Morgunblaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1983 Biblíulestur vikuna 15.—21. maí Sunnud. 15. maí: Jóh. 15:26—16:4. a) Hvert er hlutverk Heilags anda samkvæmt þess- um orðum Jesú? b) V.27 er til allra þeirra, sem þekkja Jesúm og trúa á hann. Hvar er þér ætlað að vitna um hann? c) V.2 hefur komið fram á mörgum stöðum á öllum öldum. íhugum það. Mánud. 16. maí: Róm. 7:1—13. a) V.6: Hver er munurinn á að þjóna í fymsku bókstafs eða nýjung anda? b) V.12: Á hvern hátt á þetta við? Hver er tilgangur lögmálsins? Þriðjud. 17. maí: Róm. 7.14—25. a) V.18: Við hvað á Páll? b) V.19 lýsir þeirri spennu að vera kristinn maður f föllnum heimi. Hið sama kemur fram í v.22—23. Miðvikud. 18. maí: Róm. 8.1—11. a) V.l—2 fela í sér kjarna fagnaðarerindisins. íhug- aðu þau! b) V.3. Hvað gerði Kristur til þess að koma þessu svo fyrir? c) V.10—11: Er þetta svo í lífi okkar? Fimmtud. 19. maí: Róm. 8:12—17. a) V.13: Viljum við taka upp þessa baráttu við synd- ina? b) V.14—16: Ihugaðu forréttindi og skyldur þess að vera barn Guðs, eiga aðgang að honum sem föður. c) .V.17: Hvað munum við erfa með Kristi? Föstud. 20. maí: Róm. 8:18—30. a) V.24—25: Ihugaðu þetta með vonina. Hver er hún? Til hvers leiðir hún? b) V.26: Lýsing á því, hvernig Heilagur andi er með okkur í reynd. Guð veit, hvers við þörfnumst. Til hvers biðjum við þá? c) V.28: Hvað er átt við í þessu versi? Á það við um þig? Laugard. 21. maí: Róm. 8:31—39. a) V.31—32: fhugaðu, hversu stórkostlegur kærleik- ur Guðs til manna er. b) .V.35—39: Þakkaðu Guði fyrir, að ekkert getur slitið þig frá kærleika Krists — viljir þú þiggja hann. Norrænt sunnudagaskólamót Dagana 27. júní—2. júlí nk. verður haldið í Reykjavík norrænt samkirkjulegt mót fyrir aðila að sunnudagaskólaatarfi. Af íslands hálfu taka Þjóðkirkjan, KFUM og K, Hjálpræðisherinn og Hvítasunnu- söfnuðurinn þátt í mótinu. Dagskráin byggist á fyrirlestrum og hópvinnu, en auk þess verða kvöldvök- ur, morgun- og kvöldbænir og altaris- ganga síðasta kvöldið. Mótið fer fram í Háskóla íslands. Yf- irskrift þess er tekin úr 8. Davíðssálmi: „Hvað er maðurinn?". Gert er ráð fyrir u.þ.b. 100 útlendum þátttakendum á mótið, en allt að 50 Islendingum. Sóknarprestar og forsvarsmenn ann- arra hópa er standa að mótinu geta gef- ið nánari upplýsingar. Innritun þarf að vera lokið fyrir 7. júní. Hún fer fram á skrifstofum Æskulýðsstarfs Þjóðkirkj- unnar á Akureyri (s. 24873) og í Reykja- vík (s. 12445) milli kl. 14 og 16 alla virka daga nema laugardaga. Eflaust verður mót þetta bæði ánægjulegt og gagnlegt fyrir þá, sem vinna að kristilegu barnastarfi, og eru menn hvattir eindregið til þess að nota þetta tækifæri til fræðsluöflunar á því sviði. Eru þeir allir eitt? 6. sd. e. páska Þegar komið var að hinstu stund Jesú, var honum efst í huga að biðja fyrir einingu lærisveinanna. Hann sjálfur vissi sig eitt með Guði foður. Hann vissi, að Guð faðir, sonur og Heilagur andi er einn vilji, ein hugsun þótt