Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1983
29
hans kynslóð þá hafði hann alist
upp og lifað við kröpp kjör og allt
að því fátækt, en aldrei var að
heyra á honum að honum þætti
það miður. Hann tók lífinu með
rósemd og var ekki að æðrast yfir
hlutunum. Honum varð oft að
orði, er menn voru að bölsótast
yfir að komast ekki eitthvert eða
að geta ekki framkvæmt hluti:
„kóngur vill sigla, en byr hlýtur að
ráða“. Ég tel að þetta lýsi honum
og lífsspeki hans meira en mörg
orð.
Það sem mér fannst einkenna
afa minn mest var þó umburðar-
lyndi hans og manngæska. Aldrei
mælti hann styggðaryrði til okkar
krakkanna þó við ólátuðumst.
Ekki heyrði ég hann tala illa um
nokkurn mann eða yfirleitt kvarta
yfir neinu. Öllu var tekið með
jafnaðargeði. Annað sem áberandi
var í fari hans var eljusemi hans
og vinnugleði. Honum féll aldrei
verk úr hendi. Hann var vanur að
segja að vinnan göfgaði manninn
og vann sjálfur langt fram á ní-
ræðisaldur eða svo lengi sem
heilsan entist.
Þá var barngæska hans alveg
einstök, enda hændust langafa-
börnin að honum eins og verið
hafði með afabörnin. Ég minnist
þess að nokkrum vikum fyrir and-
látið, er hann var orðinn allsjúk-
ur, að sonur minn 11 ára heimsótti
afa sinn áður en haldið skyldi til
sumarbúðadvalar erlendis, þá
bráði sem snöggvast af gamla
manninum og hann bað um veski
sitt og stakk smápeningaupphæð
að unga manninum með þeim orð-
um að menn þyrftu að eiga fyrir
brauðmolum er haldið skyldi á
erlenda grund.
Það er sjónarsviptir að mönnum
eins og Guðmundi Halldórssyni.
Hann er horfinn okkur nú, en ekki
gleymdur. Ég, eiginkona mín og 2
langafastrákar kveðjum hann með
söknuði, en erum jafnframt þakk-
lát fyrir að hafa fengið að vera
samvistum við hann svo lengi.
Blessuð sé minning hans.
GHG
í dag verður til moldar borinn
frá ísafjarðarkirkju afi minn
Guðmundur Halldórsson, fæddur
6. apríl 1891, dáinn 15. júlí 1983.
Mér er enn í fersku minni þegar
afi á ísafirði kom í heimsókn til
okkar í Keflavik, hve stolt ég
leiddi hann um götur bæjarins.
Hann var hár, herðabreiður með
arnarnef, gekk við staf og hafði
yfirvaraskegg. hann bar yfirleitt
derhúfu eða hatt.
Yfir skeggi afa var viss ævin-
týraljómi, þvi á bak við það bar
hann ör, sem hann hafði fengið
ungur í viðureign við ótaminn
fola. Þegar ég var lítil reykti afi
meira að segja stundum forláta
pípu. Þetta gerði afa að útlitinu til
að „ekta afa“ í mínum augum, en
hlýtt viðmót og þá athygli sem
barnssálin þarf, hafði afi líka.
Aldrei man ég eftir honum i vondu
skapi eða sem úrillu eða tautandi
gamalmenni.
Afi bjó einn allar götur siðan
amma dó árið 1945, þar til fyrir
rúmum 2 árum að hann fluttist að
Hrafnistu í Reykjavík. Fyrst bjó
hann að Sólgötu 8, ísafirði, en svo
frá 1973 í Keflavík að Hólabraut 6.
Afi vildi umfram allt sjá um sig
sjálfur og dáðist ég oft að sjálfs-
bjargarviðleitni hans. Hann átti
til að baka klatta og jólakökur eft-
ir að hann fluttist til Keflavíkur,
þá kominn á níræðisaldur. Ég veit,
að ekki hafa margir fengið upp-
skriftir af kökum eða kjötsúpu hjá
afa sínum, en það fékk ég.
Alltaf tók hann á móti okkur
með bros á vör og í góðu skapi og
fyrir aðeins rúmri viku brosti
hann sínu eftirminnilega brosi til
yngstu prinsessunnar sinnar í
Keflavík, því við hétum alltaf
drottningar og prinsessur, en í
mínum augum verður hann sjálf-
ur alltaf höfðingi.
