Morgunblaðið - 23.07.1983, Page 30

Morgunblaðið - 23.07.1983, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLl 1983 t Móöir okkar, ÞÓRA SIGURJÓNSDÓTTIR Irá Noröfirfti, Norfturbrún 1, lést 21. júlí i Borgarspítalanum. Bftrnin. t Eiginkona mín og móöir, GUÐRÍDUR SIGURDARDÓTTIR, andaöist i Landakotsspítala 15. júlí sl. Báiförin ákveöin miövikudaginn 27. júlí kl. 13.30. Árni Þorloifason, Bjftrn Árnaaon. t Þökkum innllega auösýnda samúö og vlnarhug viö andlát og jarö- arför eiginmanns míns, föður, tengdafööur og afa, KRISTINS B. SUMARLIÐASONAR, Háagerði 43, Reykjavík. Guftlaug Guftlaugedóttir, Guðríftur Kristinedóttir, Kristinn GuAI. Kristinsson, Lilja Kristinsdóttir, SigríAur Kristinsdóttir, Birgir Björnsson, Gíslína Lóa Kristinsdóttir, Gunnar GuAmundason, GuArún Kristinsdóttir, Kristján G. Kristjánsson og barnabftrn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vlnarhug viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, BRYNJÓLFS GÍSLASONAR, fyrrverandi veitingamanns, Tryggvagötu 16, Saifossi. Bryndís Brynjólfsdóttir, Hafsteinn Már Matthíasson, Árni Brynjólfsson, Ingibjörg GuAmundsdóttir, GuArún Hulda Brynjólfsdóttir, Árni Sigurstainsson, Þórunn Morgensen, barnabftrn og barnabarnabftrn. t Sendum öllum sem sýndu okkur hlýhug og samúö viö fráfall SÉRA ÞORGRÍMS V. SIGUROSSONAR, innilega þakkir. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyfjadeildar Sjúkrahúss Akraness, fyrir mikla alúö og umönnun. Áslaug GuAmundsdóttir og bftrn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför LÁRUSARJÓNSSONAR, háraAslasknis. Fyrir hönd aðstandenda, Bjarni Jónsson, Haga, V-Húnavatnssýslu. Verkamannasamband fslands. Hjónaminning: Sigríður Gísladóttir og Jóhann Guðmundsson Þann 13. þ.m. andaðist í Sjúkra- húsinu í Siglufirði Jóhann Guð- mundsson, fyrrverandi bóndi á Þrasastöðum í Stíflu í Fljótum, áttatíu og fimm ára að aldri. Rúmum fimm árum áður, 4. des- ember 1977, andaðist kona hans, frú Sigríður Gísladóttir, einnig í Sjúkrahúsi Siglufjarðar. Hún var fædd að Ljótsstöðum í Hofshreppi 8. júlí 1896. Mig langar nú á útfarardegi Jó- hanns Guðmundssonar aö minn- ast með nokkrum orðum þessara ágætu hjóna, en hjá þeim á Þrasa- stöðum dvaldi ég hluta úr nokkr- um sumrum á árunum 1926—1930. Þar naut ég einstakrar góðvildar þeirra og umhyggju. Hef ég því ríka ástæðu til að færa þeim að leiðarlokum þökk mína og virð- ingu. Sigríður var eins og fyrr segir fædd að Ljótsstöðum. Hún var dóttir Gísla P. Sigmundssonar bónda þar, sem fæddur var 23. júlí 1851 að Ljótsstöðum, hann dó 31. mars 1927. Móðir Sigríðar var Friðrikka Guðrún Friðriksdóttir, fædd 12. janúar 1854 að Miklabæ í óslandshlíð, dáin 25. maí 1939. Hún var áður gift Páli bróður Gísla, en hann lést 2. júní 1884. Þau áttu eina dóttur, Pálínu Guð- rúnu. Friðrikka Guðrún og Gísli giftu sig 3. desember 1889. Hálf- systurnar Pálína og Sigríður ólust upp við mikið ástríki foreldra sinna — heimilisbragur allur var til fyrirmyndar, efnin þokkaleg og Ljótsstaðahjónin nutu virðingar nágranna sinna. „Forfeðurnir höfðu gjört garð- inn frægan a.m.k. héraðskunnan," segir Björn í Bæ í fallegri minn- ingargrein í Morgunblaðinu þann 9. desember 1977, um frú Sigríði og um föður hennar segir hann: „Gísli P. Sigmundsson var lærð- ur trésmiður frá Danmörku, hann fann upp taðkvörnina sem þótti á sínum tima mikil uppfinning vegna landbúnaðarstarfa. Var hann talinn á undan sinni samtíð á mörgum sviðum. Ljótsstaða- heimilið var einnig talið að nokkru hálfgerður kvennaskóli fyrir verð- andi húsmæður