Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1983 Endurtryggingafélag Samvinnutryggmga hf.: Hyalveidikvótinn verður óbreyttur ALÞJÓÐA hvalveiðiráðiö ákvaö á fundi sínum í gær aö íslendingar fengju á næsta ári sama kvóta í hvalveiðum, og svipaðan í hrefnuveiðum, og þeir hafa í ár. „Við ætluöum okkur að ná þessu fram og því erum við nokkuð ánægðir með þessa niöurstöðu," sagði Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, í samtali við Morgunblaðiö í gær. Samkvæmt þessari ákvörðun munu íslendingar hafa heimild til að veiða 167 langreyðar, 100 sandreyðar og 291 hrefnu, en Norðmenn hafa heimild til að veiða 37% úr hrefnustofninum. í ár hafa íslendingar heimild til að veiða 300 hrefnur, þannig að sá kvóti hefur verið minnkaður um 9 dýr. Þess má geta að í gærkvöldi kom fram tillaga á fundi ráðsins, þess efnis, að Norðmenn fengju að veiða 885 hrefnur á næsta ári, en í ár hafa þeir heimild til að veiða 1690 dýr. Þessi tillaga var felld og þess í stað var samþykkt að Norð- menn fengju aðeins að veiða 635 hrefnur. Norðmenn kynntu nýjan hval- skutul á fundi í tækninefnd ráðs- ins í fyrradag. Þeir hafa staðið fyrir rannsóknum að undanförnu með sérstakan sprengiskutul í stað kalda skutulsins. Þessar til- raunir Norðmanna hafa gengið vel og telja þeir að unnt verði að taka hann í notkun þegar á næsta ári. Þessum nýja skutli hefur verið vel tekið á fundi Alþjóða hval- veiðiráðsins, en ekki er vitað hvaða áhrif fyrrgreindur niður- skurður hrefnuveiða mun hafa á áætlanir Norðmanna í þessu efni. Þar við bætist, í fyrsta lagi að nýr búnaður mun þýða mikla fjárfest- ingu og í öðru lagi mun algert bann við hvalveiðum ganga í gildi á árinu 1986. Hafa beðið um frestun á framlagningu ársreikninga Óvissa ríkir um endalok ákveðinna samninga vegna gjaldþrots eins samningsaðila STJÓRN Endurtryggingafélags Samvinnutrygginga hf. hefur farið þess á leit við heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið að fá að fresta skilura á árs- reikningum félagsins, en samkvæmt lögum ber tryggingafélögunum að skila ársreikningum sínum til Tryggingaeftirlitsins fyrir 1. júlí ár hvert. Eftir því sem Morgunblaðið hef- ur komist næst mun ástæðan vera sú, að afla þurfi viðbótarupplýs- inga frá viðskiptamönnum félags- ins erlendis. í ársreikningum 1980 og 1981 kemur fram í áritunum endurskoðenda, að „óvissa ríkir um endalok ákveðinna samninga vegna gjaldþrots eins samningsað- ila. Þetta kynni að hafa áhrif á afkomu félagsins næstu árin.“ Samkvæmt rekstrarreikningi árs- ins 1981 var hagnaður ársins kr. 25.523.40. Samvinnutryggingar g.t. eru stærsti hluthafinn í félaginu og eftir því sem Morgunblaðið hefur upplýsingar um, eru uppi hug- myndir um að bæta rekstrarstöðu félagsins með verulegri aukningu hlutafjár. Starfsemi Endurtrygg- ingafélags Samvinnutrygginga hf. hefur að langmestu leyti verið fólgin í því, að taka að sér endur- tryggingar erlendis frá. Að sögn Erlends Lárussonar, forstöðu- manns Tryggingaeftirlitsins, hafa miklir erfiðleikar verið á sviði endurtrygginga í heiminum und- anfarin ár og íslensk félög ekki farið varhluta af því. Fleiri íslensk félög hafa staðið í slíkum viðskipt- um, en Endurtryggingafélag Sam- vinnutrygginga hf. hefur haft þá sérstöðu að starfa nær einvörð- ungu á þessu sviði. Islensk tryggingafélög hafa dregið úr þessum viðskiptum, ekki síst vegna óhagstæðrar gengis- þróunar, að sögn Erlends Lárus- sonar. Tryggingaeftirlitið hefur einnig lagt á það áherslu að dregið verði úr þessum viðskiptum. Þátt- taka íslensku tryggingafélaganna í nýjum endurtryggingarsamn- ingum fer því minnkandi, en lang- an tíma getur tekið að gera upp tjónakröfur vegna gamalla sam- ninga, sem greiddar eru í er- lendum gjaldeyri. Hallgrímur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Endurtryggingafé- lags Samvinnutrygginga hf., og Erlendur Einarsson, stjórnarfor- maður félagsins, vildu ekki tjá sig um þetta mál við Morgunblaðið í gær. Til frekari skýringa á áritun endurskoðenda félagsins má vitna til skýrslu þáverandi fram- kvæmdastjóra þess, Jóns Rafns Guðmundssonar, fyrir reiknings- árið 1980. Þar segir hann m.a.: „ ... frá ársbyrjun 1979 tók félagið þátt í samningi, sem síðar kom í ljós að ekki var framkvæmdur svo sem um var samið. Var gripið til lögfræðilegra aðgerða til að ógilda hann og var það gert fyrir árslok 1979. Engar færslur komu inn til bókunar vegna þessa samnings á árinu 1979, en fyrir árslok 1980 var endurgreitt iðgjald vegna hluta þessa samnings til að forð- ast kröfu um miklu