Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1983 Guðspjall dagsins: MatL7.: Um falsspámenn Lágmessa kl. 14. Bænahald kl. 17. Eftir bænahaldiö veitir hinn nývígöi prestur kirkjugestum blessun sína. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11. KFUM & KFUK, Amtmannsstíg 2B: Samkoma kl. 20.30. Ræöu- menn: Kristín Sverrisdóttir og Málfríöur Finnbogadóttir. KAPELLA ST. Jósefssystra í Garðabæ: Hámessa kl. 14. KAPELLAN ST. Jósefsspítala, Hafnarf.: Messa kl. 10. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga er messa kl. 8. KEFLAVÍKUR- og Njaróvíkur- prestaköll: Lesmessa í Keflavíkukirkju kl. 11. Almennur safnaöarsöngur. Organisti Gróa Hreinsdóttir. Sr. Þorvaldur Karl Helgason. HVERAGERÐISKIRKJA: Almenn guösþjónusta kl. 14 á vegum elli- heimilisins Grundar og Félags fyrrverandi sóknarpresta. Sr. Þorsteinn Björnsson messar. ÞINGVALLAKIRKJA: Almenn samkoma veröur í kvöld kl. 21. Starfshópur í Grensáskirkju ann- ast dagskrá, en kvöldinu lýkur með náttsöng. Guösþjónusta veröur á morgun sunnudag kl. 14. Kristján Björnsson stud. theol. prédikar og stýrir helgi- haldi. Aörir starfsmenn Þjóö- garösins á Þingvöllum aöstoöa viö athöfnina. Söngstjórn er í höndum Jóns Sveinssonar. Sóknarprestur. HAFNARFJARÐAR-, Garöa- og Víöistaöaprestaköll: Guós- þjónusta í kapellu Víöistaöa- sóknar kl. 10. (Ath. breyttan messutíma.) Sr. Siguröur H. Guömundsson. Afkomendur Þuríðar Sigurðardóttur og Sigurláss Þorleifssonar, sem lengst af voru kennd við Reynistað í Vest- mannaeyjum, komu saman í Þrastarlundi við Selfoss um síðustu helgi. Alls voru þar saman komin um 70 manns, sem hylltu ættmóðurina, Þuríði, en Sigurlás lést fyrir nokkrum árum. A meðfylgjandi mynd má sjá Þuríði í miðjum hópi afkomenda og tengdafólks. Ljósm. Mbl. - GBerg Vegna biskupsvígslu í Skál- holti veröa guösþjónustur í pró- fastsdæminu kl. 10.00 irdegis. (Vinsamlegast athugiö breyttan messutíma.) ÁSPRESTAKALL: Minnt er á messu í Laugarneskirkju kl. 10. Sóknarprestur. BÚST AÐAKIRK JA: Guösþjón- usta kl. 10. Einar örn Einarsson syngur einsöng og Hrönn Geirlaugsdóttir leikur á fiðlu. Organisti Guöni Þ. Guömunds- son. Sr. Solveig Lára Guö- mundsdóttir. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 10. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friöriksson. Sr. Agn- es Siguröardóttir. Kl. 5, sunnu- dagstónleikar í kirkjunni. Dóm- organistinn Marteinn H. Frið- riksson leikur á orgeliö í 30—40 mínútur. Aögangur ókeypis. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guös- þjónusta sunnudaginn 24. júlí kl. 10. Sr. Lárus Halldórsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 10. Andreas Schmidt bariton syngur einsöng. Sr. Ragnar Fjal- ar Lárusson. Þriöjudagur 26. júlí kl. 10.30 árdegis, fyrirbænaguös- þjónusta. Beöiö fyrir sjúkum. Miövikudagur 27. júlí kl. 22.00, náttsöngur. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 10. Sr. Tómas Sveinsson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guösþjón- usta kl. 10. Sr. Þorbergur Krist- jánsson. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 10. (Athugiö breyttan tíma.) Jó- hanna Möller syngur einsöng. Síöasta messa fyrir sumarfrí og námsleyfi sóknarprests. Þriöju- dagur 26. júlí, bænaguösþjón- usta kl. 18. Sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson. NESKIRKJA: Guösþjónusta kl. 10. (Athugiö breyttan tíma.) Fyrirbænamessa miövikudag kl. 18.20. Sr. Guömundur Óskar Ólafsson. SELJASÓKN: Guösþjónusta kl. 10 í Ölduselsskóla. Fimmtudagur 28. júlí, fyrirbænasamvera í Tindaseli 3, kl. 20.30. Sóknar- prestur. HVÍT ASUNNUKIRK J AN Ffla- delfía: Safnaöarguösþjónusta kl. 14. Ræöumaöur Einar J. Gísla- son. Almenn guösþjónusta kl. 20. Ræöumenn Hinrik Þorsteins- son og fleiri. Samskot til