Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1983 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1983 21 flfetgtittlrlftMfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakiö. Leið til bættra lífskjara — vörn gegn atvinnuleysi jóðarframleiðsla dregst saman um 12% á hvern vinnandi mann á árunum 1982 og 1983, samkvæmt endurskoð- aðri spá Þjóðhagsstofnunar. Þetta er arfleifð þróunar, sem varð í íslenzkum þjóðarbúskap á næstliðnum árum, og kom fram í samdrætti þjóðarframleiðslu og þjóðartekna, lakari lífskjör- um, viðskiptahalla út á við og verulegri aukningu erlendra skulda. Þessi þróun sagði og til sín í meiri vexti verðbólgu en dæmi vóru um áður, auknum taprekstri atvinnuvega, eigin- fjárrýrnun og skuldasöfnun fyrirtækja, sem jók fjármagns- kostnað þeirra. Hún vann gegn vexti fyrirtækja, tæknivæðingu, framleiðniaukningu og nauð- synlegum rannsóknum í þágu atvinnulífsins. Staða fyrirtækja, atvinnuvega og þjóðarbús var með þeim hætti, að brýna nauðsyn bar til að höggva á víxlgengi verðlags og kaupgjalds, draga úr erlendri skuldasöfnun, efla innlendan sparnað og síðast en ekki sízt: opna láns- og áhættufé greiðari leið að arðsömum rekstri. Það er eitt af lykilatriðum þess að vinna þjóðfélagið út úr þeim vanda, sem við er að stríða. Hvernig á að draga úr er- lendri skuldasöfnun, efla inn- lendan sparnað og beina honum til atvinnuvega; — til að fjölga störfum og auka þjóðartekjur, sem lífskjörum ráða? Mikilvægasta skrefið í þá átt er að gera áhættufé í atvinnu- rekstri jafnrétthátt öðru sparifé í skattalegu tilliti. Breyta þarf lögum um tekju- og eignarskatt á þann veg, að þau verði hvetj- andi en ekki letjandi til sparn- aðar og ráðstöfunar sparifjár til atvinnulífsins. Meginatriði slíkrar skattlaga- breytingar þurfa að vera: 1) Réttur til útgáfu jöfnunar- hlutabréfa verði miðaður við árlega stöðu og breytingar á hreinni eign fyrirtækis. 2) Almenn þátttaka í atvinnu- rekstri verði örvuð með því að veita takmarkaðan frá- drátt frá tekjum vegna kaupa á hlutabréfum. 3) Heimila þarf sérstakan frá- drátt frá tekjum vegna stofnkostnaðar og rannsókn- ar- og þróunarstarfsemi. 4) Arður af hlutabréfum verði að fullu frádráttarbær hjá greiðanda eins og vextir, en skattfrjáls hjá viðtakanda eins og vaxtatekjur af öðru sparifé. 5) Heimila þarf sérstakt fram- i lag í fjárfestingarsjóði til að | örva fjárfestingu í atvinnu- rekstri. 6) Eignarhlutir í atvinnurekstri (hlutafé, stofnfé o.s.frv.) í eigu einstaklinga, svo og skuldabréfalán, verði undan- þegin eignarskatti eins og annað sparifé. 7) Til að hvetja til eiginfjár- aukningar í fyrirtækjum verði skattaðila heimilt, með bráðabirgðaákvæði í skatta- lögum, að telja aukningu inn- borgaðs hlutafjár, greiðslur í stofnsjóð og aðra aukningu innborgaðs eigin fjár með eigin fé í byrjun nýs árs. Breytingar í þessa átt myndu skapa jafnræði með hlutabréf- um og verðbréfum ríkissjóðs — og gefa atvinnuvegunum mögu- leika á því að bjóða út láns- og áhættufé á almennum markaði. Ákvæðum, sem hér um ræðir, hefur verið beitt erlendis, og er „þýzka efnahagsundrið" þekkt- asta dæmi