Morgunblaðið - 03.08.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.08.1983, Blaðsíða 30
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1983 Minning: Pétur Guðjónsson framkvœmdastjóri Eitt sinn þá er ég og fjölskylda mín bjuggum í Genf bar Pétur vin minn Guðjónsson að garði. Hann átti stutta viðdvöl en margt var að gerast. Nú fékkst besta lausnin á kaupum á skíðaskóm á börnin, því enginn gat gefið betri ráð en Pétur um hvernig best ætti að búa sig í skíðalandinu Sviss. Pétur ræddi heimspólitík, landhelgismál og togveiðitækni af kappi meðan skroppið var til lásasmiðs eins, sem þótti bestur að sérsmíða skrautlegar hurðalæsingar. Hvernig Pétur Guðjónsson hafði haft upp á þeim manni í úthverf- inu Carouge veit nú enginn lengur, en við hann fóru fram faglegar umræður á lipurri frönsku. Þessi löngu liðni laugardags- morgunn rifjast upp þegar mér verður hugsað til þess hversu vel Pétur var að sér um óliklegustu efni. Útivist og fjallaferðir svo og híbýiaprýði og antík voru svið, og svo sannarlega ekki þau einu, sem Pétur Guðjónsson hafði þekkingu sérfræðings á. Fáir einbeittu sér svo sem hann að því að fylgjast með gangi heimsmála bæði með miklum lestri og hlustun á erlend- ar útvarpsstöðvar. Þar var lykill- inn prýðiskunnátta í fimm eða sex tungumálum og sjálfsmenntun sem spannaði vítt og breitt og sí- fellt var verið að auka og bæta. Pétur var óþreytandi við að halda sambandi við ýmsa aðila erlendis með sendingum á samantektum um síðasta áhugaefnið en þar bar landhelgismálið lengi hæst. Þetta er skrifað að kvöldi dags, sem áður hafði verið ráðstafað vegna heimboðs hjá Báru og Pétri. Þau boð voru gestunum ætíð til- hlökkunarefni og það er erfitt að skilja að nú er hinn glaði, reifi og viðræðugóði gestgjafi allur. Það er haustlegt í lofti og rétt eins og sumri hafi skyndilega brugðið. Mikill er harmur Báru Sigur- jónsdóttur, sem kveður sinn ást- kæra eiginmann. Hún, synirnir, tengdadætur og börn þeirra eiga djúpa samúð þeirra mörgu hér og erlendis, sem nutu vináttu Péturs Guðjónssonar. Megi góður Guð vera ástvinunum styrkur í sorg. Einar Benediktsson Vinur minn góður Pétur fram- kvæmdastjóri Guðjónsson er lát- inn og fer útför hans fram frá Dómkirkjunni í dag. Pétur varð bráðkvaddur á skíða- göngu á Eyjafjallajökli laugar- daginn 23. júlí, en þar var hann á ferð ásamt nokkrum vinum sínum. Eins og að líkum lætur, kom fregnin um lát Péturs mjög flatt upp á okkur vini hans. En Pétur var þrautþjálfaður skíða- og fjallamaður, hafði iðkað íþrótt þessa í tugi ára, bæði utanlands og innan, og aldrei kennt sér nokkurs meins. Vinátta okkar Péturs hafði staðið í tugi ára og á hana bar aldrei skugga. Pétur var óvenju vel gerður maður um alla hluti. Meðalmaður á hæð. Ljós og bjartur yfirlitum. Samsvaraði sér vel og duldist ekki að þar fór þrautþjálfaður fjalla- maður. Augun skörp og snör, oftast glettin og góðleg, en ef eitthvað bar út af skutu þau gneistum og urðu hörð sem stál. Pétur var kröfuharður maður og nákvæmur um alla hluti og breytti þá engu hver í hlut átti. En eins og allir stórir menn var hann kröfu- harðastur við sjálfan sig. Undruð- umst við vinir hans hvað hann gat á sig lagt til þess að ná fullkomn- un og komast til botns í þeim ýmsu málum sem þá og þá áttu hug hans allan. Hann sagði t.d.: Fegursta enska er töluð í Oxford og fegursta þýska í Suður-Þýska- iandi. Til