Morgunblaðið - 26.05.1983, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1983
Um samsæris-
og kjarnorkubólu
— eftir Guðmund
Georgsson
í grein eftir Björn Bjarnason, sem
birtist í blaði þessu 31. mars sl., er
veist að Samtökum herstöðvaand-
stæðinga (SHA) fyrir að vekja á því
athygli vorið 1980, að samkvæmt
ýmsum erlendum heimildum væru
kjarnorkuvopn hérlendis. Jafnframt
eru í greininni ásakanir um samsæri
herstöðvaandstæðinga og tiltekinna
fréttamanna við útvarpið. Þar eð ég
var formaður miðnefndar SHA, þeg-
ar þessi mál voru tekin upp, og því
ábyrgur fyrir gerðum þeirra, leyfi ég
mér að gera nokkrar athugasemdir,
en tek það fram, að ekki verður um
tæmandi úttekt á öllum fullyrðing-
um Björns að ræða, enda mundi það
verða of rúmfrekt.
Samsærisbólan
Varðandi samsæriskenninguna
þá er þess að geta að einu sam-
skipti SHA við Hallgrím Thor-
steinsson fréttamann í þessu máli
voru þau, að hann hringdi í
skrifstofu SHA eftir mótmælaað-
gerðir okkar við utanríkisráðu-
neytið þann 8. maí 1980 og spurð-
ist fyrir um heimildir okkar. Ann-
aðhvort starfsmaður eða einhver
annar, sem staddur var á skrif-
stofunni, varð fyrir svörum og veit
ég ekki hvort sá hafði heimildirn-
ar tiltækar. Þetta var allt og sumt.
Flokkist það undir samsæri, að
fréttamaður reyni að grafast fyrir
um heimildir alvarlegra staðhæf-
inga, þá er orðið vandlifað að vera
fréttamaður.
Okkur herstöðvaandstæðingum
hefur oft fundist furðu hljótt í
ríkisfjölmiðlum um málstað, sem
nýtur mikils fylgis meðal þjóðar-
innar, svo að okkur virðist sam-
særið vera samsæri þagnarinnar
eða a.m.k. sem fæstra orða. Við
höfðum hugboð um ástæðuna. Nú
hefur sá grunur verið staðfestur,
því Haligrímur getur þess í viðtali
við Þjóðviljann, að fréttamenn
veigri sér við að fjaila ítarlega um
þessi mikilsverðu mál vegna ofrík-
is sem þeir eru beittir. Þetta er
sennilega það alvarlegasta sem
framlag Björns Bjarnasonar hefur
leitt í ljós. Þarna er vegið að einni
af meginstoðum lýðræðis, upplýs-
ingamiðlun og skoðanaskiptum.
Ég treysti mér ekki til að lá
fréttamönnum, þó að þeir reyni að
sneiða hjá viðfangsefnum, sem
virðast kalla fram slík viðbrögð,
hvernig sem á málum er haldið til
að fá vinnufrið og frið fyrir at-
vinnurógi. Mér er það frekar að-
dáunarefni hversu margir þrauka.
Ég vænti þess að Björn svíði
víðar en í öxlinni eftir viðurkenn-
ingarklappið frá bandaríska
sendiherranum fyrir að koma í
veg fyrir frekari umræðu í útvarp-
inu um þetta mál. Ég vona að
hann verði a.m.k. ekki orðinn sig-
inaxla af slíkum atlotum, áður en
hann áttar sig á því, að með því er
hann kominn á braut, sem sæmir
lítt sannleiksleitandi manni, sem
virðist reiðubúinn að fórna lífinu
fyrir lýðræðið.
Kjarnorkubólan
Varðandi það sem Björn kallar
„skollaleik" og „dylgjur" her-
stöðvaandstæðinga um að hér
væru kjarnorkuvopn, skal þess
getið, að fyrir þessari staðhæfingu
höfðum við eftirtaldar heimildir:
Defense Monitor, Bulletin of
Atomic Scientists, Ambio, árbók
SIPRI og bókina Arms uncon-
trolled. Ef málflutningur byggður
á svo fjölþættum heimildum
flokkast undir „dylgjur" og
„skollaleik", verður tæpast nokkru
máli hreyft svo að það fái ekki
þennan stimpil. Þá mundi vænt-
anlega ríkja þögn um flest mál, en
máske er það einmitt það sem
Björn Bjarnason og aðrir mál-
svarar hersetu og NATO-aðildar
vilja helst.
óskandi væri að Björn Bjarna-
son gerðist jafn gagnrýninn á
heimildir, þegar hann boðar auk-
inn vígbúnað hérlendis. Þar virð-
ist hann harla lítilþægur. Orð
Ronald Reagans eða Caspar Wein-
bergers virðast nægja. Ekki er
hlustað á ómerkinga eins Edward
Kennedy, Mark Hatfield, Robert
McNamara, Cyrus Vance eða Paul
Warncke, svo að tilnefndir séu
nokkrir af fjölmörgum málsmet-
andi Bandaríkjamönnum, sem
hafa annað mat á ógnarjafn-
væginu en ofangreindir ráðamenn.