þar um. Þau myndu treysta undirstöðu atvinnu, efla samkeppnishæfni atvinnuvega, auðvelda stækkun fyrirtækja og stofnun nýrra — og þannig treysta atvinnuöryggi, efnahag og lífskjör þjóðarinnar. Þau efla innlendan sparnað og draga úr erlendri skuldasöfnun. Og þau skapa almennan hvata til að leggja fé í atvinnurekstur; skapa fólki tækifæri til að hafa áhrif á starfsumhverfi sitt og atvinnu. Hver þjóðféiagsþegn þarf, ef vel á að vera, að eiga, auk íbúðar, einhvern hlut í arðbærum at- vinnurekstri. Eign handa öllum að er röng kenning að ríkis- sjóður einn hafi burði til eignar stærri fyrirtækja. Ríkis- sjóður hefur ekki úr'öðrum fjár- munum að spila en hann sækir til fólks og fyrirtækja í skatt- heimtu — eða tekur að láni, og skattgreiðendur borga endan- lega. Heilbrigðara og farsælla væri að þessir fjármunir, sem frá al- menningi koma, berist atvinnu- vegunum sem eign einstaklinga. Pólitísk stjórnsýsla í landinu getur skapað efnahagslegar og lagalegar forsendur fyrir slíkri þróun. Borgaralega sinnað fólk vænt- ir þess, að þeir stjórnmálamenn, sem fara með umboð þess við landsstjórn, höggvi á kerfis- hnúta, sem vinstri menn hafa knýtt, og gangi að því með rétt- sýni og röggsemi. Hvítingjar í náttúrunni: Erfðagalli sem þekktur er meðal flestra dýrategunda FRÉTTIR í Mbl. fyrr í þessari viku um hvíta sðarfugla, svokallaða hvít- ingja eða albínóa, hafa vakið mikla athygli. Ýmsir hafa haft samband við blaðið og látið vita af hvítum æðar- fuglum eða hvítum fuglum af öðrum tegundum, sem þeir hafa séð, og er þessi afbrigðilegi litarháttur æðar- fugla greinilega algengari en haldið var í fyrstu. Hvítingjar eru þekktir hjá öllum hryggdýrum, meðal annars meðal manna, spendýra, fugla og froska og einnig á meðal fiska. Þessi afbrigði- legi litarháttur er erfðagalli, afleið- ing af einni stökkbreytingu og er því ríkjandi eiginleiki að sögn Sig- ríðar Þorbjarnardóttur, líffræðings hjá líffræðistofnun Háskóla Is- lands. Sigríður sagði að möguleikar á hvítingjum meðal manna eru taldir ein fæðing á móti tuttugu þúsund. óbrigðult einkenni væri litleysið, svo og rauð eða rauðleit augu, bæði hjá mönnum og skepnum. Sagði hún að dýrin væru alveg eðlileg að öðru leyti, en mögulegt væri að þau ættu erfiðara uppdráttar í náttúrunni vegna litar síns. Hvítingjar í jurtaríkinu: Hvít krækiber á Rauðasandi „JÚ, ÞAÐ er rétt. Hvít krækiber hafa verið hér í Kirkjuhvammslandi að minnsta kosti síðan 1920 því þá fann ömmubróðir minn þessi ber við Bjarngötudal á svokölluðum Hraun- um,“ sagði Reynir ívarsson bóndi á Móbergi á Rauðasandi í samtali við Mbl. er hann var spurður hvort þar fynndust hvít krækiber. í sambandi við frásögn Mbl. af æðarfuglahvítingj- um fyrr í vikunni hafði Páll Ágústsson skólastjóri á Fáskrúðsfirði samband við blaðið og sagði meðal annars frá þessum bvítu berjum sem hann hafði séð á Rauðasandi. Reynir sagði að þessi ber væru hvít með svolitlum rauðleitum doppum og yxu þau á venjulegu krækiberjalyngi að því er virtist. Sagði hann að þau væru þarna á smá bletti og virtust ekkert breiðast út þrátt fyrir að þau væru lítið sem ekkert tínd. Sagði