Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 40
BÍLLINN BlLASALA SlMt 79944 SMIÐJUVEGI4 KÓRAVOGI ^Aliglýsinga- síminn er 2 24 80 LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1983 Viðræðum við Alusuisse-menn lauk án niðurstöðu: Vilja miða orkuverð við heimsmarkaðsverð — en íslendingar vilja tafarlausa og skilyrðislausa hækkun VIÐRÆÐUM við fulltrúa Alusuisse lauk laust fyrir kl. 19 í gærkvöldi án þess ad samningar næðust. Næsti fundur hefur verið boðaður í lok ágústm- ánaðar og sagði Jóhannes Nordal formaður íslenzku sendinefndarinnar í lok fundarins að hann væri vongóður um að samningar næðust á þeim fundi. Samkvæmt heimildum Mbl. strönduðu samningaviðræðurnar á ágreiningi um raforkuverðs- hækkunina. Svisslendingarnir munu hafa nálgazt kröfur Islend- inga um hækkun, en borið fram kröfur um að raforkuverðið yrði hækkað í áföngum og verðið háð stöðu álmarkaðar í heiminum hverju sinni. íslendingar töldu slíkt fráleitt og vildu skilyrðis- lausa hækkun. í lok fundarins sögðu umræðu- aðilar viðræður hafa verið gagn- legar og lýstu sig vongóða um að samkomulag næðist á næsta fundi sem ákveðinn hefur verið upp úr miðjum ágústmánuði að sögn Jó- hannesar Nordal. Jóhannes sagði viðræðurnar hafa gengið út á að leysa deilumál á einfaldari hátt, þau sem ákveðið hefði verið að færu fyrir gerðardóm. Megin- áherzla hefði verið lögð á raforku- verðshækkunina, þá lægi fyrir vilji ríkisstjórnarinnar um að ál- verið verði stækkað. Einnig hafa Alusuisse-menn óskað eftir nýjum eignaraðila að ÍSAL. Samkvæmt heimildum Mbl. munu tölur í viðræðunum varð- andi raforkuverðshækkunina, þeg- ar upp úr viðræðum slitnaði í gær, hafa verið á bilinu 9—12 mills, en núverandi raforkuverð er 6,45 mills. Svisslendingarnir munu hafa boðið rúmlega 9 mills, en krafizt um leið að verðið yrði háð heimsmarkaðsverði á áli, sem ís- lendingar sögðu ekki koma til greina. Þeir héldu í mót fram ákveðnum kröfum um sem mesta hækkun nú þegar. Varðandi stækkun, nýjan eign- araðila og að ágreiningsmál verði dregin úr gerðardómum er niður- staða aðila sú, að þessi atriði komi ekki til frekari umræðna né af- greiðslu ein sér. „Þetta er allt einn pakki,“ sagði dr. Paul Múller og í sama streng tók Jóhannes Nordal. Samkvæmt því sem Mbl. kemst næst er fullt samkomulag um að draga áreiningsefni úr gerðar- dómum, ef samkomulag næst um deilumálin í heild. Hluti ágrein- ingsefnanna hefur þegar verið dómtekinn fyrir alþjóðlegum gerðardómi í Bandaríkjunum. Að sögn Jóhannesar Nordal verður það látið hafa sinn gang fram að fundinum í ágústmánuði nk. Morgunblaðið/RAX. Ólafur Skúlason á Laxalóni meó einn af hvítingjalöxunum sem ræktaðir eru á Laxalóni. Sjaldséðir hvítir laxar í fiskeldistöðinni á Laxalóni í Reykjavík eru ræktaðir hvítir laxar, svokallaðir hvítingjar (albínóar). Laxalónsbændur fengu fyrir tilvilj- un um 400 laxaseiði með þessum erfðagalla fyrir tveimur árum. Þeir halda þessum löxum sér í eldistjörn og ætla að láta þá tímgast innbyrðis og reyna að rækta upp hvítingja- laxastofn. Hvítingjar eru þekktir meðal manna og ýmissa dýra og jurta. Þar á meðal eru margar fuglateg- undir og