Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1983 Minning: Guðmundur Halldórs- son frá Isafirði Fæddur 6. aprfl 1891 Dáinn 15. júlí 1983 Guðmundur fæddist á Eyri í ísafirði við Djúp 6. apríl 1891. For- eldrar hans voru hjónin Þórdís Guðmundsdóttir frá Skálavík og Halldór Sigurðsson, lengi húsmað- ur í Miðhúsum í Vatnsfirði. Vel mætti segja að Guðmundur hafi fæðst á tímamótum. Kyrr- staða aldanna var að rofna fyrir tækni snillinganna. Gufuaflið og síminn var að hrófla við svifasein- um landanum. Árið sem Guð- mundur fæðist hefur gufuskipið Ásgeir frá Ásgeirsverslun á ísa- firði ferðir um Djúpið og flytur afurðir og fólk á skömmum tíma frá einum stað til annars og á Al- þingi kemur fyrst fram krafa um að leggja sima umhverfis allt landiðTlsafjarðarkaupstaður var þá fjölmennasti kaupstaður á landinu fyrir utan Reykjavík. íbú- ar Reykjavíkur voru þá ekki öllu fleiri en íbúar fsafjarðarkaupstað- ar eru nú. Á þeim árum var öll alþýða manna örsnauð og voru þeir þó verst settir sem höfðu fyrir mikilli ómegð að sjá. Foreldrar Guð- mundar áttu mörg börn og ekkert jarðnæði. Guðmundur var tekinn í fóstur af móðurbróður sínum, Jó- hannesi Guðmundssyni, og konu hans, Guðfinnu Sigurðardóttur, er þá voru búsett á Isafirði, en síðar var Jóhannes lengi bóndi á Selja- landi í Skutulsfirði og einnig í Engidal. Þetta voru valinkunnug hjón og fékk Guðmundur því gott uppeldi. Þegar Guðmundur varð fulltíða kunni hann því illa að vera hjú, hann keypti sér því lausamennskubréf hjá sýslumanni og ungur að árum kynntist hann ágætri stúlku, heimasætu á Dvergasteini í Álftafirði og giftu þau sig 9. apríl 1917. Kona Guð- mundar var Guðbjörg Margrét Friðriksdóttir, f. 16. nóvember 1896, d. 10. júlí 1945 á ísafirði. Foreldrar hennar voru hjónin Friðrik Guðmundsson, bóndi á Dvergasteini og kona hans, Guð- rún Guðmundsdóttir ríka í Eyr- ardal, Arasonar. Kona Guðmund- ar ríka var Guðrún Magnúsdóttir prests í Ögurþingum, Þórðarsonar prests s.st. Þorsteinssonar prests á Stað í Súgandafirði, Þórðarson- ar prests á Grenjaðarstað, Guð- mundssonar, en kona síra Þórðar á Grenjaðarstað var Halldóra Hjaltadóttir prests í Vatnsfirði hins mikla listamanns, Þorsteins- sonar og var síra Hjalti afkom- andi Barna-Hjalta og Önnu á Stóruborg. Já, það var mikið prestablóð í móðurætt Guðbjargar konu Guðmundar. Hjónin voru fyrst í Hnífsdal og hafði Guð- mundur verið sjómaður frá ferm- ingu, fyrst á árabátum en svo á vélbátum. Hann þekkti af eigin raun þann mismun sem var á því að róa með árum allan daginn eins og sumir máttu gera og að sitja í hvíld meðan vélin erfiðaði. Frá Hnífsdal fluttu þau hjón 1927 þegar Guðmundur varð að víkja úr leiguhúsnæði hjá vinnu- veitanda sínum út af afskiptum sínum af verkalýðsmálum, en Guðmundur tók virkan þátt í kjarabaráttu verkalýðsfélagsins. Fyrstu árin á ísafirði leigði Guð- mundur á nokkrum stöðum úti í Krók á ísafirði, en 1930 festi hann kaup á skúrhúsi er var áfast við hús Guðjóns E. Jónssonar banka- stjóra, á horni Hrannargötu og Fjarðarstrætis. Kaupverðið var 6.500 krónur og þurfti Guðmundur ekkert að borga út í fyrstu. Húsið var í skuld og yfirtók