Morgunblaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1983 35 ísafjörður: Litli leikklúbburinn sýnir „Fjölskylduna" HINN 12. maí frumsýndi Litli ieikkiúbburinn á ísafiröi vorstykki sitt „Fjölskylduna" eftir Claes And- ersson í þýðingu Heimis Pálssonar. Er leikritið 39. verkefni klúbbsins. f haust frumflutti Litli leik- klúbburinn grínleikinn „Hjálpar- sveitina" eftir ungan, ísfirskan höfund, Jón Steinar Ragnarsson. Jón Steinar hefur starfað með Litla leikklúbbnum um nokkurra ára skeið, en leikrit þetta var frumraun hans i leikritasmíð. Leikritinu var prýðilega vel tekið og urðu sýningar alls níu. Síðastliðnar vikur hafa staðið yfir æfingar á vorstykki Litla leikklúbbsins, sem verður að þessu sinni „Fjölskyldan" eftir sænsk- finnska leikritaskáldið Claes And- ersson. í þessu verki eru þau vandamál, sem skapast við ofdrykkju heimilisföður, sýnd í nýju ljósi og kemur fram, að vandamál heimilisins eru ekki úr sögunni, þótt faðirinn hætti áfengisneyslu sinni. Móðirin á heimilinu, sem búið hefur við of- drykkju eiginmanns sins i fjölda ára, missir tilganginn í lífinu, þeg- ar eiginmaðurinn hættir snögg- lega víndrykkju sinni og tekst ekki að brúa það tómarúm, sem skap- ast í tilverunni við það. Los kemst á bornin, sem höfðu haft því hlut- verki að gegna að verja heimilið út á við og hylma yfir drykkju föður- ins. Heimilið er í upplausn, þvi Úr leikritinu. ofdrykkju föðurins, sem samein- aði fjölskylduna og styrkti, er ekki lengur til að dreifa. Slíkt ástand endar aðeins á einn veg, sem ekki verður rakið hér. Leikstjóri að þessu sinni er Tomas Ahrens, en leikarar eru sex, þeir Guðni Ásmundsson, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Reynir Sigurðsson, Herdis Jónsdóttir, Ásta María Benonýsdóttir og Pálí F. Hólm. Æft hefur verið í Seli Litla leikklúbbsins, en sýningar verða í Félagsheimilinu í Hnífs- dal. (FrétUtilkynning) Edinboröarferö mcö Rristtiniallss>ni á vegum \aröar I íín nar viku lúxusferð - 8. iúní kr. 7.900 Fariö með ms. Eddu frá Reykjavík á miðvikudagskvöldi. Lífsins notið um borð. Komiö til Newcastle á laugardagsmorgni kl. 10. Þar fær hópurinn rútur til umráða. Ekið til Eldon Square Center, einhverrar stærstu verslanamiðstöðvar Evrópu. 300 verslanir undir sama þaki, þ.á.m. allar stóru verslanakeðjurnar. Komið til Royal Scot Hotel í Edinborg kl. 18.30. Hótelið er í lúxusflokki. Öll herbergi með baði, litsjónvarpi og minibar. Þess utan eru sundlaug og sauna í hótelinu auk fjölda bara og veitingasala. Kvöldverður á Royal Scot er innifalinn, síðan er kvöldið frítt til eigin ráðstöfunar. Morgunverður innifalinn á Royal Scot, sömuleiðis ferð til Edinborgarkastala. Annars er morguninn frjáls til skoðunarferða um þessa frægu og fögru borg. Brottför frá Edinborg kl. 14.30. Ekið um þjóðgarðinn í Northumberland