sem þangað var komið." Systurnar á Ljótsstöðum nutu góðs uppeldis á heimaslóð og voru mjög samrýndar alla tíð. Oft heyrði ég Sigríði tala um Ljóts- staði og lífið þar af sérstakri ánægju og þakklæti og virtist rödd hennar þá fá annan hreim. Hún aflaði sér menntunar eftir því sem tök voru á fyrir ungar stúlkur á öðrum tug þessarar aldar. „Heim að Hólum" hélt hún rúmlega tví- tug, þó ekki til náms, heldur til starfa við skólabúið. Skólastjóri var þá Páll Zopaníasson. Á Hólum kynntist hún ungum myndarleg- um bóndasyni, Jóhanni frá Þrasa- stöðum. Þau felldu hugi saman og giftu sig 1923 og hófu búskap það ár á Þrastastöðum, í félagi við föð- ur Jóhannes, en stuttu síðar tóku þau ein við búskapnum. Jóhann Guðmundsson er í dag kvaddur frá Siglufjarðarkirkju. Hann var fæddur að Þrasastöðum 29. maí 1898. Foreldarar hans voru hjónin sem þar bjuggu, Guðmund- ur Bergsson, fæddur 11. janúar 1871 að Mjóafelli, Jónssonar, en hann andaðist 7. apríl 1961 og Guðný, fædd 8. desember 1876, dá- in 22. mars 1917, Jóhannsdóttir bónda á Sléttu Magnússonar. Guð- ný og Guðmundur Bergsson tóku við búsforráðum árið 1898 er Bergur og kona hans, Katrín Þor- finnsdóttir, létu af búskap. Dvöldu þau hjá syni sínum og tengdadótt- ur til dauðadags. Guðný og Guð- mundur eignuðust tólf börn, fjög- ur þeirra misstu þau í æsku, en þessi komust til fullorðinsára auk Jóhanns: 1. Þorvaldur, kvæntur Kristjönu Magnúsdóttur frá Koti i Svarfaðardal. Búsett í Siglufirði. .2. Bergur, kennari, búsettur í Nes- kaupstað, ókvæntur. 3. Jón, hann kvæntist Guðrúnu Pétursdóttur, þau skildu. Síðari kona Jóns var Helga Guðmundsson, færeyskrar ættar, hún er látin, en Jón býr í Neskaupstað. 4. Jórunn Ingibjörg, gift Vilhjálmi Einarssyni frá Reykholti. Búsett á Selfossi. 5. Eiríkur, byggingameistari í Siglu- firði, hann andaðist 19. maí 1980. Hann var kvæntur Herdísi ólöfu Jónsdóttur frá Tungu, er hún bú- sett í Kópavogi. 6. Hartmann Kristinn, bóndi á Þrasastöðum, kvæntur Kristínu Halldórsdóttur frá Garðakoti, nú búsett á Akur- eyri. 7. Sigríður Stefanía, hún var gift Hrólfi J. Þórarinssyni frá ísa- firði, hann lést 14. júní 1976, hún er búsett í Reykjavík. Guðmundur og Guðný voru eins og flestir þeir er hófu búskap um aldamótin, efnalítil en full af bjartsýni og dugnaði. Þau juku bústofn sinn ár frá ári svo afkom- an varð sæmileg, þrátt fyrir mikla ómegð. Jafnframt búskapnum stundaði Guðmundur sjósókn á vertíð. Fór hann á vorin, en að sjálfsögðu var það oft erfiðleikum bundið að fara frá heimilinu hvernig sem á stóð. Jóhann Guðmundsson var eins og fyrr segir elstur systkina sinna. Hann var hvorki hár í loftinu né gamall, þegar hann fór að hjálpa til við búskapinn. Guðmundur sá vel hvað í syni sínum bjó og sótti því sjóinn fastar er Jóhanr. komst á legg. Jóhann fann ungur til þeirrar ábyrgðar sem á honum hvíldi í fjarveru föður síns og höfðu þau styrk hvort af öðru, mæðginin Jóhann og Guðný, en hún var mikilhæf eiginkona og móðir, er stjórnaði heimilinu með dugnaði, forsjá og festu. Hún féll frá 1917 og var það mikið áfall fyrir Guðmund og börnin hans átta, en það yngsta var þá aðeins 3ja ára gamalt. Jóhann naut þeirrar barnafræðslu sem í boði var í sveitinni. Hann fór síðar í Hólaskóla þegar aldur og efni leyfðu. Stóð hann sig þar með prýði enda vel gefinn og ákveðinn að nota vel tímann til náms. Eins og getið er um hér að framan var það á Hólum sem þau kynntust, Sigríður og Jóhann, og 1923 giftu þau sig og hófu búskap á Þrasa- stöðum eins og áður sagði. Það mun ekki ofmælt þó fullyrt