Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1983 FYRRI HLUTI Rússneskar Það eru nú á dögum til þrenns konar bókmenntir, samdar á rússnesku: Það eru — í Sovétríkj- unum sjálfum — þær bókmenntir, sem gefnar eru út á „löglegan" hátt og kallaðar eru einu nafni sovétbókmenntir. En svo eru einn- ig til „ólöglegar" bókmenntir í Sovétríkjunum, sem gefnar eru út í svokallaðri Samisdat, og þar við bætast útlagabókmenntirnar, sem í Sovétríkjunum eru gjarnan kall- aðar Tamisdat, af því að þær eru gefnar út „þar“, það er að segja utan landamæra Sovétríkjanna. Allar þessar þrjár tegundir bók- mennta eru þó hlutar einnar heildar, sem kalla verður rússn- eskar nútímabókmenntir. Foringjadýrkun flokksins á undanhaldi Það er líka nauðsynlegt að líta á þessar þrjár tegundir bókmennta sem eina heild meðal annars af þeirri ástæðu, að allar spretta þær fram við þann þrýsting, sem sögu- legar aðstæður hafa skapað, úr einni og sömu lindinni: Úr menn- ingar- og vitundarkreppu Sovét- manna eftir daga Stalíns, enda voru það raunar bókmenntirnar, sem yfirleitt hófu fyrstar máls á þeim fjölþætta vanda. Það er svo sem í sjálfu sér ekki til neins að varpa fram þeirri spurningu, hvernig rússneskar nútímabókmenntir myndu líta út nú á dögum, ef Khrúsjtsjov með sinni frægu leyniræðu, „Persónu- dýrkunin og afleiðingar hennar", á 20. flokksþinginu árið 1956, hefði ekki raunverulega opnað þeim leiðina. Sennilegt er, að þær væru að miklum mun fátækari núna. Hitt er svo aftur á móti alveg augljóst, að atkvæðamestu forvíg- issveitir andans manna hjá Rúss- um hentu þennan knött á lofti og tókst að umskapa sjálft afnám Stalíndýrkunarinnar í almenna siðferðilega ákvörðun, en það hafði Khrúsjtsjov örugglega ekki haft í huga. í bókmenntunum var hafizt handa við þær sviðsbreytingar, sem skyldu duga til að gera þeim á nýjan leik kleift að fetta fingur út í og ákæra allt hið sjúklega og allt hið óeðlilega í lífsháttum Rússa, í stað þess að draga fjöður yfir allt slíkt, þræta fyrir það, fegra eða kenna um röngum ástæðum eins og tíðkazt hafði þangað til. En þessar breytingar gerðust þó ekki á einni nóttu, heldur urðu í áföngum, sem komu stundum dræmt, en unnt er þó að skipta í alls þrjá kafla: ★ Þíöuárin, sem hófust 1953 með dauða Stalíns og lauk með falli Kjrúsjtsjovs árið 1964. * Solzénitsyn-tímabilid, sem á upphaf sitt að rekja til útgáfu fyrstu skáldsögu Alexanders Solzénitsyns, „Dagur í lífi ívans Denissovitsj" á valdatímum Khrúsjtsjovs, og lýkur með brottvísun Solzénitsyns úr landi árið 1974. Á þessu tíma- bili verður einnig tilurð Samis- dat og frekari þróun hennar, og þar með sá klofningur innan bókmenntanna, sem skiptir þeim í „löglegar" og „ólöglegar" bókmenntir og verður báðum tegundum til framdráttar, af því að samkeppnin skapar viss- an þrýsting og eykur þar með gæðin. Sú „vogun“, sem hinar „ólöglegu" bókmenntir sýna í verki, koma einnig hinum „lög- legu“ til góða, því þær mega og verða líka að gerast djarfyrtari til þess að falla ekki algjörlega í skugga hinna fyrrnefndu. ★ Brotthvarf rithöfunda frá Sov- étríkjunum; það hefst árið 1974 með brottvísun Alexanders Sol- zénitsyns úr landi og heldur enn áfram, þótt það sé núorðið í mjög litlum mæli og leiddi til stofnunar Tamisdai, það er að segja þeirra bókmennta, sem samdar eru og gefnar út á rússnesku í útlegð. Eftir flókn- um leiðum komast þessar bókmenntir aftur inn í Ráð- stjórnarríkin og eru að minnsta kosti bókmenntasinnuðum minnihluta Sovétmanna ekki með öllu ókunnar, að því er ætla má. Ólíkur bakgrunnur en gagnkvæm tengsl Þannig er staða málanna, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Þeir eru svo sem nógu margir jafnt innan landamæra Sovétrikj- Hinn mikilhæfi rithöfundur Júrij Trifonov var með verkum sínum sagður ófrægja föðurland sitt. Hann tók sér þetta mjög nærri og barðist fram til hins síðasta gegn þessum aðdróttunum sovézkra yfirvalda. Hásri röddu fluttu Ijóðskáldin kvæði sín á fjöldasamkomum: Évgenij Évtúsénko, sem á sínum tíma hreif hvað mest sovézkt æskufólk. — INNRI — UNDIR NIÐRI — ÚTI — anna sem utanlands, sem ein- göngu líta á hinar „löglega" út- gefnu bókmenntir eða þá á hinn bóginn eingöngu á samisdat- og farretsdoí-bókmenntir sem hina einu réttu fulltrúa rússneskra nútímabókmennta. En það væri reyndar heldur