Morgunblaðið - 26.05.1983, Page 48
”T^Úglýsinga-
síminn er 2 24 80
veríð örugg
verslíð við
fagmenn!
FIMMTUDAGUR 26. MAI 1983
Víðtækar aðgerðir fyrirhugaðar:
Laun hækka um 8% 1. júní nk.
4% 1. okt., lögbundin til 31. jan.
Vísitölukerfið afnumið í tvö ár — Barnabætur og tekju-
trygging hækkar — tekjuskattur lækkar — Lenging lána
RÍKISSTJÓRN Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks mun
beita sér fyrir víðtækum aðgerðum í efnahagsmálum, fjármál-
um og atvinnumálum á næstu vikum, að því er fram kemur í
stjórnarsáttmála flokkanna tveggja, sem væntanlega verður
kynntur opinberlega í dag. Er markmiö þessara aðgerða að
tryggja atvinnuöryggi, lækka verðbólgu verulega, ná jafnvægi
í viðskiptum við útlönd og vernda kaupmátt lægstu launa.
Skv. upplýsingum Morgunblaðsins eru eftirfarandi aðgerð-
ir ráögerðar í stjórnarsáttmála hinnar nýju ríkisstjórnar:
i Vísitölukerfi launa verður af-
numið í tvö ár frá, 1. júní nk. til
1. júní 1985.
' Ákveðið verður með lögum, að
laun hækki um 8% hinn 1. júní
nk. en lágmarkstekjur fyrir fulla
dagvinnu samkvæmt ákvæðum
kjarasamninga ASÍ og BSRB
hækki um 10%. Að óbreyttu
hefði kaupgjaldsvísitalan hækk-
að um 20—22% um næstu mán-
aðamót.
Hinn 1. október hækki laun um
4%. Allir gildandi kjarasamn-
ingar verði framlengdir með
þessum breytingum til 31. janú-
ar 1984. Að þessum tíma liðnum
eru samningar um kaup og kjör
á valdi aðila vinnumarkaðarins.
Mildandi aögerðir
Til þess að draga úr áhrifum
þessara aðgerða á kjör hinna verst
settu mun hin nýja ríkistjórn beita
sér fyrir eftirfarandi ráðstöfunum:
• Skattar og tollar, sem leggjast
með miklum þunga á nauðsynja-
vörur verði lækkaðir.
• Barnabætur barna að 7 ára aldri
verði hækkaðar.
• Tekjuskattur verður lækkaður
með auknum persónuafslætti.
• Jöfnun húshitunarkostnaðar
verður aukin verulega.
• Tekjutrygging lífeyrisþega
hækkar umfram laun, og
mæðra- og feðralaun hækka sér-
staklega.
Frestur á greiðslum
vaxta og afborgana
Skv. upplýsingum Morbunblaðs-
ins er ráðgert í stjórnarsáttmála,
að ríkisstjórnin beiti sér fyrir
eftirfarandi aðgerðum vegna hús-
byggjenda:
• Heimilt verður að fresta
greiðslu á 15—25% af saman-
lagðri fjárhæð afborgana, verð-
tryggingaþátta og vaxta verð-
tryggðra lána hjá byggingar-
sjóðum ríkis og verkamanna og
íbúðalánum banka og annarra
lánastofnana. Þessum greiðslum
skal bætt við höfuðstól láns og
lánstími lengdur.
• Þeir sem stofnað hafa til skulda
vegna bygginga eða kaupa á eig-
in húsnæði í fyrsta sinn undan-
farin 2—3 ár eigi kost á
skuldbreytingalánum.
• Lán Húsnæðismálstjórnar til
þeirra sem byggja í fyrsta sinn
hækki um næstu áramót.
• Vextir lækki í samræmi við
verðbólgustig síðar á árinu.
Grundvöllur lánskjara verði
endurskoðaður og stefnt að
lengri lánstíma.
Verðlagsmál — Bú-
vöruverð — Fiskverð
Á þessum sviðum er stefnt að
eftirfarandi:
• Aðeins skal heimiluð hækkun á
vörum og þjónustu, sem nauð-
synleg er til að standa undir
óhjákvæmilegum kostnaðar-
hækkunum fyrst um sinn. Síðan
er stefnt að því að frjáls verð-
myndun komi til skjalanna, þar
sem samkeppni er næg. Sveit-
arfélög eiga sjálf að ákveða
gjaldskrár þjónustufyrirtækja
sinna.