Guðmundur húsið. Skúrbygging þessi var naumast íbúðarhæf en Guðmund- ur var atorkumaður og laginn, fékkst nokkuð við smíðar. Hann fékk Þórarin á Úlfsá til að hjálpa sér við að innrétta húsið og gat þá leigt út nokkuð af því. Húsið var 9,4 sinnum 10 metrar en húsinu fylgdi lóð, sem var 152 fermetrar og náði út að Sólgötu. Þarna bjó Guðmundur til 1943 en þá hafði hann ásamt börnum sínum byggt tveggja hæða hús við Sólgötu- hornið og er það nú Sólgata 8. Var húsið fullbyggt á 10 mánuðum. Öll steypa var hrærð á bretti og borin í fötum í mótin. Má nærri geta að þá hefur verið unnið mikið. Guðmundur var stór maður, þrekinn og hraustmenni hið mesta, kappsamur og umhyggju- samur fjölskyldufaðir og má sjá það á framúrskarandi prúð- mennsku barna hans í samskipt- um við háa sem lága. Og í einka- bréfi sem ég hef séð og lesið má sjá að konan hefur verið fyrir- myndar kona og móðir, er vart hægt að hugsa sér glæsilegri vitn- isburð en getur í því bréfi. Fram að 1939 stundaði Guð- mundur alla algenga vinnu á landi en hætti snemma sjómennsku. En það ár var Guðmundur skipaður fiskmatsmaður á ísafirði og hafði þann starfa yfir 30 ár. Vann hann lengi hjá íshúsfélagi ísfirðinga. Flutti til Keflavíkur 1973 og keypti sér þar íbúð á Hólabraut 6. Bjó hann þar í skjóli Guðrúnar, dóttur sinnar, og manns hennar. Síðustu tvö árin var Guðmundur á Hrafnistu og undi sér vel meðal gamalla sjómanna. Eins og áður sagði missti Guð- mundur sína góðu konu 1945 og bjó eftir það með börnum sínum. Hann var því ekkjumaður nær 40 ár en lét það ekki á sig fá og hélt sínu striki í hinum mikla víngarði lífsins, alltaf sannur maður og góður faðir. Hann lést í Hrafnistu 15. júlí síðastliðinn og verður jarð- sunginn á sínum æskuslóðum vestur á ísafirði. Þau hjón eignuð- ust sex börn en af þeim dóu tvö á fyrsta ári, Jóhannes og Halla Þórdís. Hin eru: Friðrik Lúðvík, f. 27. júlí, 1918 starfsmaður Raf- magnsveitu Reykjavíkur, kvæntur Sigríði Sigurðardóttur, Guðmund- ur L.Þ., f. 4 desember 1921, hús- gagnasmíðameistari og verslunar- stjóri í Reykjavík, kvæntur Guð- rúnu Þórðardóttur, Salóme Mar- grét, f. 1. ágúst 1923, gift Jóni Bárðarsyni, útibússtjóra í Garða- bæ, Guðrún, f. 1. nóvember 1930 á ísafirði, gift Guðmundi Ingólfs- syni, forstjóra í Keflavík. Eins og áður var sagt var Guð- mundur af fátæku foreldri en fað- ir hans átti alls 9 börn, 8 með kon- unni og eitt áður. Var það Elías formaður í Nausti í Nesi í Grunnavik, afbragðs sjómaður og margra barna faðir. Móðir hans var Kristín dóttir Rósinkrans Hafliðasonar á Hesti. Börn hjón- anna voru auk Guðmundar, Þor- gerður Helga, átti Jakob Jónsson bónda í Vogum, Salóme Margrét, ólst upp hjá Sigurði afa sínum, dó úr spönskuveikinni í Reykjavík, var þá hjá Thor Jensen bl. Sigrún, bjó með Jóni Sigurðssyni frænda sínum á Bjarnastöðum bl. Guð- finna Jóhanna, dó barn, Sigurður Rósinkar, bóndi á Galtarhrygg, nú á Hrafnistu, afburða minnugur maður. Sigurður, var kvæntur Guðmundínu Jónsdóttur hálfsyst- ur Guðmundar bónda í Byrgisvík í Strandasýslu. Þorsteinn Friðgeir á ísafirði, d. 1964, átti Ingibjörgu Sigurðardóttur úr Hólssókn. Benedikt, lengi sjómaður í