Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1983 25 Spjallað um útmrp og sjóiwarp „Og helsta tungumálakennarann hérlendis, hann Andrés okkar Önd“ — eftirÓlaf Ormsson Hlustendakönnun Ríkisút- varpsins er nýafstaðin. Crslit eru kunn og fátt kemur svo sem á óvart. Niðurstöður eins og bú- ast mátti við. Vinsælasta út- varpsefnið eru þættirnir Mér eru fornu minnin kær, Kvöldgestir, Gull í mund, Daglegt mál, Út og suður, Lög unga fólksins, óska- lög sjúklinga, Syrpurnar, Á tali og Næturvaktin. Af sjónvarps- efni sem þjóðinni líkar best og mestra vinsælda nýtur er efst á blaði hinn margrómaði Dallas- þáttur, sakamálaþátturinn þýski Derrick, Tommi og Jenni, ævin- týri kattarins og músarinnar og íslensk leikrit og íslenskir skemmtiþættir. Fréttir eru einnig vinsælar í sjónvarpi og útvarpi og má það furðulegt teljast þar sem mest fer fyrir ótíðindum af fólki, þjóðarleiðtogum sem venjulegu alþýðufólki og fátt um fréttir af fólki sem lifir í nánum tengslum við landið og náttúruna og varla nokkrar fréttir af fögru mann- lífi. Hlustendakannanir eru ágætar og þurfa að fara fram helst árlega þannig að starfsfólk ríkisfjölmiðlanna fái sem bestar upplýsingar um afstöðu fólks til hinna ýmsu dagskrárliða. Dag- skrárdeildir útvarps og sjón- varps haga þá væntanlega dagskrárgerð í samræmi við áhuga fólks og óskir. Hermann Gunnarsson, íþróttafréttamaður útvarpsins, hefur verið í sumarleyfi í vor og fyrripart sumars og var sárt saknað af bæði íþróttaáhuga- mönnum og einnig þeim sem lít- inn áhuga hafa á íþróttum. Hann er nú aftur kominn til starfa og lífgar strax uppá til- veruna með sínum ágæta húmor: Föstudaginn 15. júlí lýsti Her- mann Gunnarsson frá Akureyri leik Þórs og KR á þann hátt sem honum einum er lagið. Gamlir knattspyrnuáhugamenn sem fóru á völlinn þegar Ríkharður, Hermann Gunnarsson Þórólfur og aðrir snillingar frá sjötta áratugnum voru uppá sitt besta, en hafa síðan misst áhug- ann höfðu á orði er þeir hlustuðu á lýsingu Hermanns: „Þeir kunna þá að sparka bolta." Her- mann er sem sagt kominn úr sumarleyfi og fámennur flokkur húmorista við ríkisfjölmiðlana hefur endurheimt einn af sínum bestu sonum. Jón gamli, persóna í leikriti Þorsteins Marelssonar, „Hús- næði í boði“ sem flutt var í út- varpi fimmtudagskvöldið 14. júlí er manna ólíklegastur til að taka þátt í hlustendakönnun. Gamli maðurinn býr einn { eigin ibúð með páfagauki og er einstaklega sérvitur og sérstæður. Jóhann Hjálmarsson er þegar búinn að fjalla ítarlega um verk Þorsteins í Morgunblaðinu og því ekki ástæða til að hafa mörg orð um leikritið hér í þessu spjalli. Val- ur Gíslason var hreint frábær í hlutverki Jóns gamla í þessu ágæta verki Þorsteins Marels- sonar og þau Sigrún Edda Björnsdóttir og Jóhann Sigurðs- son fóru snoturlega með sín hlutverk. Þorsteinn er í greini- Þráinn Bertelsson legri framför sem leikritahöf- undur. Sjónvarpið endursýndi „Dafne". Leikrit eftir James Bridie laugardaginn 16. júlí. Laurence Oliver bjó verkið til flutnings í sjónvarpi og leikur jafnframt aðalhlutverkið