Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1983 _______________________________________tiL ,,\)u -féJdcst 5t<xrf\&. Tvufoa Keíw. ocjæ&u f>i£t cú> IOj/sscl p>cL-" ást er ... % tb ■-UVaj .. að líta björtum augum til framtíðarinnar. TM Reg U.S. Pat. Oft.-aH rÉQhts rasarwd «1983 Loa Angalee Tlmee Syndtcete Rosti minn, Rosti minn. Vid getum Segdu pabba bara að ég reyki í öli verið f tjaldinu. laumi. Eg segi honum þá hvað þií gerir stundum í leyni, þú veist ... HÖGNI HREKKVÍSI l&£ <*> » E"Rro 0120/mn pfZBVTroK Á OKK.O/Z ? Hagstofan: Eldra nafnnúmerið alltaf fellt niður við breytingu á ritun nafns í þjóðskrá Ingimar Jónsson, deildarstjóri þjóðskrár, skrifar f.h. Hagstofunnar 21. júlí: „Laugardaginn 16. júlí birtist í Velvakanda fyrirspurn til Hag- stofunnar varðandi skráningu nafna í þjóðskrá. Þar segir meðal annars, að það sé „ótrúlega einfalt fyrir menn sem heita tveimur nöfnum" að skipta um nafn. Til þess þurfi aðeins að „labba sig inn á Hagstofu og fá sér tvö nafn- skírteini hvort með sínu nafninu og nafnnúmerinu. ótrúlegt en satt“. Það er rétt, að menn, sem t.d. hafa tvö eða fleiri skírnarnöfn, geta fengið ritun nafns síns breytt í þjóðskrá, ef þeir lýsa því yfir, að þeir skrifi nafn sitt öðruvísi en það er skráð í þjóðskrá. Hjá þessu verður ekki komist — það bryti i bága við almenn mannréttindi að neita fólki um þetta. í þessu sam- bandi verður að hafa í huga, að upphafleg skráning nafna í þjóð- skrá er eftir manntölum og skírn- arskýrslum presta, en ekki eftir upplýsingum viðkomandi sjálfs. Einstaklingur, sem ber fram ósk um breytingu á ritun nafns í þjóð- skrá, gerir grein fyrir máli sínu á sérstöku eyðublaði, og jafnframt afhendir hann nafnskírteini sitt, sem verður eyðilagt, ef umsókn hans er tekin til greina. Gefið er út nýtt nafnskírteini með breyttri ritun nafns, og oftast verður að gefa hlutaðeiganda nýtt nafnnúm- er. Við þessa og aðra endurútgáfu nafnskírteina, sem fer einvörð- ungu fram á Hagstofunni, er allt- af gengið fast eftir því, að eldra skírteinið sé afhent, og það á sér stað i langflestum tilvikum. En meðal þeirra, sem segja skírteini sitt glatað, geta verið menn, sem reyna að notfæra sér þessa fyrir- greiðslu til að svíkja út nýtt nafnskírteini, með annarri ritun nafns og öðru nafnnúmeri. Að sjálfsögðu er eldra nafnnúmerið alltaf fellt niður í þjóðskrá, og ef hlutaðeigandi notar eldra skír- teinið, á hann á hættu, að svikin komi í ljós. Slík mál kærir Hag- stofan umsvifalaust til refsingar, og hún fylgir því eftir eins og verða má, að þau séu leidd til lykta. Það skal tekið fram, að áður en ritun nafns er breytt í þjóðskrá samkvæmt umsókn, er athugað, hvað skráð er um hlutaðeiganda í þjóðskrá. Komi þá í ljós, að hann hafi áður fengið breytingu á ritun nafns síns í þjóðskrá, er umsókn hans yfirleitt synjað. Er það gert með stuðningi í ákvæði í 19. gr. frumvarps til laga um mannanöfn, sem á sínum tíma var lagt fyrir Alþingi, en varð ekki að lögum. Segir þar, að maður geti aðeins einu sinni fengið breytingu á ritun nafns síns í þjóðskrá, nema sér- stakar ástæður séu fyrir hendi. — Auk fyrrnefnds uppsláttar í þjóð- skrá, er — ef ástæða er til — saka- skrá beðin að láta i té upplýsingar um hlutaðeiganda áður en orðið er við beiðni hans um breytingu á ritun nafns með tilheyrandi út- gáfu nýs nafnskírteinis. Hagstofunni hefur frá upphafi verið ljós þessi hætta á misnotkun nafnskírteina, og telur sig hafa gert það, sem í hennar valdi stend- ur, til að bægja henni frá.