Hnífs- dal, átti Þórunni Guðjónsdóttur frá Aðalvík. Að síðustu skal að nokkru getið ætta þeirra hjóna, foreldra Guð- mundar Halldórssonar. Sigurður faðir Halldórs var frá Látrum í Mjóafirði f. 1829, d. 1894, Hall- dórsson skutlara og bónda á Látr- um, Halldórssonar bónda á Saur- um í Keldudal f Dýrafirði, Gísla- sonar. Fyrri kona Sigurðar var Helga Þorsteinsdóttir ekkja eftir Þórð Jónsson í Þúfum. Móðir Helgu og kona Þorsteins var Sig- ríður Sigurðardóttir Narfasonar frá Látrum, systir Friðgerðar konu Halldórs Halldórssonar á Látrum. Þórdís kona Halldórs Sigurðssonar var dóttir Guð- mundar bónda í Skálavík, Guð- mundssonar Þorgilssonar frá Botni í Súgandafirði, Jónssonar. Kona Guðmundar Þorgilssonar var Margrét Gissurardóttir bónda á Laugabóli i ísafirði, Guð- mundssonar Daðasonar á Blámýr- um, Sigurðssonar Torfasonar. Kona Gissurar Guðmundssonar var Guðríður Þórðardóttir bónda á Fremri-Bakka, Þórðarsonar en kona hans var Steinunn Gissurar- dóttir bónda á Laugabóli í ísafirði, Ólafssonar bónda í Lágadal, Þorsteinssonar bónda í Skjald- fannardal, Guðmundssonar. Kona Þorsteins í Skjaldfannardal var Ólöf dóttir síra Tómasar Þórðar- sonar á Snæfjöllum og fyrri konu hans, Margrétar Gísladóttur prests í Vatnsfirði, Einarssonar Eydalaskálds Sigurðssonar. Kona Ólafs Þorsteinssonar var Gróa Indriðadóttir Gissurarsonar Þorsteinssonar prests á Stað í Að- alvík, Jónssonar. Kona Sigurðar Narfasonar var Helga Halldórs- dóttir hreppstjóra á Látrum, Eiríkssonar bónda á Melgraseyri, Pálssonar bónda á Laugalandi, Þorsteinssonar í Skjaldfannardal, Guðmundssonar (Samætt). Kona Halldórs Eiríkssonar var Frið- gerður Þórarinsdóttir frá Látrum Jónssonar (Látraætt). Um ættir Þórarins veit ég ekki, en kona hans Helga Jónsdóttir, sem var hans seinni kona og fædd 1719, d. 1805, „Hafði verið gift og átt með manni sínum 5 börn og lifað 30 ár í ekkjudómi,“ var af Narfaætt frá Eyri í ísafirði og komin af Jóni biskupi Arasyni. Guðbjörg Friðriksdóttir, kona Guðmundar, var einnig af Látra- ætt og víðar koma ættir hjónanna saman. Blessuð sé minning þessara ís- firsku hjóna. Guðm. Guðni Guðm. Mig langar að kveðja afa minn, Guðmund Halldórsson, nokkrum orðum, en hann lést þann 15. júlí sl., á 93ja aldursári. Fallinn er í valinn óviðjafnanlegur og næsta óvenjulegur maður. Ég minnist hans fyrst og fremst sem afa eins og maður heldur að þeir fyrirfinn- ist aðeins í ævintýrum og sögu- bókum, en þó var hann þannig afi. Hávaxinn og spengilegur með grátt þunnt hár og yfirvaraskegg. Alltaf hlýr og rólegur í fasi. Aldr- ei neinn asi á honum. Er ég man fyrst eftir mér vestur á ísafirði, en þá var ég 4ra eða 5 ára gamall, bjó hann i sama húsi og foreldrar mínir og var þar einn af heimilis- fólkinu eftir að hann missti eig- inkonu sína og ömmu mína, Guð- björgu Friðriksdóttur. Hann eyddi alltaf góðum tíma með okkur krökkunum segjandi sögur eða syngjandi vísur. Ég man vel er hann setti mig og Guðbjörgu frænku mína á sitt hvort hné sér og söng: „Ríðum heim til Hóla, pabba kné er klárinn minn“ og fleiri vísur. Ófá voru þau skiptin sem hann fann sér stund til að spila lönguvitleysu eða ólsen- Olsen við