Minnisstætt er mér þegar ég
lærði lönguvitleysu hjá honum og
vísurnar hans, en hann kunni
ógrynni af vísum, sem ég veit að
margar hafa ekki komið út á
prenti. Kominn yfir nírætt kenndi
svo afi dætrum mínum þessar
sömu vísur og margur lítill lófinn
hefur hvílt í höfðingjahendi hans
og fengið strokuna um fagran fisk
í sjó. Það er sérstakt hvað afi var
þolinmóður við börn kominn á
þennan háa aldur. Alltaf reyndi
hann að gleðja barnssálina og þó
hnén væru farin að gefa sig gekk
hann alltaf í púltið sitt til að ná í
sælgætismola.
Við að umgangast afa lærðist
mér að taka verður mótlætinu í
þessum heimi með trú, von og
kærleika, eins og honum tókst svo
vel, og verð ég honum ævinlega
þakklát fyrir það.
Blessuð sé minning afa míns.
Helga Margrét
Aldnir og góðir ísfirðingar
hverfa af sjónarsviðinu með árun-
um. Þannig er gangur lífsins. Mik-
ill öðlingur er horfinn á braut til
æðra lífs.
Guðmund Halldórsson sá ég
fyrst á fiskreitum vestur á ísa-
firði. Þá var ég ungur snáði, en
hann á besta aldri: þrekmenni,
sem ég leit upp til, því hann og
félagi hans gátu borið svo feiki-
lega þungar saltfiskbörur allan
liðlangan daginn, þegar þurrkur
var og góðviðri.
Guðmundur verður mér ætíð
minnisstæður. Seinna kynntist ég
honum betur, því vinskapur var
milli mín og sona hans, einkum
Guðmundar L.Þ. Þá vináttu bar
aldrei skugga á, heldur jókst hún
með árunum.
Guðmundur var mikill eljumað-
ur, sem þurfti að vinna hörðum
höndum lengi vel. Nú á dögum
þýddi lítið að bjóða mönnum þá
vinnu, sem hann afkastaði til 86
ára aldurs, en eftir það leyfði
heilsan ekki frekari störf.
Strembin sjómennska, vökur og
vosbúð, sem fylgdi þeirri vinnu á
þeim tímum, var hlutskipti sjó-
manna; þá vinnu þoldu einungis
þeir hraustustu. I þeirra hópi var
Guðmundur.
Þegar harðnaði i ári og atvinnu-
leysið knúði á dyr, fór hann stað
úr stað, til þess að afla tekna og
færa heimilinu björg í bú. Síðar á
lífsleiðinni gerðist hann fiskmats-
maður á (safirði og fór mjög gott
orð af honum sem slíkum.
9. apríl 1917 var mikill ham-
ingjudagur í lífi hans, þá kvæntist
hann Guðbjörgu Margréti. Bjuggu
þau saman í farsælu hjónabandi i
28 ár, eða þar til hún lést skyndi-
lega á besta aldri og varð öllum
harmdauði.
Hæglátur maður bar harm sinn
vel og trú hans á Guð bjargaði
miklu. Guðmundur lagði nú harð-
ar að sér til þess að sjá sér og
sínum farborða og tókst það vel.
Guðmundur Halldórsson var dag-
farsprúður og hlýr í viðmóti, svo
eftir var tekið. Meðfædd snyrti-
mennska var honum í blóð borin.
Mannkosti hans hafa börnin erft i
ríkum mæli.
Á Hrafnistu i Reykjavik dvaldi
Guðmundur í hárri elli tvö siðustu
æviárin. Þegar ég fluttist suður sl.
haust, vandi ég gjarnan komur
mínar til hans, því hann var bæði
fróður og sagði skemmtilega frá.
Sameiginlegt áhugamál okkar
beggja var saga og mannlíf ísa-
fjarðar, þá sögu athafna og upp-
byggingar kunni hann utan að
marga áratugi aftur í tímann. Ég
lifði mig inn i atburðarásina með
honum. Það voru miklar gleði-
stundir. Þá fann ég vel, hve óskap-
lega vænt honum þótti um bæinn
okkar.
Nú hafa orðið þáttaskil.
Guðmundur skildi gildi vinátt-
unnar og fannst mér kærleikur og
trúnaðartraust vera hans aðals-
merki.
„Kveikt er ljós við ljós
burt er sortans svið
angar rós við rós
opnast himins hlið.“
Innilegar samúðarkveðjur send-
um við Denna, börnum hans og
öðrum ástvinum. Á ísafirði í fað-
mi fjalla blárra — verður Guð-
mundur lagður til hinstu hvíldar.