• Laun bónda í verðlagsgrundvelli
landbúnaðarafurða hækka ekki
umfram almennar launabreyt-
ingar.
• Verð á þeim fisktegundum, sem
getið er um í tilkynningu Verð-
lagsráðs sjávarútvegsins nr.
4/1983 skal ekki hækka að með-
altali umfram almennar launa-
breytingar.
Stjórnarsáttmálinn:
Aukið frjálsræði í
gjaldeyrisverzlun
Samningar teknir upp við Álfélagið
í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks, sem tekur við völdum í dag, eru ákvæði um
stóriðju, breytingar á stjórnkerfi og utanríkismál.
Hin nýja ríkisstjórn ráðgerir
eftirfarandi í deilumálum við
Svissneska álfélagið og í öðrum
stóriðjumálum:
• Samingar verði teknir upp að
nýju við álfélagið um verulega
hækkun raforkuverðs og önnur
atriði.
• Kannaðir verði möguleikar á
þriðja eignaraðila að Járn-
blendiverksmiðjunni í Hvalfirði.
• Nýjum aðilum verði gefinn kost-
ur á eignaraðild í Kísil-
málmverksmiðjunni.
• Við byggingu orkuvera verði
gætt samrærnis milli markaðs-
öflunar og virkjunarfram-
kvæmda.
f stjórnarsáttmála hinnar nýju
ríkisstjórnar munu ráðgerðar
ýmsar umbætur í stjórnkerfi
landsins og peninga- og lána-
stofnunum, þ.á m.:
• Ríkisendurskoðun heyri undir
Alþingi.
• Yfirstjórn bankamála verði í
einu ráðuneyti.
• Frjálsræði í gjaldeyrisverzlun
verði aukið og réttur til að eiga
fé á gjaldeyrisreikningum rýmk-
aður.
• Framkvæmdastofnun ríkisins
verður endurskipulögð. Verkefni
áætlunardeildar færð til ann-
arra stofnana. Framkvæmda-
sjóði verði mörkuð staða í
tengslum við endurskipulagn-
ingu sjóðakerfis. Lánastefnu
Byggðasjóðs verði breytt og
sjálfvirkni í lánveitingum af-
numin.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins mun hin nýja ríkis-
stjórn stefna að eftirfarandi:
Bygging nýrrar flugstöðvar á
Keflavíkurflugvelli verði hafin.
Framkvæmdum í Helguvík verði
haldið áfram.
Ljósm.: Anna Jóhannsdóttir
Svifdrekafélag Reykjavíkur gekkst fyrir svifdrekamóti í Ólafsvík um
hvítasunnuna og voru þátttakendur um 20 talsins. Sjá frásögn og
myndir á bls. 5.
Piltar á bifhjólum á gangstígum:
Höfum tekið marga — en
þeir koma jafnharðan aftur
segir Óskar Ólason, yfirlögregluþjónn
„AKSTUR bifhjóla á gangstígum í Breiðholti og Fossvogi er mikið vandamál.
Við höfum tekið marga pilta á hjólum og afhent hjólin foreldrum þeirra. En
þetta er eins og að moka í botnlausan hít. Strákarnir eru jafnharðan komnir á
gangstígana aftur,“ sagði Óskar Ólason, yfirlögregluþjónn í samtali við Mbl. er
blaðið bar undir hann frétt sem birtist siöastliðinn sunnudag um slysahættu af
völdum bifhjóla á gangstígum í Breiðholti.
„Fólk kvartar mjög undan
ágangi vélhjóla og hættuna af
þeim. Eltingarleikur við strákana
er hvimleiður og þeir eiga marga
möguleika á að komast undan. Við
fórum fram á það við Reykjavík-
urborg, að hindrunum yrði komið
upp, en það er talið útilokað vegna
þess að þá komast konur ekki um
með barnavagna. Skilti um bann
við bifhjólaakstri, sem sett hafa
verið upp, hafa ekki reynst hafa
áhrif — strákar hafa ekki virt þau
viðlits og ekið um gangstígana.
Samstarf við foreldra þeirra þarf
að koma til — því miður hefur ekki
tekist að fá foreldra til þess, að
leggja að sonum sínum, að aka ekki
á gangstígum," sagði óskar ólason.