lítinn strák er lét sér leiðast. Eftir að ég fluttist suður til Reykjavíkur með foreldrum mínum var það ætíð tilhlökkunar- efni er afi kom í bæinn, enda fær- andi hendi með harðfisk og annað góðgæti. Hann ferðaðist gjarnan með skipi og síðar oftast flugleiðis og birtist teinréttur og tígulegur í fasi, með yfirvaraskegg og í þykk- um frakka með sixpensara eða hatt á höfði. í för með honum var gamaldags ferðataska, sem snær- isspotti hélt saman og maður vissi að oftast innihélt eitthvað sem börnum var ætlað. Er ég sjálfur fullorðnaðist lærð- ist mér af mörgum löngum sam- tölum við hann hversu fróður og lífsreyndur hann var. Hann var algjörlega sjálfmenntaður maður. Víðlesinn og kunni ógrynni af ljóðum. Eins og svo margir af Minning: Áslaug Þorleifs- dóttir, ísafirði Fædd 29. ágúst 1937 Dáin 14. júlí 1983 í dag verður til moldar borin á ísafirði Áslaug Þorleifsdóttir, en hún lést skyndilega og langt fyrir aldur fram þann 13. júlí sl. Hún fæddist á ísafirði þann 29. ágúst 1937 og var því aðeins tæpra 46 ára er hún féll frá, dóttir hjón- anna Ástrúnar Þórðardóttur og Þorleifs örnólfssonar, sem látinn er fyrir allmörgum árum. Var hún þriðja í röðinni af fimm systkin- um. Á ísafirði bjó hún allan sinn aldur og giftist eftirlifandi eigin- manni sínum, Kjartani Brynjólfs- syni matsveini. Börnin urðu fjög- ur: Baldur, Hiörtur Geir, Sólveig og Sigríður Astrún. Eitt barna- barn hafði hún og eignast, Kjart- an, son Baldurs og unnustu hans, Kristrúnar Erlingsdóttur. Það má með sanni segja. að ég hafi orðið fátækari við lát Aslaug- ar vinkonu minnar. Kynni okkar hófust er hún gætti mín sem barns vestur á Isafirði og þau kynni urðu að ævilangri vináttu, sem aldrei bar skugga á. í mínum augum var hún ein af hetjum hversdagslífsins, traust sem bjarg og virtist ætíð geta gef- ið af sjálfri sér en ætlaðist aldrei til neins í staðinn. Þannig var það t.d. síðustu árin sem afi minn og amma bjuggu á ísafirði, þá aldur- hnigin, að hún tók það upp hjá sér að fara reglulega til þeirra út á Torfnes, taka heim með sér þvott- inn og skila honum aftur fullfrá- gengnum og rétti þeim auk þess hjálparhönd á ýmsan annan hátt. Til slíkra starfa virtist hún alltaf hafa nægan tíma. Öllum sem Ásiaugu þekktu er sár harmur kveðinn, en það er þó gott að eiga minningar sem lýsir af. Eiginmanni, börnum, aldraðri móður og ástvinum öllum votta ég mína innilegustu samúð. Blessuð sé minning Áslaugar Þorleifsdóttur. Bjarni Gunnar Þann 13. júlí lést í Sjúkrahúsi ísafjarðar vinkona mín, Áslaug Þorleifsdóttir. Áslaug fæddist á ísafirði 29. ágúst 1937, dóttir hjón- anna Ástrúnar Þórðardóttur og Þorleifs örnólfssonar. Ástrún býr nú í Hlíf, íbúðum aldraðra, ísa- firði, en Þorleifur lést árið 1963. Áslaug ólst upp hér á ísafirði og hér bjó hún alla tíð. Eftir að skólagöngu lauk stund- aði hún afgreiðslustörf. Hún gift- ist Kjartani Brynjólfssyni 18. nóv- ember 1961. Þau áttu fjögur börn. Elstur er Baldur f. 1958, hann hef- ur stofnað heimili með unnustu sinni, Kristrúnu Erlingsdóttur, og eiga þau einn son, Kjartan. Hin þrjú sem öll eru í foreldrahúsum eru: Hjörtur Geir. f. 1961, Sólveig f. 1962 og