Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 14
Kjarval á Þingvöllum Myndlist Valtýr Pétursson Nýlega var opnuð sýning með þessu heiti að Kjarvalsstöðum. Nafnið gefur tilgang sýningarinn- ar í ljós, og er hér um sérstaka sýningu að ræða. Þarna er visst viðfangsefni tekið til meðferðar, og man ég ekki til, að slíkt hafa verið gert með list Kjarvals fyrr. Það blasa við verkefni í sambandi við list Kjarvals, og raunverulega er hér úr svo miklu að moða, að endast ætti verðandi listfræð- ingum um langan aldur. Enginn veit, hve margar myndir hann gerði á Þingvöllum og engar upp- lýsingar eru til um heildar afköst þessa meistara. Það virðist sama, hvað mikið er dregið fram í sviðs- ijósið af verkum Kjarvals, alltaf kemur eitthvað nýtt í ljós og oftast hlutir, sem koma á óvart. Þannig er það með þessa sýningu. Þarna eru meistaraverk, sem farið hafa á einkaheimili strax í byrjun og verið þar innan veggja án vit- undar almennings og samtíðar- innar. Það er því mjög þakkarvert, að fólk skuli lána þessi listaverk til sýningar, og það er einnig mikil vinna að finna þessi verk og koma þeim í samhengi. Þegar litið er yf- ir þessa sýningu, sést glöggt, að það mætti búa til fleiri en eina slíka samtímis, sá aragrúi er til af Þingvallamálverkum eftir Jó- hannes Sveinsson Kjarval. En mig langar til að benda fólki á þann regin mun, sem finnanlegur er í meðferð meistarans á sömu fyrir- myndum. Svo ríkt er þetta í eðli listamannsins, að það er engu lík- ara en að um marga staði sé að ræða. Hér leikur Kjarval á þá strengi, sem allir góðir listamenn gera. Hann hagræðir formi og lit eftir því, hvaða tilfinningar hrær- ast í brjósti hans í það og það skiptið. Samt eru það ætíð Þing- vellir, sem blasa við. Það er hið hulda seiðmagn fyrirmyndanna, sem listamaður túlkar hverju sinni á sinn eigin hátt. Þarna eru engar eftirhermur og enginn klaufaskapur, hér syngur liturinn ásamt forminu svo undir tekur í umhverfinu. Það er ótrúlegt, hvað þetta litla sýnishorn af samvistum Þingvalla og Kjarvals er marg- slungið og um leið persónulegt. Það er eins og persóna Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals skíni úr hverju barði, gjárnar endurspegla glettni hans og gamansemi. Skjaldbreiður situr í tignarlegri fjarlægð. Ármannsfell hefur álfa- byggðina og dulúðina. Hengill er ögrandi og speglast í tæru, köldu vatninu, sólin gyllir umhverfið og gerir meistaranum kleift að spretta úr spori í litameðferð sinni. Allt er hér samofið, og skáldskapurinn er engu minni en raunveruleikinn. Hér er málað af mikilli tilfinningu og með öru geði. Það er að bera í bakkafullan lækinn að fjalla um þessar myndir Kjarvals. Fólk ætti fyrst og fremst að kynnast þeim af eigin rammleik og fella sinn dóm. List Kjarvals er eign allra, er þetta land byggja, og mun verða það um aldur og ævi. Hann er eitt af því, sem gerir okkur hin ánægð með að vera af þessum þjóðflokki, en samt er hann hvergi þekktur til hlítar. Það getur verið einmitt þetta, sem gerir hann svo æsilega spennandi fyrir unga sem gamla. Hann kemur ætíð í opna skjöldu, og það er ævistarf að kynnast þessum undra manni. Hann er að vissu leyti merkileg ráðgáta, sem ég vona að seint verði leyst til fulls. Hann óf svo marga þræði, að erfitt er að gera sér í hugarlund, að um einn og sama mann sé að ræða. Hann var þjóðsaga í lifanda lífi, sem enginn gleymir, sem komst í snertingu við öll þau und- ur, sem ætíð umluktu hann. Hann var einfari í þjóðlífinu, um leið og hann var kunningi allra. Hann var ótrúlegur í alla staði.og það geta naskir menn komist á snoðir um á núverandi sýningu. Þessi sýning er aðeins ein af vonandi mörgum sýningum á verkum Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals, sem eiga eftir að fylgja í kjölfarið. Það eru næg verkefni til að halda hundrað sýningar. Álfa- fólk hans, Austurlandi, portrettin, teikningarnar og fantasíurnar, allt er þetta órannsakað mál, ef svo mætti að orði kveða. Það bíður mikið starf þeirra, sem komast vilja í botna þessara furðuheima, og því miður verður að segja sem er að í síðustu bók um Kjarval vantar meir en góðu hófi gegnir til að þjóna þar nokkru hlutverki, þótt texti Matthíasar Jóhannessen sé með ágætum. Landsfólkið ætti að fjölmenna á Kjarvalsstaði þessa dagana. Það er margt tínt fram, sem enginn vissi, að til væri, og hafi allir þakkir fyrir, sem að stóðu. laugardag og sunnudag í Skipasmíöa- stööinni, Suðurtanga 2, kl. 1—5 báöa daga, sími 94-3139. Sýnum þá allra glæsilegustu í dag Tökum alla eldri bíla upp í nýja og göngum frá kaupum nýja bílsins á staönum. Nissan Patrol diesel, 7 manna jeppi með stórri 6 strokka dieselvél, vökvastýri og 24ra volta rafkerfi. Patrol — jeppinn sem aðrir jeppar eru sniönir eftir. Subaru 1800 4WD GLF. Langmest og best reyndi fjórhjóladrifni fjölskyldubíllinn á íslandi. Reynsla annarra á Subaru kemur þér til góöa. Nissan Sunny — Traustur og öruggur en líka lipur og sparneytinn. Hiö hagstæða verð á framhjóladrifnum Sunny á eftir aö koma þér í opna skjöldu. Nissan Cherry — Sá nýjasti frá Nissan, framhjóladrifinn, sparneyt- inn og rúmgóður á frábæru, frábæru, frábæru veröi. INGVAR HELGASON HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.