Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.07.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1983 5 Menntamálaráðherra: Nefnd geri tillögur um aukin tengsl skóla og atvinnulífs RAGNHILDIIR Helgadóttir mennta- málaráðherra hefur ákveðið að skipa nefnd til þess að gera tillögur um auk- in tengsl milli skóla og atvinnulífs. Nefndin fjalli um það hvernig breyta þurfi skólamenntun þannig OG HVER ERU RÖK PÍN FVRIR ÞVÍ, ERLENDUR, HÐStS EKíl EKKl HD BORGR SÖLUSKHTT ? að hún búi nemendur betur undir margs konar atvinnuþátttöku í þjóð- félagi nútímans. Það verði sérstak- lega kannað á hvern hátt bein þátt- taka í atvinnugreinum geti orðið hluti náms, og á hinn bóginn hvort skólinn geti miðlað atvinnuvegunum fræðslu með beinni hætti en nú er. í frétt frá menntamálaráðuneyt- inu segir að m.a. þurfi að hyggja að eftirfarandi: 1. Nemendur eigi jafnan greiðan að- gang að upplýsingum um atvinnu- horfur í þeirri grein, sem þeir hyggjast stunda nám í. Vegna örrar þróunar þarf sífellt að endurskoða mannaflaspá til langs tíma. 2. Leitast verður við að finna greið- an og ákveðin farveg upplýsinga milli atvinnuvega og skóla. 3. Ör tækniþróun og þörf á mikilli fjölgun atvinnutækifæra á kom- andi árum gerir það þjóðhagslega nauösynlegt að innlend þekking, verkleg og bókleg, svo og rann- sóknir stuðli að uppbyggingu á arðbæru atvinnulífi. Bóklega þættinum verði sérstaklega gerð skil í þessu sambandi og tengingu hans við aðra þætti. 4. I ljósi ofangreindra atriða kæmi til greina að nefndin setti fram hugmyndir um tengsl milli skóla- stiga ef þurfa þætti. 5. Nefndin geri tillögur um atriði, þar sem a) skjótra aðgerða er þörf b) gagnlegar aðgerðir án til- kostnaðar eða með litlum til- kostnaði. 6. Athugun á hugsanlegri þátttöku atvinnulífsins í kostnaði ein- hverra þeirra þátta er nefndin kynni að leggja til. 7. Önnur atriði, sem nefndin vill sérstaklega taka fram. Formaður nefndarinnar verður dr. Halldór Guðjónsson, kennslustjóri Háskóla íslands. fastur Árnesinga, sr. Sveinbjörn Sveinbjörnsson í Hruna, þjóna fyrir altari ásamt biskupum. Að lokinni vígslunni verða fimm menn með biskupsvígslu innan þjóðkirkiunnar og eru þeir auk biskups Islands dr. Sigur- björn Einarsson, sr. Sigurður Guðmundsson á Grenjaðarstað í Hólastifti og dr. Sigurður Páls- son, sem verið hefur vígslubiskup í Skálholtsstifti. Lætur dr. Sig- urður nú af kirkjulegu embætti eftir hálfrar aldar þjónustu, sem er fátítt í seinni tíma kirkjusögu. Á Skálholtshátíð verður þess nú minnst að tuttugu ár eru liðin frá því Skálholtskirkja var vígð, en arkitekt hennar var Hörður Bjarnason húsameistari. Hefst samkoma í kirkjunni kl. 16.30 síð- degis, þar sem dr. Sigurbjörn Ein- arsson verður helsti ræðumaður en einnig flytur Matthías Johann- essen, skáld, hátíðarljóð sitt sem hann flutti við vígslu kirkjunnar en hefur nú endurort. Þá flytur þýskur kór frá Nikolai-kirkjunni í Skálholtskirkja. Hamborg tvö kirkjuleg tónverk. Sr. Ólafur Skúlason vígður vígslu- biskup Skálholtsstiftis á morgun 20 ár liðin frá vígslu Skálholtskirkju Á Skálholtahátíð á morgun vígir biskup íslands, herra Pétur Sigur- geirsson, hinn nýja vígslubiskup Skálholtsstiftis, sr.Ólaf Skúlason, dómprófast. Biskupsvígslan hefst kl. 13.30 og eru allir velkomnir svo og á hátíðarsamkomu í Skálholti, sem hefst að lokinni messu eða kl. 16.30. Vígsluvottar verða prófastarnir sr. Sigmar Torfason á Skeggja- stöðum í Bakkafirði, sr. Jón Ein- arsson á Saurbæ á Hvalfjarð- arströnd, sr. Þórarinn Þór á Patreksfirði og sr. Jón Bjarman fangaprestur í Reykjavík. Sr. Björn Jónsson á Akranesi lýsir vígslunni, en Skálholtsprestur, sr. Guðmundur Óli ólafsson og pró- Sr. Úlafur Skúlason, hinn nýi Sr. Sigurður Pálsson, fráfarandi vígslubiskup. vígslubiskup. Það kostar aðeins 3.306,00 krónur að taka hann Sigga með í Tívolíferð til Kaupmannahafnar. l Sumarið er löngu komið í Kaupmannahöfn og Tívolígarðurinn er kominn í «fuld sving' með leiktœkjum, leiksýningum, tónleikum og veitingastöðum við allra hœfi. Ef þú vilt taka börnin með þér og leyfa þeim að njóta œvintýra í hinu eina sanna Tívolí, þa er tilvalið að bjóða þeim með í Kaupmannahafnaríerð með Flugleiðum. Þriggja-daga-ferðir Flogið ö laugardagseftirmiðdegi til Kaupmannahafnar. Komið heim d þriðjudag. Verð írá kr. 11.318.- fyrir fullorðna. Verð írá kr. 3.306.- fyrir börn 2-11 ára með fullorðnum í herbergi. Vikuferðir Verð frá kr. 15.568.- fyrir fullorðna, en kr. 4.988.- fyrir born. Innifalið 1 bdðum íerðum: Flug, gisting í 2ja manna herbergi, morgunverður. Flugvallar- , skattur og ferðir til og frd ilugvollum ekki innifaldar. Brottför alla laugardaga. Allar nánari upplýsingar hjá sölu Flugleiða erðaskrifstofum og umboðsmönnum um allt land. Gengi 8/7 83 FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.