hann að þau væru svipuð á bragðið og venjuleg kræki- ber en þó heldur daufari. Reynir sagðist einnig hafa heyrt um hvít krækiber í Dýrafirði en ekki annars staðar en sagði að sagt væri frá þessu í Flóru ísiands. Sagð- ist hann ekki hleypa ókunnugum að þessu en hann hefði sagt frá þessu en engar skýringar fengið á fyrir- brigðinu. Páll Ágústsson sagðist heldur ekki vita aðra skýringu á þessu en að þetta væri vöntun á lit- arefnum, þetta væru því hvítingjar í jurtaríkinu. Til gamans má geta þess hér að í Öldinni okkar 1963 er frásögn um hvit krækiber. Fyrirsögnin er „Hvít krækiber" og er frásögnin svohljóð- andi: „6/10 Greint hefur verið frá því, að í laut einni við Dýrafjörð vaxi krækiber, sem séu að því leyti frábrugðin öðrum krækiberjum, að þau eru hvít að lit. Að sögn Ingólfs Davíðssonar, grasafræðings, er þetta fyrirbrigði sama eðlis og þeg- ar fyrir koma í náttúrunni hvítir hrafnar eða hvítt biágresi. Vex þannig upp á mjög afmörkuðu svæði lyng af hvítum berjum og verða ber- in hvít. Hér á landi finnst slíkt lyng á fjórum stöðum — í Hjarðardal í Dýrafirði, í Flatatungu í Skagafirði, á einum stað á Austurlandi og öðr- um fyrir austan Hellisheiði." Þannig hljóðaði frásögnin í Öld- inni okkar 1963 en athygli vekur að þá virðist ekki hafa verið vitað um hvítu krækiberin á Rauðasandi. Morgunblaðið/RAX. Erling Óiafsson dýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun með nokkra hvítingja úr fuglasafninu. Lengst til vinstri á myndinni er hamur af landsfrægum hrafni, alhvítum, sem skotinn var í Ólafsvík 1959. Var sá mikið í fjölmiðlum á sínum tíma. Næst honum er langvía frá Húsavík sem skotin var 1937, hún er með alhvítan haus en svarti liturinn er útþynntur. Aftast og til hægri eru tveir lundahamir, annar með útþynntan svartan lit, en hinn hvítur með svarta flikra. Þeir eru báðir úr Vestmannaeyjum. Fremst fyrir miðju eru síðan hamir af sendlingi frá Akranesi sem skotinn var 1914 og svartþrastarflækingi, flekkótt- um, úr Mýrdal. Hvítflekkóttur tjaldur: Pessi fallegi hviti lax er hvitingi og a heima í fiskeldisstödinni í Laxalóni ásamt 399 félögum sinum meó eðlilegu litarafti. Hvítir laxar: Morgunblaðið/RAX. „Komdu og éttu mig “ litur „VIÐ VORUM með hrogn í undaneldi fyrir tveimur árum og komu þá þessi 400 hvítingjalaxaseiði fyrir tilviljun, sennilega öll af sömu hrygnunni. Við höfum síðan haldið þeim sér og ætlum að reyna að rækta upp hvítingjalaxa- stofn. Hann gengur á hærra verði til manneldis en venjulegur lax, það er að minnsta kosti reynslan erlendis frá varðandi silung, þar sem tekist hefur að rækta upp slíka stofna," sagði Ólaf- ur Skúlason á Laxalóni í samtali við blaðamann Mbl. er hann fór ásamt Ijósmyndara til að skoða hvítingjalax- ana sem þar eru ræktaðir í sérstakri tjörn. ólafur sagði að þetta afbrigði væri þekkt hjá vatnafiskum en næði aldrei að mynda stofn vegna litarins sem væri nokkurskonar „komdu og éttu mig litur" og ættu fiskarnir því ekki möguleika á að lifa af úti í náttúrunni. Sagði hann að þeir gætu til dæmis ekki skipt litum eins og aðrir laxar og gætu jafnvel sól- brunnið í mikilli