Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1983 Meira af íslandsþorski í aflanum en oft áður Morgunblaðid/HG. — segja Esmar Fuglö og Aksel Hansen hjá Bacalao í Þórshöfn „VIÐ höfum fengið mikið af fiski það sem af er þessu ári, eða alls um 8.000 lestir og er það 2.500 meira en á sama tíma í fyrra. Það hefur verið mjög gott fiskirí um- hverfis eyjarnar í ár og mikið feng- izt af þorski, ufsa, löngu og karfa. Það stafar mögulega af því, að sjórinn við ísland er kaldari en undanfarin ár. Það gæti verið skýr- ingin á því, að raeira virðist vera af íslandsþorski í aflanum nú en síð- ustu ár. í góðum árum hér áður fyrr voru gömlu mennirnir vanir að segja, að íslandsþorskurinn væri kominn yfir,“ sögðu þeir Esmar Fuglö, fyrrverandi skipstjóri og stjórnarformaður frystihússins Bacalao í Þórshöfn í Færeyjum, og Aksel Hansen, framkvæmdastjóri, í samtali við Morgunblaðið fyrir skömmu. Er þá íslandsþorskurinn flú- inn yfir til Færeyja? „Nei, það teljum við ekki. Þó við fáum eitthvað af svokölluð- Esmar Fuglö og Aksel Hansen. um íslandsþorski er það ekkert sem heitið getur. Fiskurinn, sem við fáum er nær eingöngu af heimaslóð, en við Færeyjar hef- ur verið mun meiri áta en und- anfarin ár og árgangarnir frá 1978 og 1980 af Færeyjamiðum eru uppistaðan i aflanum. Við óttumst það, að við veiðum nú of mikið af smáfiskinum. Líklegra er að þorskurinn ykkar sé kom- inn til Austur-Grænlands. Þar eru nú, í byrjun júlí, 8 færeysk skip, sem leyfi hafa fengið til keiluveiða þar. Skilyrði fyrir því var að þorskaflinn yrði ekki meira en fjórðungur af heildar- aflanum, en fyrstu dagana fengu þeir 100 lestir af þorski og 8 af keilu. Það hrygnir enginn þorsk- ur, eftir því sem bezt er vitað, við Austur-Grænland, svo lík- lega hefur hann gengið þangað frá íslandi eða Vestur-Græn- landi. Við erum íslendingum þakk- látir fyrir kvótann við ísland og tveir togarar og tveir handfæra- bátar frá okkur hafa nýtt sér veiðiheimildir þar. Á hinn bóg- inn mætti skipulag vera betra, þar sem okkur er gert að vera annaðhvort við Suðvesturlandið eða Suðausturlandið og megum við ekki fara á milli svæða. För- um við til dæmis á vestursvæðið og fáum ekkert megum við ekki fara austur yfir nema við förum heim fyrst. Þetta finnst okkur einkennileg ráðstöfun." En hvernig gengur rekstur frystihússins? „Þetta hefur gengið þokkalega og við erum réttu megin við núll- ið. Frá 1977 til 1982 fjárfestum við fyrir 75 milljónir íslenzkra króna til að halda okkur í takt við tímann. Við erum ánægðir með þetta, sérstaklega þar sem við höfum ekki þurft að leita eft- ir stuðningi frá landstýrinu. í vor hafa að vísu verið erfiðleikar í sölu saltfisks og ufsa, en það hefur nú lagazt. Hér vinna um 250 manns, þegar keyrt er á fullu og frystigetan á sólarhring er 200 lestir, 100 af fiski og 100 af slógi í loðdýrafóður. Undanfarin ár hefur gengið mjög vel að selja loðdýrafóðrið, en vegna offram- leiðslu á því í helztu markaðs- löndum okkar höfum við nú að mestu hætt framleiðslu á því og bræðum nú slógið í mjöl. Okkur skilst að fiskvinnslan eigi í talsverðum erfiðleikum á íslandi og eigum við fremur erf- itt með að skilja það, þegar gengur þokkalega hjá okkur. Við kaupum hráefnið hér ekki á lægra verði en íslendingar, vinnulaun hér eru hærri og síðan seljum við á sama verði og á sömu markaði, enda seljum við í gegn um SH. Samt gengur okkur betur. Skýringin er kannski sú, að þið íslendingar takið of mikið af dollaralánum í óðaverðbólg- unni og gengissiginu ykkar, eða að hið opinbera tekur of mikið af rekstrinum. Hvað um það, okkur gengur þolanlega en ykkur ekki og vonandi rætist úr fyrir ykk- ur,“ sögðu þeir Esmar Fuglö og Aksel Hansen. Fiski landað við Bacalao og við það er notað íslenzkt löndunarmál. Úr saltfiskverkun Bacalao, en á spænsku þýðir nafnið saltfiskur. Bacalao frystir venjulega talsvert af slógi í refafóður og þessi frystitæki Það kannast sennilega margir við þessar pakkningar, sem kyrfilega eru merktar „lcelandic". SUfar það af því afkasU um 100 lestum á sólarhring. að SH selur frysUn fisk fyrir Færeyinga undir sínu merki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.