Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1983 Ferðakynning í dag laugardaginn 23. júlí kl. 13.00—15.00 á Feröaskrifstofunni Atlantik, Hallveigarstíg 1, Rvík. Sérstök kynning veröur á fyrirhugaöri ferö eldri landsmanna til Mallorka 27. september. Fararstjóri verður Þórir S. Guðbergsson, félags- rádgjafi. Á Mallorka veröur farþegum m.a. boöiö upp á stutt fræöslunámskeiö um málefni aldraöra, heilsurækt og fl. Allír eru velkomnír aö líta inn til okkar og fá nánari upplýsingar. FERÐASKRIFSTOFAN lónaöarhúsinu v/Hallveigarstig — Símar 28388 — 28580 Blaðburðarfólk Austurbær Suöurhlíöar Bergþórugata Grettisgata óskast! W\mmm VOLKSWAGEN GOLF Þýskur bíll sem allir þekkja Framhjóladrif - Halogen höfuöljós - Aflhemlar - Höfuöpúðar Þynnuöryggisgler í framrúöu - Rúlluöryggisbelti Rafmagns- og fjöörunarkerfi eru sérstaklega útbúin fyrir Islenskt veóurfar og vegi. Rúóuþurrka á afturrúöu Verð frá kr. 299.000 (Gengi 12.7.1983) AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUNNAR PÁLSSON Bæjarakóngur hljóp gönuskeið í samskiptum við austantjaldslöndin er Franz Josef Strauss þekktari af öðru en fleðuskap og mildi. Hinn ókrýndi konungur Bæjaralands og foringi Kristilega sósíalbandalagsins hefur árum saman verið í hópi beinskeyttustu fjandmanna stjórnvalda í Austur-Þýzkalandi og kommún- istaríkjanna í heild. Það kom því líkt og helliskúr úr heiðríkju þegar nýlega spurðist að leiðtoginn hefði beitt sér fyrir skuldbindingalausu stórláni vestur-þýzks viðskiptabanka til austur-þýzku stjórnarinnar. Póli- tískir samferðamenn brugðust ókvæða við á ársþingi flokksins í síðustu viku. Strauss hefur verið formaður flokksins í tuttugu og tvö ár og nær alltaf verið kjörinn til starfsins með níutíu af hundraði atkvæða. I þetta sinn brá hins vegar svo við að þrjátíu af hundraði neituðu að Ijá honum fylgi. Franz Josef Strauss hefur e.t.v. sjaldan staðið jafn höllum fæti í vestur-þýzkum stjórnmálum og er enn ekki að fullu Ijóst hver áhrif frumhlaup leiðtogans kann að hafa Aðdragandi fjaðrafoksins er þessi: Tveim dögum áður en Helmut Kohl ríkiskanzlari fór til Moskvu í lok júní tilkynnti vestur-þýzka stjórnin, að ákveð- ið hefði verið að veita Austur- Þjóðverjum einn milljarð marka í lán, en það er jafnvirði meira en tíu milljarða íslenzkra króna. Fram kom að þetta væri stærsta lán, sem vestur-þýzkir bankar hefðu nokkru sinni veitt Aust- ur-Þjóðverjum og var sagt að meirihluti fjárins kæmi frá bðnkum í Bæjaralandi. Þegar Kohl var kominn aftur frá Moskvu lýsti Strauss því hins vegar yfir að það hefði verið hann, Strauss, sem hefði átt frumkvæðið og samið við aust- ur-þýzka embættismenn um lán- ið. Strauss lét einnig í veðri vaka að hann færi innan tíðar til Pól- lands og myndi eiga viðræður við Honecker, leiðtoga Austur- Þýzkalands, á leiðinni aftur. Yfirlýsing Strauss kom vinum hans sem óvinum innan Kristi- lega sósíalbandalagsins á óvart og virðist hún hafa orðið til að leysa úr læðingi bælda óánægju með forystu hans innan flokks- ins. Strauss hefur aldrei getið sér orð sem tilslökunarsinni og á þeim þrjátíu og fimm árum sem hann hefur verið viðriðinn flokk- pólitíska framtíð hans. inn, hefur hann staðið traustan vörð um óblandaða, andkomm- úníska íhaldsstefnu. í stefnu- yfirlýsingu flokksins frá 1976 standa m.a. eftirfarandi orð: „Kristilega sósíalbandalagið er og hefur verið hlynnt samvinnu við Austur-Evrópuþjóðirnar. Slík samvinna verður þó að þjóna fólkinu