þrjár persónur séu. Og hann vildi, að lærisveinarnir væru eitt á þann hátt. Með því móti væru þeir fullkomlega sameinaðir Jesú sjálfum — væru sem einn vilji í samfélagi við hann og Guð foður. Allir eiga þeir að vera eitt. Eng- inn er undanskilinn. Engum er ætlað að vera útundan. Menn eru ekki flokkaðir eftir kynþáttum, stéttum, kynferði eða öðrum mannlegum mismununaraðferð- um. Það felur í sér ábyrgð okkar á kristnum systkinum um allan heim — einnig þeim, sem líða píslir vegna trúar sinnar í fang- abúðum kommúnista í Sovétríkj- unum og þeim, sem skortir lífs- nauðsynjar í fátækum löndum þriðja heimsins. Jesús sagði ekki, að allir kristnir menn ættu að vera eins. Innan samfélagsins við Krist rúmast margar manngerðir — menn með mismunandi hæfi- Jóh. 17:20—26 leika, ólíkar skoðanir á ýmsum málum. Þeir eiga eitt sameigin- legt — hlutdeild í Kristi. Þeir eru limir á þeim líkama Krists sem hann skildi eftir í þessum heimi og er kirkja hans. Oft finna kristnir menn e.t.v. meira fyrir því, sem aðgreinir þá í mismunandi trúflokka en hinu, sem sameinar þá í Kristi. En það er einnig stórkostlegt að vita, að fólk úr öðrum trúflokkum innan kristninnar er systkini okkar — því það byggir á sama Drottni og frelsara og við. Þannig er hjálp- ræðisverk Krists grundvöllur allrar kristni. Já, Jesús bað um einingu læri- sveinanna. Viljum við vera svar við þeirri bæn? Viljum við leyfa kærleika Krists að komast að í lífi okkar, knýja okkur til þess að viðurkenna aðra kristna menn sem systkini okkar? Eða viljum við vera sjálfum okkur nóg og láta okkur engu varða hvað verð- ur um kristna menn nær og fjær, af því að við setjum fyrir okkur eitthvað í fari þeirra? Guð gefi okkur hugárfar Krists! Flestir hefðbundnir sunnudaga- skólar og aðrar kristilegar barnasamverur hætta áður en skóla lýkur á vorin. Sumarið er yfirleitt ekki ákjósanlegur tími til þess að reka slíkt starf. Þó er langt þvf frá, að kristilegt barnastarf sé ekkert á sumrin. Sunts staðar er þá starfræktur e.k. kirkju- skóli, og allar sumarbúðirnar taka til starfa. Þær eru kjörið tækifæri fyrir börn að dveljast í nokkra daga með jafnöldrum sínum við holla útiveru, leiki, gönguferðir, íþróttir, kvöldvök- ur og samverustundir um Guðs orð. Sérstaklega hafa börn af þéttbýlis- svæðum og úr þorpum gott af þvf að komast í meiri snertingu við náttúr- una en ella, hafi þau ekki tök á að vera f sveit á sumrin. Frá sjónarhóli kirkjunnar eru sumarbúðir eitt öflugasta tækið f trúarlegu uppeldi barna. Þau heyra kristinn boðskap, ræða hann eftir þroska, taka þátt f bænagjörð og læra mikið af kristilegum söngvum og ritningarversum. Því miður er varla unnt að hvetja börn til þess að reyna dvöl í sumar- búðum í sumar, því flest dvalarpláss eru nú þegar frátekin f flestum sumarbúðunum. Þó er alltaf reynd- andi að athuga málið. Vatnaskógur í Svínadal í Borg- arfirði er líklega þekktastur sumarbúðanna. Þar fá drengir á aldrinum 9—17 ára að dveljast. Skógarkjarrið, vatnið