Morgunblaðið - 23.07.1983, Page 31
ritað langt mál — þó ekki verði
það gert hér — slíkur „sjarmi" var
yfir þeim þó ólík væru, enda
óskyld.
Það var stormasamt í íslenskum
stjórnmálum þann tíma sem ég
var á Þrasastöðum. Á heimilinu
var hvorki talað um erfiðleika
nágrannanna né annarra hagi yf-
irleitt, en þeim mun meira um
stjórnmál. Jóhann Guðmundsson
var mikill félagsmálamaður,
oddviti hreppsins og átti sæti í
ýmsum nefndum, það fór ekki
milli mála að hann var framsókn-
armaður. Hvort sem lesendum
þessara lína líkar það betur eða
verr, var svo komið 1930, að fram-
sóknarfólk var á hverjum einasta
bæ í Stiflu, að einum undantekn-
um, ég er ekki frá því að áhrifa
Jóhanns á hugi nágrannanna og
afskipti hans af félagsmálum
sveitarinnar hafi valdið þar
nokkru um.
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1983
31
Hjónaband Sigríðar og Jóhanns
var hið besta. Þau eignuðust á
Þrasastöðum fjögur börn, eru þau
talin hér í aldursröð: 1. Guðný
(Gyða), gift Sigurði Jónssyni, for-
stjóra Sjóvátryggingafélags ís-
lands, eiga þau tvo syni, Valtý og
Jóhann, búsett í Reykjavík. 2.
Ástrún, gift Birni Friðbjörnssyni,
eftirlitsmanni Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna, þau eiga þrjá
svni, Friðbjörn, Inga Garðar og
Asbjörn, búsett í Siglufirði. 3.
Margrét, gift Jóni F. Arnadal, um-
boðsm. Brunabótafélags íslands í
Hafnarfirði og eru þau búsett í
Hafnarfirði. Þau eiga tvo syni,
Hlyn og ívar. 4. Gísli, hann var
skrifstofustjóri Síldarútvegs-
nefndar, en lést af slysförum þann
24. júlí 1964. Hann var kvæntur
Guðrúnu Gunnarsdóttir frá Siglu-
firði, áttu þau þrjú börn, Gunnar,
Sigríði og Brynju. Guðrún er bú-
sett í Reykjavík.
Til Siglufjarðar fluttu þau Sig-
ríður og Jóhann árið 1935 eins og
áður segir. Þar fæddist þeim árið
1939 sonurinn Einar, hann var vél-
stjóri en lést ókvæntur 7. apríl
1974. Sonarmissirinn var þeim
reiðarslag og það sár greri aldrei,
þó þau bæru harm sinn í hljóði.
1935 fluttu þau hjón eins og fyrr
segir frá Þrasastöðum til Siglu-
fjarðar, þar sem Jóhann hóf versl-
unarstörf hjá Kjötbúð Siglufjarð-
ar. Án efa hefur það verið erfitt
fyrir Sigríði og Jóhann að taka
ákvörðun um að hætta búskap og
flytja af föðurleifð Jóhanns, en
þar höfðu forfeður hans búið frá
1760. Það sem mestu réði um
þessa ákvörðun var, að Jóhann
hafði ofnæmi fyrir heyverkun og
heygjöf, svo og það að hann fýsti
og þau hjón bæði að afla börnum
sínum menntunar. Létti það við-
skilnaðinn við Þrasastaði að vitað
var að þeir myndu áfram haldast í
ættinni. Hartmann bróðir hans og
kona hans hófu þar búskap er Jó-
hann flutti þaðan með fjölskyldu
sína.
Þegar Jóhann lét af störfum í
Kjötbúð Siglufjarðar eftir nokkur
ára störf þar, hóf hann störf við
Síldarverksmiðjur ríkisins, vann
hann þar meðan heilsan leyfði. Nú
þegar ég lít til baka og minnist
Jóhanns frá Þrasastöðum, minnist
ég þess hversu ríka áherslu hann
lagði á það að vinna öll störf þann-
ig af hendi að sómi væri að fyrir
þann er vann. Hann forðaðist
skuldir og gætti þess ætíð að sjá
vel fyrir fjölskyldu sinni.
Minningin um Þrasastaðahjón-
in, Sigríði Gísladóttur og Jóhann
Guðmundsson, er mér kær, ég
þakka þeim áratuga hugulsemi og
vináttu. Fjölskylda mín og ég
sendum dætrum þeirra, mökum og
börnum og öðrum ástvinum þeirra
samúðarkveðj ur.
Blessuð sé minning þeirra.
Jón Kjartansson.
SVAR MITT
eftir Billy Graham
Ráð í þjáningum
Eg hef verið veikur á þriðja ár. Eg er viss um, að Guð er að
refsa mér fyrir eitthvað. Eg hef beðið um fyrirgefningu. Samt
þjáist eg. Mér finnst að nú sé nóg komið.
Sjúkdómar eru hlutskipti mannsins. Job sagði:
„Maðurinn, af konu fæddur, lifir stutta stund og
mettast órósemi" (Job. 14,1). Flest fólk er einhvern
tíma veikt. En þó að maður eigi við eitthvað að
stríða, þarf það ekki að tákna, að Guð sé að refsa
honum fyrir eitthvað illt í lífi hans. Biblían segir:
„Margar eru raunir réttláts manns." Sumir helgustu
menn Guðs hafa þolað miklar þjáningar, en þeir
lærðu að taka hlutskipti sínu þannig, að það varð til
að efla þá.
Þegar plágan lagðist á Grikki til forna og helm-
ingur þjóðarinnar féll, sagði annálaritari: „Þeir, sem
höfðu veikzt af plágunni og náðu heilsu, auðsýndu
sjúku og deyjandi fólki mesta umhyggju."
Þjáningar kenna okkur, að við erum eitt með
mannkyninu.
„Stígið ofan á“ þjáningar yðar í stað þess að láta
þær kremja yður. Særðir hermenn eru ætíð beztu
þjónarnir, þegar um er að ræða þjónustu kærleik-
ans. Allt í kringum yður er fólk, sem er verr á sig
komið en þér. Hjálpið því á einhvern hátt, og þér
losnið sjálfir. Þér komizt að raun um, að yður veitist
kraftur til að bera yðar eigin byrðar. Þér hafið hugs-
að of mikið um þær. Hugsið meira um þjáninga-
bræður yðar og systur, og þér finnið, að órósemi
yðar dvínar.
OPIÐIDAG
J Bílasöludeildin.
V er oþm
y í dag frá kl. 1—5