Morgunblaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 1
88 SÍ 108. tbl. 70. árg. SUNNUDAGUR 15. MAI 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sprengdu skarð í gíg Etnu f NÓTT tókst að sprengja nýja rás fyrir hraunstrauminn, sem runnið hefur án afláts niður hliðar Etnu, frá því að eldgosið þar hófst í lok marz sl. Mörg þorp í hli'ðum fjallsins hafa verið í sífelldri hættu. Aðgerðirnar nú til þess að breyta farvegi hraunstraumsins eru sagðar einstakar í sinni röð. Svíinn Rolf Lennhart Abersten, sem stjórnað hefur þessum að- gerðum, sagði í dag, að þær hefðu borið fullkominn árangur miðað við aðstæður. Aðrir sérfræðingar töldu, að þær hefðu aðeins tekizt að nokkru leyti og margir dagar kunni að líða, unz unnt verði að gera sér grein fyrir því, hver end- anlegur árangur þeirra hafi orðið. Sprengingin var gerð með 500 kg af sprengiefni og þegar hún varð, reif hún þriggja metra breitt og fimmtán metra langt skarð í hamravegg þann, sem hindrað hafði hraunrennslið. Áður en þrjár mínútur voru liðnar, mátti sjá hraunið byrja að streyma í gegnum skarðið. Der Spiegel: Jaruzelski auðgast vel llamborg, 14. m»í. AP. LEYNISKJÖL, sem gætt hefur verið árum saman sem „Bezt geymdu leyndarmála Póllands", gefa til kynna, að Vojciech Jaruzelski hers- höfðingi og aðrir háttsettir embætt- ismenn í Póllandi hafi notað aðstöðu sína til þess að auðga sjálfa sig. Það er vikuritið Spiegel í Hamborg, sem skýrir frá þessu í nýjasta tölublaði Der Spiegel skýrir ekki frá því, hvar og hvernig blaðið hafi komizt yfir þessi skjöl heldur aðeins, að það hafi gerzt fyrir skömmu. Sam- kvæmt þessum skjölum á Jaruz- elski að hafa komist yfir 350 fer- metra einbýlishús í Varsjá í apríl 1979 fyrir aðeins þriðjung af verð- mæti þess. Hafi hann greitt aðeins 373.052 zloty fyrir húsið, sem er hið venjulega kaupverð fyrir eins herbergis íbúð í Póllandi. Húsið hafði hins vegar verið metið á 1.069.338 zloty. wSjk vfl fl f^w ?¦**«>• * ' 'jsM • *^MfL jlmÉm%. ,J&SÉÉÉmm\ ^É^^K/l^fP^ .Mðra ..... 4ÍÉMH W i lÉlf£' mÍÁ BnI sj£Æ f 1 •^ji'^Hj 1 "4kk„ á&.zJmX jyfc teti' £¦ g 'W F* fpa A LÁ. IBl 1 ^hB'^H pP^ \ Æ—^L ^kkx % U^" mm\* BP*v' ¦ "¦ Émm H^ sw "íiawi aw i: 1 ^*^ 1 I ÉfSY ¦ ¦¦ ¦¦f ^ Hfli ¦i& " ^fl t^i;. mmmwM' ^l mW'" B; 'wm m\ ki ^' 1 i i 111 I Afíakóngar 1983 Heimaey VE varð aflahæst báta á vertíðinni, sem lýkur í dag. Síðasti róður Heimaeyjar var á föstudag og nam heildaraflinn 1107 lestum. Skipstjóri er Hörður Jónsson. A myndinni eru, aftari rðð frá vinstri: Sigurður Sveinsson, Grettir Guðmundsson, Atli Sverrisson, Guðfinnur Þorsteinsson, Einar Jónsson. Fremri röð frá vinstri: Birgir Jónsson, Magnús Guðmundsson, Höröur Jónsson, Hjörtur Jónsson, Þorkell Guðgeirsson og óttar EgÍISSOn. Morgunblaoio/Sigurgeir. ísrael — Líbanon: Egyptar styðja samkomulagið Beirut, Kairó, New York, 14. maf. AP. LÍBANONSTJÓRN hafdi verið boð- uð til skyndifundar í dag til að ræða viðbrögð Sýrlendinga við samkomu- lagi Líbana og ísraela en Hafez Assad, Sýrlandsforseti, hefur vfsað því algerlega á bug. Hosni Mubarak, Egyptalandsforseti, sagði í dag, að það væri „óviðunandi" með öllu, að eitthvert Arabarfkjanna kæmi í