skálans. DÓMKIRKJA Krista Konungs Landakoti: i dag, laugardag, veröur prestsvígsla kl. 10. Biskup kaþólskra á íslandi, dr. Hinrik Frehen vígir Hjalta Þorkelsson. A sunnudaginn lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Sr. Hjalti Þorkelsson les fyrstu messu sína. Hálfdán Ksrlsson að leiðbeina einum áhugasömum á kynningunni á Hótel Loftleiðum Kristján Q. Skagfjörð: Kynntu einkatölvur á Hótel Loftleiðum Á VEGUM umboðs og heildverslun- arinnar Kristján Ó. Skagfjörð var í gær haldin kynning á einkatölvum frá Digital. Kynningin var í Krystal- sal Hótel Loftleiða og að sögn Hálf- dáns Karlssonar, markaðsfulltrúa, var góð aðsókn að kynningunni og mikill áhugi. Hálfdán sagði að þeir hefðu fengið hingað til lands sér- fræðinga frá Digital í Danmörku og Englandi í því skyni að aðstoða við kynninguna, en fyrirtækið hefur ekki áður verið með svonefndar einkatölvur á boðstólum þó svo það hafi selt Digital-tölvur allt frá árinu 1975. Hálfdán sagði ennfremur að Kristján ó. Skagfjörð hefði fram að þessu selt um 100 tölvukerfi frá Digital til iðnfyrirtækja og í beinu framhaldi af því væri nú verið að fara út í innflutning á einkatölv- um. Kynntar voru þrjár tegundir tölva í Krystalsalnum, Rainbow 100, Professional 325 og Profess- ional 350, en það eru tölvur sem kynntar hafa verið víðsvegar er- lendis nýlega. Hálfdán sagði að hægt væri að tengja þessar tölvur við öll stærri tðlvukerfi frá Digital og einnig stærri tölvur frá öðrum fyrirtækj- um. Þá er einnig hægt að nota Professional-tölvurnar sem sjálfstæðar vinnslueiningar. Hann sagði að til að byrja með yrði það stefnan varðandi þessar tölvur að leggja áherslu á textavinnslu, áætlanaforrit og tengibúnað sem gerði þeim kleift að tengjast stærri tölvum eða að tengja nokkrar þeirra saman. Hálfdán sagði að tölvurnar byðu upp á gífurlega möguleika og m.a. væru þær með tvöfalt diskadrif, möguleika til að bæta við hörðum diski og einu drifi til viðbótar. Hálfdán sagði að lokum að stefn- an í Bandaríkjunum væri að vera með smærri tölvur sem sjálfstæð- ar vinnslueiningar sem hægt væri að tengja saman. Þetta væri það sem koma skyldi. + Arbók SVFI komin út ÁRBÓK Slysavarnafélags íslands fyrir árió 1983 er nú komin út. í Verólækkun Opel Ascona henni er meðal annars fjallað ítar- lega um starfsemi félagsins á síðasta ári. Kristjáns Eldjárn, fyrrum for- seta íslands og verndara SVFÍ, er minnst svo og látinna björgunar- manna frá Vestmannaeyjum og ann- arra félaga og velunnara félagsins. Höfum til afgreiðslu strax örfáa Opel Ascona luxus og Berlina af árg. 1982, á mjög hagstæðu verði. Kynnið ykkur verð og greiðsluskilmála á Opel Ascona, sparneytnum, framhjóladrifnum fjölskyldubíl. Véladeild Sambandsins Bifreiðar, Ármúla 3, Reykjavík, sími 38900. Opið laugardag ^ í Árbókinni rekur forseti félags- ins, Haraldur Henrysson, starf- semi félagsins á árinu 1982 og seg- ir hann meðal annars í inngangi skýrslu sinnar: „Þegar slysavarna- fólk kemur til aðalfundar Slysa- varnafélags íslands nú á vordög- um 1983, mun að vanda verða rætt um störf félagsins, deilda þess og björgunarsveita á liðnu starfsári, og ekki síður verkefnin framund- an. Auðvitað eru meginmarkmiðin í starfinu hin sömu og frá upphafi, það er annars vegar að sporna með hvers konar ráðum gegn slys- um og hins vegar að stuðla að björgun úr lífsháska hvenær sem því verður við komið. En það er einmitt verkefni aðalfunda og landsþinga að marka stefnuna um það, á hvaða verkefni eigi að leggja mesta áherslu í næstu framtíð og hvernig eigi að skipta því fjármagni, sem til ráðstöfunar er, en því miður er það sjaldnast eða aldrei nægilega mikið til að unnt sé að sinna á fullnægjandi hátt öllum áhugamálum félags- ins.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.