Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1983 23 * Islandsmeistaramót á Topper- seglbátum um helgina fslandsmeistaramót hófst í g«r á Topper-seglbátum, en mótið er hald- ið á vegum Siglingasambands ís- lands. Alls verða sigldar á mótinu fimm umferðir á ólimpíubraut. Keppendur eru um fjórtán frá Ak- ureyri, Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Þá var íslandsmeistaramót á „Optimist“-seglbátum haldið á Fossvogi 15. og 16. júli sl. og kepptu þar 8 krakkar á aldrinum 10—14 ára. Sævar Már Magnússon úr sigl- ingaklúbbnum Ymi, Kópavogi, vann keppnirnar þrjár, sem haldnar voru og titilinn „Islands- meistari á Optimist 1983“. Annar varð Arnar Jónsson úr siglinga- klúbbnum Vogi í Garðabæ og þriðji Stefán Guðjónsson úr sama klúbbi. Stjörnubíó: Gamanmyndin Hanky Panky frumsýnd Bandaríska gamanmyndin Hanky Panky með Gene Wilder í aðalhlut- verki verður frumsýnd í Stjörnubíói í dag. Leikstjóri er Sidney Poitier, en handritið skrifuðu Henry Ros- enbaum og David Taylor. í stuttu máli fjallar myndin um blásaklausan arkítekt, sem af til- viljun flækir sér í alvarlegt saka- mál. Forsagan er sú, að ókunn, ung stúlka biður hann að fara með pakka í póst fyrir sig í New York, sem hann og gerir. í pakkanum reynist vera mikilvæg tölvu- snælda sem margir eru á höttun- um eftir. Atburðarásin færist yfir á vesturströnd Bandaríkjanna, þangað sem arkítektinn og unga stúlkan fara með glæpamenn á hælunum. Leysist gátan í ná- Gene Gilda Wilder Radner grenni Stóra-Gljúfurs með til- heyrandi spennu. Útlaginn í Nýja bíói með enskum texta Á MÁNUDAG verður farið að sýna íslcnzku kvikmyndina Útlagann í Nýja bíói í Reykjavík. Það sem er nýstárlegt við þ«r sýningar er, að nú Leiðrétting f GREIN dr. Jónasar Kristjáns- sonar, „Eru skáldin launa verð“, í blaðinu sl. fimmtudag, var máls- greinin „Við trúum því að bók- menntirnar ... ný vildarverk ís- lenskra rithöfunda" sett í gæsa- lappir, eins og um beina tilvitnun í orð forseta væri að ræða. Svo er þó ekki og gæsalappirnar eiga að falla niður. Biðst blaðið velvirð- ingar á þessum mistökum. verður myndin sýnd eins og er- lendis, með enskum texta neðan- máls. Þarna gefst erlendum sumar- gestum því tækifæri til að sjá ís- lenzka kvikmynd textaða á ensku. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem íslenzk kvikmynd er þannig sýnd hér í kvikmyndahúsum fyrir túr- ista. Útlaginn gengur nú í Noregi við þokkalega aðsókn og bráðlega verður farið að sýna myndina í kvikmyndahúsi í Bretlandi. Þá er búið að selja hana til Ástralíu og til Nýja-Sjálands, að því er Jón Hermannsson tjáði blaðinu. Samningar eru einnig í gangi við Frakka og Kanadamenn um sýn- ingarrétt á henni. Talning íslenzkra útlána í Bæjarbóka- safni Keflavfkur eftir Hilmar Jónsson bœjarbókavörð Að beiðni Félags íslenskra rit- höfunda fór fram talning útlána á verkum íslenskra höfunda í Bæj- arbókasafninu í Keflavík í febrúar 1983. Niðurstöður þessarar taln- ingar voru: Heildarútlán safnsins í febrúar voru 5.427 bækur. Útlán islenskra höfunda: 313 höfundar með 963 bækur eða 17,7%. Vinsælastar voru: 1. Snjólaug Bragadóttir 47 bækur 2. Ingibjörg Sigurðard. 32 bækur 3. Guðbjörg Hermannsd. 31 bók 4. Guðrún frá Lundi 22 bækur 5. Aðalheiður Karlsd. 