Morgunblaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1983 45 Sól eða regn í sumarleyfinu Athugasemdir um feröamál — eftir Ingólf Guðbrandsson f Mbl. 11. þ.m. heldur Eysteinn Helgason uppteknum hætti að reyna að telja lesendum trú um „algjöra vanþekkingu" mína á far- gjöldum og ferðamálum. Honum finnst ekki nóg að gert að kasta rýrð á vinsælustu ferðamannalönd heimsins heldur klykkir út með slíkri einkunnagjöf. Þegar hann brestur öll rök, bregður hann enn fyrir sig frösum eins og „hámörk- un ágóða" og fleira í þeim dúr að hætti alþýðuskrumarans. Honum tekst ekki að hnekkja neinu af því, sem fram kom í fyrra svari mínu og svíður sárt að flett skuli ofan af blekkingunni um hinn svonefnda „aðildarafslátt", sem verður kátbroslegur í samanburði við sparnað farþegans í ferðum, sem meira er vandað til og bjóðast á raunverulega lækkuðu verði vegna hagstæðra samninga og hug- kvæmni í rekstri. Allir landsmenn eiga aðgang aö ódýrum feröum okkar og aðild að þeim Eins og önnur viðskipti lýtur ferðaþjónusta almennum mark- aðslögmálum. Þar verður reynsla, kunnátta, gæði ferðanna og vönd- uð þjónusta þung á metunum. Slagorð eins og „aðild" eða „lykill að ódýrum ferðum" verða léttvæg, uppfylli ferðin ekki óskir og vonir farþegans. Allar hópferðir eru í sjálfu sér reknar á félagslegum grundvelli. Þótt farþeganum sé í sjálfsvald sett, hvort hann bland- ar geði við samferðafólkið, nýtur hann aðstöðu og stórsparnaðar, vegna þess að margir ferðast sam- an. Samvinnuferðir-Landsýn hafa ekki fundið upp þessa aðferð til að gera ferðalög ódýr fyrir almenn- ing. Hún hefur verið þekkt í ára- tugi og notuð um allan heim. Ferðaskrifstofan Útsýn hefur beitt henni í 28 ár með góðum árangri og gerir enn. Aðildaraf- slátturinn einn er engin trygging fyrir betri og ódýrari ferðum. Hann er aðeins gildra til þess að lokka fólk til að gera viðskipti við ákveðinn aðila undir því yfirskyni að fólk sé að verzla við „sitt félag". Ferðir íslendinga lúta sömu markaðslögmálum og ferðir ann- arra þjóða, nema hvað íslendingar eru flestum kröfuharðari og því vandi að gera þeim til hæfis. Ferðalög teljast ekki lengur til munaðar hinna fáu, heldur hluti af lífsmunstri almennings, með Ingólfur Guðbrandsson „Það er eins öniggt og koma kríunnar hingað á vorin, að nærri 100 millj- ónir manna leita til Spán- ar, Portúgal og ítalíu í sumarleyfinu, flestir koma fljúgandi í leiguflugi beint suður í sólina, af því að það er fljótlegast, þægi- legast og ódýrast. Þess vegna láta þeir öðrum eft- ir sumarhúsin ... " bættum samgöngum og jafnari efnahag. Hvorki hér á landi né annars staðar hefur samvinnu- hreyfingunni tekist að sýna yfir- burði í þessari þjónustugrein. Enn um sumarhús í Hollandi Undarlegt er hvað E.H. leggur mikla áherzlu á að Útsýn hafi fal- azt eftir sumarhúsum í Hollandi, og hann endurtekur söguna um „símtalið til Hollands", sem aldrei hefur átt sér stað og vitnar nú sér til halds og trausts í mann, sem ég hef aldrei heyrt nefndan. Svona málflutningur er lítt traustvekj- andi. Vonandi verða þessi sumar- hús það fagnaðarefni sem vænzt er og allavega skjól fyrir veðri og vindum. Af langri reynslu minni veit ég, að aldrei er hægt að gera farþega ánægða, þegar veðrið bregzt. Holland hefur marga kosti, en af veðursæld þess getur E.H. ekki státað, hversu mörg sumarhús sem hann auglýsir þar með einkarétti mörg ár fram í Rithöfundasjóður Islands: 22 rithöfundar fá viðurkenningu STJÓRN Rithöfundasjoðs íslands ákvað á fundi sínum 29. aprfl sl. að úthluta 22 rithöfundum f viðurkenn- ingarskyni úr Rithöfundasjóði árið 1983, hverjum um sig 35 þúsund krónum. Rithöfundarnir eru: Auður Har- alds, Ástgeir Ólafsson (Ási í Bæ), Einar Bragi, Gils Guðmundsson, Gísli J. Ástþórsson, Indriði Úlfs- son, Ingibjörg Jónsdóttir, Ingi- björg Haraldsdóttir, Ingimar Er- lendur Sigurðsson, Jóhannes Helgi, Jónas