þess því, að ná réttum framburði í málum þessum dvald- ist hann á viðkomandi stöðum þangað til hann var orðinn fylli- lega ánægður með framburð sinn á málunum. Þegar stríðið í Víetnam stóð yfir var honum ekki nóg að lesa allt sem til náðist um landið og stríðið. Hann var ekki í rónni fyrr en hann hafði ferðast til Víetnam til að kynna sér allar aðstæður á staðnum. Fyrr var hann ekki, að eigin dómi, fullkomlega fær um að ræða og mynda sér skoðanir um Víetnamstríðið. Hann mátti aldrei vita til þess að hallað væri á vini sína, eða að þeir ættu um sárt að binda, án þess að bjóða fram alla þá aðstoð sem hann gat í té látið. Þá var ekki rétt fram önnur höndin til hjalpar heldur báðar og ekkert til sparað. Pétur var mjög vel menntaður, hafði ekki eingöngu stundað loft- skeytanám og lokið prófi úr Versl- unarskóla Islands, heldur hélt hann stöðugt áfram sjálfsnámi, sérstaklega í tungumálum. Hann talaði lýtalaust a.m.k. 7 tungumál og sum þeirra afburðavel. Auk þess gat hann gert sig skilj- anlegan á mun fleiri tungumálum. Ég minnist þess, að þegar hann fór akandi með syni sínum Sigur- jóni fyrir nokkuð mörgum árum til Austur-Evrópu og Sovétríkj- anna, frestaði hann ferðinni um nokkra mánuði, þar sem hann taldi sig þá ekki nægjanlega fær- an í rússnesku. Fór hann ekki í ferðina fyrr en hann hafði bætt hér um. Pétur var mikill fagurkeri, hann unni öllum fögrum hlutum og var mjög vel að sér í listasögu. Hann byrjaði mjög snemma á ævinni að safna listmunum. Bar heimili hans og frú Báru að Drápuhlíð 36 þess fagurt vitni. Er það sannarlega ekki ofmælt og á engan hallað þótt að fullyrt sé hér, að annað eins heimili gjört af smekkvísi, listhneigð og fögrum munum þeirra hjóna, fyrirfinnist fá á okkar landi. Enda vakti heim- ili þeirra óskipta athygli og að- dáun jafnt innlendra sem erlendra gesta. Pétur hafði mikið yndi af ferða- lögum bæði heima og erlendis. Engan vissi ég betri ferðafélaga. Hjálpsaman, glaðlyndan og greið- vikinn. Hafsjó af fróðleik um við- komandi staði. Hann var alltaf hrókur alls fagnaðar hvar sem hann fór í samkvæmum og á mannamótum. Enda þótt hann bragðaði hvorki vín né tóbak, eins og sagt er, kunni hann manna best að standa upp, mæla fögur kjarnmikil orð til vina sinna á hátíða- og gleðistundum. Þegar ég eitt sinn innti hann eftir algjöru bindindi hans, tjáði hann mér að þegar hann fór fyrst barnungur til sjós, lofaði hann móður sinni bindindi á vín og tóbak, og það loforð kom aldrei til mála að brjóta. Pétur var hins vegar sú ein- stæða manngerð að geta veitt vin- um sínum vín og skemmti sér með þeim, verið hrókur alls fagnaðar þótt vín væri haft um hönd. Af öllum þeim ótal málum sem Pétur kynnti sér til hlítar, er ekki vafi á því, að ekkert mál átti hug hans allan eins og útfærsla ís- lensku fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur. Meðan þetta stórkostlega hagmuna- og sjálfstæðismál ís- lensku þjóðarinnar var á döfinni, unni Pétur sér aldrei hvíldar við að kynna sér allt sem málinu við kom og gat orðið málstað íslend- inga til styrktar. Sat hann á söfn- um utan lands og innan, fór oft erlendis, þar á meðal til Haag, Bretlands og Þýskalands til þess að kynna sér stöðu landhelgis- málsins á hinum ýmsu tímurn, og undirbyggja rök íslendinga fyrir útfærslunni. Hann kynnti sér mjög náið herskipastól Bretlands og alveg sérstaklega korvettur þær