og Cheviot hæðir, rómað landsvæði fyrir náttúrufegurð og komið til Newcastle kl. 18.30. Dvalið á Holliday Inn Hotel. Kvöldverður innifalinn, sem og morgunverður á mánudagsmorgni. Kvöldið frítt til eigin ráðstöfunar. Holliday Inn Hotel í Newcastle er hreinræktað lúxushótel. Öll herbergi eru með baði, litsjónvarpi, minibar og úrvali kvikmynda á lokuðu sjónvarpskerfi. Á mánudagsmorgni eru rútumar að nýju við hóteldyrnar kl. 10 og flytja þátttakendur um borð í ms. Eddu þar sem þeir hreiðra um sig aftur í notalegum káetum skipsins. Ms. Eddu þarf e.t.v. ekki að kynna nánar. Flestir vita að um borð er sundlaug, sauna, fríhöfn, verslanir, kvikmyndasalur, banka- og símaþjónusta, veitingabúð, veitingahús, 6 barir, krá, danssalur þar sem hljómsveit skipsins leikur, diskótek og næturklúbbur. Einnig er læknir um borð og íslensk fóstra sem gætir barna í sérstakri barnagæslu. Fararstjóri og upplyftingarmeistari verður Kristinn Hailsson, undirleikari Guðni Guðmundsson Ferðin verður kynnt á ferðakynningu í Valhöll, Háaleitisbraut 1, n.k. fimmtudag kl. 20.30. Pantanir í þessa einstæðu ferð þurfa að berast sem allra fyrst. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Varðar í síma 82963 og hjá Farskipi hf. í síma 25166. Góðir greiðsluskilmálar IANDSMÁIAFÉIAGIÖ VÖRÐUR VERÐBRÉFAMARKAÐUR Ávöxtun sf. annast kaup og sölu veröbréfa, fjárvörslu, fjármálaráögjöf og ávöxtunarþjónustu. GENGIVERÐBRÉFA 16. maí 1983 £ Óverðtrygg^ í > r Verðtryggð veðskuldabréf veðskuldabréf Nafn- Avöxtun 18% 20% 47% Sölug.ngi m. v. vaxlir umfram 1 ár 61,3 62,3 76,3 2% afb. á ari (HLV) varotr. 2 ár 50,6 51,9 69,3 1. ar 96,48 2% 7% 3 ár 43,1 44,6 64,2 2. ár 94,26 2% 7% 4 . ár 37,8 39,4 60,4 3. ár 92,94 2,Vi% 7% 5 . ár 33,9 35,6 57,4 4. ár 91,13 5. ár 90,58 6. ár 88,48 7. ár 87,00 8. ár 84,83 9. ár 83,41 10. ár 80,38 15. ár 74,03 2,V4% 7% 3% 7% 3% 7,'/«% 3% 7,'/4% 3% 7,V4% 3% 7,V4% 3% 8% 3% 8% s ^ V > / Verðtryggð > Spariskírteini Ríkissjóðs Endurgr./ 1970 2 13.348 05.02.84 1971 1 11.484 15.09.85 1972 1 11.015 25.01.86 1972 2 8.675 15.09.86 1973 1A 6.698 15.09.87 1973 1B 6.458 25.01.88 1973 2 6.765 15.09.88 1974 1 4.271 10.01.93 1975 1 3.393 25.01.94 1975 2 2.497 10.03.94 1976 1 2.191 25.01.82 1976 2 1.777 25.03.82 1977 1 1.488 10.09.82 1977 2 1.268 25.03.83 1978 1 1.009 10.09.83 1978 2 810 25.02.84 1979 1 702 15.09.99 1979 2 523 15.04.85 1980 1 437 25.10.85 1980 2 330 25.01.86 1981 1 284 15.10.86 1981 2 215 01.03.85 1982 1 200 01.10.85 1982 2 150 V 1983 1 116 Öll kaup og sala veröbréfa miöast viö daglegan gengisútreikning. Framboö og eftirspurn hefur áhrif á verö bréfanna. Vegna mikilla anna veröur opiö í hadegínu þessa viku. ÁVftXTUNSf^ VERÐBRÉFAMARKAÐUR LAUGAVEGUR 97101 REYKJAVÍK SÍMI28815 Opiö ffrá 10—17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.