veg fyrir brottflutning ísraelsks herliðs frá Líbanon og hét fullum stuðningi við samkomulagið. Gemayel, Líbanonforseti, hyggst leggja samkomulagið fyrir þingið þótt sérstök „neyðarvöld", sem þingið veitti honum, geri það í raun óþarft. Vill Gemayel með því sýna fram á, að samkomulagið njóti víðtæks stuðnings meðal þjóðarinnar. Shafik Wazzan, for sætisráðherra, sagði í gær, að nefnd manna yrði send til Sýr- lands til að reyna að telja Assad, Sýrlandsforseta, hughvarf en hann hefur neitað að fallast á samkomulagið. Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, sagði á þingi i dag, að það væri með öllu „óviðunandi" ef eitthvert Arabaríki yrði til að hindra brottflutning Israelshers frá Líbanon. Hann nefndi ekki Sýrland á nafn en ekki fór á milli mála við hverja hann átti. Sagði Mubarak, að samkomulagið sýndi Sekur um and- sovézkan áróður Moskvu, 14. maí. AP. ALEXEI Smirnov, 32 ára gamall rússneskur verkfræðingur, var í dag dæmdur í sex ára nauðung- arvinnu í Moskvu fyrir þátttöku sína í útgáfu rita, þar sem greint var frá mannréttindabrotum í Sovétríkjunum. Var Smirnov fundinn sekur um „slúður" og andsovézkan áróður, en sjálfur kvaðst hann vera saklaus af ölhim glæp og mótmælti dómnum og réttar- höldunum yfir sér í heild. Vinir Smirnovs halda því fram, að hann hafi hvað eftir annað sætt barsmíðum, á meðan hann dvaldi í hinu illræmda Lubyanka-fangelsi. einlægan vilja Bandaríkjastjórnar til að koma á friði í Miðaustur- löndum og að Egyptar styddu það af heilum hug. Egyptar hafa margoft varað við því, að ef brottflutningur erlends herliðs frá Líbanon dregst úr hömlu geti það í raun leitt til skiptingar landsins. Caspar Weinberger, varnar- málaráðherra Bandarikjanna, sagði í gær, að ef Sovétmenn eða leppar þeirra í Sýrlandi hæfu hernaðaraðgerðir í Miðaustur- löndum yrði þeim mætt „af fullri hörku" og þannig, að árásarmenn- irnir hefðu engan hag af þeim átökum. Sagði hann, að Sovét- mönnum yrðu á „alvarleg og hættuleg mistök" ef þeir héldu, að þeir gætu fengið Bandaríkjamenn til að bregðast skyldum sínum við ísrael með þvi að spilla friðinum í Líbanon. Ariel Sharon, fyrrum varnar- málaráðherra ísraels, sagði í gær, að ástandið í Libanon færi hríð- versnandi, skæruliðar Palestínu- manna flykktust til landsins og að þess yrði ekki langt að bíða, að ráðist yrði á alþjóðlega gæsluliðið í landinu. Noregun Vilja semja um Holberg Ósló, 14. maf. I'rá fr.ll.rítar. Mbl. DANIR og Norðmenn hafa lengi deilt um skáldið Ludvig Hol- berg. Norðmenn segja, að hann sé norskur en Danir að hann sé perudanskur. Nú eru loksins horfur á að þjóðirnar semji sátt. Á næsta ári verða 300 ár lið- in frá fæðingu Holbergs og á að minnast þess með frí- merkjaútgáfu í báðum löndun- um, Noregi og Danmörku. Til að útkljá deilurnar um þjóð- erni Holbergs heitins hafa Norðmenn stungið upp á því við frændur sína Dani, að þeir standi sameiginlega að frí- merkjaútgáfunni, en Danir hafa enn sem komið er ekki svarað þeirri málaleitan. Vefst það helst fyrir þeim að sögn, að ef þeir samþykkja, hafa 'þeir þar með að nokkru játað norskan uppruna Holbergs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.