sem sendar voru á íslands- mið, til þess að renna stoðum und- ir það gengdarlausa ofbeldi sem Bretar létu sér sæma að fremja hér við land á þessum tíma. Pétur sá þegar að staða Breta var von- laus ef íslendingar stæðu saman sem einn maður. Hér kom honum og málstað íslendinga að góðu gagni sú víðtæka herfræðilega þekking sem hann hafði í gegnum árin aflað sér. Pétur skrifaði fjölmargar blaða- greinar um landhelgismálið, sat líka óteljandi fundi þar sem land- helgismálið var til umræðu. Tók þar til máls. Eggjaði landa sína og stjórnvöld lögeggjan um að duga sem best og hopa hvergi í frelsis- stríði því sem háð var við strendur landsins svo að sigur mætti sem skjótast falla íslendingum í skaut. Um fullnaðarsigur í landhelgis- baráttu okkar efaðist hann aldrei. Má það furðu gegna að íslend- ingar skyldu ekki bera gæfu til að fela Pétri forystu í hinum ýmsu vandasömu málum i samskiptum við erlendar þjóðir, sé litið til þess stóra skerfs sem hann lagði af mörkum til sigurs í landhelgisbar- áttunni. Ég talaði seinast við vin minn Pétur í landssímann nokkrum dögum áður en hann hélt af stað í hina örlagaríku ferð á Eyjafjalla- jökul. Var þá fastmælum bundið að hann og frú Bára kæmu ásamt syni þeirra Sigurjóni, konu hans og syni, norður á Rönd til okkar Ernu til að eyða hjá okkur versl- unarmannahelginni, eins og þau höfðu svo margoft gert á undan- förnum árum. En hér var sannar- lega óvænt og fyrirvaralaust grip- ið í taumana og tjáir ekki um að tala. Á það ber þó að líta að mjög misjafnt er hvernig seinustu stundirnar ber að. Pétri vini mínum er það að síð- ustu gefið að hann fær að lifa sín- ar síðustu stundir hér á jörð í góðra vina hópi uppi á hájöklum Islands á miðjum bjartasta og besta tíma ársins. Uppi á þessum fjöllum og jöklum sem hann unni svo heitt, sem hann heimsótti oft á ári, jafnt sumar sem vetur, á hann sínar hinstu jarðvistar- stundir. Ég get ekki hugsað mér að endalokin hefðu getað verið honum meira að skapi. Ákaflega hefði ég átt erfitt með að hugsa mér að vinur minn hefði þurft að sæta því hlutskipti, eftir sína viðburðarríku og litríku ævi, að kveðja þennan heim eftir langa og kannski stranga sjúkdómslegu. Auðvitað hefðum við kosið að Pét- ur hefði fengið að dveljast meðal okkar miklu, miklu lengur, en sannarlega, úr því að stundin var komin, get ég ekki hugsað mér að endalokin hefðu getað orðið hon- um meira að skapi. Við Erna sendum frú Báru, son- um þeirra, tengda- og barna- börnum, okkar innilegustu samúð- arkveðjur og biðjum góðan Guð að gefa þeim öllum þrek og þor á þessum sorgar- og reynslutíma. Guðm. Gíslason Mér hafði borist gullbryddað boðskort til kvöldverðar — dagar til veislunnar voru tíu. Klæðnað- ur: Smoking. Veisluborðið stóð þarna full- búið, hvítur hördúkur og ofan á honum annar hvítur hringlaga knipplingadúkur. Tveir gylltir fimm arma kertastjakar með gylltum kertum. Á miðju borði stór grunn kristalskál og í henni gular rósir á floti. 