Morgunblaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1983 ívar Þórðarson Minningarorð Fæddur 4. janúar 1904 Dáinn 5. maí 1983 „Höroum höndum vínnur holda kind ár <t|í eindaga, siglir sjcrokinn sólbítinn slær, Mjornuskininn striUr. Traustir skura honutciur hárn sili í kili skit kjorviour, bóndi er bústölpi — bv cr lind.stólpi — bví skil hinn rirðar »el." (J. HJIjr.) Þessi erindi úr ljóði Jónasar Hallgrímssonar, Alþing ið nýja, koma mér ósjálfrátt í hug, er ég minnist tengdaföður míns, ívars Þórðarsonar, starfa hans og eðlis- einkenna, en hann lést 5. maí sl. á Hrafnistu í Reykjavík, 79 ára að aldri. Fullu nafni hét hann ívar Möw- el, og fæddist í ólafsvík 4. janúar 1904, sonur Þórðar Matthíassonar formanns og smiðs þar og konu hans, Bjargar Þorsteinsdóttur. Aðeins 6 ára að aldri missti ívar móður sína og dvaldi næstu árin hjá ýmsum vandalausum við mis- jafnt atlæti eins og gengur, eða þar til hann var orðinn 13 ára. Þá stofnaði faðir hans heimili með annarri konu, og hafði ívar at- hvarf hjá þeim þar til faðir hans dó árið 1923. Næstu árin þar á eft- ir vann hann ýmist á róðrarbátum eða handfærabátum og þótti hepp- inn og dugandi fiskimaður. Árið 1927, hihn 23. október, urðu mikil og góð þáttaskil í lífi fvars, er hann kvæntist eftirlif- andi eiginkonu sinni, Sigrúnu Guðbjörnsdóttur frá Sveinsstöð- um í Neshreppi utan Ennis, mik- ilhæfri dugnaðar- og myndarkonu, og steig hann þar án efa sitt mesta gæfuspor í lífinu, enda reyndist hún honum tryggur og trúr lífs- förunautur í bliðu og stríðu og studdi hann á alla lund með ráð- um og dáð. Hin fyrstu hjúskapar- ár sín bjuggu þau ýmist í ólafsvík eða á Hellissandi, og stundaði Ivar þá einkum sjóróðra. Árið 1937 fluttu þau til Reykjavíkur og vann ívar þar nokkur ár á vélaverk- stæði. Árið 1945 urðu enn þáttaskil í lífi tengdaforeldra minna, en þá tóku þau á leigu Arney á Breiða- firði og flutti þangað búferlum. Eyjuna keyptu þau svo nokkrum árum siðar og bjuggu þar að meira eða minna leyti, eða voru þar við- loða, fram til ársins 1966, er þau fluttu aftur til Reykjavíkur, enda voru börnin þá öll farin að heiman og heilsa ívars tekin að bila. í Arney leið þeim yfirleitt vel, þó að þau byggju þar að ýmsu leyti við nokkuð frumstæð skilyrði að því er öll lífsþægindi snerti, sem víð- ast annars staðar eru sjálfsögð talin. En fegurð og friðsæld eyjar- innar heillaði og bætti að nokkru leyti upp þægindaskortinn. Þar gat verið yndislegt að dvelja og hlusta á hinar margrödduðu og + Eiginmaður minn. faöir okkar, tengdafaðir og afi, HELGI K. SESSILÍUSSON, prantari, Bólstaðarhlíö 42, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju 16. maí kl. 15. Hallfriður Stefánsdóttir. Guölaugur S. Helgason, Margrét Á. Gunnarsdóttir. Lúðvík K. Helgason, Lovisa B. Emarsdóttir. Stefén E. Helgason, og barnabörn. + Eiglnmaöur minn, faðir, tengdafaöir og afi, KRISTINN GUDBRANDSSON. Stóragerði 18, Reykjavflc, lést í Borgarspítalanum 4. maí Ulförin hefur fariö fram i kyrrþey aö ósk hins látna. Guðrún Konraöadóttir, Hlöðver Knstinsson, Hildur Bóasdóttir, Elísabet H. Kristinsdóttir, Haraldur Henrysson, Khstín H. Kristmsdóttir, Víctor K. Björnsson, Svavar H. Kristinsson, Karólína Hróðmarsdóttir, og barnaborn. t Viö þökkum innilega auðsýnda samúö og vináttu við andlát og