Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1983 37 Erum við réttlaus? Þórunn Jónsdóttir (9784-8017) skrifar: „Velvakandi. Ég leyfi mér að spyrja borgar- ráðsmenn, sérstaklega sjálf- stæðismennina í þeirra hópi: Eftir hvaða reglum er farið við úthlutun íbúða fyrir aldraða? Ég sótti um húsnæði 1976, þegar byrjað var að byggja við Dalbraut 27, og hef enn enga úr- lausn fengið. Er verið að hegna manni fyrir að hafa byggt yfir sig? Erum við, sem höfum borg- að skatta og gjöld til borgarinn- ar síðan 1919 réttlaus? Ég veit, að fólk utan af landi er fyrir löngu búið að fá íbúð hjá borg- inni. Svar óskast frá réttum aðil- um. Virðingarfyllst.“ Þessir hringdu .. Fyrirspurn til Þórunnar Andrésdóttur Freyja Jónsdóttir, Akureyri, hringdi og hafði eftirfarnadi að segja: — Vill ekki Þórunn Andrésdóttir kynna sér, hve mikið öll landsbyggðin hefur fengið af fjármagni úr þeim sjóði, er nefnist Fram- kvæmdasjóður aldraðra og er til kominn með skattlagn- ingu á alla skattgreiðendur landsins (ekki bara Reykvík- inga) og er ætlaður m.a. til byggingar dvalarheimila fyrir aldraða? Hve stóran hlut fékk Reykjavíkurborg úr sjóðnum 1981,1982 og fær á þessu ári? Jafnvel má Þór- unn athuga, hve mikið fjár- magn fór úr þeim sama sjóði t.d. til Akureyrar (ekki eyrir 1981, eina milljón 1982 og 400 þúsund 1983). Að þessu at- huguðu getur Þórunn fort um talað, að landsbyggðar- menn „tími ekki“ að byggja yfir aldrað fólk eða veita því þá þjónustu, sem þarf. Þegar Þórunn hefur aflað sér þess- ara upplýinga, sem hún getur eflaust fengið í heilbrigðis- ráðuneytinu (hæg eru heima- tökin, því að ekki er ráðu- neytið úti á landsbyggðinni), þá getur hún vonandi séð, hver orsök þess er, að lífeyr- isþegar vilja flytja til höfuð- borgarinnar og þið Reykvík- ingar þurfið síðan að veita þeim þá þjónustu, sem ekki fæst heima í héraði. Að lok- um: Hefur Þórunn Andrés- dóttir búið úti á landsbyggð- inni? Vinsamleg tilmæli Sunnlenskur kjósandi skrifar: „Velvakandi góður. Árleg sumarferð Varðarfélagsins var farin fyrir nokkru á Njáluslóðir og hafði tekist vel, þó í fámennara lagi. — í Morgunblaðinu 6. þ.m. er birt ræða Geirs Hallgrímssonar ásamt mynd af hluta ferðafólksins, en í baksýn mynd af bæjarhúsum á Bergþórshvoli, sem talar sínu máli um reisn staðarins, þó ekki sé nafn- greindur. Inntakið í ræðu Geirs: Köllum fulltrúa yngri kynslóðar til aukinn- ar ábyrgðar. Ber að taka undir þau orð flokksformannsins. Hitt er svo annað mál, að sú góða formúla hef- ur gleymst þegar síðasta ríkisstjórn var mynduð. Þá er frá því sagt, að á Hellu hafi 1. þingmaður Suðurlandskjördæm- is, Þorsteinn Pálsson, tekið á móti fólkinu með skemmtilegri og hnit- miðaðri ræðu. Er mjög miður að slík ræða skuli ekki hafa verið birt í blaðinu og skal því fram borin ósk þess efnis. Þá söknum við lesendur blaðsins þess, að ekki skuli heldur hafa verið birt ræða Eggerts Haukdals, þó þess sé ekki getið að ræðan hafi verið hnitmiðuð, og heldur ekki þess að Eggert er bóndi á Berg- þórshvoli og alþingismaður Sjálf- stæðisflokksins og endurreistur í hann. Þess er aðeins getið, að Egg- ert hafi frætt ferðafólkið um sögu staðarins og Njálu. Að sögn þátt- takanda hafði Eggert m.a. bent á, að sitthvað væri líkt með sér og Njáli, t.d. báðir merkir bændur á Bergþórshvoli og báðir átt í höggi við vonda menn sinnar samtíðar. Ekki er vitað hvort hann taldi báða misvitra. Nú eru það einnig vins- amleg tilmæli að Mbl. birti ræðu Eggerts „í túninu heima“.“ Er ég kannski svona skrýtinn? Gylfi Baldursson, Fífumýri 15, Garðbæ, skrifar: „Ágæti Velvakandi. Er ég kannski svona skrýtinn eða finnst fleirum það ef til vill undar- legt, að hægt sé að spila hér póker upp á háa bit og hirða gróðann, þeg- ar vel gengur, en hlaupa svo skæl- andi til ríkisvaldsins, ef illa fer, og biðja um sérstakar ívilnanir vegna óheppni, til dæmis í formi niðurfell- ingar söluskatts, eða þurfa kannski pókerspilararnir sem slíkra hlunn- inda njóta, að uppfylla ákveðin skil- yrði, og þá hver?“ GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Það er sama þótt að ég segi það. Rétt væri: Það er sama þó að ég segi það. Eða: Það er sama þótt ég segi það. (þótt er orðið til úr þó at.). Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. OG EFNISMEIRA BLAÐ! VELVAKANDI — Á FÖRNUM VEGI JAPAN VIÐ ALDAMÓTIN 1900 VAR MIKIL STEMMN- ING í BÆNUM ÚR HEIMI KVIK- MYNDANNA „í LEIT AÐ MORÐINGJUM“ POPP-SÍÐA MEÐ DAVID BEN- GURION Á ÍSLANDI VERÖLD — REYKJA- VÍKURBRÉF ALDARAFMÆLI JÓHANNESAR JÓSEFSSONAR Sunnudagurinn byrjar á síðum Moggans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.