Guðmundsson, Krist- inn Reyr, Lúðvík Kristjánsson, Njörður P. Njarðvík, Sigurður Gunnarsson, Sigurjón Birgir Sig- urðsson (SJÖN), Snjólaug Braga- dóttir, Thor Vilhjálmsson, Vé- steinn Lúðvíksson, Þorsteinn frá Hamri, Þorsteinn Þorsteinsson og Þuríður Guðmundsdóttir. Stjórn Rithöfundasjóðs íslands skipa nú: Birgir Sigurðsson, Ása Sólveig og Árni Gunnarsson. (FrrtUlilkynning.) tímann. í kennslubók í landafræði, sem notuð er i íslenzkum skólum er að finna eftirfarandi lýsingu á veðurfarinu í Hollandi, samkvæmt hollenzku veðurstofunni í De Bilt: „Vestan- og suðvestanátt er ríkj- andi og síðla vors svöl norðvestan- átt. Á vorin geta komið f rost, mik- il rigning á sumrin og hvassviðri á nær öllum árstíðum, einkum við ströndina vestanlands. Meðalúr- koma á mánuði er milli 5,6 sm og 8,2 sm. Votviðrasömustu svæðin eru norðaustanlands, þar sem úr- koman er mest í júlí til septem- ber." Þetta er engin prívat „veður- farskenning" eins og E.H. orðar það, en það er meginástæða þess, að Hollendingar flykkjast til sól- arlanda í leyfum sínum, eins og Danir, Þjóðverjar og Bretar, því að þeir þekkja sitt eigið veðurfar og vilja tryggja sér sól í sumar- leyfinu. Það er eins öruggt og koma kríunnar hingað á vorin að nærri 100 milljónir manna leita til Spánar, Portúgal og ítalíu í sumarleyfinu, flestir koma fljúg- andi í leiguflugi beint suður í sól- ina, af því að það er fljótlegast, þægilegast og ódýrast. Þess vegna láta þeir öðrum eftir sumarhúsin og kjósa af reynslu sinni betri valkosti, þar sem veðrið er öruggt, skemmtanalífið fjölbreytt, þjóðlíf- ið frábrugðið og áhugavert og verðlagið miklu lægra. Verðkönnun eða verðblekking E.H. heggur nærri sjálfum sér, þegar hann talar um blekkingar á ferðamarkaðnum og sér í lagi „verðblekkingar Útsýnar". Til sól- arlanda eru ekki „alltof mörg sér- fargjöld" eins og hann orðar það, heldur aðeins eitt á hvern stað, háð mörgum takmörkunum, og þetta fargjald hefur Útsýn ótal sinnum notað sem viðmiðun í út- reikningum ferðakostnaðar. Skammt er að minnast „verðkön- nunar" SL, þar sem borin voru saman sumarhús SL í Danmörku við þau, sem Útsýn býður þar, og hvergi minnzt á að sængurfatnað- ur, ræsting, rafmagn, hiti og sjón- varp er innifalið hjá Útsýn en ekki hjá þeim — var það verðblekking? Dylgjur E.H. um að Útsýn hafi fellt niður ferðir sínar til Mallorca fram í ágúst eru uppspuni. Útsýn kaupir sæti af Flugleiðum í þessar ferðir á sama hátt og Úrval og Atlantik, enda reyndist ástæða til að minnka sætaframboðið hjá þessum 5 íslenzku ferðaskrif- stofum, sem bjóða Mallorcaferðir, þótt sumar þeirra skorti leyfi til rekstrarins. Þarna er samkeppnin gengin út í öfgar og á góðri leið með að tortíma markaðnum. E.H. finnst þetta fréttnæmara en að segja frá því að hann falaðist fyrir 2 vikum eftir sætum á ítalíuflugi Utsýnar handa farþegum sínum til hinnar „ómissandi Portoroz"! Þessar athugasemdir við skrif E.H. eru settar fram í þeirri trú, að íslenzkir ferðamenn vilji eins og aðrir fremur hafa það er sann- ara reynist. Ingólfur Guðbrandsson. lngólfur Gudbrandsson er íorstjóri Ferðaskrifstofunnar Útsýnar. ISÓl ogsumaryl Með hækkandisól bíða okkar frískandi útiverustundir. Við erum sannfærð um að einhverjar mest heill- andi útivistarstundirnar séu að þeysa um á reiðhjóli. Sérfræðingar telja líka hjólreiðar eina hollustu hreyfingu sem völ er á. Ef þú lætur verða af reiðhjólakaupum viljum við minna þig á að vanda valið og hafa f huga: • Gæðaflokk • Rétta hæd og gerð • Fjöldagíra • Bremsubúnað og annan ðryggisbúnað • Varahlutaþjónustu Treystu okkur, við höfum meiren hálfrar aldar reynslu og ókeypis endurstillingu. Njóttu útivistarstundanna í sumar á hjóli frá Erninum. Sérverslun /-.— Reiðhjólaverslunin í meíra en halfaöld mm Heiðhjoiaverslunmi-----. ORNINN Spítalastíg 8 viÖÓðinstorg símar: 14661,26888

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.