Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 1
165. tbl. 70. árg. LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1983 Prentsmiðja MorgunblaAsins Stórsprengjuárás á Beirút-flugvöll Beirút, Washington, 22. júlí. AP. SPRENGJUM rigndi í dag yfir alþjóðaflugvöllinn í Beirút, bækistöðvar líb- anska hersins og önnur skotmörk í nágrenni höfuðborgar Líbanon. Þegar síöast spurðist lágu að minnsta kosti tuttugu og þrír í valnum en sextíu og fimm höfðu særzt. Forseti Líbanon, Amin Gemayel, kom að máli við Reagan Banda- ríkjaforseta í Washington aðeins nokkrum klukkustundum eftir að árásirnar hófust. Að sögn lögreglu er búizt við að fórnarlömb sprengjuárásarinnar verði fleiri, því tilraunir til að stilla til friðar milli hersveita kristinna manna og drúsa í hæðunupi við borgina hafa borið lítinn árangur til þessa. Fallbyssu- og eldflaugaskothríð mun hafa byrjað yfir flugvellinum í morgun og lét einn líbanskur borg- ari lífið í fyrstu hrinunni en þrettán særðust, þ.á m. þrír bandarískir hermenn. í austurhluta Beirút grandaði skothríðin átta borgurum og særði ellefu, en einn nýliði lét lífið í herbúðum austur af borginni og hlutu átta hermenn þar meiðsli. Líkur benda til að árásirnar hafi verið nákvæmlega tímasettar, þar sem þær hófust fáeinum klukku- stundum áður en Gemayel forseti átti fund með Reagan. Er þetta í fyrsta skipti, sem skothríð er beint að flugvellinum síðan alþjóðlegu friðarsveitirnar komu til landsins fyrir ellefu mánuðum. Yfirstjórn líbanska hersins segir að skothríðin hafi komið frá hæð- um nær flugvellinum þar sem kristnir menn og drúsar hafa skipzt á skotum undanfarna þrjá daga. Talsmaður ísraelska hersins í Líb- anon telur að hún hafi komið frá" skotgröfum drúsa hjá þorpunum Bshamoun og Ain Anoub í fimm kílómetra fjarlægð suðaustur af flugyellinum. Aður en Gemayel hóf viðræður sínar við Reagan var hann spurður um árásirnar í Beirút. „Hafið ekki áhyggjur," svaraði forsetinn, „það verður allt í góðu lagi innan tíðar.“ Kristilegir taka vel boði Craxis Róm, 22.JÚIÍ. AP. BETTINO Craxi, sósíalistaleiötoginn sem falið hefur verið að mynda ríkis- stjórn á Ítalíu, fékk góðar undirtektir hjá kristilegum demókrötum í dag, er hann leitaði hjá þeim hófanna um þáttöku í fimm flokka samsteypu- stjórn. Sandro Pertini forseti, sem einn- ig er sósíalisti, fól Craxi að hafa forgöngu um stjórnarmyndun í gær og hóf hann samstundis viðræður við leiðtoga stærsta stjórnmála- flokksins á Ítalíu, Kristilega demó- krataflokksins. Takist Craxi stjórn- armyndun verður hann fyrsti for- sætisráðherrann úr röðum sósíal- ista eftir heimstyrjöldina síðari. 1 kosningunum hrapaði fylgi kristi- legra demókrata úr 38,3% í 32,9% en fylgi sósíalista jókst úr 9,8% í 11,4%. Þrír aðrir flokkar, sem talið er að Craxi muni eiga viðræður við, eru smærri miðflokkar: Lýðveldisflokk- urinn, Jafnaðarmannaflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn. Gemayel hafði áður rætt við Weinberger varnarmálaráðherra, en ekki hefur enn verið skýrt frá viðræðum þeirra. í öðrum fréttum frá Washington segir að sérlegur erindreki Reagans í Mið-Austurlöndum, Philip Habib; hafi sagt af sér og verði Robert McFarlane, fulltrúi forsetans í Ör- yggismálaráðinu, látinn taka við starfi hans. McFarlane er fjörutíu og fimm ára að aldri og hefur að baki tuttugu og fjögurra ára feril með bandaríska landgönguliðinu. Hann var um tima aðstoðarmaður Henry Kissingers í Öryggisráðinu og síðar sérstakur ráðunautur Ger- ald Fords Bandaríkjaforseta. ymwnwi wBm Hot Hlaupið í skjól Starfsmenn Alþjóðaflugvallarins í Beirút hlaupa eins og fætur toga undan sprengjuregni skæruliða. Lögreglumaðurinn, sem gengur í öfuga átt, virðist þó ekki láta neitt á sig fá. Stone þreifar fyrir sér í Mið-Ameríku Mexíkóborg, Managua, Nicaragua, Washington, 22. júlí. AP. SENDIMAÐUR Bandaríkjaforseta, Richard Stone, kom til Cólombíu Panama í dag. Bandaríski flotinn hélt áfrara æfi.igum úti fyrir strönd- um Mið-Ameríku og létu talsmenn stjórnarinnar í Nicaragua í Ijósi von um að umsvif flotans „yrðu ekki til að hrinda af stað stríði“. Stone lagði upp í ferð sína í gær, og kom til Mexíkóborgar að kvöldi. Við komuna þangað lýsti sendimaðurinn stuðningi Reagans Bandaríkjaforseta við friðarum- leitanir Contadora-hópsins, en í honum eru Mexíkó, Venezuela, Cólombía og Panama. Stone lét einnig hafa eftir sér að tillögur stjórnarinnar i Nicaragua um friðarviðræður í Mið-Ameríku væru „til marks um að e.t.v. væri vonarglæta um frið“. Reagan sagði í gær að brátt kæmi að því að bandaríski flotinn myndi umkringja Nicaragua Ati- antshafs- og Kyrrahafsmegin í æfingaferð sinni. Aðspurður um hvort Bandarikin hygðust setja hafnbann á Nicaragua svaraði Reagan: „Ég vona að ekki þurfi að grípa til þess.