Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1983 13 nútímabókmenntir Þýzki bókmenntafræöingurinn Helen von Ssachno skrifar þessa yfirlitsgrein um rússneskar nútímabókmenntir og reynir aö gera skil helztu straumum í bókmenntum austur þar, svo og kunn- ustu höfundum og verkum þeirra, sem í Sovétríkjunum eru ýmist talin til hinna svokölluöu löglegu eöa ólöglegu bókmennta. Þá gerir hún og nokkra grein fyrir þeim rússnesku bókmennt- um sem skrifaðar eru utan Sovétríkj- anna, en berast þó aftur til Rússlands eftir ýmsum leiöum. Síöari hluti. Með Alexander Solzénitsyn hófst nýtt og frjálslegra tíma- bil í rússneskum bókmenntum. árum saman. Það voru þúsundir æskufólks, sem þyrptust á ljóða- og söngvasamkomur við styttu Majakovskíjs og á öðrum minnis- verðum stöðum ljóðlistarinnar; í stærstu samkomusölum, sem und- ir venjulegum kringumstæðum voru fyrst og fremst ætlaðir til íþróttaiðkana og annarra fjölda- samkoma, fluttu ljóðskáldin nýj- ustu verk sín hásri röddu. Ljóð- skáld í hrifningarvímu — framar öllum Évgenij Evtúsjenko, átrúnað- argoð og eftirlæti allra rússneskra ungmenna á þessum árum — og áheyrendur í hrifningarvímu mættust í ljóðlistinni og fundu, að þeir voru ein heild, háð sömu ör- lögum, og héldu það eitt, að þeir væru frábrugðnir eldri kynslóð- inni, yrði nægilegt til þess að nýtt tímaskeið hæfist. Prósaverk komu í kjölfarið. Skáldsaga Vassilíjs Aksjónovs, „Farmiði til stjarnanna", þar sem unglingar á gelgjuskeiði eru aðal- persónurnar, náði svo miklum vinsældum, að ritari miðstjórnar kommúnistaflokksins, Leonid Ilj- itsjov, kallaði saman aukafund miðstjórnarinnar af eintómum áhyggjum. Þetta verk Aksjónovs var bein stríðsyfirlýsing gegn heimi hinna fullorðnu. Hinn óstýriláti, já hneykslunarhellan, sérvitringurinn varð aðalpersónan í bókmenntastefnu, sem leit á gelgjuskeið unglingsins sem hreinustu náðartíð, og hóf ólgu þess, óróleika og gerjun meðal unglinga og einnig síðar á fullorð- insárunum upp til siðgæðis-gildis, sem hefði mikilvægu hlutverki að gegna. Þetta gaf málfari hinna ungu höfunda þann ferskleika og þá ótvíræðni, sem gerir það að verkum, að unnt er að tala um rithöfunda fjórðu kynslóðarinnar, en þeir voru um leið fyrsta kyn- slóð rithöfunda eftir dauða Stal- íns. En það má varpa fram þeirri spurningu, hvort kynslóðabundin samhygð geti yfirleitt talizt fagur- fræðilegur mælikvarði í bók- menntum? Og hvað stendur svo eftir, þegar feðurnir, sem fyrir árásunum urðu, snúast sjálfir til gagnsóknar? Tepruskapur Stalínstímans skrínlagður Eins og í ljós kom, stóð svo til ekkert eftir. Vissulega er hægt að tala um, að þessi nýstárlegu, frjálslyndari viðhorf í bókmennt- um hafi hreinlega verið kæfð á tæknilegan hátt — þannig varð til dæmis Valentín Katajev að víkja úr stöðu ritstjóra „Junost" og eft- irláta hana Boris Polevoj — en að því er varðar ljóðskáld og rithöf- unda hinnar ungu rússnesku skáldakynslóðar, þá var líka um vissan herskáan veikleika að ræða í skáldskap þeirra, sem leiddi í ljós því fleiri snögga bletti hjá þeim, þeim mun háværari, sem þeir urðu. En það var annað atriði, sem fjórða kynslóðin hafði átt frumkvæðið að, og átti eftir að verða mikilvægt fyrir bókmennt- irnar: Með nýju mati á gildi lífsins komust á tengsl við Vesturlönd, í fyrstu með því að taka upp hin einkennandi tákn fyrir táninga- og tvítugsaldurinn, sem tíðkaðist á Vesturlöndum. Jass, rokk og beat, þvermóðsku- afstaða bítlaæskunnar, „treystu engum yfir þrítugt", en framar öllu blábjarmi vestrænna galla- buxna varð í bókmenntunum að kynslóðabrúandi gæðamerki hins uppreisnargjarna hugarfars. Magnaðar kvennafarslýsingar og nakið kynlíf héldu innreið sína inn í sovézkar bókmenntir, hin líkam- lega ástarsæla, hjúskaparbrot, kynlíf ungmenna fyrir giftingu, tæknin við að draga á tálar og lausung í ástamálum — allt þetta hjó ekki svo mjög að rótum al- menns siðgæðis, skar öllu heldur í sundur líftaug þessa endemis tepruskapar, sem sovézkar bók- menntir urðu að lúta á Stalínstímabilinu. Þegar þúsund- þjalasmiður rússneskra