alþekkt er orðatiltækið „sjaldséðir hvítir hrafnar". Morg- unblaðið hefur meðal annars haft spurnir af hvítum svartfuglum, hvítum krækiberjum og hvítu blágresi. Frétt Morgunblaðsins síðastliðinn þriðjudag um hvíta æðarfugla sem fundust í fyrra á Ströndum hefur vakið mikla at- hygli og hefur fjöldi fólks haft samband við blaðið til að segja frá ýmsu hvítu, sem það hefur séð eða heyrt um. Eru hvítingjar í dýra- og jurtaríki því algengari en talið varí fyrstu. Sjá nánar á miðopnu blaðsins í dag. Faxaflói: Kolaveiðar í drag- nót ganga mjög vel Ljósm.Mbl. Kristján Einarsson. Viðræðuaðilar virtust kampakátir, þó samningar næðust ekki í gær, en þeir sögðust vongóðir um að niðurstaða fengist á næsta fundi í lok ágústmánaðar. Lengst til vinstri á myndinni er Garðar Ingvarsson, þá Jóhannes Nordal formaður íslensku nefndarinnar, Dieter Ernst, Gunnar G. Schram og Paul Miiller lengst til hægri. KOLAVEIÐAR í dragnót hófust þann 15. þessa mánaðar og hafa þær gengið vel. Aflahæsti báturinn hafði fengið rúmlega 40 lestir í fyrstu 5 * Dr. Paul Miiller um nýjan eignaraðila í ISAL: Rætt við aðila í Noregi, Japan og Bandaríkjunum „VIÐ höfum rætt við marga mögulega eignaraðila, en ekki gert nein tilboð. Við bíðum með það þangað til við höfum náð samkomulagi,“ sagði dr. Paul Miiller, er Mbl. spurði hann í lok viðræðufunda í gær, hvort Alusuisse hefði athugað mögu- leika á að fá þriðja aðila inn í ÍSAL. Nánar aðspurður um hverjir þessir aðilar væru, sagði dr. Mtiller: „Við höfum rætt við aðila í Noregi, Japan og Banda- ríkjunum.“ Eitt af því sem komið hefur fram í álviðræðunum er stækkun álversins við Straumsvík og að nýr eignar- aðili komi inn í ÍSAL. Núver- andi ríkisstjórn hefur lýst áhuga á stækkuninni og Alu- suisse-menn hafa þegar leitað hófanna hvað varðar nýjan eignaraðila, eins og fram kem- ur í svörum dr. Möller hér að ofan. Jóhannes Nordal var spurður í lok fundarins í gær, hvort Alusuisse-menn hefðu nefnt hugsanlega nýja eignar- aðila á fundunum. Hann sagði svo ekki vera og bætti við að samkvæmt samningum milli stjórnvalda og Alusuisse hefðu íslendingar ákvörðun- arrétt hvað varðaði nýjan eignaraðila. róðninum og er kolinn jafn og góó- ur. Að sögn ólafs Björnssonar, út- gerðarmanns í Keflavík, hefur einn bátanna, Baldur KE 97, feng- ið frá 6 lestum uppi 18,5 í dags- róðrum og er það mjög gott. Sagði Ólafur, að í fyrsta túrnum hefði verið of mikið af þorski í aflanum, en síðan hefði það lagazt og væri hann nú undir leyfilegu hámarki. Miðað væri við að hluti þorsks og ýsu í aflanum færi ekki upp fyrir 15% í viku hverri. Vildi hann fá því breytt og ennfremur skildi hann ekki hvers vegna ýsa þyrfti að vera bannfiskur, því hvergi væru hömlur á ýsuveiðum nema á dragnótinni. Það væri sennilega fyrir sportveiðimennina. ólafur sagði ennfremur, að lík- lega væri Baldur efstur eftir fyrstu vikuna með um 45 lestir. Veður hefði ekki hamlað veiðum að ráði og hefði Baldur verið einn túr fyrir norðan Hraun og síðan í Garðssjónum. Hinir hefðu verið með þokkalegan afla líka. Kolinn væri ekki mjög stór, en jafn og þokkalegur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.