18 bækur 6. Auður Haralds 13 bækur 7. Ingólfur Margeirsson 11 bækur Athygli vekur að enginn barna- bókahöfundur er meðal hinna efstu. Þarna voru efstir Ármann Kr. Einarsson og Indriði Úlfsson með 9 bækur. Samkvæmt núgild- andi lögum fá rithöfundar greitt fyrir eign verka í almennings- bókasöfnum. Augljóst er af þess- ari talningu að eign og útlán hald- ast ekki í hendur. Dæmi: Eign Útlán Höfundur (bekur) (bekur) Halldór Laxness 190 9 Auður Haralds 21 13 Jenna og Hreiðar 97 0 Hreiðar Stefáns. 10 2 ólafur Jóh. Sigurðss. 66 1 Snjólaug Bragad. 90 47 Krafa rithöfunda um skráningu útlána í almenningssöfnum og greiðslur samkvæmt þeim virðist því eiga fullan rétt á sér. Ef marka má þessa talningu er um mikla sveiflu að ræða; höfundar, sem eiga mjög margar bækur í söfnum, eru sumir ákaflega lítið lesnir. Virðingarfyllst Hilmar Jónsson, bæjarbókavörður Heppilegt er að koma björgunarlínunni fyrir innan á hurðinni í brúna þar sem alltaf ætti að vera hægt að grípa til hennar fyrirhafnarlítið. Slysavarnafélag íslands: Kynnír handhægt björgunartæki Hér sést hvernig kólfinum með línunni í er kastað til þess sem hefur fallið í þessu tilfelli í sjóinn. Einnig er hægt að renna björgunarhring eftir línunni til mannsins ( sjónum. „VIÐ sáum mynd í vetur í þættin- um Nýjasta tækni og vísindi þar sem þessar björgunarlínur voru kynntar," sagði Hannes Hafstein, framkvæmdastjóri Slysavarnafé- lags íslands, þegar hann kynnti nýtt björgunartæki fyrr í vikunni. „Það væri mjög æskilegt að þessi mynd yrði endursýnd og þetta kynnt enn betur fyrir fólki, því hérna er um björgunartæki að ræða sem tvímælalaust getur komið að mjög góðu gagni. Þetta tæki er einfalt í notkun, hand- hægt og það fer sama sem ekkert fyrir þessu, svo ekki ætti að vera kvartað yfir því að það sé pláss- frekt." Björgunartæki það sem þessa umsögn fær, er lítill kastkólfur sem hefur að geyma línu, 40 metra að lengd. Björgunartækið er ætlað til notkunar þegar manneskja fellur í sjó eða vatn og er þá hægt að kasta til hennar björgunarlínunni sem hún getur þá náð taki á og látið draga sig í land. Tækið virkar þannig að hægt er að opna kasthólfin og er þá inn í honum lína, sem hægt er að setja upp á höndina á kastar- anum. Kastarinn kastar síðan kólfinum til þess sem í vatninu er. Dregst þá línan út úr kólfin- um, en hann lendir í vatninu þar sem hann flýtur. Þá er einnig hægt að renna björgunarhring upp á línuna og láta hann renna til manneskj- unnar sem er í hættu stödd. Hannes sagði að tæki þetta væri alveg tilvalið að hafa í bátum og sumarbústöðum sem lægju að vatni. Hann sagði, að einnig væri tilvalið að setja þetta í lögreglubíla, því oft gæti komið til þess að lögreglumenn þyrftu á tæki sem þessu að halda í sínu starfi. Dreifingaraðili þessa björgun- artækis er Slysavarnafélag Is- lands. * Stórbrunínn á Alafossi: Bensín orsök brunans GRUNUR leikur á að íkveikja hafi verið orsök brunans á Álafossi í mars síðastliðnum, þegar litunar- verkstæði verksmiðjunnar brann ásamt miklum ullarbrigðum. Tjónið í brunanum var alls metið á um 40 milljónir króna. Þetta er niðurstaða sem sér- fræðingar Brunamálastofnunar íslands hafa komist að í rannsókn sinni á upptökum brunans, en skýrslan um rannsóknina hefur nú verið send Rannsóknalögreglu ríkisins. Rannsóknin hefur staðið yfir frá því að bruninn varð. Efna- greina þurfti sýnishorn af bruna- stað og er niðurstaðan sú að bens- ín hafi verið notað til þess að kveikja eldinn. Eins og fyrr sagði varð gífurlegt tjón í brunanum á Alafossi, Brunabótafélag íslands og Sjóvá greiddu tjónið. Ekki var hægt að fá þessa frétt staðfesta hjá Rann- sóknalögreglu ríkisins í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.