bók- mennta, Aksjonov, fann meira að segja upp slangurmál, þar sem álíka kjarnyrði og að „pælíðí", „fíla í botn“, „ógeðslega gott“ og „glatað" í málfari íslenzkra ung- menna fékk hliðstæður á rússn- esku, ætluðu hinir ráðsettari Rússar alveg af göflunum að ganga, enda þótt nú sé svo komið, að rússneskt slangurmál, aukið og endurbætt með mörgum litríkum, safamiklum nýyrðum, heyri orðið til hversdagslegrar tækni í rússn- eskum nútímabókmenntum. Forysta kommúnista- flokksins tekur í taumana Síðar verður vikið að þýð- ingarmestu uppgötvun þessarar kynslóðar rússneskra skálda og rithöfunda, en það er sambræðsla austurs og vesturs í hugtakinu heimsmenning eða — það sem ef til vill er neyðarlegra — þegar farið er að uppgötva á nýjan leik gamalkunn vandamál okkar aldar eins og Tsjingis Aitmatov gerði fyrir skömmu í skáldsögu sinni „Einum degi lengur en lífið". Bókmenntalegar „uppgötvanir" af þessu tagi eru sprottnar upp af þrá heillar kynslóðar rússneskra rithöfunda til að brjótast út úr einangruninni, afdalamennsk- unni, í stuttu máli, út úr stækju og svækju Stalínstímabilsins (og þó það í fyrstu væri gert með harla ófullkomnum aðferðum). í áköfum deilum um svonefnda „afstrakt list“, en með henni var raunar átt við vestræna niðurrifsstarfsemi á sviði lista, var svo hin unga skáldakynslóð ákærð á einu bretti fyrir föðurlandssvik á öllum svið- um sovézks menningarlífs. Þess þótti jafnvel við þurfa að kalla helztu syndaselina tvisvar fyrir í desember 1962 til þess að láta þá standa reikningsskil á misgjörð- um sínum og láta þá lofa hátíðlega bót og betrun — í annað skiptið gerðist það meira að segja fyrir framan fullskipaða forsætisnefnd Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Þar með var hinn opinberi enda- punktur settur við „upphlaup æskulýðsins". Andóf, andstaða, grundvölluð á þrautþjálfuðum, markvissum hugsanagangi, átti svo eftir að koma úr annarri átt. Tvardovskíj markar tímamót Alexander Tvardovskíj, aðalrit- stjóri hins víðfræga bókmennta- tímarits „Novyj mir“ („Nýr heim- ur“) í Moskvu gerði sjálfur aldrei opinberlega grein fyrir stefnu sinni í menningarmálum, en með því að knýja fram samþykki Khrúsjtsjovs fyrir birtingu fyrsta skáldverks Solzénitsyns, „Dagur í lífi ívans Denissovitsj", markaði hann greinileg og afgerandi tíma- mót í rússneskri bokmenntasögu síðari áratuga. Allt, sem fram að því hafði ver- ið skrifað um viðfangsefnið Stal- ínstímabilið varð hreinlega að gjalti og innantómu orðagjálfri í samanburði við skorinort, bein- skeytt tjáningarform Solzénits- yns. Jafnvel „Doktor Sjivago" eftir Boris Pasternak bliknaði í sam- anburði við „Dag í lífi ívans Den- issovitsj". Að vísu fundu helztu andans menn Rússlands ekki til sérlega beinna tengsla við örlög ívans Denissovitsj, en aftur á móti átti rússnesk alþýða þeim mun sterkari taugar til söguhetjunnar, því með listrænni einföldun var hér skráð harmsaga rússneskrar alþýðu en ekki einhver tilfinn- ingahlaðin örlagasaga mennta- manna. Ný hetja hafði litið dags- ins ljós. Hinn þjakaði, lítillækk- aði, sem sá mannlega sjálfsvirð- ingu sína fótum troðna, kom nú fram í sviðsljós bókmenntanna og mótleikarar hans ásamt honum, gjörspilltir embættismenn Flokksins, ruddafengnir rann- sóknardómarar eða þá bara venju- leg ragmenni og afvegaleiddir ein- staklingar, en fram að þessu hafði sjálf tilvera slíkrar manngerðar verið jafn lítið til opinberrar um- ræðu og þrautaganga fórnarlamba þeirra. Þetta verk markaði því algjör þáttaskil í bókmenntunum með vali sínu á manngerðum sem aðal- persónum, og aftur var það Tvard- ovskíj, sem orðaði beint þá stöðu, sem Solzénitsyn skipar í sovézkum bókmenntum: „Það skiptir höfuð- máli að skilja, að Solzénitsyn er okkur ekki einungis hugleikinn sem einstaklingur, heldur engu að síður fyrir þær sakir, að bók- menntalega séð stendur hann nákvæmlega í brennidepli tveggja andstæðra strauma í vitund alls almennings, en af þeim straumum beinist annar að fortíðinni, hinn stefnir á vit framtíðarinnar ... í stórum dráttum er því