Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1983 Sandinistar Menn úr borgarasyeitum herstjórnar sandinista í Nicaragua við hátíð- arhöld á þriðjudag í tilefni fjögurra ára afmslis valdatöku sandinista. Skothríð á fiskibáta við strönd Nicaragua Managua, 22. júlí. AP. Dómsmálaráðuneyti Nicaragua til- kynnti í dag, að þrír eftirlitsbátar frá El Salvador hefðu í dag ráðist með skothríð á fiskibáta frá Nicaragua. Sagði í tilkynningunni, að eftirlits- bátarnir heföu skotið af vélbyssum í þrjá klukkutíma á sjómennina, en fiskibátarnir segir ráðuneytið að hefi verið innan landhelgi Nicaragua. Talsmaður dómsmálaráðuneyt- isins sagði engan hafa særst í árásinni, en atvikið átti sér stað á Fonseca-flóa. Hann sagði eftir- litsbátana hafa komið auga á fiskibátana í morgunsárið og haf- ið þá skothríð, en síðan elt þá. Eftirlitsbátarnir hættu eftirför- inni, þegar skip frá strandgæslu Nicaragua birtist við sjóndeild- arhringinn. Nora Astorga, sem gegnir nú stöðu utanríkisráðherra, mót- mælti í fyrrinótt framferði eftir- litsbátanna við Fidel Chavez utan- ríkisráðherra E1 Salvador. Talsmaður dómsmálaráðuneyt- isins í Nicaragua kvað utanríkis- ráðherrann hafa sagt, að árásin græfi undan friði í Mið-Ameríku og slíkt mætti ekki endurtaka sig. Stjórnvöld í Nicaragua kváðu á miðvikudag tvo eftirlitsbáta frá Hondúras hafa einnig ráðist á eft- irlitsbát frá Nicaragua, er hann var á siglingu innan landhelgi landsins undan Punta San Jose- borg. Sjö Greenpeace- mönnum skilað ERLENT Nome, Aluka, 22. júlí. AP. SKIP Greenpeace-samtakanna, Rain- bow Warrior, lagði í dag upp frá Al- aska áleiðis út á Beringshaf til þess að fara til móts við 7 meðlimi samtak- anna, sem teknir voru höndum af sov- éskum yfirvöldum fyrr í þessari viku. Með í þessari ferð Rainbow Warrior eru um 50 manns, þar á meðal bæjarstjórinn í Nome, sem var útnefndur fulltrúi Bandarikja- stjórnar í þessu máli. Sjömenningarnir, sex Banda- ríkjamenn og Kanadamaður, hafa verið í haldi í Síberíu frá því á mánudag eftir að hafa dreift þar Rússar óttast að Gary Kasparov flýi Los Angelos, 22. júlí. AP. HINN landflótta stórmeistari Viktor Korchnoi sagði á blaða- mannafundi í gær, að Sovétmcnn væru smeykir við að senda Gary Kasparov stórmeistara á taflmótiö í Pasadena í Bandaríkjunum, sem hefjast átti 29. júlí nk., af ótta við að hinn sovéski stórmeistari strjúki úr umsjá þeirra og biðji um pólitískt hæli í Bandaríkjunum. Sigurvegari taflmótsins í Pasa- dena mun tefla við sigurvegara sams konar taflmóts í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæm- unum. Sá sem ber sigur úr býtum í þeirri viðureign mun síðan skora á heimsmeistarann Anatoly Karp- ov frá Sovétríkjunum. „Sovésk yfirvöld eru hrædd við kapítaiísk áhrif, sem Kaspa- rov kann að verða fyrir í Banda- ríkjunum," sagði Korchnoi. „Þau eru einnig ánægð með Karpov og hann er í náðinni hjá stjórn- arnefnd kommúnistaflokksins. Þar sem þeir telja Kasparov hafa möguleika á því að sigra mig, óttast þeir einnig, að hann kunni að sigra Karpov. Og það væri þeim ekki að skapi." Tim Redman forseti Banda- ríska skáksambandsins sagði í samtali við fréttamenn, að hann hefði frestað skákmótinu í Pasa- dena fram til 5. ágúst, en sigur- vegari mótsins mun hljóta 50 þúsund Bandaríkjadali. „Það er of mikilvægt fyrir þá að mæta,“ sagði Redman. „Ef Kasparov kemur ekki, eða verður of seinn, þá gefur hann þar með mótið." Þeir sem keppa í Abu Dhabi eru sovéski stórmeistarinn Vassily Smyslov og ungverski stórmeistarinn Zoltan Ribli. Kúbumenn fá færri hergögn WaRhington, 22. júlí. AP. TALIÐ er að vopnaflutningar Sovétmanna til Kúbu kunni að dragast saman í ár vegna óvenjulega mikilla flutninga undanfarin tvö ár. Kemur þetta fram í skýrslum frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu, sem birtar voru í gær til þess að sýna fram á fyrirætlanir Sovétmanna og Kúbumanna í Mið-Ameríku. Hótaði Nixon Ford öllu illu? Wa.shington, 22. júlí. AP. í TÍMARITINU Atlantic Maga- zine er haft fyrir satt, að daginn áður en Gerald Ford Bandaríkja- forseti náöaði Richard Nixon í Watergate-málinu, hafi Nixon hringt í Ford forseta og hótað að lýsa því yfir