sjálfu og meðborn- um réttindum þeirra. Samningar allir verða að helgast af lögmáli gagnkvæmninnar. Undirokuðum þjóðum er enginn akkur í undan- látssemi við óskir kommúnista- stjórnvalda." Lítilsvirðing Strauss við markaða stefnuskrá er ekki eina ástæðan fyrir ókyrrð flokks- bræðranna. Þegar vestur-þýzkur þegn andaðist nýlega í yfir- heyrslu hjá austur-þýzkum landamæravörðum úthrópaði Strauss þá sem „morðingja". í stjórnartíð Helmut Schmidts hafði hann látið hafa eftir sér að einhliða tilslakanir væru „einber fásinna". Skyndilega hafði Strauss ekki aðeins tekið upp á því hjá sjálfum sér að semja við austur-þýzk yfirvöld um fyrir- greiðslu, heldur einnig verið það ósvífinn að veita þeim lánið án minnstu pólitískra skuldbind- inga af þeirra hálfu. Nánum samstarfsmanni Strauss, Franz Handlos, þingmanni, ofbauð svo mjög að hann sagði sig úr Kristi- lega sósíalbandalaginu. „Stefnan hefur verið óbreytt í þrettán ár,“ sagði þingmaðurinn í viðtali við Der Spiegel, „og nú hrópar hann allt í einu „aprílgabb, apríl- gabb“.“ Lánsdeilan virðist hafa orðið ýmsum flokksmönnum átylla til að láta í ljós gremju, sem á sér dýpri orsakir. Margir stuðn- ingsmanna Strauss hafa óttast að hann væri að gera flokkinn að lyftistöng sjálfum sér til upp- hafningar og liti hann því á for- sætisráðuneytið í Bæjaralandi sem einungis pólitískt biðher- bergi. Liðhlaupinn Handlos þótti hitta naglann á höfuðið er hann komst svo að orði í síðustu viku að Strauss iðkaði „eins manns lýðræði". En áhrifanna af framtaki kempunnar gætir víðar en á málþingum kristilegra íhalds- manna. Ef marka má umsögn dagblaða hefur deilan orðið kanzlaranum, Helmut Kohl, til framdráttar, svo ótrúlegt sem það kann að virðast. Embætt- ismenn í Bonn segja að kanzlar- inn hafi ætlað að hleypa nýju blóði í sáttaviðræður Vestur- og Austur-Þýzkalands með láns- tilboðinu. óþokki hafði verið með leiðtogum á undanförnum mánuðum og hafði Honecker af- lýst för til Bonn vegna illinda á landamærum ríkjanna. Kohl hugsaði sem svo: Við verðum að vinda bráðan bug að því að bæta sambúð ríkjanna nú, því eftir að NATO byrjar að koma fyrir meðaldrægum eldflaugum í Evr- ópu verður það um seinan. Til- kynni ég um lánið áður en ég fer til Moskvu sjá Sovétmenn að eindreginn stuðningur minn við NATO varnar mér ekki að vera sveigjanlegur í málefnum Austur-Evrópu. í stað þess að bera hitann og þungann af ákvörðuninni sjálfur brá kanzl- arinn á það lunkuráð að beita Strauss sem forhleypi. Með því að fá Strauss til að veita sér brautargengi deildi Kohl ekki aðeins ábyrgðinni með systur- flokki kristilegra demókrata, heldur gaf hann formanni hans kærkomið tækifæri til að draga að sér athyglina enn einu sinni. Strauss virðist hafa bitið á agn- ið. Þrátt fyrir að hann sé orðlagð- ur mælskumaður, hefur Strauss enn ekki tekizt að hrinda af sér ásökunum um hræsileg svik við flokk sinn og kjósendur. Hann hefur ætíð neitað því að vera öfgafullur hægrisinni og sagðist í viðtali fyrir stuttu geta hlaupið milli kanta „hraðar en auga á festi". En nú er vandséð hvert Strauss getur hlaupið. Hann hefur þegar beðið ósigur í kosn- ingum til kanzlara og hlýtur rénandi fylgi meðal flokks- bræðra að veikja stöðu hans gagnvart hófsemdaröflum í rík- isstjórn Kohls. Takizt Strauss ekki að reka af sér slyðruorðið er ólíklegt að athyglin beinist að honum þegar Carstens hverfur af forsetastóli á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.