ásamt Joan Plowright, Arthur Lowe og Bryan Marshall. Leikurinn ger- ist skömmu eftir síðari heims- styrjöld og fjallar um baráttu kynjanna og kynslóðabilið. Mjög svo frambærilegt verk og ágæt kvöldskemmtun. Leikarar í aðal- hlutverkum mjög góðir og sér- staklega Laurence Oliver í hlut- verki ættarhöfðingjans. Laur- ence Oliver er tvímælalaust einn fremsti leikari sem uppi hefur verið fyrr og síðar og ég skora á sjónvarpið að sýna fleiri leikrit með þessum mikla listamanni. Af nógu er að taka, meistarinn hefur langan starfsaldur að baki, var byrjaður á þriðja ára- tugnum. Jón Ormur Halldórsson, lög- fræðingur, fyrrverandi aðstoðar- maður forsætisráðherra og rit- höfundur spjallaði við út- varpshlustendur í miðnætur- rabbi laugardagskvöldið 16. júlí. Ræddi hann um tilveruna, bjart- sýni og bölsýni, heimsendaspár, Dallas-fjölskylduna og eiginlega allt milli himins og jarðar. Hann sagði frá mönnum sem hefðu endurskoðað afstöðu sína varð- andi fyrri hugmyndir um þjóð- félagsmál, aðallega róttækling- um á vinstri væng sem væru að átta sig á að það sem þeir trúðu á áður er hið versta afturhald. Spjall Jóns Orms var skemmti- legt. Gott innlegg í umræður um lífið og tilveruna á trylltri öld. Alltaf er jafngaman að heyra í Þráni Bertelssyni í útvarpsþætti hans „Það var og“. Þátturinn er á sunnudögum síðdegis og fjöl- margir hlusta að staðaldri. Sunnudaginn 17. júli spjallaði Þráinn um tungumálakunnáttu landsmanna og helsta tungu- málakennarann hérlendis hann Andrés okkar Önd sem kemur í myndablöðum bæði á íslensku og dönsku. Þráinn las yfir mergjað- an texta og spurðist fyrir um hugsanlegan þýðenda á erlend tungumál. Þráinn Bertelsson hefur óvenju skemmtilegt skop- skyn og ágætt að hann er nú aft- ur byrjaður með útvarpsþátt sinn eftir nokkurt hlé. „Eitt og annað um borgina" heitir þáttur í umsjón þeirra Símonar Jóns Jóhannssonar og Þórdísar Mósesdóttur, sem var á dagskrá útvarps klukkan níu sunnudagskvöldið 17. júlí. Höf- uðborgin, Reykjavík, var tekin fyrir í ljóði, sögu og tónlist og svo til allt efni þáttarins ljóð, saga eða tónlist hefur verið flutt margoft áður i útvarpi og hefði alveg mátt koma með eins og eitt nýtt frumort ljóð eða nýja sögu um borgina í þessa þætti. Birna Þórðardóttir, fyrrver- andi ritstjóri Neista, málgagns Fylkingarinnar, sem er deild í fjórða alþjóðasambandi Trotskyista flutti erindi í þætt- inum „Um daginn og veginn" í útvarpi mánudaginn 18. júlí að loknum kvöldfréttum. Birna er mælsk, flytur mál sitt vel og hef- ur greinilega aflað heimilda víða að áður en hún samdi erindið til flutnings í útvarp. Það var tölu- verður fróðleikur í erindinu um morðtæki nú á dögum og „þjóð- frelsisstríð". Eins og við var að búast úr herbúðum þar sem kommúnistaávarpið er skyldu- lesning og trúarrit var erindið að verulegu leyti áróður gegn Bandaríkjunum og bandarískum stjórnvöldum. Birna er ekki sósí- aldemókrati, hún fylgir enn gamla Marx að málum og gamla Lenín, trúir enn á hamingju í sósíalisku þjóðfélagi, hundrað manna miðstjórnar og tíu