyri, II. nuf.
HELDUR viðraði leiðinlega fyrir hressa og káta nemendur Menntaskólans á
Akureyri í dag, þegar þeir fögnuðu síðasta kennsludegi skólairsins. En þeir lótu
þad ekki i sig fá og béldu þeim sið að heimsækja alla kennara sína, klæddir
hinum skrautlegustu flfkum, syngjandi og trallandi og báru fram hinar sjálfsögð-
ustu og eðlilegustu kröfur. — Eoa þannig.
,11
JUNCKERS
Gegnheilt (massíft) gólfparket.
- Vönduð vara, þykkt: 22 mm. og 12 mm.
Full lakkað og tilbúið til lagningar.
Aratuga ending sannargæðin.
Auðvellt í lagningu, auðvellt í þrifum.
9V
EGILL ÁRNASON H.F.
*Ö
HÚSASMIÐJAN HF.
Timburverzlunin
Vb'lundur hf.