Morgunblaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1983 Svona litu tískukjólarnir út fyrsta árið sem l'arísartískan starfaði. Rúna hefur geymt þessa kjóla Rúna Guðmundsdóttir kynnir tískusýningu Parísartísk- í 20 ár (Ljósmyndir Kristjin) unnar. „Þá braust bítlaæðið út og Parísartískan var opnuð" át*. rid 1963 var stórmerkilegt ár í sögunni. Bítlaæðið braust Aút og Parísartískan var opnuð, sagði Rúna Guðmunds- dóttir, eigandi Parísartískunnar, í upphafi glæsilegrar tískusýningar í Þórskaffí í tilefni 20 ára afmælis verslunar- innar. Áhrif Bítlanna á heimsmúsíkina urðu mikil og áhrif Parísartískunnar á útlit íslenskra kvenna urðu heldur ekki óveruleg. í upphafi sýningarinnar, sem stóð viðstöðulaust í klukkutíma, bað Rúna þessar 300 konur sem voru gestir hennar í afmælisboð- inu, um að hverfa með sér 20 ár aftur í tímann. Og fram gengu þrjár sýningarstúlkur í kjólum frá fyrsta árinu og með tilheyrandi greiðslu og skó. En Rúna hafði tekið frá og geymt þessa kjóla all- an þennan tíma. Varð mörgum að orði að eitthvað könnuðust þær aftur við tískulínurnar. Þetta voru tveir niðurþröngir kjólar úr blúndu og siffoni, annar með strútsfjöðrum, og síður alsilkikjóll með beinu pilsi og berum öxlum, borinn uppi af stórum barmi, eins og þá þótti nauðsynlegt. — Ég hefi verið svo gæfusöm í lífinu að geta stundað atvinnu, sem ég hefi haft óblandna ánægju af, eignast stóran og sérstaklega skemmtilegan hóp viðskiptavina og vina, sagði Rúna. Já, ég segi vina, því að við vitum öll að fyrir utan góða heilsu er ekkert dýr- mætara í lífinu en góð vinátta. Og án ykkar hefði verslunin aldrei orðið eins árs hvað þá tuttugu ára. En Rúna hafði einmitt boðið 300 viðskiptavinum sínum til að sam- gleðjast sér og samstarfsfólki sínu með kampavíni og góðgæti niðri í Þórskaffi. Og á eftir var fólki boð- ið að gjöra svo vel og ganga upp á loft, þar sem var komið fyrir stól- um og sýningu þannig hagað að hver maður gat séð og hafði ávallt einhverja tískuflík á að horfa þennan klukkutíma þar til sýn- ingu lauk með glæsilegri stúlku í hvítum brúðarkjól með slör og slóða. En áður höfðu komið fram stúlkur í „beige" brúðarkjólum. — Áður fyrr var tískan aðeins fyrir fáa og útvalda, sagði Rúna. — En í dag er tískan fyrir alla. Það er orð að sönnu. Að minnsta kosti var fjölbreytni geysimikil í fatnaðinum á sýningunni — og hattar, sem svo mikið voru í tísku þegar verslunin opnaði, komnir í tísku aftur með kjólum og drögt- um. Þarna var sýndur fatnaður frá þeim aðilum, sem Parísartísk- an hefur haft á boðstólum. Þarna voru hinar klassísku Mansfield- dragtir, -kjólar og -blússur. En sem kunnugt er hefur Thatcher forsætisráðherra Breta unnið sína stærstu sigra í Mansfield-dragt. — Að vísu get ég ekki selt með þeim hennar stórkostlega járn- vilja, sagði Rúna, en þær standa fyrir sínu samt. Þarna gaf að líta dragtir, silki- kjóla, silkiblússur og silkiklúta frá stóru tískuhúsi í París, Louis Fer- aud, sem Parísartískan hefur einkaumboð fyrir, en ein af aðal- tískuteiknurunum þar er íslensk, Helga Björnsson, sem m.a. teikn- aði búningana í Silkitrommunni í Þjóðleikhúsinu. Einnig voru þarna kvöldkjólar úr aisilki frá Janice Wainwright og alsilkikjólar frá ameríska fyrirtækinu Mulqueen. Að ógleymdum Fink-kjólunum, en Fink hlaut 1. verðlaun fyrir