hærri upphæð í bótum. Aðrar færslur eru ekki á árinu 1980 vegna samnings þessa. Hins vegar var lagt í verulegan kostnað til varnar hugsanlegu tapi, og enda þótt endurtryggjend- ur félagsins tækju að sínu leyti þátt í þessum útlagða kostnaði, nam kostnaður félagsins á árinu 1980 kr. 18.550.000 [gkr. - innsk. Mbl] vegna þessa. Samningsaðil- inn var sl. sumar lýstur gjaldþrota og er í búinu reiðufé jafnvirði um $1.000.000. Á þessu stigi skal ekk- ert sagt um, hvernig félaginu tekst að innheimta úr búinu kostnað sinn og endurtryggjand- enna, en málið er í höndum fær- ustu lögfræðinga. Hins vegar skal það tekið fram, að búið er að ganga frá endurtryggingu á þess um viðskiptum frá félaginu og samningi um meðhöndlun trygg- inganna, þannig að þau eiga ekki að hafa mikil áhrif á rekstrar- stöðu þess.“ Gabb var rakið til ölteiti LÖGREGLUNNI í Reykjavík barst tilkynning um bruna um sexleytið í fyrradag. Rödd í síma sagði: „Það er eldur í Þórufelli 8,“ og síðan var sím- tólinu skellt á. Tilkynningin var látin berast áfram til slökkvi- liðsins, sem fór á staðinn með þrjá bfla, einn úr Árbæ og tvo neðan úr bæ. Útkallið reyndist vera gabb, og þar sem lögreglunni þótti tilkynningin grunsam- leg var línunni haldið og tókst starfsmönnum Pósts og síma að rekja simtalið til einkaheimilis uppi í Breið- holti. Þegar lögreglan sótti heimilið heim var þar í gangi veisla og neituðu þeir sem á staðnum voru við yfirheyrsl- ur, að hafa hringt og tilkynnt um bruna í Þórufellinu. Þátttakendur í veislunni munu hafa verið undir áhrif- um áfengis. Norðurlanda- skákmótið hafið KURT Hansen og Ole Jakobsen frá Danmörku voru efstir og jafnir eftir 3 umferðir á Norðurlanda- skákmótinu 1983, sem nú er fram í Esbjerg í Danmörku. Guðmund- ur Sigurjónsson og Dan Hansson keppa fyrir íslands hönd í úrvals- flokki og eru þeir neðan við miðju. í fyrstu umferð gerði Guð- mundur jafntefli við Forintos frá Ungverjalandi, sem keppir sem gestur á mótinu, en Dan tapaði fyrir Kurt Hansen. í ann- arri umferð Gerði Guðmundur jafntefli við Kurt Hansen og Dan við Ole Jakobsen frá Dan- mörku. í þriðju umferð tapaði Guðmundur fyrir Ole Jakobsen og Dan tapaði fyrir Tom Wedberg frá Svíþjóð. Níu aðrir íslendingar keppa á mótinu í meistara- og opnum flokki. Kristinn Sigmundsson, söngvari: Hlaut sérverölaun í keppni í Vín „MÉR gekk ótrúlega vel í þessari keppni og árangurinn kora mér á óvart,“ sagði Kristinn Sigmunds- son, söngvari, en hann hlaut sér- stök verðlaun í Belvedere-söng- keppni sem haldin var í Vín nú fyrir stuttu. Einn úr dómnefnd skilaði séráliti við dómsúrskurð, og taldi Kristinn raunverulegan sigurvegara keppninnar. Kristinn Sigmundsson hefur verið við söngnám við Tónlistar- akademíuna í Vín um nokkurt skeið, en áður en hann hóf söngnám var hann líffræðikenn- ari við Menntaskólann við Sund. Kristinn tók þátt í Belvedere- keppninni ásamt 295 öðrum þátttakendum frá 41 þjóð, en keppnin fór fram í 4 umferðum. „Við sungum eina aríu í hverri umferð, ýmist valdar af dóm- nefndinni eða þátttakendum sjálfum. Sautján söngvarar komust í úrslit, og var ég einn þeirra. Einn dómaranna skilaði séráliti þegar dómar voru upp kveðnir, og taldi mig raunveru- legan sigurvegara keppninnar, og hlaut ég því sérstök verðlaun. Það var dómari frá óperunni í Kristinn Sigmundsson, baritón- söngvari. Fíladelfíu og eftir keppnina bauð hann mér óbeint starf við óper- una þar á næsta ári. Nú tekur við tónleikaferð, og taka allir verðlaunahafar Belvedere- keppninnar þátt í henni auk nokkurra sem komust í úrslit. Fyrst höldum við til Bergen og þar sem tónleikarnir verða í beinni útsetningu hjá bæði sjón- varpi og útvarpi, en förum svo til Búdapest þann 28. og höldum svipaðan konsert þar. Næst verða tvennir tónleikar í Austur- ríki og lýkur svo tónleikaferð- inni með tónleikum á Ítalíu þann 3. ágúst. Þá kem ég heim og verð heima eitthvað fram á haust.“ Kristinn sagðist mundu halda áfram við söngnámið í Vín, og tileinka sér þá tækni sem þarf við óperusöng, en vildi þó fara að starfa sem söngvari. Hann sagð- ist ætla að athuga tilboð óperu- stjórans í Fíladelfíu nánar, en kvað ekkert ákveðið um fram- haldið. Góður árangur í Belve- dere-keppninni kemur Kristni eflaust að miklum notum, en hann kvaðst ekki alveg vera bú- inn að meðtaka frammistöðu sína í keppninni, „það tekur mig eflaust viku að átta mig á þessu,“ sagði hann að lokum, áð- ur en hann flýtti sér að fara að pakka fyrir tónleikaferðina sem fyrir höndum er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.