Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1983 39 Tvö jafntefli í annarri deild Tveir leikir fóru fram í 2. deild- inni í knattspyrnu í gærkvöldi. Báöir enduöu þeir meö jafntefli, FH—Víöir 2:2 og Njarövík—Fylkir 0:0. í Njarðvík var jafnræði með lið- unum í fyrri hálfleik, en í þeim síð- ari var um algjöra einstefnu aö ræöa að marki Fylkis. Var meö ólíkindum hvernig leikmenn UMFN misnotuðu tækifærin. Knötturinn small í stöng Fylkismarksins og Njarðvíkingarnir skutu yfir og framhjá úr dauðafærum, jafnvel fyrir opnu marki þegar markvörð- urinn var ekki nálægur. Örn Valdimarsson var langbest- ur Fylkismanna, en hjá Njarðvík voru Benedikt Hreinsson og Jón Halldórsson bestir. Þá áttu mark- veröir liðanna báðir prýöisleik. Hreiðar Úlfarsson, Fylki, og Sig- uröur ísleifsson, UMFN, fengu gula spjaldiö. j Kaplakrika voru menn öllu markheppnari, enda fengu áhorf- endur þar aö sjá fjögur mörk. Víösmenn voru heldur skarpari í fyrri hálfieiknum og skoruöu eina mark hálfleiksins. Var Daníel Ein- arsson þar aö verki. I seinni hálf- leik réö FH svo alveg gangi ieiksins og komst yfir með mörkum Jóns Erling Ragnarssonar og Pálma Jónssonar. FH-ingar slökuðu svo á síðustu tíu mnúturnar og það nýttu Víð- ismenn til hins ýtrasta og náöu að jafna. Jöfnunarmarkið geröi Klem- ens Sæmundsson. — ÓT/SH. • Ingi Björn Albertsson • Hlynur Stefánsson Hart barist um gullskóinn NU ÞEGAR sjö umferöum er ólokiö í 1. deild í knattspyrnu er Ingi Björn Albertsson marka- hæstur með 8 mörk, næstur er Hlynur Stefánsson ÍBV meö 7 og Guöjón Guömundsson Þór er þriöji, hefur skoraö 6 mörk. Þeir sem hafa skorað mest í 1. deildinni eru þessir: Ingi Björn Albertsson Val 8 Hlynur Stefánsson ÍBV 7 Guöjón Guömundsson Þór 6 Hörður Jóhannsson IA 5 Kári Þorleifsson ÍBV 5 Sigurður Grótarsson UBK 5 Sigþór Ómarsson IA 5 Sigurður Björgvinsson IBK 5 Kristinn Kristjánsson IBI 4 Ómar Torfason Viking 4 Þegar farið er yfir efstu menn meö tilliti til hve mörg mörk liö þeirra hafa skoraö kemur margt athyglisvert í Ijós. Víkingurinn Ómar Torfason hefur skoraö 4 mörk en lið hans hefur aöeins gert sjö mörk í deildinni, en þaö þýöir að Ómar gefur gert 57% af mörkum liös- ins. Ef við tökum tvo Víkinga, þá Ómar og Heimi, kemur í Ijós að þeir hafa skorað 6 mörk samtals eöa 85%. Ingi Björn í Val og Guö- jón Guömundsson hjá Þór hafa skoraö 50% af mörkum sinna liöa. Ingi Björn hefur skorað 8 mörk af 16 sem Valsarar hafa skorað í deildinni í sumar og þeir sem koma næstir honum í marka- skorun eru meö hvorki fleiri nó færri en eitt mark, en það eru alls átta leikmenn sem skorað hafa eitt mark fyrir Val í sumar þannig að Ingi Björn er lang markahæst- ur í sinu liöi jafnframt því að vera markahæstur í deildinni. Vestmanneyingar hafa skoraö flest mörk til þessa eða 20 og hefur Hlynur verið þeirra at- kvæðamestur til þessa, með 7 mörk. Næstur er Kári en hann hefur skorað 5 mörk, þá Ómar með 3 og Tómas með 2, þannig að þeir í Eyjum eru greinilega ekki í vandræðum með marka- skorara. Sömu sögu er að segja ofan af Skaga, þeir hafa skoraö 19 mörk í sumar og þeir Höröur og Sigþór eru markahæstir, hafa báðir gert fimm mörk. Næstur er Sveinbjörn meö 3 mörk og þá Árni, en hann hefur skoraö 2 mörk. Eins og áöur er getið virðist vanta markaskorara í Víking en það eru fleiri lið sem svipaö er ástatt um. KR-ingar hafa skoraö 10 mörk í sumar og er Óskar Ingimundarson markahæstur meö 3 mörk en síöan koma sjö ieikmenn sem allir hafa skorað eitt mark. Hjá Þrótti er Páll markahæstur með 3 mörk og Sverrir hefur skoraö 2 en Þrótt- arar hafa alls skorað 10 mörk. Keflvíkingar skipta marka- skoruninni nokkuð jafnt á milli sinna leikmanna, Sigurður er markahæstur með 5 mörk og síðan koma Óli Þór, Einar Ás- björn og Rúnar allir með 2 mörk. Sem kunnugt er fær marka- hæsti maöur aö móti loknu gullskó í verðlaun frá Adidas — og stefnir allt í haröa baráttu um þá viöurkenningu. ______SUS • Einn lítill Voffi er ekki mikið fyrir þessa kappa. Birgir og Baldur Borgþórssynir og Ingvar Ingvarsson á milli þeirra brugðu á leik fyrir okkur í gær í tilefni af utanferð sinni. Þeir tóku lótta æfingu — lyftu Voffanum léttilega upp meöan Ijósmyndarinn smellti af, og svitnuðu ekki einu