bestu fataframleiðslu í Evrópu 1981. Sportfatnaður úr ull, silki og bóm- ull og mjög litríkur var frá Escada í Þýskalandi. En stuttir og síðir kvöldkjólar frá Frank Usher, sem Parísartískan hefur ávallt haft þessi 20 ár. Þess má geta að þegar stórskipið Queen Elizabeth fór á sínum tíma til New York til að kynna breskan iðnað í Vestur- heimi, þá var Frank Usher feng- inn til að haida uppi merki breska tískuiðnaðarins. En brúðarkjól- arnir voru frá saumastofu París- artískunnar sjálfrar og brúðar- vendir frá Blómum og ávöxtum. Þennan fatnað sýndu sýn- ingarstúlkur frá Model 79 með glæsibrag, greiddar af Dúdda og Matta og snyrtar í Sól og snyrting. Lögð hafði verið áhersla á að gera staðinn og sýninguna notalega með blómum og jafnvel lauf- skrýddar trjágreinar frá Blóma- vali heilsuðu gestum við inngang- inn, og ljúfur píanóleikur Carls Billichs innan dyra. — E.Pá. raðauglýsingar — raöauglýsingar raöauglýsingar húsnæöi óskast Oskast til leigu Höfum veriö beönir aö útvega 3ja herb. til leigu á Reykjavíkursvæöinu. Upplýsingar á skrifstofunni. íbúð Ö Húsafell fasíeksnasalA LanyhoUsv^m Abalsteinn Pélursson (Bæiarieióahusinu) smi 8W66 Bergur Guonason hdl Skrifstofuhúsnæði óskast til leigu fyrir stofnun í Reykjavík. Hús- næðiö þarf aö vera um 350—400 fermetrar. — Sá sem hefur slíkt á boöstólum láti vita meö orðsendingu til blaösins merkt: „Skrif- stofuhúsnæöi — 8758". Áríöandi Þörfnumst strax eða fljótlega húsnæöi til leigu í Kópavogi, Hafnarfiröi eöa annars staöar á Stór-Reykjavíkursvæöinu. Æski- legast einbýli eöa raöhús, en hvað sem er kemur til greina. Mjög góðri umgengni er heitiö. Upplýsingar í síma 51395. Húsnæði óskast Hjón frá Akureyri óska eftir 2ja—3ja herb. ibúð. Skilvísar greiðslur og reglusemi. Uppl. ísíma 91-32147. húsnæöi i boöi Til leigu á Seltjarnarnesi sérhæð, 180 fm. 4 svefn- herbergi, mjög stór stofa, tvöfaldur bílskúr. Leigist til lengri tíma. Ekki fyrirframgreiösla en skilyrði góð umgengni og skilvísar greiðsl- ur. Tilboð merkt: „Nes — 8510" sendist fyrir 18. maí til Morgunblaösins. Verslunarhúsnæði — Útsölur Til leigu verslunarhúsnæði fyrir útsölur eða markaði. Stærð ca. 40 fm + gott lagerpláss. Staösetning: Einn besti staöur viö Laugaveg- inn. Leigutími: Einn, tveir til þrír mánuöir í senn. Þeir sem hafa áhuga, leggi nafn og símanúm- er inn á augld. Mbl. merkt: „Gott tækifæri — 8511". Til leigu í Hamarshúsi viö Tryggvagötu ca. 195 fm skrifstofuhæð. Upplýsingar hjá skrifstofustjóra í síma 22123. bátar — skip Til sölu Vélbáturinn Árni í Göröum VE 73 er til sölu. Báturinn er 103 rl. að stærð, byggður úr stáli hjá skipasmíöastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi áriö 1971. Báturinn er með 500 ha Alfa diesel-vél auk tveggja hjálparvéla, Bukh 50 ha hvor vél. Hann er búinn öllum helstu siglingar- og fiskileitartækjum. Fiskilest er kæld og frystigeymsla er fyrir 80 bjóð af línu. Upplýsingar um söluverö, greiösluskilmála o.þ.h. gefa Jónas Haraldsson hjá LÍÚ, sími 29500 og Jón Hjaltason hrl. í sima 98-1847 og 13945 í Reykjavík. Bátar og skip 230 tonn, yfirbyggöur, 160 — 150 — 100 — 30 — 26 — 21 — 18—11 — 10 — 9 — 8 — 7 tonn. Einnig úrval af minni trillum. Skemmtibátar, ganghraöi 20 mílur. Fasteignamiöstööin, Hátúni2,simi 14120.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.