Það er athyglisvert að eftir ríf-
lega tveggja ára athuganir Björns
Bjarnasonar stöndum við raunar í
sömu sporum og þegar þessu máli
var hreyft árið 1980. Það virðist
nokkuð ljóst núna að um eina
frumheimild hafi verið að ræða,
þ.e. Center for Defense Informa-
tion (CDI) í Washington. Sam-
kvæmt síðustu upplýsingum frá
þeirri stofnun, sem Björn tilgrein-
ir, greinir menn á sem við þá
stofnun starfa. Gene La Rocque
forstjóri CDI telur enn að miklar
líkur séu á því að kjarnorkuvopn
séu á íslandi, en David Johnson
rannsóknarstjóri telur að líklega
séu ekki kjarnorkuvopn á landinu
og byggir þá skoðun m.a. á
ákveðnum yfirlýsingum íslenskra
stjórnvalda, en bætir hinsvegar
við að kjarnorkuvopnum gæti ver-
ið komið fyrir á landinu á stríðs-
tímum.
Aðferð Björns er síðan að grafa
undan tiltrú á þann sem tekur
stærra upp í sig. Sumt er heldur
billegt og lítt sæmandi kröfuhörð-
um manni um fréttamennsku. Ég
held a.m.k. að það skipti litlu máli
fyrir mat á málflutningi okkar
Björns, þó að reykvískur bílstjóri,
jafnvel gamalreyndur, kannaðist
helst við okkur sem Bjössa bros-
hýra eða Gvend fúla. Þess er tæp-
ast að vænta að nokkur Banda-
ríkjamaður, sem býr við gífurleg-
an kjarnorkuvígbúnað heimafyrir,
hafi teljandi áhyggjur af því,
hvort á íslandi séu kjarnorku-
vopn. Mér finnst það mjög virð-
ingarvert af Gene La Rocque að
berjast fyrir því að Bandaríkin
láti uppi hvar þau hafa kjarnorku-
vopn og hafa af því áhyggjur, að
Bandaríkin fari á bak við vinveitt-
ar þjóðir. Hann hefur fyllstu
ástæðu til að ætla að svo sé, þó að
Birni láist af einhverjum ástæðum
að geta þess. Minna má á tvö
dæmi, er bandarískar herflugvél-
ar, sem hröpuðu með kjarnorku-
sprengjur innanborðs við Thule á
Grænlandi 1968, og nýlegri upp-
lýsingar um samningsrof Banda-
ríkjanna á Japönum á banni við
því að bandarísk skip með kjarn-
orkuvopn kæmu í þarlendar hafn-
ir. Ekki veit ég hvaðan Gunnari
Eyþórssyni, sein ritar í Morgun-
blaðið 4. maí, koma heimildir um
að flugvélar með kjarnorku-
vopn hafi lent á Keflavíkurflug-
velli. Er þar ekki verið að fara á
bak við íslenska ráðamenn?
Á meðan bandarísk yfirvöld
gera hvorki að játa né neita tilvist
kjarnorkuvopna, og þau þar að
auki æ ofan í æ vís að brigðmælgi
og íslensk stjórnvöld hafa ekki
komið upp nákvæmu eftirliti með
öllum búnaði og ferðum banda-
rískra hertóla, verður öll umræða
um þessi mál næsta ófrjó. Það er
rangt hjá Birni, að bandarísk yfir-
völd hafi breytt um stefnu varð-
andi upplýsingar um kjarnorku-
vopn, a.m.k. virtist það hafa farið
framhjá aðstoðarvarnarmála-
ráðherra Bandaríkjanna, sem
fyrir nokkrum vikum sat fyrir
svörum á sjónvarpsskermi Menn-
ingarstofnunar Bandaríkjanna
hérlendis. Dæmin sem Björn tekur
um hið gagnstæða eru vægast sagt
Þjóðhættuleg
iðja nátttrölla
— athugasemd viö grein Guðmundar Georgssonar
eftir Björn
Bjarnason
Skilyrði þess að málefnalegar um-
ræður fari fram á opinberum vett-
vangi um jafn mikilvæg mál og ör-
yggi íslands er að sjálfsögðu að við-
horf séu reifuð í réttu samhengi og
málstaður ekki gerður tortryggilegur
með útúrsnúningi eða beinum rang-
færslum. ITm allan hinn vestræna
heim standa menn frammi fyrir því,
að alls kyns upplýsingamiðlun er
stunduð í því skyni að rugla menn í
ríminu. Grein Guðmundar Georgs-
sonar, læknis, er dæmigerð fyrir
vinnubrögð þeirra manna sem án
skynsamlegra raka leitast við að
grafa undan málflutningi þeirra,
sem styðja samstarf vestrænna
þjóða í Atlantshafsbandalaginu,
samstarf sem miðar að því að
tryggja frið með frelsi.