yngst er Sigríður Ástrún f. 1967. Þegar svona skyndileg umskipti verða eins og við andlát Áslaugar, verður manni orðs vant. Minn- ingarnar streyma gegnum hugann bjartar og góðar og ein spurning sækir á: Hversvegna var hún köll- uð burt svona fljótt og svona snöggt. Því verður aldrei svarað, eitt vitum við, það er bara einn sem ræður og hann hefur ætlað henni verk að vinna á öðrum vettvangi. Við Aslaug höfum þekkst frá því við vorum smástelpur og með árunum varð kunningsskapurinn að vináttu, fyrst okkar, síðan okkar og eiginmanna okkar og að lokum barnanna. í nokkur ár sáumst við sjaldnar, eins og geng- ur þegar mest er um að hugsa á eigin heimilum, þó aldrei svo að ekki væri slegið á símann og sam- bandinu haldið. Nú síðari árin vorum við aftur farnar að gefa okkur meiri tíma til að hittast. Oft ræddi ég við Áslaugu um hvað orðið væri áliðið, árin liðu svo fljótt og við yrðum fljótar með fimmta áratuginn. Hún tók því létt og sagði að það væri mest um vert að hafa létta lund og líta á bjartari hliðar tilverunnar og þá myndum við ekki finna fyrir þó aldurinn í tölustöfum segði okkur sífellt hærri tölu. Við ættum að beina huganum að því hvað við hefðum margt að vera þakklátar fyrir. Nefndi hún þá alltaf fyrst hvað okkur hefði verið mikið gefið með því að eiga heilbrigð og góð börn. Og það veit ég, að henni fannst stærsta gjöfin, þar sem voru börnin hennar og Dadda og litli sonarsonurinn. Síðasta samverustund okkar Áslaugar var þegar hún heimsótti mig á afmæli mínu núna seint í júní. Minnug samtala okkar um væntanlegu efri árin, hafði hún stungið korti með blómum sem hún færði mér, á það var letrað „Aldur er er teygjanlegt hugtak“. Blómin stóðu þær tvær vikur sem hún átti ólifaðar. Einlægar samúðarkveðjur send- um við Kristján, Einar Karl og Kristín til eiginmanns Áslaugar, barnanna hennar, tengdadóttur og sonarsonar, ennfremur móður hennar og systkina og annars venslafólks. Biðjum við algóðan Guð að gefa þeim styrk á erfiðri skilnaðar- stund og í framtíðinni. Birna Einarsdóttir Hljóð og tóm er hjartansborg. Heimsins svipur breyttur er. Andi minn hann á ei sorg. Alltaf lifir þú hjá mér. (Einar Ben.) Á sumarkvöldi fyrir rúmum tuttugu árum, stóð einmana stelpustýri á bæjarbryggjunni á ísafirði. Hún var nýstigin af skipsfjöl með aleiguna í pinklum og töskum í kringum sig. Hvert átti hún að snúa sér í þessum ókunna bæ? En þá hitti ég, þvf þetta var að sjálfsögðu undirrituð, Áslaugu í fyrsta skipti. Hún og Daddi höfðu farið á kvöldgöngu f góða veðrinu, eins og ísfirðingum er tamt, komu við á bæjarbryggj- unni, björguðu mér og komu á fyrirhugaðan áfangastað. t'essi fyrsti fundur okkar Áslaugar er mér ef til vill minnisstæðastur fyrir það, að það var einkennandi fyrir hana að bjóða alltaf fram hjálp sína ef hún gat komið því við. Það eru án efa margir sem senda henni hlýjar kveðjur í huga fyrir þá hjálpsemi og fórnfýsi, sem hún átti í svo miklum mæli. Kynni okkar Áslaugar áttu eftir að verða meiri en þessi fyrsti fundur, því heimili hennar og Daffa stóð mér alltaf opið og síðar tengdust við fjölskylduböndum,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.