Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1983 17 Hugleiðing vegna greinar Hákonar Bjarnasonar um Grjótaþorp — eftir Önnu Guðmundsdóttur í grein þessari dags. 15. júlí sl. segir: „Þorpinu á að breyta i fal- legan garð, eins konar vin, í steinsteypu miðborgarinnar". Ég er hrædd um að sá garður yrði dýru verði keyptur. Mér hefði fundist nærtækara að fyrrverandi skógræktarstjóra hefði dottið í hug að koma upp þessum margumtalaða skrúðgarði á Landakotstúni sem loforð er fyrir frá árinu 1933. Þar eru engin hús sem þarf að fjarlægja og þar er eini samfelldi græni reiturinn í öllum gamla Vesturbænum og þar að auki i nálægt Grjótaþorps. Það er gamall menningarstaður og fögur útsýn til fjalla. Það var hræðilegur viðskilnaður hjá Birgi ísleifi Gunnarssyni og skipulagsnefnd borgarinnar þegar þeir leyfðu kaþólskum að byggja á vesturhluta Landakotstúns, — hvorki meira né minna en fjórar stórar og ljótar byggingar og þrjá bílskúra. Ein stærsta og fegursta kirkja landsins stendur á þessu túni og hafa kaþólskir þrengt svo að þessu fallega guðshúsi að það er nú svip- ur hjá sjón. Ég held að kaþólska kirkjan hafi bannfært menn fyrir minna en þau helgispjöll, sem unnin hafa verið á Vesturþænum. Það er staðreynd, að skipulags- nefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti byggingarframkvæmdir á Landakotstúni, sem ganga í ber- högg við þau verndunarviðhorf, sem njóta almennrar viðurkenn- ingar varðandi skipulag í borg- inni. Það er orðið lítið eftir af Landakotstúni, en samt eigum við Reykvíkingar heimtingu á því að þar komi skrúðgarður með bekkj- um, runnum og blómum, ekki síð- ur en á Klambratúni i Austurbæn- um. Landakotstúnið hefur alltaf verið mikið olnbogabarn borgar- innar. Árið 1933 var því lofað af borgaryfirvöldum Reykjavíkur að gera túnið að fögrum skrúðgarði, en ekkert hefur verið gert annað en að slá þetta þýfi einstöku sinn- um. Er ekki kominn tími til þess að efna þessi gömlu loforð og vernda það sem eftir er af túninu? Það þarf að jafna þessi háu börð að túninu, lækka það í jöðrum þar sem hæst er. Helst þarf að efna til samkeppni meðal garðarkitekta að koma upp þessum lystigarði. í Morgunblaðinu 30. mars 1978 segir meðal annars: „Kirkjulóðin á Landakotstúni verður tengd almenningsgarðinum og segir í frétt frá skrifstofu borg- arstjóra, að unnið verði að því að skipulag og framkvæmdaáætlun um ræktun og frágang svæðisins í heild, liggi fyrir í lok þessa árs. Nú skrifum við árið 1983 og ekk- ert hefur verið gert, en kaþólskir hamast við að koma mikilli vír- girðingu (hænsnaneti) yfir stóran part af túninu og jafnframt að pianta innan við það smá furu- Anna Guðmundsdóttir „Það er orðið lítið eftir af Landakotstúni, en samt eigum við Reyk- víkingar heimtingu á því að þar komi skrúðgarð- ur með bekkjum, runn- um og blómum, ekki síður en á Klambratúni í Austurbænum“. trjám svo tugum skiptir. Átti ekki að vera samvinna milli kaþólsku kirkjunnar og Reykjavíkurborgar um skipulag þessa garðs? Umhverfishetjurnar segja ekki orð, þó fegursti bletturinn í borg- inni sé eyðilagður. Næstu kynslóð, afkomendum okkar, hefur verið getður mikill óleikur með því að skerða þennan litla reit og menn verða að muna, að þessir garðar eru ekki einungis menningaratriði, þetta heyrir líka undir heilbrigðismál. Ég er viss um að borgarstjórinn okkar núverandi ber gæfu til að finna viðunandi lausn á skipulagi Landakotstúnsins og að koma því í framkvæmd hið fyrsta, jafnvei þótt skrúðgarður í Grjótaþorpi verði að bíða um sinn. Anna Guðmundsdóttir er húsmóðir í Keykjavík. „Flugum 64 flug til Grænlands í fyrra“ „FLUGLEIÐIR hafa ekki flogid áætlunarflug til Grænlands nema til Narssassuaq yfir sumarmánuðina, en það sem þarna um ræðir er áætl- unarflug til Kulusuk árið um kring,“ sagði Jytte Jónsson, kona Helga Jónssonar í samtali í gær við Morg- unblaðið, vegna þess vilyrðis sem Helgi Jónsson hefur fengið fyrir áætlunarfiugi til Grænlands hjá Samgönguráðuneytinu, að fengnu leyfi danskra fiugmálayfirvalda, en eins ög kunnugt er hættu Flugleiðir áætlunarfiugi sínu til Grænlands vegna þessarar ákvörðunar. „Helgi Jónsson hefur stundað leiguflug til Grænlands í áraraðir og t.a.m. flaug flugfélagið 64 flug til Grænlands í fyrra, flestöll á Kulusuk. Við höfum flogið mikið fyrir bæjarfélögin á austurströnd Grænlands og Grænlendingar þekkja okkur vel. Strax að loknum fundi grænlenskra og íslenskra stjórnvalda um viðskipti og sam- band milli landanna, lögðum við inn umsókn okkar til Samgöngu- ráðuneytisins, og þetta vilyrði er afleiðing þeirrar umsóknar," sagði Jytte ennfremur. Það kom fram hjá Jytte að flog- ið yrði til Grænlands tvisvar í viku að sumarlagi og einu sinni í viku að vetrarlagi. Flugið tengist innanlandsflugi í Grænlandi yfir á vesturströndina til Nuuk og Syðri-Straumfjarðar. Flogið verð- ur með átta sæta Mitsubishi-vél. Leiðrétting MISTÖK urðu á í frétt Mbl. í gær um ávaxtasafann Blöndu, sem Mjólkursamlagið a Blönduósi framleiðir. Sagt var að safinn væri framleiddur úr frystum app- elsínuberki. Það er ekki rétt því safinn er gerður úr frystu appel- sínuþykkni, sem flutt er inn frá Brasilíu. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! H Íllll ÍS AKRANES - staður til þess að staldra við á!. LiAúRIMUR. Afgreiðsla Reykjavik — simi 91-16050 Akranesi — sfrrti 93-2275 Skrifstofa -Akranesi — simi 93-1095 MS. AKRABORG nýr valkostur um helgar k/ hv&rié Auðvitað ergaman að aka Þingvallahringinn. En varla um hverja helgi. Enda óþarft. Það býðst nefnilega nýr og skemmtilegur „helgarhringur" (sunnudaga). Þið hvílið ykkur á bílnum, en takið þess í stað ms. Akraborg fyrir aðeins hálft fargjald fram og tilbaka, upp á Skaga og njótið sjávarloftsins og þjónustunnar um borð. Á Akranesi er margt að sjá og skoða. Við minnum á byggðasafnið, höfnina, miðbæinn, göngu eftirLangasandi, að ógleymdri knattspyrnunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.