Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1983 Rógburði svarað Blaðinu bánist í gær eftirfarandi yfirlýsingar vegna skrifa í Helgar- póstsins 21. júlí: Vegna rætinna skrifa í Helgar- póstinum þ. 21.7. sl. undir fyrir- sögninni: „Stöndugt fyrirtæki sett á hausinn", viljum við undirritað- ur benda á staðreyndir málsins, þó e.t.v. megi segja að slíkum skrif- um eigi fyrst og fremst að svara á öðrum vettvangi. í blaðagreininni erum við bornir þungum og alvarlegum ásökunum, svo sem þeim að hafa sölsað undir okkur eignarhluta í Pósthússtræti 13—15 og stundað okurviðskipti. Staðreyndir málsins í stuttu máli eru þær, að Sigurður Sigurjónsson hdl. annaðist ýmis mái fyrir Böðv- ar S. Bjarnason og Böðvar Böðv- arsson á árunum 1978—80, m.a. milligöngu um kaup þeirra á lóð- inni, en danskur lögmaður, K.L. Nemeth og Pétur heitinn Sæm- undsen bankastjóri önnuðust mál- in f.h. seljenda, og hafði ég, Sig- urður, milligöngu um það að geng- ið var frá kaupsamningi á milli aðila eftir tilboði þeirra feðga og gagntilboði K.L. Nemeth, sem þeir féllust á. Vegna erfiðleika sem upp komu m.a. vegna þess að byggingarleyfi fékkst ekki á umræddri lóð lá fyrir að kaupendur mundu lenda í vandræðum með greiðslur skv. kaupsamningnum. Leitað var eftir skuldbreytingum við hinn danska lögmann, en því var hafnað. Kaup- endur lýstu þá yfir vilja sínum að selja hluta af lóðinni. Við undir- ritaðir keyptum þann hluta 35% lóðarinnar skv. kaupsamningi dags. 28.12.1978 og var kaupverð- ið Gkr. 21.873.590.00. Við ákvörðun kaupverðs var miðað við upphaf- legt kaupverð framreiknað til kaupdags. Áframhaldandi tafir framkvæmda mögnuðu síðan erf- iðleika upphaflegu kaupendanna og ollu því að við keyptum 10% lóðarhluta til viðbótar af þeim skv. beiðni þeirra, en jafnan var ljóst að þeir vildu vera meirihluta- eigendur og við höfðum ekki áhuga eða getu til frekari kaupa. Við höfum hvorki lánað Böðvari S. Bjarnasyni eða Böðvari Böðvars- syni fé né keypt af þeim víxla eða verðbréf. Böðvar Böðvarsson bað um aðstoð við sölu víxla og aðstoð- uðum við hann í samræmi við þær hugmyndir, sem hann setti sjálfur fram og skrifaðar voru niður eftir honum. Hins vegar þurftum við að inna af hendi greiðslur á sameig- inlegum veðskuldum á lóðinni vegna greiðsluerfiðleika sameig- enda okkar, til þess að öll lóðin færi ekki á nauðungaruppboð og samþykktu þeir 2 víxla pr. 1.12. 1979 og 6.12. 1979 vegna þeirra greiðslna, en þegar til kom greidd- ust víxlarnir ekki fyrr en síðar. Af framangreindum víxlum voru reiknaðir dráttarvextir eins og þeir voru á þeim tíma frá gjald- dögum til greiðsludags. Uppgjör eigenda lóðarinnar liggur fyrir dags. 28.10. 1980 und- irritað af Sigurði Sigurjónssyni hdl. og Gunnari Birgissyni þáver- andi skrifstofustjóra Böðvars S. Bjarnasonar sf. Aðdróttanir Helg- arpóstsins þess efnis að uppgjör hafi ekki fengist eru því úr lausu lofti gripnar og gjörsamlega til- efnislausar. Umrædd lóðarkaup ollu okkur kaupendum ýmsum erfiðleikum og freistuðum við þess að selja lóðina og tókst það í ársbyrjun 1983. Sal- an fór fram i fullu samráði allra eigenda. Að framan eru rekin meginat- riði og staðreyndir varðandi við- skipti