Fari minn góði vinur vel og frið-
ur Guðs blessi hann.
Sveinn Elíasson
( dag snýr hann endanlega
heim. Ferðin tók hann rúmlega 92
ár, þaðan sem vaggan stóð undir
vestfirskum fjöllum i ljósi hins
fyrsta morguns, og þangað sem
skuggar þverrandi daga biðu hans
eins og allra hinna, sem eru þegar
farnir. Lögmálið er, að verða að
fara, hversu sem gaman er að lifa.
Hann hafði gaman af að lifa, alla
stund.
Guðmundur Halldórsson fædd-
ist á Eyri við (safjarðardjúp. For-
eldrar hans hétu Þórdís Guð-
mundsdóttir og Halldór Sigurðs-
son. Þeim hjónum varð 8 barna
auðið. Hann var alinn upp frá
þriggja ára aldri hjá frænda sín-
um Jóhanni Guðmundssyni og
konu hans Guðfinnu Sigurðardótt-
ur á ísafirði, en þau fluttu til Bol-
ungarvíkur árið 1895, síðar að
Engidal í Skutulsfirði, og loks að
Seljalandi. Þessi uppeldissonur
varð með glæsilegri mönnum á
vöxt þegar hann tók að fást við að
lifa ungur maður, bjartleitur og
glaður á yfirbragð. Han í var það
alla ævi.
Árið 1917 giftist Gaðmundur
fallegri stúlku, Guðbjörgu Mar-
gréti Friðriksdóttur frá Dverga-
steini í Álftafirði. Ung hjón flutt-
ust þau til ísafjarða.-, þar sem
Guðmundur átti heima lengst af
síðan, og stundaði fiskmat, fisk-
vinnslu, húsasmíði, og nánast allt
sem til féll, því hann var eftirsótt-
ur verkmaður hvar sem hann kom,
tryggur og traustur. Honum entist
löng ævi til að vinna sér og sínum,
enda verkhygginn og vinnufús að
eðlisfari.
Guðmundur og Guðbjörg eign-
uðust 6 börn. Tvö þeirra dóu ung.
Þau sem upp komust eru: Friðrik,
starfsmaður hjá Rafveitu Reykja-
víkur, kvæntur Sigríði Sigurðar-
dóttur, Guðmundur L.Þ., tré-
smíðameistari hjá Trésmiðjunni
Víði, kvæntur Guðrúnu Þórðar-
dóttur, Salóme, gefin Guðmundi
Ingólfssyni forstjóra í Keflavík.
Guðmundur byggði í félagi við
börn sín ung vandað íbúðarhús við
Sólgötu 8 á ísafirði. Þetta var að-
laðandi heimili fyrir frjálslegt,
bjartsýnt og glæsilegt fólk, sem
framtíðin beið með opinn faðm-
inn. En skugga bar á, þegar móðir-
in féll skyndilega frá árið 1945,
enn á besta aldri. Og sár bóndans
og fjölskyldunnar greru ekki
strax. Bjó Guðmundur um hríð í
húsi sinu með börnum sínum, þar
til þau fluttu burt. Eftir það var
hann þar einn enn í mörg ár.
Árið 1973 fluttist Guðmundur
til yngstu dóttur sinnar i Keflavík,
hafði og vist með öðrum börnum
sínum í Reykjavík. Hann keypti þó
fljótlega snotra einstaklingsibúð i
Keflavík og bjó þar, þar til fyrir
rúmum tveim árum, að hann vist-
aðist á Hrafnistu.
Höfðinglegt fas Guðmundar,
samfara björtu og hýru yfir-
bragði, aflaði honum vina hvar
sem hann fór, átti þá óefað marga
í heimabyggðinni, lsafirði, eftir að
hafa lifað þar meginpart ævinnar,
einnig í Keflavík, og seinast á
Hrafnistu, þar sem hann naut að
lokum hlýju kvöldgolunnar, eins
og ljóss hins fyrsta morguns. Allt
þetta fólk saknar hans og þakkar
vináttuna.
Hann verður borinn til grafar á
(safirði i dag.
Valtýr Guðjónsson
þar sem vinátta okkar þróaðist
enn, og í gegnum tíðina bar ekki
skugga á.
Áslaug var fædd á (safirði 29.