þús- und manna öryggislögreglu, þar sem hin nýja stétt drottnar yfir lífi fólksins. Slíkt þjóðfélag verð- ur auðvitað aldrei á íslandi, landsmenn eru vel upplýstir um það böl er fylgir sósíalisku þjóð- félagi. Nýr breskur sakamálaþáttur „í vargaklóm" (Bird of Prey) 1. þáttur. Leyniskýrslan hóf göngu sína í sjónvarpi þriðjudagskvöld 18. júlí. Þættirnir eru fjórir og líklegt að hér sé um ágæta af- þreyingu að ræða. Það er viss spenna í þessum þætti og hann er ólíkur þeim sakamálaþáttum sem hér hafa verið sýndir í sjónvarpi. í aðal- hlutverki, hlutverki tölvufræð- ings í þjónustu ríkisins, sem fær veður af alþjóðlegri fjársvika- starfsemi, er Richard Griffiths og tölvufræðingurinn er mjög svo alþýðlegur, enginn dýrlingur og er það ágætt því nóg var kom- ið af hetjudýrkuninni í breskum sem bandarískum sakamálaþátt- um. Dagskrá sjónvarpsins í júlí- mánuði hefur verið á núllpunkti ef svo má að orði komast. Fyrir utan þættina um mannsheilann, kennslukonuna Jean Brodie og nú síðast þennan nýja breska sakamálaþátt, þá er ekkert á dagskránni sem ég tel þess virði að hrósa. Um helgar eru að vísu sýndar gamlar kvikmyndir sem sumar eru ágætar en aðrar lé- legar. Ég efast um að það hafi borgað sig fjárhagslega fyrir sjónvarpið að vera með útsend- ingar í júlímánuði, auglýsingar eru t.d. í lágmarki. Fyrir fólk sem dvelur á sjúkrahúsum eða af einhverjum ástæðum á ekki heimangengt er þó sennilegt að sjónvarpið hafi stytt því stundir og er það vel. Að lokum vil ég bjóða Helga Pétursson velkominn til starfa hjá útvarpinu eftir nokkurra ára dvöl í Bandaríkjunum. Helgi er mjög góður fréttamaður og pistl- ar hans að vestan hafa vakið at- hygli fyrir vönduð vinnubrögð. raðauglýsingar raðauglýsingar raðauglýsingar tilboö — útboö Útboð Óskaö er eftir tilboðum um endurtryggingu á brunatryggingum húseigna í Reykjavík, frá 1. janúar1984. Útboðsskilmálar og nánari upplýsingar fást í afgreiðslustofu Húsatrygginga Reykjavíkur, Skúlatúni 2. Tilboð verða opnuð þriöjudaginn 20. sept- ember 1983, kl. 16.00, í fundarsal borgar- stjórnar, Skúlatúni 2, Reykjavík. Borgarstjórinn í Reykjavík, 20. júlí 1983. Utboð Verbúðir hf. Höfn óska eftir tilboöum í að gera fokhelda þjónustuálmu verbúöa félags- ins á Höfn. Lokiö er við að steypa grunnplötu hússins. Útboösgögn verða afhent hjá Guðmundi Jónssyni byggingameistara, Bogaslóð 12, Höfn og hjá Hönnun hf., Höföabakka 9, Reykjavík, frá og með mánudeginum 25. júlí gegn 2.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu KASK Hafn- arbraut 4, Höfn, fimmtudaginn 11. ágúst nk. kl. 17.00. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 1., 3. og 9. tbl. Lögbirt- ingablaðsins 1982 á iðnaðarhúsnæði viö Ránargötu á Seyðisfirði, talin eign Magnúsar Sigurðssonar, fer fram á eigninni sjálfri, fimmtudaginn 28. júlí 1983, kl. 11.00. Sam- kvæmt kröfum Framkvæmdastofnunar ríkis- ins, lönlánasjóðs, Árna Halldórssonar hrl., Ólafs Axelssonar hrl. og Vilhjálms Vilhjálms- sonar hdl. Bæjarfógeti Seyöisfjaröar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.