1) Samtök herstöðvaandstæð-
inga (SHA) héldu því fram vorið
1980, að kiarnorkuvopn væru
geymd á Islandi. Hallgrímur
Thorsteinsson lýsti því yfir í út-
varpinu 20. maí 1980, að SHA vís-
aði til „Bulletin of Atomic Scient-
ists“ þessu til staðfestingar.
2) Það getur ekki talist til ofrík-
is að sýna fram á hve óheiðarleg-
um aðferðum var beitt vorið og
sumarið 1980 til að koma á fram-
færi þessari skoðun Samtaka
herstöðvaandstæðinga. Að kalla
opinberar umræður um þessi mál
„atvinnuróg" um blaðamenn er
auðvitað út í hött. Blaðamenn
verða að sæta gagnrýni fyrir störf
sín eins og aðrir. Gefist þeir upp
vegna gagnrýni geta þeir ekki
kennt öðrum um það.
3) „Viðurkenningarklappið frá
bandaríska sendiherranum" fólst í
því að sendiráð Bandaríkjanna í
Reykjavík sendi í skeyti til Wash-
ington frétt Þjóðviljans um að ég
hefði neitað að ræða við Ölaf R.
Grímsson í þætti hjá Hallgrími
Thorsteinssyni. Fyrir liggur yfir-
lýsing frá Hallgrími Thorsteins-
syni um að frétt Þjóðviljans var
röng.
4) Allar þær greinar sem Guð-
mundur Georgsson nefnir, byggj-
ast á einni og sömu heimild, The
Defense Monitor frá febrúar 1975.
Að ábendingu Eiðs Guðnasonar,
alþingismanns, kannaði stofnunin
World Priorities í Washington
forsendurnar fyrir fullyrðingu í
eigin riti um að kjarnorkuvopn
væru á íslandi í desember 1981. Sú
könnun leiddi í ljós, að aðeins
þessi eina grein í The Defense
Monitor lægi að baki fullyrðing-
unni, og var hún samstundis dreg-
in til baka með þessum orðum for-
stöðumanns World Pri^fites í
bréfi til Eiðs Guðnasonar: „Ég
harma þessi mistök mjög og vil
fullvissa yður um að við munum
birta athugasemd með leiðrétt-
ingu í næstu útgáfu." Samtök
herstöðvaandstæðinga draga auð-
vitað ekki í land eða biðjast afsök-
unar, enda vakir annað fyrir þeim
en hafa það sem sannara reyriist.
5) Ég hef hvorki vitnað í Ronald
Reagan né Caspar Weinberger því
til stuðnings að halda þurfi uppi
vörnum á Islandi. og hugmyndir
mínar um öryggi íslands byggjast
á mati á íslenskum hagsmunum
innan ramma samstarfsins í Atl-
antshafsbandalaginu. Hvað varð-
ar þá Edward Kennedy og Mark
Hatfield þá er rétt að það komi
fram, að um bók þeirra, þar sem
mælt er með frystingu kjarnorku-
vopna, ritaði ég hér í blaðið á sín-
um tíma við fögnuð Þjóðviljans.
6) Þeir sem enn standa í sömu
sporum nú og 1980, þegar rætt er
um kjarnorkuvopn og ísland, eru
Samtök herstöðvaandstæðinga og
Gene La Rocque, sem er í miklum
minnihluta innan Center for De-
fense Information eins og SHA
meðal íslendinga. Þessi tvö nátt-
tröll dagaði uppi sumarið 1980.
7) Bandaríkjastjórn játar
hvorki né neitar tilvist kjarnorku-
vopna, það er hin opinbera stefna
hennar. Engu að síður lýsti sá
starfsmaður í bandaríska varn-
armáiaráðuneytinu sem fer með
máiefni er varða ísland, Jon L.
Lellenberg, því yfir í samtali sem
birtist í Tímanum 2. mars 1982, að
engin kjarnorkuvopn væru á fs-
landi. Og Gunnar Gunnarsson,
starfsmaður öryggismálanefndar,
Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti slitið
FJÖLBRAUTASKÓLINN í Breió-
holti brautskráði á lostudag 102
stúdenta, en auk þess hlutu 107
nemendur prófskírteini af eins,
tveggja og þriggja ára námsbrautum.
Frábærum árangri á stúd-
entsprófi náðu tveir nemendur,
Margrét K. Sigurðardóttir af upp-
eldissviði 152 einingar 426 stig, og
Magnús Kristjánsson af eðlis-
fræðibraut bóknámssviðs 150 ein-
ingar 425 stig.
Nú eru tíu ár liðin frá stofnun
skólans og áttunda starfsári hans
að Ijúka. Áðalbygging skólans hef-
ur risið á því ári, en hún tengir
tvær útálmur skólans. Þá hafa
nemendur á tæknisviði byggt
vandaða byggingu yfir hússtjórn-
arsvið skólans í vetur, og innrétt-
að félagsaðstöðu sína.
Á vorönn Fjölbrautaskólans
voru nemendur í dagskóla 1221
talsins, en í kvöldskóla, öldunga-
deild 511 nemendur, alls 1732
nemendur.