sól. Eru því útbún- ir skuggar fyrir þá í eldistjörninni. Hvítingjalaxarnir dafna vel í tjörninni á Laxalóni og ekki síður en félagar þeirra með eðlilegt litar- aft. Þeir eru alhvítir að sjá þegar litið er niður í tjörnina en þegar þeir eru skoðaðir nánar eru þeir gulleitir að ofan en ljósir að neðan, „gull og silfur", sagði ólafur, augun eru rauð. ólafur sagði að þeir væru ekki blindir þó að augun væru svona dökkrauð. Laxarnir eru orðn- ir 2ja ára eins og áður segir, 350—400 grömm að þyngd, þeir stærstu, og sagði Ólafur Skúlason að þeir fyrstu gætu jafnvel orðið kynþroska í haust og ætluðu þeir Laxalónsbændur þá að taka úr þeim hrogn, láta þá tímgast innbyrðis og sjá síðan hvað út úr því kæmi. Alltaf frek- ar útundan ÉG FYLGDIST með hvítflekkóttum tjaldi sem var á Álftanesi í sex eða sjö ár, í kringum 1970. Hann var ekki algjör hvítingi, heldur hlutahvítingi, eins og kallað er. Hann var alla tfð frekar utangátta og ekki tekinn að fullu gildur í hópnum. Til dæmis kom það í Ijós þegar þeir hópuðust saman Hvítur svartfugl „VIÐ sáum hann fyrst síðasta árið sem ísinn kom, árið 1979, hann kom með ísnura en fór aftur áður en við náðum honum,“ sagöi Hilmar Björnsson olíubifreiðarstjóri á Nes- kaupstað í samtali við Mbl. en Hilmar skaut alhvítan æðarfugi, blika, fyrir Náttúrugripasafnið á Neskaupstað ár- ið 1980. Hilmar sagðist hafa séð blikann aftur í mars 1980 og náð honum síð- an í maí og gaf hann til Náttúru- gripasafnsins á Neskaupstað þar sem hann er nú til sýnis uppstopp- aður. Hilmar sagðist hafa verið fuglaskoðari í 25 til 30 ár og síðan þegar Náttúrugripasafnið var stofn- að þá hefði hann farið að skjóta fugla fyrir það. Morgunblaðið/Svanlaug Sigurðardóttir. Þessi mynd er af hvftu æöarfuglunum sem Mbl. sagði frá síðastliðinn þriðjudag og svo mikla athygli hefur vakið. Þeir fundust á Árneseyju á Ströndum og voru aldir upp í Árnesi fram á vetur, þegar þeir fóru og hafa þeir ekki sést síðan. við háflæði, þá var hann alltaf í út- kantinum í hópnum. Það er eins og þessi hvítingjar séu ekki vel liðnir og verði þá gjarnan undir í lífsbarátt- unni,“ sagði Erling Ólafsson, dýra- fræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, í samtali við Mbl. Erling sagðist ekki þekkja hvít- ingafræði nægjanlega vel til að skýra þetta, en sagði þó að miklu algengara væri að fuglar væru hlutahvítingjar. Sem dæmi nefndi hann að hann hefði séð skógarþröst með hvítan koll í Fossvogi fyrir um 15 árum, er verið var að veiða fugla í net og merkja. Einnig sagðist hann hafa séð hvítflekkóttan hrafn við bæinn Hamar í Borgarnesi árið 1967. Sagðist hann fyrst hafa haldið að hann væri með ullarlagð í gogginum en síðar séð að hann var með alhvít- an haus og útþynntan svartan lit að öðru leyti, og hefði hann verið brúnleitur að sjá. Sagði Erling að í nokkur ár hefði mikið orðið vart við slíka hrafna í Borgarfirði. Þeir hefðu sennilega allir verið undan sama parinu. Erling lét þess getið að hægt væri að rækta þetta afbrigði og væru hvítar mýs og hamstrar dæmi um slíkt, þessi dýr væru hvítingjar. Einnig sagðist hann hafa heyrt um hvítan górilluapa