sé, að það hafi verið draumur flestra kaupstaðabarna á fyrri hluta þessarar aldar og er e.t.v. enn, að „komast í sveit". Þannig var því háttað með mig, oft bað ég for- eldra mína um að „koma mér í sveit" eins og það var orðað. Á endanum hafðist það. Þrasastaða- hjónin höfðu fallist á að hýsa þennan Siglufjarðargutta „eins og í mánuð eða svo“ svo notuð séu orð Sigríðar, en hún og móðir min voru góðar vinkonur. Ég man vel mína fyrstu ferð í Fljótin, frá henni verður þó ekki sagt hér í þessari minningargrein um Þrasa- staðahjónin, en án velvilja þeirra hefði hún ekki verið farin. Móttök- unum á Þrasastöðum gleymi ég aldrei — það var komin nótt er þangað kom — júnínótt, björt og lítrík — örþreyttum snáða var hjálpað af hestbaki, loksins var hægt að sleppa hnakknefinu. Sigga á Þrasastöðum — eins og móðir mín kallaði hana — tók mig í fang sér og bauð mig velkominn, það var lítill, syfjaður lúinn karl sem staulaðist inn í bæinn. Góð- gæti beið ferðalanganna og eftir að hafa notið þess, var ferðalang- urinn litli hvildinni feginn. Þessar fyrstu móttökur á Þrasastöðum eru mér ógleymanlegar og hafa fylgt mér í tæp sextíu ár. Á heimili Jóhanns og Sigríðar ríkti einstakur þrifnaður og reisn var yfir öllum heimilisbrag — þar var oft mannmargt, margir komu „til að hringja", því þar var eina símstöð hreppsins. Stíflubændur, sem áttu erindi á símstöðina og ólafsfirðingar, sem fóru yfir Lág- heiði á leið út í Siglufjörð eða vestur í Skagafjörðinn, komu jafnan við, þótt ekki ættu þeir er- indi, og þágu veitingar. Það var því alltaf eitthvað um að vera á Þrasastöðum og það átti vel við sumardvalardrenginn. Aldursfor- setarnir á heimilinu voru Guðrún, móðir Sigríðar, og Guðmundur, faðir Jóhanns, þau eru mér minn- isstæð sakir góðvildar og mann- kosta, þau voru á Þrasastöðum þann tíma sem ég dvaldi þar og áður er að vikið. Um þau gæti ég t Viö þökkum kærlega öllum þeim er sýrtdu okkur samúö viö andlát og jarðarför móöur okkar, JÓNU EGILSDÓTTUR, Ljósheimum 20. Ásthildur Sveinsdóttir og fjftlskylda, Egill Sveinsson og fjölskylda. Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Minning: Jóhanna Valdís Helgadóttir Fædd 7. júlí 1912 Dáin 20. júlí 1983 í huga mínum bregður fyrir ólíkum tilfinningum á þeirri stund er ég kveð ömmu mína úr þessum heimi. Tilfinning þakklætis, um að kvölum hennar hefur linnt, þegar hún er leyst úr hlekkjum kvala- fulls sjúkdóms. Einnig tilfinning um söknuð, að horfa á bak góðum vini og félaga. Leið min lá oft i litlu fallegu íbúðina að Háaleitisbraut 39 er ég stundaði nám í Reykjavík. Áttum við þar margar góðar stundir sam- an, hafði ég gaman af að heyra frásögn hennar af löngu liðnum tímum. Minntist hún oft æskuára sinna á Akranesi, hvernig líf þeirra var sem við sjóinn bjuggu á þeim tímum. Minningarnar um fyrstu búskaparár hennar og afa míns, Magnúsar Kjartanssonar, voru henni kærar, en sú sæla var stutt, því hann dó ungur. Börnin hennar þrjú, Fanney, Sævar og Hilmar, voru hennar bestu vinir, og var það alltaf mikið tilhlökkunarefni, þegar hún átti von á þeim í heimsókn. Var oft glatt á hjalla þegar þau komu saman, mikið hlegið og reynt að sjá björtu hliðarnar á öllum hlut- um. Reyndust systkinin henni stór- kostlega, þegar hún átti erfiðast. Fanney hjúkraði henni af ein- stakri natni og þolinmæði, og veit ég að hún hefur gefið sig alla til að ömmu liði sem best. Að lokum vil ég þakka ömmu fyrir þá perlu sem hún gaf mér af sínu hjarta, er ég mun búa að lengi. Þór Sævarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.