Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLl 1983 27 Philips ryksugur. 2JA ÁRA BIRGÐIR AF POKUM VPÐ ERUM SVEIGJANLEGIR í SAMNINGUM. Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8- 15655 Viljirðu ná árangri, velurðu Ping IMEW KARSTEN II WOODS NEW KARSTEN IV IRONS rwn 1000 KRÓNURÚT SVEFNHERBERGISHÚSGÖGN ■ Vinsælu svefnherberg- ishúsgögnin eru nú komin aftur í miklu úr- vali. Einnig geysigott úrval af alls konar húsgögn- um af ýmsum geröum. Opið frá 10—12. KM- húsgögn, Langholtsvegi 111, sími 37010 — 37144. andi notendum bókarinnar á er að geysast ekki of harkalega af stað, heldur auka við sig æfingar jafnt og þétt og umfram allt velja sér fastan tíma til daglegra æfinga. Þannig kemst það í vana að leggja rækt við líkama sinn daglega og bestur árangur næst,“ sagði höf- undur. Bókin, sem kostar kr. 968, er prentuð í prentsmiðjunni Odda hf. og hjá prentstofu G. Benedikts- sonar, en Bókfell hf. annaðist bókband. Bókinni er skipt í sextán kafla og reynir höfundur að ná til sem flestra hópa fólks, bæði hvað varð- ar aldur og aðstöðu. Þannig eru m.a. í bókinni kaflar með sérstök- um æfingum fyrir fólk sem komið er yfir sextugt, æfingar fyrir barnshafandi könur, þá sem þjást af bakveiki, megrunarleikfimi, slökunaræfingar ofl. Er sérstakur kafli með æfingum sem til þarf æfingartæki, en í flestum æfing- unum er slíkt ekki notað, nema ef vera skyldi næsti stóll og annað sem tilheyrir heimilinu. „Ástæða þess að bókin er þetta margþætt," sagði Sigrún Stefáns- dóttir, „er að æfingar sem henta Sigrún Stefánsdóttir, bókarhöfundur, ásamt Ólafi Ragnarssyni hjá Bókaút- gáfunni Vöku. Tunguhálsi 11, R. Siml 82700 Eigum fyrirliggjandi: Ping-golfsett Ping-púttera Ping-tró 4-5-6-7 Ping-bolta Ping-poka Titleist-hanska Hinir ólíklegu lagsbræður: Ryan O’Neal og John Hurt. All Ping Golf Clubs have the NEW Ping shaft, with lighter swing weight for faster swing. Heilsuræktarbók eftir Sigrúnu Stefánsdóttur í FULLU FJÖRI nefnist bók sem nú er komin út hjá bókaútgáfunni Vöku. Er þar um að ræða alhliða heilsuræktarbók sem Sigrún Stef- ánsdóttir, íþróttakennari og frétta- maður, hefur tekið saman. Bókin er 171 bls. í stóru broti og prýða hana fjölda mynda og teikninga. Eru Ijósmyndirnar teknar af Jóhannesi Long en teikningar gerðar af breska fyrirtækinu Diagram Visual Infor- mation og eru þær unnar í samráði við lækna og aðra sérfræðinga á sviði heilbrigðismála. einum eru ekki alla tíð ákjósan- legar fyrir annan. Líkami okkar breytist á vissum aldursskeiðum og ber að haga líkamsrækt eftir því. Það sem ég vildi benda tilvon- Olíklegir lagsbræður Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó: Starfsbræður (Partners). Leikstjóri: James Burrows. Handrit: Francis Veber. Tónlist: George Deleure. Framleiðandi: Aaron Russo. Aðalhlutverk: Ryan O’Neal, John Hurt, Kenneth McMilland, Robyn Douglas. Bandarísk, frá Para- mount, gerð 1982. Sýningartími: 98 mín. Lögreglan í Los Angeles situr ráðalaus yfir morði á kynvillingi og til þess að fá botn í hlutina grípur hún til óvenjulegra að- gerða — setur kynvilltan lög- reglumann í málið, til aðstoðar öðrum, (Ryan O’Neal), sem er „eðlilegur" en álitlegur. Þeir félagarnir taka nú upp stirðbusalega sambúð í homma- hverfi borgarinnar og komast þannig inní hið „hýra“ samfélag hennar og ramba fyrr en varir á sporið. Það er strax látið liggja að því að hér er fyrst og fremst skop- mynd á ferðinni og tekst höf- undum oftast að halda því á lofti. Allavega fer hér lítið fyrir því gjörspillta og kuldalega and- rúmslofti sem skín í gegnum bækur og kvikmyndir Wam- baughs og fleiri sem þekkja niflheima þessarar mislitu borgar. Endaspretturinn og morðin sem þeim fylgja eru því varla í raunréttu samhengi við undanfarandi hrynjanda mynd- arinnar. Betur tekst til að gera gaman- söm skil á sambýlisvandamálum hinna ólíku lögreglumanna, hommans og kvennabósans, og spannar sá þáttur blessunarlega yfir lungann úr myndinni. Veikburða tilraun er gerð í þá áttina að freista þess að skerða þá skömm sem heterosexual ein- staklingar hafa flestir hverjir að óreyndu á hommum. En hún er yfirborðskennd og kemur þannig fyrir sjónir að áhorfand- inn ætlar hana frekar til aðhlát- urs. Það sem fram fer á tjaldinu eru því að meginhluta hasar- kennd gamanmál, minna fer fyrir raunsærri skoðun á sjálf- sagt margvíslegum hliðum á sambýli homma og heterosexual manns. Væri það vissuleg for- vitni- og frumlegt myndefni, hvort sem væri í gamni eða al- vöru. Tæknilega er Starfsbræður vel í meðallagi, miðað við hinn háa bandaríska standard. Tónlist Deleures skapar oft sterka stemmningu, en handrit Vebers kemst ekki 1 hálfkvisti við hið ágæta verk hans, La Cage aux folles. Starfsbræðurnir eru vel leiknir af Ryan O’Neal, sem er illskást- ur í gamanhlutverkum, en Hurt yfirskyggir hann. En Ryan á við ramman reip að draga, því Hurt, sá snjalli leikari, er hommi að eðlisfari og því á heimavelli, ef svo mætti segja. Yfirhöfuð er þessi óvenjulega mynd ágæt skemmtun. Það þarf bara að líta framhjá tvískinn- ungnum í handritinu. „í fullu fjöri“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.