Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1983 Tilgangslaust að kynna svona efhi án viðhlítandi skýringa — segir Kristján Ragnarsson um skýrslu Fiskifélagsins „ÞAÐ HEFUR allUf verið til gagns að ræða um gæðamál og bera saman gæði afla hinna ýmsu skipa. Við teljum okkur hafa vakið á þessu verulega at- hygli þegar við fórum að gefa út skýrslu um afla togaranna þar sem við lögðum upp úr því hvaða verðmæti skipin kæmu með að landi, ekki hvaða magn. Sú skýrsla hefur vakið mikla athygli útgerðarmanna til dæmis og þeir hafa borið sig saman og við telj- um hana hafa orðið að gagni. Með sama hætti tel ég að þessi skýrsla Fiskifélagsins hefði get- að orðið að gagni ef hún hefði verið betur unnin. Það er að mínu mati tilgangslaust að setja í fjölmiðla efni eins og þetta án þess að gefa viðhlýtandi leiðbein- ingar,“ sagði Kristján Ragnars- son, formaður og framkvæmda- stjóri LÍÚ, er Morgunblaðið innti hann álits á skýrslu Fiskifélags íslands um gæðaflokkun á þorski. „Það sjáum við bezt á forsíðu Tímans síðastliðinn þriðjudag, þegar hann segir að Karlsefni fái lakasta útkomu togara og fái aðeins 35% af þorskafla sínum í fyrsta flokk. Það er mjög mikið atriði í meðferð svona talna að fara með þær rétt og á sanngjarnan hátt vegna þess, að þetta er mjög viðkvæmt og þetta veldur mikl- um sárindum ef menn eru hafðir fyrir rangri sök. Hvað þetta dæmi varðar tel ég, að í þessa skýrslu eigi ekkert erindi togarar, sem eru með minni þorskafla en 300 lestir. f tilfelli Karlsefnis er verið að bera saman við aðra togara gjör- ólíka hluti. Á bak við þetta hlutfall hans stendur ein lest af þorski. Þetta magn berst á land með karfa úr einni veiði- ferð og við vitum að þorskur spillist þegar hann kemur í vörpu með miklum karfa og þetta á þar af leiðandi ekkert skylt við gæðasamanburð. Þess vegna skil ég vel óánægju eig- enda Karlsefnis með þessa frétt. Það sama finnst mér, þegar verið er að bera saman gæði milli landshluta eða milli verstöðva án þess að vekja at- hygli á því, sem líka má sjá í þessari skýrslu. Það er ekki hægt að bera saman Grindavík pg Isafjörð sem verstöðvar. Á ísafirði er eingöngu um að „MÁLIN ganga þannig fyrir sig, að þcgar fiski er landað er gefin út vigtarnóta og matsnóta frá Framleiðslueftirlitinu. Þessar nótur fara síðan til fiskkaupand- ans og út frá þeim reiknar hann út skiptingu í gæðaflokka og verðmæti aflans. Fyrir þremur árum settum við í gang nýtt form eyðublaða, sem er svo til ein- göngu notað í viðskiptum milli báta og stöðva. Eitt afrit þessa fer síðan til Fiskifélagsins, eitt til bátsins og einu heldur kaup- andinn. Út frá þessum gögnum vinnum við,“ sagði Jónas Blöndal hjá Fiskifélagi íslands, ræða línu og botnvörpu, sem við vitum að skila miklu betra hráefni en netin. Ef við stund- um netaveiðar þýðir það að einhver hluti aflans spillist. Þess vegna er hægt að bera saman afla dreginn í net í mis- munandi verstöðvum milli mis- munandi skipa. Með sama hætti höfum við ekkert með það að gera að sjá nokkur hundruð kílóa afla nokkurra skipa. Það þarf að finna út úr þessu aðalatriðin og þau er hægt að sjá með því að bera saman til dæmis netaafla 1 mismunandi verstöðvum og þá kemur í ljós, að netaafli er ótrúlega misjafn, sem ég held er Morgunblaðið innti hann eftir því hvers vegna ekki væri stuðst við matsnótur Fram- leiðslueftirlits sjávarafurða í skýrslu Fiskifélagsins um gæðaflokkun þorsks. „Síðan koma undantekn- ingarnar. Það er þegar um svokallaðar fjölskylduútgerðir er að ræða, þar sem sami hóp- urinn sér bæði um öflun hrá- efnis og vinnslu, að ekki er far- ið eftir matinu, heldur líklega gert upp á grundvelli afurða- verðs. Því er ekki gert upp samkvæmt matsnótu, en okkur tilkynnt að allur aflinn hafi að mótist ekki af mismunandi gæðum aflans eins og fram kemur í þessum tölum, heldur í mjög handahófskenndu mati ferskfiskeftirlitsins, sem hefur sætt mikilli gagnrýni útvegs- manna og