Morgunblaðið - 03.08.1983, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1983
47
Víkingar að ná sér á strik?:
Unnu sætan sigur
á Keflvíkingum
VÍKINGAR báru sigurorö af Keflvíkingum í 1. deildinni á föstudags-
kvöldið þegar liöin mættust á Laugardalsvelli. Þessum leik var frestaö
á sínum tíma, en var sem sagt leikinn fyrir helgina, og honum lauk
meö sanngjörnum sigri Víkings sem skoraði 3 mörk gegn einu marki
Keflvíkinga.
VíkingurQ-l
ÍBK
Leikurinn var mjög fjörugur, liö-
in skiptust á um aö sækja, en þó
sóttu Víkingar íviö meira. Þrátt
fyrir þaö voru þaö Keflvíkingar
sem skoruöu fyrsta mark leiksins.
Þeir fengu dæmda aukaspyrnu rétt
fyrir utan vítateig og gekk mikiö á
við aö koma upp varnarveggnum,
en þaö endaöi meö því aö Skúli
fékk aö sjá gula spjaldið. Auka-
spyrnan var tekin og rennt var til
Siguröar sem skaut glæsilegu
skoti í bláhorniö, algjörlega óverj-
andi fyrir Ögmund.
Andri jafnaöi fyrir Víking tíu mín.
seinna eftir góöan undirbúning
Þóröar. Andri fékk boltann á víta-
teig og skaut lausu skoti í horniö,
Þorsteinn hálfvarði en missti
knöttinn undir sig á klaufalegan
hátt. Rétt áöur var Heimir í dauöa-
færi en hitti ekki boltann. Þóröur
átti skömmu síöar þrumuskot úr
aukaspyrnu frá hliöarlínu og beint í
fangiö á Þorsteini, sem greip ekki,
og litlu munaöi aö Víkingum tækist
aö ná forustunni.
Á 40. mín. tókst þeim þaö og
aftur var þaö Þóröur sem var í aö-
alhlutverki. Andri gaf faliega send-
ingu á hann og Þóröur náöi boltan-
um á undan Þorsteini, viþpaöi yfir
hann og á marklínunni áttu Aöal-
steinn og tveir varnarmenn ÍBK í
baráttu um knöttinn, Aöalsteinn
haföi betur og inn fór boltinn.
Fyrstu tíu mín. síðari hálfleiks
sóttu Keflvíkingar stíft og fengu
nokkur færi til aö jafna en Einar
Ásbjörn var óheppinn, fékk þrjú
færi á stuttum tíma en tókst ekki
aö skora. Þaö voru hins vegar Vík-
ingar sem bættu einu marki viö og
var það fyrir klaufaskap í vörninni.
Rúnar ætlaöi aö gefa á Þorstein,
en sendingin var alveg hryllileg og
Heimir komst inni hana og sendi
boltann í netiö framhjá Þorsteini,
sem kom út á móti.
Þaö sem eftir var leiksins vakti
þaö furöu aö Keflvíkingar sóttu lít-
iö sem ekkert, skiptu til dæmis
varnarmanni inná þegar um 10
mín. voru eftir af leiknum, virtist
eins og þeir geröu sig ánægöa
meö stööuna eins og hún var.
Fremsti maður ÍBK lá alls ekki
nógu framarlega, og haföi Jóhann,
sem var aftastur Víkinga, nægan
tíma til aö athafna sig þegar hann
fékk boltann.
Þóröur var bestur Víkinga, Andri
var einnig góöur, geröi oft usla í
vörn ÍBK og Jóhann var traustur í
vörninni. Hjá ÍBK var Ragnar best-
ur, þrátt fyrir aö hans væri vand-
lega gætt komst hann vel frá leikn-
um og er stórhættulegur ef hann
fær einhvern friö til að athafna sig.
Aðrir leikmenn lóku ekki eins og
þeir eiga aö sér og sérstaklega
virkaöi Þorsteinn óöruggur í mark-
inu.
Einkunnagjöfin: Vfkingur: ögmund-
ur Kristinsson 6, Þóröur Marelsson 7,
Magnús Þorvaldsson 6, Stafán Hall-
dórsson 6, Ólafur Ólafsson 6, Ómar
Torfason 7, Andri Marteinsson 7, Aóal-
steinn Aðalsteinsson 7, Heimir Karls-
son 6, Ragnar Gíslason 6, Gunnar
Gunnarsson (vm) 5. ÍBK: Þorsteinn
Bjarnason 5, Óskar Færseth 5, Kári
Gunnlaugsson 6, Rúnar Georgsson 6,
Ingiberg Óskarsson 5, Siguróur
Björgvinsson 6, Einar Ásbjörn Ólafs-
son 5, Ragnar Margeirsson 7, Óli Þór
Magnússon 6, Björgvin Björgvinsson
5, Magnús Garðarsson (lék of stutt),
Skúli Rósantsson (vm) 5, Gísli Eyjólfs-
son (vm) (lák of stutt).
f stuttu máli:
Laugardalsvöilur 1. deild.
Víkingur — ÍBK 3:1 (2:1)
Mörkin: Andri Marteinsson (33.
mín.), Aðalsteinn Aðalsteinsson (40.
mín.) og Heimir Karlsson (65. mín.)
skoruöu fyrir Víking, en Sigurður
Björgvinsson (23. mín.) fyrir ÍBK.
Gul spjöld: Skúli Rósantsson ÍBK og
Ólafur Olafsson Víkingi.
Dómari: Helgi Kristjánsson og
dæmdi hann vel.
Áhorfendur: 461. — SUS
hólst í morgun
Bladburðarfólk
óskast!
Uthverfi
Austurbrún 8
lUoravm
Parket
Svissnesk vörugæöi
Stafaparket
Eik í gegn, auövelt í lagningu.
Verö aðeins kr. 710 á fermetra.
GREIÐSLUKJÖR
(ÍiÍurínn
SlDUMÚLA 15 - SÍMI 33070
Fura er
alltaf falleg
og í furu erum við fremstir
Greiðslukjör í 6 til 8 manuöi
UÚS6A6NARÖLLIN
BlLDSHÖFÐA 20 -110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410