sinni við það. Enda eru þetta engir smákarlar sem sendir eru á þetta heimsmeistaramót. Morgunbiaðis/Guðjón Lyftingamenn til Kairo — taka með sér tuttugu kíló af mat TVEIR lyftingamenn leggja á morgun af staö til Kaíró, þar sem þeir munu taka þátt í heims- meistaramóti unglinga í ólymp- ískum lyftingum. Þeir sem fara héðan eru Baldur Borgþórsson og Ingvar Ingvarsson og þeim til aöstoöar fer Birgir Borgþórsson. Baldur keppir t 90 kg flokki, en Ingvar i 110 kg flokkl. Baldur á Noröurlandamet unglinga í snörun • Þaö veröur nóg aö gera hjá Siguröi Jónssyni um helgina. Hann leikur með ÍA f dag gegn Breiðabliki, og síðan veröur hann á fullu með landsliöinu gegn Fær- eyingum í tvígang. Færeyingar í heimsókn Færeyska knattspyrnuliöiö NSÍ er nú statt hér á landi, og hefur leikiö tvo leiki. Á miövikudaginn sigraöi Austri Færeyingana, 1:0, og á fimmtudag geröu þeir jafn- tefli, 2:2, viö Einherja á Vopna- firöi. NSÍ (Nes sóknar íþróttafólag) er frá Rúnavík á Austurey, og er nú efst í 2. deildinni færeysku og er komiö í úrslit í keppninni um ísa- fjarðarsúluna. Þá má geta þess að liöiö er Austureyjarmeistari, en á eynni eru einnig tvö 1. deildarliö. Liðiö mun dveljast hór á landi í hálfan mánuð, og leika m.a. við Völsung og Þór á Akureyri. og samanlögöu, en hann lyfti sam- tals 327,5 kg og er það gott betra en ólympíulágmarkiö sem er 315 kg, þannig að hann hefur góöa von um að komast þangað. Aðspuröir sögöust þeir ekki lofa neinu um i hvaöa sæti þeir myndu lenda. Allt fyrir ofan tíunda væri gott og sjötta sæti yrði frábær árangur. FRAKKINN Philippe Leleu varö fyrstur í mark í tuttugasta áfanga Tour de France-hjólreiöakeppn- innar miklu, sem nú stendur yfir. Hann kom langfyrstur í markiö, rúmum 9 mínútum á undan næsta manni og sigraöi því af miklu öryggi. Leiöin sem hjóluð var í gær var 291 km frá Morzine í Ölpunum og til Dijon í Frakklandi. Leleu náöi Þeir kappar taka með sér um 20 kg af mat auk þess sem þeir hafa með sór nokkra lítra af vatni, því ekki er óalgengt að íþróttamenn fái matareitrun eða eitthvaö enn verra á þessum slóöum. Þeir félag- ar munu keppa á fimmtudag, en feröin mun taka tíu daga. fljótlega forustunni og hélt henni allan tímann. Meðalhraði hans á þessari leið var 39,4 km/klst. og hann kom í.mark á 7 tímum 22,56 mínútum. Laurent Fignon varö níundi á þessari leið, en hann hefur samt sem áöur forustu í keppninni og í keppninni í gær jók hann forskot sitt Ittillega. Efstu liðin mætast á Skaganum Leikur helgarinnar er án efa leikur Skagamanna og Breiðabliks á Akranesi í dag kl. 14.30. Þessi tvö liö eru efst og jöfn í 1. deild meö 13 stig og verður fróölegt aö fylgjast meö baráttu þeirra í dag. Síðast þegar liðin áttust við þá sigruðu Breiðabliksmenn 1—0 og var sá leikur í Kópavogi. Þetta er eini leikurinn í 1. deild um helgina en á mánudaginn veröa tveir leikir, en annars lítur helgin þannig út: Laugardagur 23. júlí 1. deild Akranesvöllur — ÍA : UBK kl. 14.30 3. deild A Grindav.v. — Grindavík : Vikingur kl. 14.00 3. deild A Melavöllur — Ármann : HV kl. 14.00 3. deild B Krossmúlavöllur — HSÞ : Sindri kl. 14.00 3. deild B Neskaupst.v. — Þróttur: Magni kl. 14.00 4. deild A Hv.eyrarv. — Haukar: Stefnir kl. 14.00 4. deild A Varmárv. — Aftureld. : Hrafnafl. kl. 14.00 4. deild B Gr.fj.völlur — Gundarfjörður: iR kl.14.00 4. deild C Víkurv. — Drangur: Eyfellingur kl. 14.00 4. deild-D Hómav.v — HSS : Glóöafeykir. kl. 14.00 4. deild D Siglufj.völlur — Skytturnar : Hvöt kl. 14.00 4. deild E Dalvíkurv. — Svarfd. : Árroðinn kl. 14.00 4. deild E Ólafsfj.völlur — Leiftur: Reynir Á kl. 16.00 4. deild F Borgarfj.völlur — Umf.B : Höttur kl. 14.00 4. deild F Stöðvarfj.völlur — Súlan : Leiknir kJ. 14.00 Sunnudagur 24. júlí 2. deild Laugardalsvöllur — Fram : Völsungur kl. 20.00 3. deild B Reyðarfj.v. — Valur: Tindastóll kl. 14.00 4. deild F Nesk.v. — Egill rauði : Hrafnkell kl. 14.00 Mánudagur 25. júli 1. deild ísafjarðarvöllur — ÍBÍ : Þór ki. 20.00 1. deild Laugardalsvöllur — Valur: ÍBV kl. 20.00 2. deild Akureyrarvöllur — KA : KS kl. 20.00 2. deild Vopnafj.völlur — Einherji : Reynir kl. 20.00 — sus. Tour de France: Fignon enn með forustu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.