10 skrautmálað- ir gylltir diskar og aðrir nokkru minni en sams konar, ofan á, milli diskanna knipplingasmámottur. Við hvern disk 3 kristalglös á fæti og eitt kristalvatnsglas, öll með gyllingu. Við hvert glasasett var nafn gestsins á gullbrydduðu korti í sérstöku gylltu statífi. Á anréttu- borðum voru kóngaliljur og rauð- ar rósir, í hvítum og gylltum blómavösum úr konunglegu postu- líni. Anton Berg vínkonfekt í gylltum umbúðum, hnetur og rús- ínur í silfurskálum. Það eru aðeins fjórir mánuðir síðan við sátum þarna 8 gestir hjónanna Báru og Péturs Guð- jónssonar; meðal gesta voru að vanda ein ambassadorshjón, svona eins og til þess ósjálfrátt að gefa veislunni blæ utan úr heimi. Bak við þetta allt trónaði harpa húsfreyjunnar og í næstu stofu hvítur flygill með gullofnu ind- versku sjali. Fyrst var okkur borið klárt humarseyði kryddað með saffran og Ararat-brandy frá Grúsíu; einn af sérréttum þeirra. Því næst lifr- arkæfa, annar sérréttur, sem minnti á þá frægu gæsalifrarkæfu frá Strasborg. Þá grísasteik með öllu því sem fylgja ber, spruð, grænmeti, aspas og kartöfluflögur á franska vísu. f eftirrétt töfra- terta stinkuð með cointreau. Vínin, sem veitt voru var Doppf & Irion, elsaskt hvítvín, í sérstöku afhaldi hjá gestgjafanum, enda stóð á flöskumiðanum: „Prestige de la France" eða „Metnaður Frakklands". „Það er svo gott fyrir taugarnar," sagði vertinn. Rauðvínið viðurkennda „Chate- auneuf du pape“ úr Rhonedal, ekki síður í afhaldi hjá gestgjöfunum. Með kaffi höfgast allra brenndra drykkja: Larsen; Bras d’or. Konj- akið Larsen: Gull armurinn frá Marseilles og Benediktinlíkjör. Gestgjafinn bauð gesti vel- komna með stuttri ræðu og minnt- ist í henni sérstaklega á skrif und- irritaðs, sem þá hafði birst tveim- ur vikum áður í Morgunblaðinu, 9. mars sl. „Brugðið bröndum". Greinin var um landhelgismálið. Pétur sagði að í þeim skrifum hefði verið sagt það, sem þurfti að segja, ekki síst sögunnar vegna. Mér þótti þetta einstök vinsemd og drengskapur. Þetta var ósvik- inn Pétur Guðjónsson. Mér voru orðin enn kærari af því þau komu af vörum manns, sem gerst þekkti þetta mikilvægasta mál okkar. Svo skáluðu gestgjafar við hvern og einn gestanna. Undir borðum og fram eftir kvöldinu var rætt um allt milli himins og jarðar; leikhúsferðir innan lands og utan, tónlist, hern- aðarvísindi, en í þeim stóð enginn Pétri á sporði, sem svo mörgu öðru, eða þá fjallaferðir, útivist, vináttu og víntegundir. Það var sama upp á hverju var bryddað, alls staðar var Pétur vel heima, enda í stöðugri sjálfs- menntun, talandi frönsku, ensku, þýsku, spænsku og ítölsku, að ógleymdri sænsku og dönsku. Af allri þeirri menningu sem þessi frábæri og óvenjulegi maður hafði náð að tileinka sér og afla, var þó þekking hans á vínum merkilegust, ekki sist vegna þess að hann var nánast reglumaður á vín og neytti þess í mjög litlum mæli. Hann lét hella í glös sín, greinilega aðeins til þess að vera með. Ég veit aðeins um einn Is- lending, sem hefði getað staðið honum á sporði á því sviði. Hann vissi hvaðan vínin voru og við hverju hin mismunandi vín voru best. Hann taldi það ekki geta dul- ist fyrir neinum, að vín í hófi gæti haft fyrirbyggjandi áhrif gegn hinum ólíkustu sjúkdómum, svo sem æða- og blóð- eða hjarta- sjúkdómum og ekki síður á melt- ingarsjúkdóma og eins hve rík hin ýmsu vín væru af ólíkustu bæti- efnum, B- og C-vítamínum, málmsöltum og ýmsum jarðefn- um. Hann viðurkenndi að mörg svokölluð „ordinair" eða hússins vín með engu nafni gátu verið frábær, sérstaklega ný. Einnig að vín með áprentuðu: appellation controlée", þ.e. ábyrgð tekin á nafni, gætu brugðist. Þetta var sem önnur slík kvöld þeirra hjóna, ósvikið Báru- og Péturs-kvöld, þar sem gestgjafararnir gerðu allt til að gera það sem ógleymanlegast