Morgunblaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1983 Dómnefndin veltir vöngum. Frá vinstri: I lanna Frímannsdóttir, Ólafur Stephensen, Ásdís Eva Hannesdóttir, Brynja Nordquist, Henný Hermanns- dóttir, Guðrún Möller, Fegurðardrottning íslands 1982 (hún á ekki sæti í nefndinni) og Ólafur Laufdal. Á myndina vantar Friðþjóf Helgason. Kynning stúlknanna í úrslitum keppninnar um Fegurðardrottningu Islands: Forsmekkurinn að sjálfu krýningarkvöldinu gefinn Það var mikið um dýrðir og ekki laust við að fiðringur færi um gesti, einkum karl- peninginn, í veitingahúsinu Broadway á föstudagskvöld þegar stúlkurnar í úrslitum samkeppninnar um Fegurð- ardrottningu íslands voni kynntar. Sjálf krýningin verður ekki fyrr en nk. föstu- dag, en forsmekkurinn var gefinn í fyrrakvöld. Jafnframt kynningunni á stúlk- unum var efnt til skoðanakönnun- ar á meðal fjölmargra gesta. Dóm- nefndin hefur úrslit hennar til hliðsjónar þegar hún kveður upp úrskurð sinn nk. föstudagskvöld. Þá verður Fegurðardrottning ís- lands krýnd með mikilli viðhöfn í Broadway. Stúlkurnar tíu, sem til úrslita keppa, undirstrikuðu glöggt með framkomu sinni á föstudag, að þar fara verðugir fulltrúar ísíands á erlendri grundu. Komu þær tvíveg- is fram, fyrst í baðfötum og þá á síðkjólum. Ein stúlknanna komst reyndar ekki í tæka tíð fyrir fyrra atriðið, þar sem hún var að leika i Fröken Júlíu. Henni var hins vegar vel fagnað eins og öllum hinum þegar Frá tí.sku.wýningu á vegum Karnahjejar. Sumarlfnan kynnt. hún kom fram á siðkjól síðar um kvöldið. En það voru ekki bara stúlkurn- ar, sem glöddu augu gestanna á þessari „generalprufu" fyrir sjálft krýningarkvöldið. Boðið var upp á skemmtilega tískusýningu undir röggsamri stjórn Heiðars Jónsson- ar, kynnis kvöldsins, og þá var sér- stakt verk, „Tilbrigði við fegurð" eftir Gunnar Þórðarson, frumflutt. Það var hljómsveit Björgvins Halldórssonar undir stjórn Gunn- ars, sem flutti verkið við góðar undirtektir áhorfenda. Auk þeirra tveggja léku þeir Hjörtur Hows- er/hljómborð, Pétur Hjalte- sted/hljómborð, Haraldur Magn- ússon/bassi, Rafn Jóns- son/trommur og Björn Thorodd- sen/gítar í sveitinni, auk þess sem Jóhann Helgason söng með Björgvin texta Egils Eðvarðssonar við lagið. Gestir í Broadway fengu einnig að kynnast dómnefndinni, sem kveður upp úrskurð sinn næsta föstudagskvöld. Hún er skipuð sjö manns, allt þekkt fólk á sínu sviði. Konurnar eru fjórar, Brynja Nordquist, Hanna Frímannsdóttir, Henný Hermannsdóttir og Ásdís Eva Hannesdóttir. Karlarnir þrír eru Ólafur Stephensen, Friðþjófur Helgason og ólafur Laufdal. Þótt vel hafi tekist til í fyrra- kvöld var það í raun aðeins for- smekkurinn að því er koma skal við sjálfa krýninguna. Þá munu þær Guðrún Möller, Fegurðar- drottning íslands 1982, og Della Dolan, Ungfrú Stóra-Bretland 1982, krýna hlutskörpustu stúlk- una í úrslitakeppninni. Jafnframt verða við það tækifæri krýndar Fegurðardrottning Reykjavíkur, Ljósmyndafyrirsæta ársins og Vinsælasta stúlkan, en hana velja stúlkurnar sjálfar úr eigin hópi. — SSv. Snjókoma og kuldi á Norðurlandi: Sauðburður hafinn og hey víða af skornum skammti TÍÐARFAR er nú með versta móti norðanlands og veldur hændum erfið- lijkum um sauðburðinn