Morgunblaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1983
Stúlkurnar, sem taka þátt í úrslitakeppninni um titilinn Fegurðardrottning íslands 1983. Frá vinstri: Unnur Steinsson, Stella Skúladottir, Steinunn
Bergmann, Lilja Hrönn Hauksdóttir, Kristín Ingvadóttir, Katrín llall, Inga Valsdóttir, Hulda Lárusdóttir, Elín Sveinsdóttir og Anna María
PétUrsdÓttír. Moríunbltói* r rtíþjofur Hriguwn
Sótt um 3
prestaköll
af fimm
NÝLEGA rann út umsóknarrrestur um
fimm laus prestaköll. Var sótt um þrjú
þeirra, Hólmavíkur-, Hríseyjar- og
Mælifellsprestakall. Engar umsóknir
bárust um Sauðlauksdalsprestakall í
Barðastrandarprófastsdæmi og Djúpa-
vogsprestakall í Austfjarðaprófasts-
dæmi.
Um Hólmavíkurprestakall sótti
Flóki Kristinsson cand. theol., en
hann lauk guðfræðinámi frá Há-
skóla íslands í janúar sl. Um Hrís-
eyjarprestakall sótti séra Sigurður
Arngrímsson, sem þar þjónar sem
settur prestur. Verður prestskosn-
ing í prestakallinu 15. maí nk. Þá
sótti séra Ólafur Þór Hallgrímsson,
sóknarprestur í Bólstaðarhlíð í
Húnavatnsprófastsdæmi um Mæli-
fellsprestakall.
Einnig var auglýst til umsóknar
embætti farprests þjóðkirkjunnar,
en því hefur séra Jón Ragnarsson,
núverandi prestur í Bolungarvík,
gegnt undanfarið. Tvær umsóknir
bárust, frá séra Herði Þ. Ásbjörns-
syni og séra Ingólfi Guðmundssyni.
Hefur séra Ingólfi verið veitt emb-
ættið frá 1. maí sl.
Reiöhjól hvarf
frá Sólheimum
Á föstudagskvöldið hvarf svart og
gritt hjól af Universal-gerð frá Sól-
heimum 25. Hjólið er nýuppgert,
sprautað og á nýjum dekkjum.
Tapið er auðvitað tilfinnanlegt
fyrir eigandann, 6 ára dreng, sem
keypti hjólið fyrir afmælispen-
ingana sína. Þeir sem vita um hjólið
eru beðnir að skila því í Nökkvavog
30. Foreldrar eru sérstaklega beðnir
að kanna hvort börn þeirra viti um
hjólið.
Heyleysi gæti orðið almennt
„Það þarf ekki að hafa mörg orð
um þetta. Horfur eru slæmar eins
og er. Meirihluti túna og annar jarð-
argróður er undir snjó enn þá og
veðurfar er nánast eftir því. Norðan
hvassviðri og hríðarhraglandi. Það,
sem er þó kannski tilfinnanlegast
hjá okkur um Svarfaðardalinn og
eitthvað vestur fyrir okkur er, að við
vorum ekki sérstaklega birgir af
heyjum eftir sumarið í fyrra. Þá
fengum við mjög þurrt vor svo
áburður nýttist ekki og grasspretta
var léleg. Því hefur bryddað á hey-
leysi og ef heldur fram sem horfir
verður það nánst almennt. Maður
vonar að það leysist með því að
kaupa hey einhvers staðar úr ná-
grannabyggðunum, ef menn verða
aflögufærir. Þetta er með meiri snjó
á þessum tíma sumars, sem menn
muna, og með leiðinlegri horfum.
Við verðum bara að treysta á guð og
lukkuna, að nú fari að skána," sagði
Þorgils Gunnlaugsson, bóndi á
Sökku í Svarfaðardal.
Menn illa undir þetta búnir
„Þetta er lakara útlit á margan
hátt en lengi hefur verið. Það er þó
kostur að lítill klaki er í jörð, en um
páskana kom mikill snjór, sem enn
er ekki farinn og þegar þetta bætist
við er ekki von á góðu. Það er heylít-
ið víða hér í sveit og því eru menn
illa undir þetta búnir. Sauðburður
er byrjaður og veldur það mönnum
erfiðleikum að þurfa að hafa fé allt
inni á gjöf. Þá veldur þetta tíðarfar
því, að kartöflur verða settar niður
seinna en venjulega," sagði Guð-
mundur Þórisson, bóndi í Hléskóg-
um í Grýtubakkahreppi.
Sauðfé allt á gjöf
„Það er nú hálf hryssingslegt nú,
norðanátt og kalt en ekki snjókoma,
en næturfrost. Á láglendi er mikið
til að verða autt. Sauðburður er víða
kominn langt og sauðfé allt á gjöf og
það er erfitt. Það er upp og ofan
hvað menn eiga af heyjum, en birgð-
ir eru einhvers staðar orðnar litlar
en aðrir hafa nóg. Flesta er farið að
lengja eftir vorinu, það hefur verið
kalt að undanförnu," sagði Ásdís
Sigurjónsdóttir, á Syðra-Skörðugili
í Skagafirði.
NYJUNG
2 beztu
sólbaösstrendur Suöur-Evrópu í sömu ferð:
29. júní
Algarve 11 dagar
Costa del Sol 10 dagar
30. júní
Costa del Sol 10 dagar
Algarve 11 dagar
Verö frá
16.300.
miöaö viö dvöl á
Timor Sol og