ágúst 1937 dóttir hjónanna Ást-
rúnar Þórðardóttur og Þorleifs
Örnólfssonar. Hún var þriðja í
röðinni af fimm systkinum. Eftir
að hún fór út úr foreldrahúsum og
giftist eftirlifandi eiginmanni sín-
um, Kjartani Brynjólfssyni, stofn-
uðu þau heimili sitt á Isafirði. Á
(safirði átti hún sínar rætur og
þar vildi hún vera. Hún bar í
brjósti órjúfandi tryggð til átt-
haga sinna eins og til alls sem hún
tók tryggð við, og átti það ekki síst
við þá sem minna máttu sín. Hún
starfaði um árabil í Kvenfélaginu
Hlíf á (safirði og þar var hún dug-
andi starfskraftur. Oft heyrði ég
hana tala um þá ánægju sem hún
hafði af starfi í þágu aldraðra,
sem þær félagskonur hafa jafnan
staðið að, enda voru málefni aldr-
aðra henni hugleikinn.
Áslaug og Daddi áttu myndar-
legt heimili sem bar húsmóður
gott vitni. Þar átti fjölskylda
þeirra og vinir margar ánægju-
stundir og var Áslaug þar hrókur
alls fagnaðar. Þar var gott að
dvelja, þar ríkti hin sanna ís-
lenska gestrisni.
Þau hjón áttu fjögur börn. Bald-
ur, sem búinn er að stofna sitt
eigið heimili með Kristrúnu Erl-
ingsdóttur, og eiga þau einn son;
Kjartan, sem var augasteinn
ömmu og afa. Hjörtur Geir, Sól-
veig og Sigríður Ástrún eru enn í
foreldrahúsum.
Það eiga margir um sárt að
binda og sárt er saknað, öldruð
móðir lifir dóttur sína. Hún býr á
,)nubnöÍJ5'<fl >,} <ij cenb'gj)
nýstofnuðu dvalarheimili aldraðra
á ísafirði. Þær mæðgur voru mjög
samrýndar og hafði hún löngum
dvalið á heimili dóttur sinnar eftir
að hún varð ekkja.
Ég bið algóðan guð að vera og
gefa þeim styrk á þessum erfiðu
tímum.
Brynja.
„Sárt er mér í sinni.
Sakna ég þín, vinur.
Minnist þeirra mörgu
mætu gleðistunda,
sem við saman dvöldum.
Sólu fegur skína
allar þær og eiga
innsta stað í hjarta."
J.GA
Þessi tregafullu orð skáldsins,
er hann minnist látins, ungs vin-
ar, leita á hugann þá við fylgjum
æskuvinkonu okkar, Áslaugu
Þorleifsdóttur, til hinstu hvílu.
Því svo sannarlega er okkur sárt í
sinni og söknuður ríkir, er við
minnumst allra þeirra mörgu
gleðistunda, ekki síst á unglings-
og æskuárum, sem við áttum með
Áslaugu. En nú er hún horfin og
það svo skyndilega, að við höfum
ekki fyllilega áttað okkur á því að
hláturinn hennar er þagnaður.
Það er komið skarð í vinkvenna-
hópinn. Og þó að minningin um
góðan vin sefi söknuðinn er fram
líða stundir, verður það ekki fyllt.
Áslaug, sem fæddist 29. ágúst
1937, var dóttir þeirra hjóna Ást-
rúnar Þórðardóttur og Þorleifs
Örnólfssonar. Hún var borin og
bamfæddur Isfirðingur, næst elst
fjögurra systkina, en auk þess átti
flt Ji t S 4 , i t >• . JÚ'l f . (l t i I it i .
hún eina eldri hálfsystur. Hér stóð
því vagga hennar, leikvöllur,
bernskunnar, starfsvettvangur og
hér batt hún þau bönd, sem gerðu
hana að eiginkonu og móður. Og
eins og á öðrum sviðum þar sem
hún batt bönd vináttu og tryggð-
ar, þótti henni vænt um bæinn
sinn og undi sér vel undir bröttum
hlíðum.
Faðir Áslaugar er látinn fyrir
mörgum árum, en öldruð móðir,
sem býr á dvalarheimilinu Hlíf,
sér nú á eftir góðri dóttur, en með
þeim voru ætíð miklir kærleikar.
Hinn 18. nóvember 1961 giftist
Áslaug eftirlifandi eiginmanni
sínum, Kjartani Brynjólfssyni,
matsveini á b/v Júlíusi Geir-
mundssyni. Þau eignuðust fjögur
börn. Elstur er Baldur, sem farinn
er úr föðurgarði og hefur stofnað
eigið heimili á ísafirði, þá Hjört-
ur, Sólveig og Sigríður Ástrún,
sem er yngst.