útför, GYDU EGGERTSDÓTTUR BRIEM. Péll Kristinn Maríusson, Katrín Héöinsdóttir, Ásthildur Guömundsdðttir, Eggert Briem, Pétur Þorsteinsson. + Þökkum auösýnda samúö og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdafööur og afa, ÁSGEIRS EINARSSONAR, ranniamioa, Tunguseli 7. Sérstaklega þðkkum viö starfsmönnum vélsmiöjunnar Héöins. Einar Ásgeirsson, Áathildur Vilhjélmadóttir, Sólveig Þóra Ásgeirsdóttir, Guðmundur Anelíusson. Þórður Ásgeirsson, Ólöf Guomundadóttir, og barnabörn. hljómþýðu vorsónötur allra þeirra mörgu sjófugla, sem eyjuna byggðu yfir varptímann. Arið 1976 urðu tengdaforeldrar mínir vistmenn á Hrafnistu í Reykjavík, og síðustu fjögur árin, sem tengdafaðir minn lifði, lá hann algerlega rúmfastur. Tengdaforeldrar mínir eignuð- ust 7 börn. Eitt þeirra, drengur, dó í frumbernsku aðeins fimm vikna gamall, en hin börnin, sem öll eru myndar- og manndómsfólk, eru uppkomin og búin að stofna eigin heimili, en þau eru: Björg, sjúkra- liði, gift undirrituðum, Helga, ógift, starfsstúlka á ljósmynda- stofu Landspítalans, Örlygur, tæknifræðingur, kvæntur Bryn- dísi Þorvaldsdóttur, leikfimikenn- ara, Brynjar, kennari, kvæntur Halldóru Karvelsdóttur, sjúkra- liða, Leifur, verslunarmaður, kvæntur Jónínu Sigríði Þorgeirs- dóttur, og Svala, gift Sigurði Hannessyni, vélvirkja. Ég hef nú í stórum dráttum get- ið nokkura helstu kennileita á lífsferli ívars tengdaföður míns. En manninum sjálfum er þó ekki nema að litlu leyti lýst með slíkri upptalningu. Mun ég þvi gera til- raun til að lýsa honum nokkru gerr. ívar naut ekki skólagöngu í upp- vexti sínum, sem hægt sé að nefna þvi nafni, því að öll skólaganga hans var aðeins eins vetrar nám i barnaskóla. En eðlisgreind hafði hann slíka, að vel hefði dugað hon- um til nokkurs frama á mennta- brautinni, ef kringumstæður hefðu leyft. En lífsbaráttan var hörð á uppvaxtarárum hans, og því varð það hlutskipti hans, eins og svo margra annarra, að vinna öllum stundum hörðum höndum fyrir sér og fjölskyldu sinni á með- an heilsan leyfði. Og víst er um það, að erfiði þeirra tengdafor- eldra minna hefur borið ríkulegan ávöxt í myndarlegum og mann- vænlegum börnum þeirra, sem öll eru hinir nýtustu þjóðfélagsþegn- ar, og mega þau að þvi leyti hafa unað hlutskipti sinu vel, þegar lit- ið er yfir farinn veg. Engan mann hef ég þekkt strangheiðarlegri og samvisku- samari en tengdaföður minn. Ef hann átti ógreidda smáskuld, sem hann gat ekki greitt þegar i stað, gat það haldið fyrir honum vöku um nætur. Hann var maður hinna fornu dyggða og kom ætíð til dyr- anna eins og hann var klæddur. Hann villti aldrei á sér heimildir, var hreinskilinn og sagði jafnan umbúðalaust það sem honum bjó í brjósti, og var þá ekki alltaf mjúk- ur í máli. En sáttfús drengskapar- maður var hann og seinþreyttur til vandræða að fyrra bragði. ívar hafði skömm á allri yfirborðs- og sýndarmennsku og þoldi illa slíka eiginleika í fari manna, enda gat hann trútt um talað, jafn laus og hann var við allt slíkt. Hann tók lífið, ábyrgð þess og skyldur, al- varlega, en gat eigi að síður verið glaður á góðri stund. Hann var einn hinna hljóðu þegna þjóðfé- lagsins, trúr og dyggur, kjörviður í kili þess. Hann níddist á engu þvi, sem honum var til trúað. Tengdafaðir minn unni mjög sínum heimabyggðum vð