í dýragarði einum á Spáni. Orðabók Háskóla íslands: Uppflettiorð seðla- safns skráð á töivu Morgunblaðið/ól.K.Mag. Jörgen Pind að störfum við tölvu Orðabókar Háskóla Islands. „VIÐ erum byrjuð á tölvuverkefni sem felst í því að skrá á tölvu öll uppflettiorð í seðlasafninu. í seðla- safni Orðabókar Háskóla fslands má ætla að nú séu um tvær og hálf milljón seðla og mörg dæmi eru um hvern seðil, en við ætlum að skrá hvert einstakt uppflettiorð og reikn- um með það þau verði kannski um 600.000. Við ætlum með öðrum orð- um að skrá hvert orð ásamt ýmsum málfræðilegum upplýsingum, Ld. kyn, tölu, orðflokk og ennfremur mun koma fram í upplýsingunum hvort orðin eru forskeytt, viðskeytt, samsett eða ósamsett. Aldur og fjöldi dæma verður einnig skráður og elsta heimild verður tilgreind," sagði Jón Friðjónsson, stjórnarfor- maður Orðarbókar Háskóla íslands, er hann var inntur eftir framgangi mála þar. „Þegar þessari vinnu er lokið er hægt að láta tölvuna vinna úr þessum upplýsingum á mjög marga vegu. Það er t.d. hægt að láta hana athuga dæmi frá ákveð- inni öld, hvaða dæmi koma kannski bara fyrir á sautjándu öld og hægt er að láta hana finna út t.d. stakyrði sem einhver rithöf- undur notar. Möguleikar eru sem sagt óþrjótandi varðandi það sem hægt er að gera við þessa skrá. Skráin sem slík er þannig bara upphafið, en við höfum sett okkur það markmið að ljúka þessu verk- efni á tveimur til þremur árurn," sagði Jón. Hann sagði mikla vinnu hafa farið í undirbúning og nú væri vinna rétt hafin við að slá upplýsingarnar inn, en aðaláfang- inn væri sá að búið væri að ákveða hvernig skráin á að vera. Jón kvað vonir bundnar við að úr þessu gæti öll frekari orðtaka orðið markvissari og kerfisbundn- ari vegna tilkomu tölvunnar. Hann sagði rétt að taka það fram, að þetta verkefni væri fjármagnað með dálítið sérstökum hætti. „Við fórum af stað með þetta verkefni í vetur og þá voru engar fjárveit- ingar fyrir hendi. Við fórum þá leið að tala við ýmsa aðila sem talið var að hefðu áhuga á þessu verkefni og fara fram á styrki og við höfum fengið þá úr Þjóðhátíð- arsjóði, Vísindasjóði, Rannsókna- sjóði Háskólans og frá Fram- kvæmdastofnun fslands. Einnig hefur fengist vilyrði fyrir styrk frá IBM á ísiandi og Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra hefur sýnt þessu verkefni mikinn skilning og velvilja," sagði Jón og bætti því við að um þessar mundir væru tveir menn í vinnu við þetta verkefni, sem Jörgen Pind hefði yfirumsjón með. Jón Friðjónsson sagði að iokum rétt að taka fram, að þetta verk- efni væri nátengt meginverkefni Orðabókar Háskóla íslands, þ.e. að vinna að útgáfu sögulegrar orðabókar frá upphafi prentaldar á fslandi. Vonast væri til, að með þessu verkefni væri hægt að flýta útgáfu þessarar bókar jafnframt því sem orðtaka yrði markvissari. Jóhann Guðmundsson, forstjóri Framleiðslueftirlitsins: Tölurnar gefa ekki til- efni til ályktana um samræmi eða ósamræmi „ÞAÐ er náttúrlega dálítið erfitt að bera þetta saman við niðurstöð- ur okkar, gæðafiokkun er fengin beint frá kaupendum og raðað niður á dálítið annan hátt en við