okkar við Böðvar S. Bjarna- son og Böðvar Böðvarsson. Ágreiningur hefur verið með okkur um uppgjör vegna þeirra byrjunaframkvæmda, sem Böðvar Böðvarsson innti af hendi við lóð- ina að Pósthússtræti 13—15 en önnur viðskipti aðila eru uppgerð með fullu samkomulagi. í grein Helgarpóstsins er látið að því liggja að við höfum haft uppi hótanir gagnvart Böðvari Böðvarssyni. Böðvar hefur aldrei verið hótað af okkur. Hitt er ann- að mál, að hótunum um blaðaskrif hefur iðulega verið komið á fram- færi við okkur þó ekki af þeim Böðvari S. Bjarnasyni eða Böðvari Böðvarssyni, heldur af manni þeim ótengdum sem átt hefur í útistöðum við ýmsa lögmenn hér í Omakleg blaðaskrif Helgarpóstsins Vegna skrifa Helgarpóstsins þann 21. júlí sl. viljum við undrrit- aðir taka það fram, að þau blaða- skrif eru okkur algerlega óviðkom- andi og við hörmum slíkar dylgjur og rógburð, sem beint er að okkur og þeim Jóni Magnússyni hdl. og Sigurði Sigurjónssyni hdl. Blaðamaður Helgarpóstsins hafði aldrei samband við okkur vegna málsins og skrif blaðsins komu okkur aigerlega á óvart. Raunar er furðulegt að slík skrif skulu sett fram án þess að haft sé samband við aðila málsins. Staðhæfingar blaðsins eru al- gerlega úr lausu lofti gripnar og alrangar. Lögmennirnir Jón Magnússon hdl. og Sigurður Sig- urjónsson hdl. keyptu af okkur hluta lóðarinnar Pósthússtræti 13—15, alls 45% og var það gert með 3 kaupsamningum. Verð lóð- arhlutanna var ákveðið miðað við upphaflegt kaupverð, framreiknað til kaupdaga. Um þvinganir, und- irboð eða hótanir var aldrei að ræða. Þeir Jón og Sigurður lánuðu okkur aldrei fé eða keyptu af okkur víxla eða verðbréf. Eftir beiðni minni, Böðvars Böðvarsson- ar, aðstoðaði Jón mig við sölu víxla á þeim kjörum sem ég vildi fá og taldi möguleg. Vandamál þau sem upp komu upp vegna lóðarinnar Pósthús- stræti 13—15 voru fyrst og fremst tilkomin vegna skipulagsástæðna, þar sem afgreiðsla málsins dróst og gerði það að verkum að fjár- hagslegir erfiðleikar mynduðust og ollu því að eigendur hættu við fyrirhugaðar byggingarfram- kvæmdir. Það hefur aldrei verið farið fram á það við okkur að við kærð- um þá Jón og Sigurð enda við- skipti okkar ekki með þeim hætti að nokkur ástæða eða tilefni gæf- ist til slíks. Hitt er annað að við höfum deilt um uppgjör vegna framkvæmda á lóðinni, en það kemur kaupunum og öðrum við- skiptum okkar ekki við. Við teljum einnig ómaklega að okkur vegið í þessari blaðagrein og hún sé til þess fallin að valda okkur erfiðleikum. Við ítrekum, að við hörmum þessi rugluðu og ómaklegu blaða- skrif Helgarpóstsins, sem eru okkur óviðkomandi og í fullkom- inni óþökk okkar. Viðskipti okkar feðga við þá Jón og Sigurð voru að öllu leyti með eðlilegum hætti og algerlega er fráleitt að halda því fram að þeir hafi haft af okkur fé eða misnotað aðstöðu sína. Það er sannarlega umhugsunarefni hvað fær blaðamenn til að semja slíkan róg sem fram kemur í Helgarpóst- inum. Reykjavík, 22. júlí 1983. Böðvar S. Bjarnason Böðvar Böðvarsson. borg vegna vanskila þ.á m. Jón Magnússon hdl. Sú blaðamennska, sem birtist í tilvitnaðri grein í Helgarpóstinum er gjörsamlega óafsakanleg. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta blað birtir greinar sem þessar. Um sannleiksgildi annarra slíkra greina dæmum við ekki, en það er fráleit blaðamennska að kynna sér ekki málin áður en mergjuð níð- skrif eru fest á blað. Við höfum staðfestingu fyrir því að ekki var haft samband við lögfræðing Böðvars S. Bjarnasonar sf. Othar Örn Petersen hdl. eða aðstandend- ur fyrirtækisins áður en greinin var skrifuð. Ekki var haft sam- band við okkur. Svona blaða- mennska dæmir sig í raun sjálf, en þrátt fyrir það getur hún valdið í tilvikum sem þessu ærumissi, fjárhagslegu tjóni og valdið erfið- leikum hjá ættingjum og vinum þeirra, sem verða fyrir rógnum. Oft vill brenna við að þegar ein- staklingar fá á sig slíkar óvirð- ingar að þeim gangi illa að hreinsa sig af þeim. Þessar skýr- ingar okkar, sem settar eru fram hér að framan eru til þess að benda á einfaldar staðreyndir málsins. Við munum hins vegar ekki láta þar við sitja og eitt er víst: Heigarpósturinn skal standa ábyrgur orða sinna að þessu sinni. Reykjavík, 22. júlí 1983, Jón Magnússon hdl. Sigurður Sigurjónsson hdl. p mSBr ■ ' Ux | Meira en þú geturímyndaó þér! 28611 Opiö frá 1—3 Bræðraborgarstígur 5 herb. 130 fm hæð. Ný eldhús- innrétting, ný tæki á baöi, nýleg teppi. Samtún 2ja herb. rúmgóö íbúð í kjallara. Ósamþykkt. Nýleg eldhúsinn- rétting, nýleg tæki á baöi og ný teppi. Bjargarstígur 3ja herb. ca. 40 fm íbúö sem er ósamþykkt. Verö 650 þús. Engihjalli 3ja herb. ca. 85 fm íbúö á 3. hæö. Vandaöar viðarinnrétt- ingar, parket á gólfum. Auðbrekka 115 fm efri sérhæö ásamt bíl- skúrsrétti. Ákv. sala. Torfufell Glæsilegt endaraöhús. Vandaö- ar innréttingar. Laust fljótlega. Rauðihjalli Endaraðhús á 2. hæöum meö innbyggöum bílskúr. Samtals um 220 fm. Fallegur garöur. Skipti á minni eign koma til greina. Ákv. sala. Myndir á skrifstofunni. Rauöageröi Eldra parhús á 3. hæðum. 2 stofur, 3 svefnherb. Bílskúrs- réttur. Skipti á minni eign koma til greina. Fífuhvammsvegur Neöri sérhæö um 120 fm ásamt tvöföldum bílskúr. Góö lóð. Ákv. sala. Austurberg 4ra herb. um 100 fm mjög góö íbúð á 4. hæð. Suöursvalir. Bílskúr. Kaplaskjólsvegur 5 herb. íbúö á 2 hæðum í fjöl- býli. Mjög snyrtileg eign. Bjarnarstígur 4ra herb. um 100 fm íbúö á 1. hæö í steinhúsi (jaröhæö undir). Framnesvegur 3ja herb. 85 fm íbúð í fjölbýlis- húsi. Nýleg eldhúsinnrétting. Skipti á hæö meö bílskúr koma til greina. Rauöarárstígur 3ja herb. um 75 fm íbúö á 1. hæö i blokk ásamt herb. í risi. Hörpugata 3ja herb. samþykkt íbúö í kjall- ara. Ákv. sala. Lyklar á skrif- stofunni. Eignir af öllum stærðum óskast á söluskrá. Hús og eignir, Bankastrastí 6, Lúðvík Gizurarson hrl. Kvöldsími 17677. Hsimasímar 78307 og 17877. Höfóar til .fólks í öllum starfsgreinum! Hafnarfjörður Símatími í dag frá kl. 13—15 í síma 38614 Hraunstígur — 2ja herb. 60 fm góö íbúö í kjallara í þrí- býlishúsi. Álfaskeiö — 2ja herb. Glæsileg 67 fm íbúö á 3. hæö í fjölbýlishúsi. Hellisgata — 2ja herb. 40 fm jaröhæö, ósamþykkt. Fagrakinn — 2ja—3ja herb. 75 fm rishæö í steinhúsi. Suöurbraut — 3ja herb. Glæsileg 96 fm á jaröhæö í fjöl- býlishúsi. Þvottahús og búr inn- af eldhúsi. Hraunstígur — 3ja herb. mikið endurnýjuö 90 