og það tókst, því öllum hlaut að líða vel í afslappaðri návist þeirra. Þarna var eitthvað það, sem orð fá ekki lýst, sambland af ilmi blóma, geislun frá gömlum list- munum, notalegheit frá fögrum húsbúnaði og gott fólk — í fáum orðum eins og segir í bítlalaginu: „Ebony and Ivory in perfect har- rnony". Þetta íburðarmikla heimili hafði fagurkerinn Pétur Guð- jónsson skapað með aðstoð sinnar ágætu konu og í þess háttar um- hverfi naut hann sín best. Pétur var í stöðugri leit að fagurri og friðsælli veröld hinnar björtu nætur norðursins. Hann vildi ógjarnan láta sinn hlut í umræðum, en gat afvopnað mann með sínu ljúfa brosi og þekku framkomu, hann sagði lif- andi frá og var góður hlustandi. Samt var greiðviknin e.t.v. magn- aðasti þátturinn í allri persónu- gerð hans, svo einstök. Við vorum þarna við borðið að metast um hvert okkar hefði átt vináttu þeirra lengst og ég taldi minn hlut ekki lakastan, — vinur Báru í meira en 4 áratugi og hans nokkru skemur. Þessi vinátta okkar þriggja hafði frá upphafi verið einhver „platónsk" vinátta, sem aldrei hafði borið skugga á. Við skáluðum fyrir vináttunni, hún skyldi lifa og dafna fram á næstu öld og út yfir gröf og dauða. Dauði og aðskilnaður var svo viðs fjarri þessari fögru kvöldstund. Allt þetta kom mér fyrst í hug, er ég heyrði um brottför Péturs úr þessu jarðlífi á hvítum jökli, þar sem sólin úr heiðum himni stafaði gullnum stöfum og stráði fegurð á jökulinn. Hversu allt gat verið fullkomið hjá þessum manni, hvílíkur dauðdagi, en svona hörmulega allt of snemma. Við Pétur höfðum strengt þess heit, eins og við snerum bökum saman í landhelgismálinu, að reyna eftir megni að halda vopn- um okkar í Jan Mayen-málinu, því þar var illa að verki staðið. Bar- áttugleði hans var smitandi. Pétur Guðjónsson var óvenju- legur maður, þjóðkunnur og eld- stólpi af áhuga á því að geta verið þjóð sinni að liði á einhvern hátt. Þó okkur gæti greint á um sitt- hvað, breytti það engu, við mátum skoðanir hvors annars. Bára hefur áður mætt sorginni, en aldrei meiri harmi en þessa dagana. Það má þó vera viss hugg- un harmi gegn að fagurkerinn Pétur Guðjónsson kvaddi þennan heim vammi firrtur og á þann hátt og þeim stað, sem hann hefði helst kosið. Um þann stað segir skáldið, „að þar sem jökulinn ber við loft eignist jörðin hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þess vegna er gleðin ekki nauðsynleg. Þar Hkir fegurðin ein ofar hverri kröfu". Gunnlaugur Þórðarson Við óvænt fráfall góðs vinar leita á hugann ljúfar minningar frá liðnum dögum. Pétur Guðjónsson var svip- hreinn og hreinskiptinn, hafði til að bera eftirsóknarverða eigin- leika, glaðværð, karlmennsku, áræði og hugrekki. Var viljasterk- ur, agaður, jafnvel dulur á stund- um. Kappsamur var Pétur alla tíð og kom það ríkulega fram í fari hans. Pétur Iauk námi frá Loftskeyta- skólanum og einnig frá Verzlun- arskóla íslands. Síðar á ævinni nam hann erlend tungumál hjá vönduðum lærdómsmönnum, sem luku á hann lofsorði fyrir ágætan árangur. Hann fór snemma til sjós og var um árabil loftskeytamaður á tog- araflotanum. Vaskur var hann og því jafnan fljótur til að gera að aflanum með áhöfninni, þegar aflahrotur komu. í stjórnmálum var áhugasvið hans víðfeðmt innan lands sem utan. Hann lét sér annt um vest- rænt varnarsamstarf og útfærslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.