sjómanna á undan- förnum árum fyrir að vera til- finningamat en ekki raunhæft mat. I þessu efni höfum við lagt áherzlu á, að matsmenn væru færðir á milli staða, þannig að í ljós kæmi saman- burður því í sjálfu sér vinna engir tveir menn þetta eins. Það væri til mikils gagns að færa menn þannig á milli staða þannig að hægt væri samræma þetta sem allra mest. farið í fyrsta flokk. Þá er einn- ig um þau tilfelli að ræða þegar aflinn er unninn um borð eins og í Örvari og Hólmatindi. Þessi tilfelli er mjög fá og skipta ekki máli í heildinni. Langmest eru þetta eðlileg viðskipti og þó sami eigandi sé bæði að útgerð og fiskvinnslu, getur hann ekki hagrætt mat- inu nema hann greiði áhöfn- inni í samræmi við það. Því er þar varla um tilfærslu upp eða niður að ræða. Við teljum því, að í öllum aðalatriðum sé un. rétta gæðaflokkun að ræða í skýrslunni.“ 15 Hér er einfaldlega um verð- ákvörðun að ræða. Þetta er framhald verðákvörðunar Verðlagsráðs á gæðaflokkum fisks. Eg undrast líka orð fiski- málastjóra, þegar hann talar um að auka þurfi verðmun á gæðaflokkum. Það mundi breyta þessu máli. Mér finnst, að þá þurfi menn að íhuga að þriðji flokkur nú er 50% af verði fyrsta flokks. Þess vegna hljóta menn að gera allt sem þeir geta til þess að koma í veg fyrir að fá fiskinn metinn í þriðja flokk. Nú er verð annars flokks fisk 77% af verði fyrsta flokks. Á síðasta ári voru hlutföllin 85% og 60%, þannig var með samakomulag veiða og vinnslu um síðustu áramót gerð breyting til að auka verð- muninn. Þetta þýddi það, að fyrsta flokks fiskurinn hækk- aði á kostnað hinna flokkanna. Þarna var gert mikið átak í þessum tilgangi og líka frá sjónarmiði Verðlagsráðsins í samræmi við breyttar mark- aðsaðstæður á skreið. Ég tel að þessar upplýsingar Fiskifélagsins eigi að vera opinberar, eigi ekki að vera neitt leyndarmál og vísa al- gjörlega á bug þeim hugmynd- um manna, að ekki hafi verið hægt að birta þetta vegna veiða útlendinga hér, þær hafa ekki nokkurn skapaðan hlut að gera með það hvernig við för- um með afla okkar. Það á alla tíð að liggja fyrir hvernig afli okkar flokkast og hvernig með hann er farið. Hinu spillir þessi skýrsla, að hún er gerð eftir upplýsingum fiskkaup- enda, þar sem kemur í ljós eftir hvaða flokkum fiskurinn hafi verið greiddur þótt hann hafi verið metinn öðruvísi. Það er slæm aðferð við yfirborgun á fiski, að borga mönnum fullt verð fyrir allan fisk. Með því er eyðilagður hvatinn að því að koma með góðan fisk að landi. Miklu eðlilegra er, geti menn borgað hærra fiskverð en Verð- lagsráð ákveður, að það sé gert með hreinum verðbótum,“ sagði Kristján Ragnarsson. í öllum aðalatriðum um rétta gæðaflokkun að ræða — segir Jónas Blöndal um yfirlit Fiskifélagsins um gæðaflokkun þorsks Islandskynn- ing á Coke dós- um í Hollandi yÓNEITANLEGA er þetta ákveðin Islandskynning og kynning á Arnar- flugi,“ sagði Stefán Halldórsson hjá Arnarflugi, í samtali við Morgun- blaðið, er hann var inntur út í sam- starf hollenskrar ferðaskrifstofu og Coca-Cola í Hollandi, en samkvæmt því er ferðagetraun sett á 12 milljón- ir dósa af Coke. „í getrauninni, sem fer þannig fram, að viðkomandi þarf að skila inn a.m.k. 10 lokum af Coke-dós- um ásamt svörum, eru 1. verðlaun ferð til Bandaríkjanna en 2. verð- laun eru ferð til Islands með Arn- arflugi," sagði Stefán ennfremur. Stefán sagði að þátttakendum yrðu sendar myndir frá viðkom- andi stöðum ásamt upplýsingum um land og þjóð, en þar væri auk þess fjallað um Arnarflug. „Þetta er því óneitanlega ákveðin kynn- ing,“ sagði hann að lokum. VJterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! syningarsalur Opiö frá 9—18 daglega Vegna mikillar söly undanfariö þá vantar i sal- inn og á söluskrá notaöa Daihatsu-bíla. u-umbcdid, 23, stmar 85870 — 81733. í f 5 1111 i I■#•MMa illlilÍflÍiJiÍUiiiUJiUUlJ IJLIJL í k * kk i *. i K t lt«« ««

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.