“ Dómsmálaráð- herra Nicaragua, Tomas Borge, iét samdægurs i veðri vaka að nær- vera bandaríska flotans „stuðlaði síður en svo að friðvænlegu and- rúmslofti“ og væri óskandi að hún hleypti ekki af stað styrjöld. Leiðtogi demókrata í banda- rísku öldungadeildinni, Robert Byrd, sagðist í dag óttast að ný- skipuð Mið-Ameríkunefnd Reag- ans væri til þess eins að draga fjöður yfir ákvarðanir, sem þegar hefðu verið teknar. Armenar hóta ódæðum til að ná heimsathygli I •■■oannn Uiiiuu Dapío OO ■■•l( AD Lausanne, Svius, París, 22. júlí. AP. RÆÐUMAÐUR á alþjóðaþingi Armena í Lausanne í Sviss sagði áheyrendum sínum í dag, að ofbeldisverk hefðu verið eina leiðin til að draga athygli heimsins að málefnum Armena. Leynilegur skæruliðahópur Armena varpaði í dag sprengjum að sendiráðsskrifstofu Frakka og að höfuðstöðvum Air France- flugfélagsins í Teheran. Taiið er að sprengjan, sem banaði sex manns á Orly- flugvelli í París í síðustu viku, hafi verið ætluð starfsmönnum tyrknesku leyniþjónustunnar. Á alþjóðaþinginu í Sviss sagði Charles Villeneuve, armenskur fréttamaður við franska útvarsstöð: „Blóð og fórnir hafa haft áhrif á almenningsálit í heiminum. Það talaði enginn um Armeníu áður en látið var til skarar skríða gegn fyrsta tyrkneska sendifulltrúanum árið 1975.“ Hann bætti við: „Kyn- slóð verkanna er að taka við af kyn- slóð endurminninganna og því verð- ur ekki breytt.“ Þinginu er ætlað að undirbúa myndun aiþjóðasamtaka, sem berjast munu fyrir sjálfstæðu ríki í Armeníu. Franskur diplómat skýrði frá því í dag, að tvær sprengingar hefðu valdið minni háttar skemmdum á tveimur frönskum mannvirkjum í Teheran og hefði enginn særzt. Ókunnur maður, sem sagðist vera félagi í leyniher Armena fyrir frelsi Armeníu (ASALA), hringdi til franskrar fréttastofu og sagðist bera ábyrgð á sprengingunum. Að sögn lögregluyfirvalda í París hefur Armeninn, sem handtekinn var í síðustu viku sakaður um að hafa staðið á bak við sprenginguna á Orly-flugvelli, sagt frá því að sprengjunni hafi verið ætlað að springa um borð í tyrkneskri áætl- unarvél í flugi. Samkvæmt frásögn Armenans, Varadjidan Garabidji- an, átti atburðurinn sér stað með eftirfarandi hætti: Hann kom til Orly-flugvallar í leigubifreið með sprengjuna tilbúna og gekk að af- greiðsluborðinu þar sem farþegar voru að skrá sig í flug til Istanbul. Garabidjian borgaði þar ókunnum farþega 500 franka (u.þ.b. 1500 kr. íslenzkar) fyrir að fara með pakka til ákveðins manns í Istanbul. Átti sprengjan, sem í pakkanum var, að springa þegar flugvélin hefði verið tuttugu mínútur í flugi með hundr- að sextíu og sjö farþega, þ.á m. fé- laga í tyrknesku leyniþjónustunni. Sprengjan sprakk hins vegar löngu fyrir tímann og áður en farþegar gengu um borð. Garabidjian skýrði ennfremur frá því að maðurinn, sem útbjó sprengjuna sjálfa, hefði komizt undan. Sex létust þegar sprengingin varð og fimmtíu og fimm særðust. Launráð Israels og Kína? París, 22. júlí. AP. ísraelsmenn hafa undirritað leynilegan samning um hernaðar- aðstoð við Kínverja, að því er vikublaðið VSD í París hermir í dag. Samkvæmt samningnum munu meira en hundrað ísraelsk- ir leiðbeinendur og hernaðarsér- fræðingar hjálpa Kínverjum til að endurnýja og skipuleggja herafla sinn. Tímaritið segir að samning- urinn kveði einnig á um smíði Markava-skriðdreka og KFIR- orrustuflugvéla eftir teikning- um ísraelsmanna í Kína og _með aðstoð ísraelskra tækni- fræðinga. Ekki kemur fram hvaða heimildir eru fyrir frétt- inni. í frásögn tímaritsins segir að u.þ.b. hundrað ísraelskir sér- fræðingar séu þegar komnir til Kína „undir fölskum nöfnum og að því er virðist í sakleysis- legum viðskiptaerindum". Stjórnvöld í Peking hafa aldrei viðurkennt tilverurétt Israels formlega og hafa engin opinber tengsl við iandið. Franska blað- ið segir að Kínaleiðtoginn Deng Xiaoping hafi sjálfur haft for- göngu um samningana eftir að hann áttaði sig á að hermála- samningar við Bandaríkin, Frakkland og Vestur-Þýzka- land, kynnu að verða of kostn- aðarsamir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.