Morgunblaðið - 03.08.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1983
5
Forseti íslands í Noregi
Fylkisstjórinn í Norður-I>rændalögum, Ola H. Kveli tekur á móti forseta
íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur. (Mynd: Bord Gimnes)
Osló 2. ájfúst Frá frétUriUra Mbl. í Nor-
egi, Rolf Löveström
FORSETI íslands, frú Vigdís
Finnbogadóttir, er nú í vikuheim-
sókn í Noregi, þar sem henni var
boðið að setja hina árlegu Stikl-
arstaðahátíð og vera heiðursgestur
Ólafsdögum í Þrándheimi. Forset-
inn hélt utan sl. fimmtudag og
setti frú Vigdís Stiklarstaðahátíð
daginn eftir. Ennfremur skoðaði
hún fornar söguslóðir í nágrenni
Stiklarstaða og var viðstödd ýmsa
dagskrárliði hátíðarhaldanna.
Á sunnudag fór forsetinn
ásamt fylgdarliði sínu til
Þrándheims í tilefni menning-
arhátíðarinnar sem nefnd er
ólafsdagar og stendur yfir í
þrjá daga. Segja má að menning
og listir hafi skipað veglegan
sess í heimsókn Vigdísar í
Þrándheimi. Þar hefur hún sótt
listsýningar, s.s. hina stóru sýn-
ingu á verkum Munchs, og hlýtt
á messu í dómkirkjunni í Niðar-
ósi. Þá voru forsetanum sýndir
ýmsir sögustaðir, sem tengdust
Islandi á landnáms- og söguöld.
I dag snæddi frú Vigdís miðdeg-
isverð með íslenska konsúlnum í
Osló, Oda Hövik, og sótti tónl-
eika í dómkirkjunni í Niðarósi.
Loks má geta þess að heimsókn
Vigdísar lýkur á föstudag.
FDTT T
HORNREKA ?
fáðu þér þá gott hornsett
Greiðslukjör í 6 til 8 mánuði
BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK » 91-81199 og 81410
Skrifstofan veröur lokuö
vegna sumarleyfa 1.—15. ágúst nk.
Lögfræöi og endurskoöun hf.
Laugavegi 18, Reykjavík.
Ólafur Ragnarsson og Þorsteinn
Kristinsson l.esk.
NVIR SAMNINGAR
S/EULMKUR í
Við efnum til óvenju glæsilegra pakkaferða til
Sviss dagana 14. og 21. ágúst. Nú færðu vandaða
ferð með heilmiklu meðlæti og kynnist um leið heill-
andi landi og vingjarnlegri þjóð.
Flogið er í áætlunarflugi Arnarflugs til Zurich
og þaðan haldið til hins einstaklega fallega
ADELBODEN-svæðis, gróðursæls og hrífandi dals
sem liggur við fjallsrætur svissnesku Alpanna í allri
sinni tign og fegurð.
i Adelboden er gist á Hótel Bristol, vingiarnlegu
og dæmigerðu svissnesku fjallahóteli. Öll herbergi
eru búin baði og/eða steypibaði, síma, útvarpi
og „mini-bar". Hálft fæði er innifalið í verði
ferðarinnar.
Brottfaradagar: 14. og 21.ágúst.
Sannkallað sæluverð
1 vika í Adelboden kr. "ÖÍSSé. 15.200.
2 vikur í Adelboden kr. 24>f©7.19.250.
miðað við gistingu í 2ja manna herbergi
Innifalið: Flug, akstur til og frá flugvelli erlendis,
gisting með 1/2 fæði, gönguferðir í fylgd innlendra
og þaulkunnugra fararstjóra, aðgangur að Adelþo-
den-sundlauginni, ókeypis og ótakmarkaður að-
gangur að Alpine-járnbrautarkerfinu og öll aðstoð ís-
lenskra starfsmanna Arnarflugs í Zurich og Adel-
boden.
Barnaafsláttur 2ja— 11 ára kr 4.975.
Leitið til söluskrifstofu Amarflugs §
eða ferdaskrifstofanna 1
É
m^¥e> Flugfélag meö ferskan blæ
ARNARFLUG
Lágmúla 7, slmi 84477