Þau Áslaug og Daddi, eins og
þau voru æfinlega kölluð, hafa um
árabil búið að Tangagötu 26. Hús-
ið, sem var gamalt, hafa þau í
gegnum árin verið að endurbæta,
stækka og breyta. Það var þeirra
griðastaður og þangað var gott að
koma.
Eftir að skólagöngu lauk vann
Áslaug mest við verzlunarstörf,
m.a. hjá Gamla bakaríinu og í
fjölda ára vann hún hjá Leós-
bræðrum í skóverzlun Leós. Þar
sem annars staðar rækti hún störf
sin af kostgæfni og samviskusemi.
Hún var góður starfsfélagi og átti
auðvelt með að laða að sér fólk.
Áslaug starfaði mikið í kvenfé-
laginu Hlíf og sat i stjórn þess. Á
hinum árlegu Hlífarsamsætum,
i lU/i.i i;tí . uli í11.: r,ciiiJJa
sem haldin eru fyrir aldrað fólk í
bænum, lét hún mikið til sin taka,
enda var umhyggja hennar fyrir
öldruðu fólki einstök. Hún var
næm fyrir mannlegum þörfum og
af fölskvalausri einlægni og óeig-
ingirni var hún ávallt reiðubúin að
rétta fram hendi þar sem hjálpar
var þurfi. Og fyrir það uppskar
hún ríkulegt þakklæti fjöldans,
sem í dag minnist hennar með
söknuði.
Það duldist engum, sem kynni
hafði af Áslaugu, að hún var vinur
vina sinna. Hún var ákveðin í
skoðunum og sagði meiningu sína
hispurslaust ef henni sýndist svo,
einörð, en gekk ekki viljandi á hlut
nokkurs manns. Glaðlyndi auð-
veldaði henni mannleg samskipti
og mótlæti bar hún með æðru-
leysi.
Hið skyndilega fráfall Áslaugar
Þorleifsdóttur kom sem reiðar-
slag. Að morgni þess 13. þ.m.
fylgdi hún tengdamóður sinni á
flugvöllinn. Þar kenndi hún sér
meins svo leið hennar af vellinum
lá til sjúkrahússins, hvar hún var
lögð inn. Áður en dagur var að
kveldi kominn hafði hinn slyngi
sláttumaður lokið ætlunarverki
sínu. Eiginmaðurinn og báðir syn-
irnir voru við skyldustörf á haf-
inu. Það hafði tekist að koma boð-
um til Dadda um að hún hefði
veikst, en þá fyrst er skip hans
kom til hafnar síðla kvölds, var
honum ljóst hver endalokin voru.
Þegar við lítum til baka og
minnumst ákveðni hennar og at-
orku, vilja til að drifa hlutina af
og vera ekki með neitt hangs, má
kannski álykta að það hefði ekki
verið að hennar skapi að verða
dæmd til aðgerða- og afskiptaleys-
is. En hvað sem líður vangaveltum
þar um, verða örlögin ekki um-
flúin. Og standandi ráðþrota
frammi fyrir spurningum eins og
hvers vegna? getum við ekki ann-
að en lagt velferð okkár í hendur
þess, sem öllu ræður og stjórnar.
Þegar við nú göngum síðasta
spölinn með elsku vinkonu okkar,
gætum við vissulega rifjað upp
margar og ánægjulegar minn-
ingar. En þar sem engin orð fá
komið í stað „þeirra mörgu mætu
gleðistunda, sem við saman dvöld-
um“ kjósum við að eiga þar
„innsta stað í hjarta“. Og þá gjöf
hennar okkur til handa munum
við varðveita þar til leiðir liggja
saman á ný.
Elsku Daddi. Við finnum til
vanmáttar i að tjá hug okkar til
þín og barnanna. En megi það
vera huggun þín og þeirra og aldr-
aðri móður, að þeir verða að missa
mikið, sem mikið hafa átt, því
vissulega áttir þú mikið að eiga
Áslaugu fyrir eiginkonu og börnin
hana sem móður. Guð blessi ykkur
öllum minninguna og gefi ykkur
þann innri frið, sem við öll þurfum
á að halda er á reynir. Megi svo
sproti hans og stafur hugga ykkur
öll, að jafnvel þótt ykkur finnist
þið nú fara um dimman dal, þá
veri minningin um hana það ljós,
sem megnar að lýsa ykkur um
ókomna tíð.
Við sendum systkinum hinnar
látnu og öðrum ættingjum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Áslaugar
Þorleifsdóttur.
Didda, Lára og Sæa
og fjölskyldur.