og við önnur störf. Vegna þessa ræddi Morgun- blaðio við nokkra bændur þar um slóoir og fara viðtölin nér á eftir: Vonzkuhríð og jörð á kafi í snjó „Hér er vonzkuhríð og útlitið hjá okkur óvenju dökkt. Jörð er á kafi í snjó og sjálfsagt allt dautt þar und- ir. Nú er sauðburður að byrja og byrjaður, en heybirgðir eru mjög litlar enda var lítil spretta síðasta sumar. Við vonum bara, að úr þessu rætist fljótlega og veður skáni," sagði Vigfús B. Jónsson, bóndi á Laxamýri í Aðaldal. Vetur kominn aftur „Það er bara kominn vetur aftur. Hér varð alhvítt af snjó í nótt og enn snjóar. Jörð var annars orðin nokkurn veginn auð, en vorið hefur verið með kaldasta móti. Það er ekk- ert annað en að bíða og sjá hver framvindan verður. Menn eru nú uppteknir við sauðburðinn, en hann byrjaði um 10. maí. Ærnar bera all- ar í húsum, en það verður þröng á þingi þar, ef ekki verður hægt að setja bornu ærnar út vegna veðurs," sagði séra Sigurvin Elíasson, prest- ur á Skinnastað í Axarfirði. Norðan belgingur og næturfrost „Veður hafa að undanförnu verið rysjótt. Fyrir nokkrum dögum héldu menn að vorið væri að koma, en f dag er kaldasti dagurinn í langan tíma. Þetta er norðan belgingur og næturfrost og veður verður að fara að skána ef sauðburður á að ganga sæmilega. Það verður ljótt ástandið, ef þetta verður þriðja kalda vorið i röð," sagði Magnús Jósepsson á Steinnesi, Austur-Húnavatnssýslu. Hross enn á fullri gjöf „Það er kalt hér nú, en úrkomu- og sólarlaust. Sauðburður er byrjað- ur og ég hef látið eitthvað af fénu út i afgirt hólf, þar sem þvi er gefið. Hross eru enn á fullri gjðf og man ég ekki eftir svona gjafafrekum vetri hjá þeim. Það eru yfirleitt til næg hey hér, en nokkuð mun um það að menn hafi miðlað sin á milli. Þá er það til tiðinda hér, að tveir menn hafa legið úti á refaveiðum og hafa þeir fengið alls 20 dýr, öll frá sama kofanum, sem er rétt utan Forsælu- dals, við Friðmundará. Þá er vax- andi áhugi hér á loðdýrarækt og á að draga úr sauðfjárræktinni. Þykir mönnum hér einkennilegt að fyrir- greiðsla vegna loðdýraræktunarinn- ar skuli vera alveg í lágmarki, þegar augljóst er að draga þarf úr kinda- kjötsframleiðslunni," sagði Gisli Pálsson, bóndi á Hofi í Vatnsdal. Sér ekki fyrir endann á ótíðinni „Horfurnar eru ekki góðar hér, komin norðan hríð og farið að skafa. Allt fé er í húsi og sauðburður 1 þann mund að hefjast. Ljósi punkt- urinn er þó sá, að foðurbirgðir hafa verið kannaðar og virðast þær næg- ar. Maður sér þó ekki fyrir endann á þessari ótíð, mikinn snjó setti niður um páskana og hann situr enn eftir í stórum sköflum og svo er hann byrjaður aftur," sagði Benedikt Sig- urðsson á Grímsstððum á Fjöllum. Vonum að úr rætist „Hér er norðanstormur og kuldi, en ekkert hefur snjóað hér inni í sveitum. Jörð er orðin þokkalega auð, en skaflar sitja eftir hér og þar, sem ekkert væri, ef farið væri að hlýna. Sauðburður er lítt hafinn, en ég er hræddur um að fóðrið fari að sneyðast upp hjá manni um mán- aðamót, ef allt þarf að vera á gjöf til þess tíma. Það var einhver að spá því, að það færi að hlýna um þann sautjánda, við vonum að úr rætist," sagði Þórarinn Jónasson i Hróars- dal i Skagafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.