opinberlega, að forset- inn hefði lofað náðun í skiptum fyrir embætti sitt, náðaði Ford hann ekki. Höfundur greinarinnar, Sey- mour Hersh, segir í tímaritinu, að Nixon hafi hringt í Ford for- seta 7. september 1974, en sam- tímis var ráðgjafi forsetans í San Clemente-borg í Kaliforníu að ræða við Nixon og fulltrúa hans um þá skilmála, sem settir voru fyrir náðun. „Forsetinn varð æfur við símhringinguna," ritar Hersh, en hann segist hafa fréttina frá fyrrum ráðgjöfum Fords, sem þó eru ekki nafn- greindir. Gerald Ford hefur neitað því, að hann hafi fengið umrædda símhringingu og skrár Hvíta hússins sýna ekkert í þá átt. Laurie Circle, aðstoðarmaður Fords, sagði á skrifstofu hans í dag í Vail-borg í Kólóradóríki, að „hann hefur ekki enn séð greinina, en mun gefa út yfirlýs- ingu varðandi efnið þyki honum ástæða til.“ Delores Dynes, ritari á skrif- stofu Nixons í New York-borg, sagði hann ekki hafa neitt um greinina að segja. Samkvæmt upplýsingum varn- armálaráðuneytisins voru um 20.000 tonn af vopnum og öðrum herbúnaði flutt til Kúbu fyrstu sex mánuði þessa árs. Nema komi til stórfelld aukning á þessum flutningum á síðari hluta ársins munu vopnaflutningar til Kúbu verða talsvert minni en á síðasta ári þegar þeir námu 68.000 tonn- um. Árið 1981 var sambærileg tala 66.000 tonn. Jafnframt skýrði varnarmála- ráðuneytið frá því, að heldur fleiri sovéskir hermenn væru nú á Kúbu en vanalega, en það gæti verið í tengslum við sameiginlegar æf- ingar herja þjóðanna að undan- förnu. Laus eftir eitt ár í klóm ræningia W auKinirtnn 99 inlí AP 1W W æthinglon, 22. júlí. AP Dr. David Dodge, rektor amer- íska háskólans í Beirút, var nýlega látin laus eftir eitt ár í haldi mann- ræningja, sem rændu honum á há- skólalóðinni 19. júlí í fyrra. Bandaríkjastjóm hefur þakkað stjórn Sýrlands „mannúðarstörP' fyrir þátt hennar í að fá Dodge lausan. Dodge var við hestaheilsu er hann varð loks frjáls á ný. Tveir vopnaðir menn námu hann á brott í fyrra og sagði námsmað- ur, sem var vitni að ráninu, að mennirnir hefðu hrópað „Amal“ er þeir óku á brott, en það er heiti á vopnuðum sveitum líb- anskra shíta, sem styðja fran að málum. Mikil leynd hvílir yfir þvi hvernig tókst að fá Dodge lausan eða í hverra haldi hann var, en bandarískur embættismaður, sem vildi halda nafni sinu leyndu, gaf til kynna að skæru- liðasveitir shíta hefðu rænt hon- um. bæklingum, þar sem lýst var andúð á hvalveiðum. Eftir því sem næst verður komið verður föngunum skilað um borð í Rainbow Warrior um 200 mílur suðvestur af Nome og um 40 mílur frá sovésku strandlengjunni. Greenpeace-samtökin hafa lýst því yfir, að þau hafi í fórum sínum filmur er sýni hvernig Sovétmenn vinna minkafóður úr hvalkjöti. Er slíkt brot á alþjóðareglum um hvalveiðar. Hafa samtökin skýrt frá því, að þau hyggist sýna film- una á fundi Alþjóðahvalveiðiráðs- ins í Brighton á Englandi. Fulltrúar samtakanna báru í dag fram mótmæli við einn fulltrúa Sovétmanna á ráðstefnu Alþjóða- hvalveiðiráðsins vegna vinnslu hvalkjöts í minkafóður. Neitaði sovéski fulltrúinn að vita nokkuð um þetta mál og bandaði Greenpeace-mönnum frá sér. Vildi hann ekki taka við eintaki af film- unni, sem sýnir vinnslu hvalkjöts- ins í loðdýrafóður. Veöur víöa um heim Akurayri vantar Amsterdam 27 heióskírt Aþena 33 heiðskfrt Bangkok 34 heíðskírt Belgrað 23 heiðskírt Berlín 23 skýjað BrUssel 26 heiðskfrt Buenos Aires 15 skýjað Chicago 35 skýjað Dyflinni 20 skýjað Frankfurt 21 heiðskírt Genf 30 heiðskírt Havana 30 heiðskírt Helsinkí 17 skýjað Hong Kong 31 heiðskírt Jerúsalem 29 heiðskírt Jóhanneserborg 20 heiðskirt Kaíró 36 heiðskfrt Kaupmannahöfn 18 skýjað Las Palmas vantar Lissabon 25 heiðskýrt London 27 heiðskfrt Los Angeles 25 heiðskírt Madríd 33 heiðskfrt Málaga vantar Mallorca vantar Mexíkóborg vantar Miami 31 skýjað Montreal 24 rigning Moskva 21 skýjeð New York 35 heiðskirt Osló 20 skýjað Parfs 26 skýjað Reykjavík vantar Peking 35 skýjað Rió 21 skýjað Róm 38 hoiðskfrt Seúl 30 heiðskírt San Francisco vantar Stokkhólmur 16 skýjað Sydney 15 heiðskfrt Tókýó 28 skýjað Vancouver vantar Vín 29 heiðskýrt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.