höfum gert. Það er erfitt að átta sig á því út frá tölum eingöngu hvort um samræmi í mati er að ræða. Maður getur ekki gefið sér það að mat eigi alls staðar að vera eins, það getur ekki verið kvarð- inn. Ef svo væri þyrfti ekkert að vera að meta, menn vissu þá hver niðurstaðan væri. Ástæða þess er einfaldlega sú, að fiskur er mis- munandi," sagði Jóhann Guð- mundsson, forstjóri Framleiðslu- eftirlits sjávarafurða, er Morgunblaðið innti hann álits á skýrslu Fiskifélags íslands. „Þá er það eitt, ekki í þessari skýrslu, heldur í umræðunni, sem orðið hefur um hana. Þar hafa menn verið að bera saman verstöðvar án þess að greina afla eftir veiðarfærum. Það er alveg út í hött vegna þess, að fiskur er mismunandi eftir veiðarfærum. Þarna hefur verið fjallað um netafiskinn og þá hefur meðaltalsútkoman verið á milli 50% og 60% síðustu ár í fyrsta flokk, þannig að þær töl- ur, sem nú eru gefnar út, ættu ekki að koma neinum á óvart. Niðurstöðurnar úr helztu ver- stöðvum á Suðurnesjum eru nokkuð svipaðar. Á vetrarver- tíðinni í fyrra var meðaltalið 57,2% í fyrsta flokk yfir landið. Skýrslugerð í ár er ekki alveg lokið, þannig að óverulegar breytingar geta orðið frá þeim niðurstöðum, sem við höfum nú. Samkvæmt þeim er meðaltalið 58,5%.“ Ber mikið á milli niðurstaðna ykkar og Fiskifélagsins? „Það er erfitt að segja til um það vegna þess hvernig þeir setja þetta upp. Það virðist þó misjafnt, sums staðar ber á milli. Helzt þar sem fiskur hefur ekki verið greiddur eftir mati og eins vegna þess, að Fiskifélagið miðar við vinnslustað fisksins en ekki löndunarstað eins og við. Þetta gerir allan samanburð erfiðan. Ef litið er á netaaflann er þess að geta, að oft er meiri munur á einstökum bátum inn- an sömu verstöðvar en milli verstöðva. Ég held, að af þessum töium sé ekki hægt að draga neinar niðurstöður um ósam- ræmi og kannski heldur ekki um samræmi. Þá er rétt að geta þess, að Garður er ekki löndun- arstaður. Nær öllum fiski, sem þar er unninn, er landað í Sand- gerði og hann metinn þar af sama manni. Sama má segja um Stokkseyri og Eyrarbakka. Nær öllum fiski, sem þar er unninn er landað í Þorlákshöfn og hann metinn þar af sama manni. Það er því hæpið að tala um mis- ræmi í mati á milli þessara staða. Mat getur aldrei orðið algjör- lega samræmt, það er aldrei hægt að hindra, að það verði eitthvað persónubundið. En við köllum matsmennina saman einu sinni til tvisvar á ári og ennfremur fara yfirmatsmenn- irnir til matsmanna nokkrum sinnum í mánuði. Ég held því fram, að ekki sé um neitt stór- kostlegt ósamræmi í mati okkar að ræða. Það, sem hefur háð Fram- leiðslueftirlitinu, er það hve fjárhagurinn hefur verið þröng- ur. Á starfstíma okkar hefur magn framleiddra matsskyldra afurða vaxið um 50 til 60% en mannaflinn um 6 til 7% og hef- ur þetta sniðið okkur mjög þröngan stakk. Ennfremur höf- um við ekki fengið fjárveitingar til tölvuvæðingar og er það orðið meiriháttar vandamál. Við get- um því ekki sent frá okkur skýrslur í líkingu við þá, sem Fiskifélagið hefur nú gert,“ sagði Jóhann Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.