þannig var- ið nú á dögum, að viss hluti rússn- eskra rithöfunda kysi fremur að halda áfram að skrifa á sama hátt og þeir hafa gert hingað til, en þeir hinir sömu, sem ætla að halda áfram að skrifa eins og þeir hafa hingað til skrifað, komast ekki hjá því að sjá, að þeir eru ekki lengur lesnir á sama hátt og hingað til hefur verið gert — ekki einu sinni þeir menn, sem eru þess umkomn- ir að gagnrýna Solzénitsyn af hvað mestri skarpsýni og anda- gift. Hin forboðna útgáfustarfsemi Tilurð Samisdat á að nokkru leyti rætur sínar að rekja til þess að jafnt rithöfundar sem lesendur tóku að þverskallast við að skrifa og lesa á sama hátt og gert hafði verið fram að þessu, en um leið er hún einnig sprottin upp af þeirri opinberu stefnu í sovézkum menn- ingarmálum, sem aftur var tekin upp við fall Khrúsjtsjovs. Upphaf Samisdat var svo sem ósköp smátt og lét lítið yfir sér. Samisdat þýðir út af fyrir sig einungis, að höfund- urinn sjái sjálfur um útgáfu verks síns til þess að komast hjá opin- berri ritskoðun. Höfundurinn af- hendir vinum sínum sem sagt handrit sitt til aflestrar í eins mörgum vélrituðum afritum og honum finnst sjálfum við hæfi, en þessir vinir vélrita svo handritið sjálfir í nokkrum afritum og af- henda þau sínum vinum til af- lestrar — en í Sovétríkjunum er yfirleitt ekki greiður aðgangur að ljósritunarvélum. Þetta endurtek- ur sig svo ótal sinnum, þannig að höfundurinn sjálfur kann alls ekki skil á því, hve stór lesendahópur hans er. En Samisdat er líka dálítið ann- að og meira. Hún táknar um leið visst mótvægi gegn ritskoðuninni, er andsvarið við birtingarbanni, skefjalausri ráðsmennsku yfir- valda, flokkspólitísku leynimakki á bak við tjöldin og opinberu eftir- liti, en það táknar raunar í heild, að þarna er um vissan minnihluta að ræða, sem er í andstöðu við hin kommúnísku yfirvöld; minnihluti, sem vill halda uppi málefnalegum umræðum eða þá vill fá áreiðan- legri upplýsingar um menn og málefni. Þetta er einmitt sá minnihluti, sem átti þess kost á þíðuárunum að ræða vandamál sín opinberlega og heldur nú um- ræðum sínum áfram í blóra við Kommúnistaflokk Sovétríkjanna. Það er hins vegar erfitt að segja nokkuð ákveðið um, hversu mikla raunverulega þýðingu þessar við- varandi umræður kunna að hafa. Solzénitsyn um glæpi kommúnismans gegn rússnesku þjódinni Ásakanirnar á hendur rithöf- undinum Solzénitsyn af hálfu sov- ézkra yfirvalda eru í höfuðatrið- um á þá leið, að sú aðferð, sem hann sjálfur kallar „þjóðfélags- lega pólýphóníu", það er að segja að flétta inn í efnisþráð verka sinna eins margar mannlegar örlagasögur og frekast er unnt, sé einungis notuð í því skyni að ófrægja kommúnismann. Ekki er hægt annað en að fallast á þetta. Það var ætlun Solzénitsyns að leggja fram sannanir fyrir glæp- um rússneska kommúnismans gegn rússnesku þjóðinni. í því augnamiði notfærði hann sér frásagnarmáta, þar sem engri að- alpersónu varð yfirleitt við komið, þegar af þeirri ástæðu, að frá- sögnin skyldi varpa ljósi á ein- stæða þjáningarsögu rússnesku þjóðarinnar sem sameiginlega reynslu hennar, er ristir þvert í gegnum allar stéttir þjóðfélagsins. Sérhvert orð er eins og stunga, særir, rífur upp sárin. En þar með var Solzénitsyn kominn inn á þær brautir, sem unnt er að kalla and- kommúnisma innan sovétskipu- lagsins. Þessi andkommúnismi hlaut reyndar fyrr eða síðar að skjóta upp kollinum, og því vandlegar, sem reynt var að þegja óhugnað fortíðarinnar i hel, þeim mun magnaðri hlaut hann að verða, þegar hann loks gaus upp. Solzénitsyn var sem sagt aðeins sá fyrsti, sem reið á vaðið, á undan fjölmörgum öðrum rússneskum rithöfundum, sem settu sér það takmark að ná til lesendanna með því að skýra með beinskeyttum, opinskáum orðum frá þeim marg- víslegu misgjörðum, sem komm- únisminn hafði framið gegn rússnesku þjóðinni, því sam- kvæmt þeirra skoðun var einungis á þann hátt hægt að rjúfa þá ára- tugalöngu þögn, sem grúft hafði eins og mara yfir þessum skugga- hliðum þjóðarsögunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.