og íþrótta- svæðið bjóða upp á ótæmandi möguleika til útiveru, auk þess sem farið er í skemmtilega göngu- túra þegar vel viðrar. I sumar eru liðin 60 ár frá því að sumarbúða- starf hófst í Vatnaskógi. Af því tilefni verður þar »opið hús“ um verslunarmannahelgina. Starfið í Vatnaskógi er rekið af KFUM í Reykjavík og allar upplýsingar fást á skrifstofu félagsins að Amt- mannsstíg 2B. Þar fást einnig upplýsingar um standa KFUM og K myndarlega að rekstri sumarbúða á suðvest- urhorni landsins. En ekki einungis þar. Við Hólavatn, innst (syðst) í Eyjafirði reka KFUM og K á Ak- ureyri sumarbúðir á sérstaklega skjólsælum stað. Vatnið er þar að sjálfsögðu vinsælast, en ýmislegt annað dregur einnig að. Norðlendingar eru dugmiklir. Fyrir tæpum 20 árum hóf ÆsK (Æskulýðssamband kirkjunnar) f Hólastifti hinu forna sumarbúða- rekstur við Vestmannsvatn í Aðal- dal. Þar er vatn, fþróttasvæði, leikvöllur og stutt 1 skógarkjarr til leikja og gönguferða. Upplýsingar fást hjá Æskulýðsfulltrúa Þjóð- kirkjunnar á Akureyri. Prestar á Austurlandi hafa nokkur undanfarin ár staðið að sumarbúðum að Eiðum. Þangað sækja einkum börn af Austur- landi. Vonir standa til að eystra rísi sumarbúðir í eigu safnaðanna á Austurlandi, þó ekki væsi um Ytt úr vör ( Vatnmakógi A DROTnNSLnfCI , UMSJÓN: ’ Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Gunnar Haukur Ingimundarson Séra ólafur Jóhannsson Tekist á í góðu Vindáshlíð í Kjós, en þar rekur KFUK í Reykjavík sumarbúðir fyrir stúlkur á aldrinum 8—16 ára. Þar er m.a. skógarkjarr, hættulaus á og fjallið Sandfell — allt ákjósanleg náttúrufyrirbæri í sumarbúðum. Auk þess er þar gott leiksvæði fyrir dvalargesti. Börn eiga kost á sumarbúðadvöl þótt þau séu yngri en að framan greinir. KFUM og K í Hafnarfirði reka sumarbúðir í Kaldárseli fyrir sunnan Hafnarfjörð. Þar í hraun- inu una þau sér vel við leiki og gönguferðir. Og i ölveri undir Hafnarfjalli eru sumarbúðir fyrir 6—12 börn, reknar í tengslum við KFUM og K á Akranesi og í Reykjavík. Þar er kjarr og lækur hið eftirsóttasta á útivistarsvæð- inu, en auk þess er þar leikskáli til innileikja þegar ekki viðrar vel. Eins og sést hér að framan, í sumarbúðunum Sungið á helgistund börnin f þeirri góðu aðstöðu sem er á Eiðum. Vestfirðingar hafa litillega reynt hið sama, og f sumar verða um tíma starfræktar sumarbúðir að Núpi í Dýrafirði á vegum áhugasamra presta og safnaða vestra. Loks skal nefnt, að Sjónarhæð- arsöfnuðurinn á Akureyri hefur staðið fyrir sumarbúðum drengja að Ástjöm í Kelduhverfi. Sá staður er eins og gróðurvin i eyðimörk og þar una drengirnir við bátsferðir, íþróttir og aðra útiveru. Þessi upptalning sýnir, að heil- mikið er um að vera í kristilegu barnastarfi á sumrin. Lesendur Morgunblaðsins eru minntir á að sýna þessu starfi velvild og biðja fyrir dvalargestum og öllum þeim fjölda sem starfar í kristilegum sumarbúðum hérlendis sumarið 1983.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.