Breiða- fjöTðinn, og fannst mér hann jafn- an þá fyrst njóta sín til fulls, er hann átti þess kost að dvelja þar. Og trúað gæti ég því, að eitt með því fyrsta, sem hann hafi tekið sér fyrir hendur, er hann var laus úr fjötrum líkamans, hafi verið að bregða sér út i Arney til þess að huga að æðarvarpinu þar og njóta annarra þeirra unaðssemda Guðs, sem þar gleðja augu og eyru í óvenju rikum mæli. Ég kveð tengdaföður minn að sinni og þakka honum samveruna, jafnframt því sem ég bið honum blessunar Guðs á landi lifenda. Eftirlifandi eiginkonu, bornum, systur og öðrum vandamönnum, votta ég innilega samúð. \alg»rrtur Kristjánsson Minning: Sigrún Júnía Einarsdóttir Fædd 25. febrúar 1938 Dáin 26. apríl 1983 Er sú harmafregn barst okkur að hún Sigrún væri látin hefði það ef til vill ekki þurft að koma á óvart því við vissum að hún var orðin sárþjáð af sjúkdómi, sem hún þvi miður átti ekki von um að sigrast á. En það er ætíð sárt að sjá á bak samferðafólki, ekki síst þegar um er að ræða fólk á besta aldri sem maður telur að engan veginn hafi lokið sínu æfistarfi. Sigrún var handavinnukennari hér á Eiðum, fyrst árin 1959 til 1963 og síðar frá 1974 til vors 1982, en sl. haust gat hún ekki komið til starfa vegna veikinda. Það hafa því margir notið hand- leiðslu hennar í þessum skóla og eigum við, nemendur hennar, margar góðar minningar úr tim- + Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, (VAR ÞÓRÐARSON, fra Arney, er andaöist 5. maí, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju á morg- un mánudaginn 16. maí kl. 1.30. Sigrun Guðb|örnsdóttir, born, tengdaborn og barnaborn. + Þökkum innilega auösýnda samuð og vinarhug viö andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁGÚSTU SIGRÍOAR GUDJÓNSDÓTTUR. Þrastargötu 5. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Landspitalans fyrir mjög góöa umönnun Sigurjón Fjeldsted, Ragnheiour Fjaldatad. Aaa Skaftadótttr, born og barnaborn. um hjá henni. Þar ríkti ætið ró og friður og ekki voru það skammir né ónot, sem við, oft óþolinmóðir og fljótfærir ungiingar, fengum ef eitthvað fór úrskeiðis, heldur að- stoð og leiðbeiningar um hvernig betur mætti fara, veitt af hógværð og ljúfmennsku. Ekki óraði okkur fyrir því, þeg- ar leiðir skildi sl. vor og við kvödd- um Sigrúnu, að því er virtist hressa og káta, að hún ætti ekki afturkvæmt til starfa hér i skóla. Við kveðjum hana með söknuði og þökk fyrir allt það sem hún gaf okkur meðan við nutum hennar góðu handleiðslu. Við sendum eiginmanni hennar, börnum og öðrum ástvinum inni- legustu samúðarkveðjur með orð- um Stefáns Thorarensen: Þér ÍKtvinir ejfti* nn hörmum og »n»rriA tárin af hvi>rmurn Vi* endalok útlegoar nauoa hio algera líf vinnst f daaoa. Nemeiidiir í AlþýðuskóUnum á Eiðuin + Hjartans þakkir fyrir vinsemd og samúð viö andlát og útför eigin- konu minnar og móöur okkar, JÓHÖNNU HARALDSDÓTTUR, Vogum. Þórarinn Þórarmsson, Þórarinn Þórarinaaon, yngri, Haraldur Björn Þórarinsson, Sigurður Svavar Þórarínsson, Guomundur Þórarinaaon, og fjölakylda. Legsteinar - Framleiðum ótal tegundir legsteina. Allskonar stærðir og gerðir. Veitum fúslega uppiýsingar og ráðgjðf um gerð og val legsteina. KS.HELGASONHF 1STEINSMIÐJA ¦¦ SKEMMUVEGI 48 SlMI 76677

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.