“ Föllin og zetan Dr. Benjamín H. J. Eiríksson skrifar: „Undanfarið hafa birzt nokkr- ar greinar í blöðunum um nafn Jesú, og í því sambandi vikið að föllum íslenzkunnar. Þar sem ég hefi lengi verið óánægður með það, hvernig kennt er að líta á það mál, langar mig til að leggja fáein orð í belg um föllin. Við kynni af erlendum málum varð mér ljóst, að þótt fallend- ingar nafnorða í íslenzku væru almennt aðeins fjórar, þá væru föllin sjö. Séstök ending — rétt- ara sagt endingarleysi — fyrir ávarpsfallið er í tveimur eða þremur orðum. Þessi orð eru orðin sonur og vinur: kæri son, kæri vin. Þá er og notuð sérstök mynd í nafni Jesú í ávarpsfalli, en hún mun komin úr latínu. Þá má og bæta því við, að is- lenzk mannanöfn munu til orðin úr ávarpsfalli. í nefnifalli myndi Hásteinn Atlason heita að réttu lagi Hásteinn Atlasonur. En hann hefir verið ávarpaður þannig: Hásteinn Atlason. Svo að þarna lifir í rauninni ávarpsfallið góðu lífi. Hin tvö föllin, tækisfall og staðarfall, hafa ekki sérstakar endingar, heldur sameiginlega með öðrum föllum. Endingar orðanna falla saman. En þessi föll eru ákaflega vel lifandi í málinu. Nýlega var ein mál- nefndin að skora á landsmenn að nota staðarfallið í sambandi við heimilisfangið: Hafnarfirði, Kúvíkum. Sjálf málnefndin kall- aði fallið þágufall. Tækisfallið er daglegt mál í óteljandi sam- böndum: tala tveim tungum, berjast hnúum og hnefum. Það myndi auka skilning barna á móðurmálinu, og auð- velda þeim rétta meðferð þess, væru augu þeirra opnuð fyrir þessari sundurgerð og fjöl- breytni málsins. Þá þyrfti ekki að fara bónarveginn að þeim, til þess að fá þau til að skrifa Hafnarfirði utan á bréf, í stað Hafnarfjörður. Margt myndi betur hljóma. Þannig yrði veðrið ekki Hveravellir, heldur Hvera- völlum, ekki Gjögur, heldur Gjögri. Þá er það zetan. Óneitanlega er hún þörf og setur svip á mál- ið. Geti frönsk börn lært að stafsetja frönsku, þá ættu ís- lenzk börn að geta lært réttritun með zetu, finnst mér.“ Eru samþykktir presta Guðsorð? Svanlaug Löve skrifar: „Okkur hefur verið kennt að Biblían sé Guðsorð og að hún sé rituð með fingri Guðs. Og hver sá, sem prestvígslu tekur, verður að lofa því, að prédika Guðsorð, hreint og ómengað. Nú er það vitað mál, að prest- ar gera ýmsar breytingar á Guðsorði á prestastefnum sínum og hefur trúarjátningin orðið þar einna harðast úti. Prestur nokkur, sem ég átti tal við um síðustu breytingar af þessu tagi, sem nefna mætti afskræmingu trúarjátningarinnar, þar sem beinlínis er tekið fram að mað- urinn einn allra lifandi vera erfi eilífa lífið, áminnti mig um að sýna þeim (prestunum) umburð- arlyndi. Hann sagði, að þegar breytingartillaga þessi hefði komið til umræðu, þá hefði hann vitað og iátið þess getið, að hún myndi meiða suma. Hún var þó eigi að síður samþykkt á presta- stefnu. Þegar ég lærði kristinfræði, var þetta kallað ásetningssynd. Og nú spyr ég: Eftir að prestar hafa samþykkt umræddar breyt- ingar, geta þær þá þar með talist hreint og ómengað Guðsorð, og ber að meðtaka þær sem slíkar?"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.