einstrengingslegt sjónarhorn að skoða bókmenntir undir. Það sem er aðskilið nú á dögum af hugmyndafræðilegum andstæðum, verður á komandi tímum sameinað í gæðaflokknum rússneskar bókmenntir. Þar með værum við þá komin að spurningunni um framtíðina, en einnig að þeirri sannreynd, að þessar þrjár gerðir bókmennta standa vissulega ekki aldeilis að- skildar í dauðhreinsuðum hólfum, innan afmarkana hver við hlið annarrar, heldur hafa bein áhrif hver á aðra, leitast við að full- komna hver aðra, og það sem sömuleiðis er mikilsvert, andmæla hver annarri og draga gildi hver annarrar í efa, því aðeins þannig er unnt að koma á nokkurri lag- færingu sem leiðréttingu en ekki sem uppljóstrun. Hvað er þá hægt að segja varð- andi þessi þrjú tímabil, þessa þrjá þætti? Fyrst um sinn þetta: Þrátt fyrir nokkur athyglisverð verk, sem gefin hafa verið út, hafa „þíð- viðrisbókmenntirnar" sjálfar ekki leitt fram í dagsljósið nein meist- araverk einstakra höfunda, en hins vegar hefur þeim tekizt að skapa það tilreiðandi andrúmsloft, sem allt hið síðara átti svo eftir að þróast upp úr. Þetta verður að segjast, þrátt fyrir bókmenntaverk á borð við „Doktor Sjívagó" eftir Boris Past- ernak, „Maðurinn lifir ekki af brauði einu saman" eftir Vladimir Dudintsév, „Útnefningin" eftir Al- exander Bek, Æviminningar í sex bindum eftir Konstantin Paust- ovskíj, smásögur Júríjs Kasakovs, svo og nokkur hluti prósaverka Tendrjakovs, með ýmis félagsleg vandamál að grunntóni, og ekki má þá að lokum heldur gleyma hneykslunarhellunum tveimur, árbókunum „Hin bókmenntasinn- aða Moskva" og „Bókarblöð frá Tarussa". Sú hrifning, sem munnræpu- skáldsagan „Þiðviðri" eftir Ilja Ehrenburg vakti á sínum tíma, verður hins vegar með öllu óskilj- anleg. Fjórða kynslóðin Á árunum eftir 1956 voru sov- ézkir lesendur beinlínis búnir und- ir mögulegar, já, jafnvel æskilegar stjórnarfarslegar og þjóðfé- lagslegar endurbætur og breyt- ingar; ríkastan þátt í slíkum und- irbúningi áttu óhemju fjörleg orða- og skoðanaskipti á ritvellin- um, sem tugir sovézkra tímarita í feiknaháum upplögum stóðu að. Þetta var einkar eftirtektarvert, þegar af þeirri ástæðu einni sam- an, að þar með hafði ný kynslóð rithöfunda fengið orðið, og von bráðar áttu þessir ungu höfundar öruggt innhlaup hjá eigin tíma- riti, þ.e.a.s. „Æskunni" („Junost“) undir ritstjórn Valentíns Katajévs. Þetta tímarit gaf sem sagt heilu hópunum af ungum skríbentum frjálsar hendur við að skrifa sér til frægðar og frama eða — ef svo bar undir — einnig tækifæri til þess að skrifa sig algjörlega út úr húsi hjá öllum bókmenntasinnuð- um lesendum með innantómu orðagjálfri. Hugtakið „fjórða kynslóðin" segir lesendum á Vesturlöndum alls ekki neitt, enda þótt það hafi einmitt verið eitt helzta vígorðið og stóra trompið í Sovétríkjunum á þíðu-árunum. Fjórða kynslóðin, þetta var kynslóð sakleysisins, hreinleikans, kynslóð hinnar góðu, óbrengluðu samvizku. Það var þessi skilningur, sem upphafs- maður þess, bókmenntagagnrýn- andinn Felix Kusnetsov, vildi láta leggja í hugtakið, en hann taldist, þrátt fyrir yfirlýsta andúð sína, í þá daga þó fremur hlynntur hin- um ungu, upprennandi skáldum, en þó alveg sérstaklega hið eigin- lega bókmenntalega átrúnaðargoð hinnar „leitandi" ungu skálda- kynslóðar, Lév Anninskíj. Til fjórðu kynslóðarinnar töldust, og þá miðað við byltinguna, þeir sem fæddust á árunum milli 1930 og 1940, og höfðu verið of ungir til að eiga nokkra sök á glæpaverkum fortíðarinnar; þeir sem höfðu — eins og þeim jú hafði verið kennt — skoðað ósigur Hitlers sem per- sónulegan sigur hins „mikla“ og „góðgjarna“ Stalíns en ekki sem sigurhrós hins betri málstaðar, og komust svo árið 1956 að raun um, að villt hafði verið um fyrir þeim níeð ógnvekjandi fölsun sögulegra staðreynda. Afleiðingarnar af þessu létu ekki á sér standa í bókmenntunum. Nýjar vonir sovézkrar æsku Uppljóstrunum um glæpaverk og gerræði Stalínstímabilsins gegn þjóðum Sovétríkjanna var af hálfu rússneskrar æsku fagnað ákaflega með reglulegri ljóðahátíð í fyrstu, en fögnuðurinn hélt svo áfram í öðrum myndum og stóð muijif. i < ðt.J.r.i.uúM. :iii< ,l.t , r.i Joi ^ jj.i i s. iid 5<c i -J* * '®#J. ii<t iiiie lij i l.li il rtiuiíi imoia itilmi; 'tLí ‘ ij|ii 5> 5v íiiltJ <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.