fm rishæö i tvíbýlishúsi. Miövangur — 3ja herb. 75 fm á 7. hæö í lyftuhúsi. Glæsilegt útsýni. Herjólfsgata — 3ja—4ra herb. 90 fm íbúö á jaröhæö í tvíbýl- ishúsi. Slóttahraun 3ja herb. 100 fm glæsileg íbúö á 2. hæð í fjölbýlishúsl meö bflskúr. Eigum ennfremur mikiö úrval af stærri eignum á söluskrá. Árni Grétar Finnsson hrl. Strandgotu 25, Hafnarf sími 51 500 Keðjuhús í Fossvogi Var aö fá í sölu fokhelt keöjuhús á mjög fögrum og eftirsótt- um staö í nágr. Borgarspítalans. Húsiö er á hornlóð. Einkar fallegt og byggt eftir sérlega skemmtilegri teikningu. Þessi sjaldgæfa eign er um 285 fm aö stærö meö bílskúr. Býöur uppá margþætta möguleika og er búin helstu kostum einbýlishúss. i: úsava FLÓKAGÖTU 1 SÍMI24647 Helgi Ólafsson, lögg. fasteignasali, kvöldsímí 21155. 29555 — 29558 Opiö í dag frá 1—3 Skoðum og verðmetum eignir samdægurs Lokastígur, 2ja herb. 60 fm íbúö á jarðhæö. íbúöin er öll nýstandsett, meö nýjum innr. og hreinlætistækjum. Verö 1050—1100 þús Miövangur, 2ja herb. íbúö á 5. hæð. Verö 950 þús. Súluhólar, 2ja herb. ca. 55 fm íbúö á 3. hæð. Verð 950 þús. Baldursgata, 2ja herb. 50 fm íbúö á jaröhæö. Verö 750 þús. Kambasel, 2ja herb. 86 fm ibúö á jarðhæð. Sérinng. Verð 1200 þús. Furugrund, 2ja herb. 70 fm íbúö á 2. hæö. Verö 1100 þús. Langholtsvegur, 3ja herb. 70 fm íbúö á 1. hæö i þríbýli. Sér- inng. Verð 950 þús. Efstihjalli, 3ja herb. 100 fm íbúö á 2. hæö. Verð 1400 þús. Kóngsbakki, 3ja herb. 90 fm íbúö á 2. hæö. Verö 1250 þús. Æskileg makaskipti á 2ja herb. íbúö. Engihjalli, 95 fm íbúö á 3. hæö. Verð 1200 þús. Hraunbær, 4ra herb. 110 fm íbúö á 3. hæö. Verð 1350 þús. Laugarnesvegur, 5—6 herb. ca. 120 »m íbúö á 4. hæö. Verö 1450 þús. Skipholt, 5 herb. 128 fm íbúö á 1. hæð. Verð 1750 þús. Digranesvegur, 5 herb. 131 fm sérhæö á 2. hæö. 36 fm bílskúr. Verö 2,1—2,2 millj. Álfheimar, 5 herb. 138 fm íbúö á 2. hæö í þríbýli. 30 fm bílskúr. Verð 2 millj. Eignanaust Þorvaldur Lúðvíksson hrl. Stórageröi, 5 herb. 117 fm íbúö á 4. hæö. Verö 1650 þús. Hverfisgata, 80 fm íbúö sem er hæö og ris. Sérinng. Verö ca. 1100 þús. Þingholtsbraut, 5 herb. 145 fm íbúö á 2. hæö í þríbýli. Verö 1900—2000 þús. Engihjalli, 4ra herb. 110 fm íbúö á 1. hæð. Verð 1350 þús. Reynihvammur, 117 fm íbúð á 1. hæö í tvíbýli. Sérinng. bíl- skúrsréttur. Verö 1650 þús. Safamýri, 5 herþ. 150 fm sér- hæö á 1. hæö í þríbýli. 32 fm bílskúr. Verð 3,1 millj. Bræöraborgarstigur, 5 herb. 130 fm íbúö á 1. hæö. Verö 1450 þús. Lágholt Mosf., 120 fm einbýli á einni hæö. 40 fm bílskúr. Verö 2,4 millj. Vesturberg, 190 fm einbýli á tveimur pöllum. 30 fm bílskúr. Verð 3 millj. Rauðihjalli, 150 fm raöhús á 2 hæöum. Verö 2,9 millj. Miðbraut, 150 fm einbýli. Bíl- skúrsréttur. Verö tilboö. Eskiholt, 260 fm fokhelt einbýli. 40 fm bílskúr. Verð 2,2 millj. Dyngjuvegur, 250 fm einbýli á 3 hæöum. Verö 4,5 millj. Breiðvangur, 4ra herb. 115 fm á 3. hæö. Bílskúr. Verö 1.650 þús. Hraunbær 5 herb. 128 fm íbúö á 3. hæö. Verö 1.750 þús. Hraunbær 4ra herb. íbúö 115 fm á 1. hæð. Nýtt gler, allt nýtt á baöi og eldhúsi. 16 fm auka- herb. í kjallara. Verö 1.600 þús. Skipholti 5. Sími 29555 og 29558.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.