Morgunblaðið - 03.08.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.08.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1983 23 Islandsmeti fagnað • falenska frjálsíþróttafólkið stóó sig vel um helgina í sex landa-keppninni, sem fram fór í Edinborg um síöustu helgi. Þrjú ný íslensk met voru sett. Karlasveitin í 4x400 m boóhlaupi sigraði meó glœsibrag og setti nýtt met, hljóp á 3;10,36 mín en eldra metiö var 3;15,2 mín. Á myndinni hár aó ofan fagna hlaupagarparnir í sveitinni sigrinum og metinu. Frá vinstri Egill Eiösson, Guömundur Skúlason, Þorvaldur Þórsson og Oddur Sigurósson. Sjá fróttir af mótinu á bls. 24—25. Morgunblaóið/ Þórarinn R. Ingvarvarð sjötti í sínum flokki TVEIR íslenskir lyftinga- kappar, þeir Baldur Borg- þórsson og Ingvar Ingvars- son, tóku þátt í heimsmeist- arakeppni unglinga, sem fram fór í Kairó fyrir helgina. Baldur keppti í 90 kg flokki og snaraói hann 140 kg sem nægóu honum i fimmta sæt- ió, en í jafnhöttun reyndi hann við 175 kg f fyrstu lyftu og réói ekki viö þá þyngd og féll þvi úr keppninni. Ingvar keppti f 100 kg flokki og hann geröi sér lítiö fyrir og snaraói 130 kg og jafnhattaöi 177,5 kg og varó f fimmta sæti í jafnhöttun, en í samanlögðu varö hann f sjötta sæti, lyfti 307,5 kg. — SUS Austri og Valur sigruðu í SÍÐUSTU viku voru leiknir nokkrir leikir í 3. deildinni og hafa okkur borist úrslit úr tveimur þeirra, báöum úr B-riðli. Austri sigraði Sindra, 3—1, á Höfn og þaö voru þeir Bjarki Unnarsson, Hjörtur Jóhannsson og Bjami Krist- jánsson sem skoruöu mörk Austra, en þjálfari Sindra mínnkaöi muninn meö gull- fallegu marki. Valur sigraöi Magna, 4—0, á Reyöarfirði eftir aö staöan í hálfleik hafóí veriö 0—0. Gústaf Ómarsson skoraöi tvö mörk, Sigmar Metúsai- emssön og Oli Sigmarsson skoruðu sitt markið hvor. —SUS Úlfar til Skotlands í i''!;<mófi GSÍ aö loknu ís- landsmótinu, þar sem veitt voru verölaun fyrir bestan árangur, fékk hinn ungi kylfingur Úlfar Jónsson GK, óvæntan glaöning þegar Skoti nokkur bauö honum að koma til Skotlands og dvelja þar í vikutíma viö æfingar. Hector McLaine heitir þessi skoski heiöursmaöur og sá hann meöal annars um alla flutninga fyrir skoska golfsambandiö þegar þeir héldu Evrópumótiö og eins og svo margir aörir þá varö hann mjög hrifinn af frammistööu okkar manna þar. Síöan þegar hann frétti af því aö Úlfar, sem aöeins er 14 ára gamall hafnar í ööru sæti, á undan þeim mönnum sem stóöu sig svo vel á Evrópumótinu, og varö hann svo hrifinn aö hann bauö honum til Skotlands eins og áöur segir. —sus Gylfi og Úlfar leika í undankeppni HM Kylfingarnir, sem uröu í 1. og 2. sæti á Tslandsmótinu unnu sér um leió réttindi til aö leika í und- ankeppni World Cup sem fram fer í Portúgal dagana 22.—25. september. Þeir félagar Gylfi Kristinsson og Úlfar Jónsson, munu því veröa fulltrúar fslands þar og dreg ég mjög í efa aö mik- iö yngri keppendur muni vera í þessari keppni. Þaö veröa aö öllum líkindum aö- eins ísland og Noregur, sem veröa meö áhugamenn á þessu móti, en alls munu 12 þjóöir senda kepp- endur þangaö og fjórar efstu munu keppa í sjálfri úrslitakeppninni, sem fram fer í Indónesíu í desem- ber, en þar veröa einnig þær þjóöir sem uröu í efstu sætum í síöustu keppni og þurfa þær ekki aö taka þátt í undankeppninni. Fróölegt veröur aö fylgjast meö árangri þessara ungu golfmanna í þessari Isterku keppni. —SUS • Verölaunahafar í meistaraflokki falandamótaina í golfi frá vinatri: Gylfi Kriatinaaon falandameiatari, Áageróur Sverriadóttir íalandameiatari, Úlfar Jónaaon og Jóhanna Ingólfadóttir, en þau uröu í öóru aæti, og Björgvin Þorateinaaon og Kriatín Páladóttir, aem höfnuóu í þriðja aæti. Sjá bla. 26. Morgunbteðtð/ Ótkar Sam. Hilmar Björgvinsson: „Ég veit ekki hvað klikkaói“ Hilmar Björgvinaaon GS var meó forustu eftir þrjá daga og 54 holur og framan af seinasta degi virtist hann leika af miklu öryggi en þegar upp var staðiö var hann í 4.—5. sæti ásamt félaga aínum Siguröi Sigurössyni GS meö 316 högg, fjórum höggum á eftir aig- urvegaranum. „Ég veit ekki alveg hvaö þaö var sem klikkaöi hjá mér en þó er ekki ólíklegt aö þaö hafi veriö á sjöundu og áttundu holu sem allt fór úr- skeiöis hjá mér. Félagar mínir Gylfi og Siguröur fengu báöir „super- drive" á sjöundu holunni en ég ekki og boltinn lá illa rétt viö bunk- er en ég ætlaöi aö reyna aö kom- ast í næsta höggi á grínið en lenti yfir þaö og í bunker og ég kláraði á sex höggum. Næsta hola var eins, þaö gekk allt á afturfótunum hjá mér en þeir Gylfi og Siguröur léku vel og náöu góöu forskoti á mig. Á þessari braut sló ég eitt ferlegt vindhögg og boltinn fór ekki nema um 50 metra og allir sáu hvar hann lenti en þegar þangaö kom þá fannst hann ekki og ég varö aö taka víti og þetta tel ég vera vendi- punktinn fyrir mig, ég kláraöi hol- una á 7 höggum og þá var Gylfi kominn fimm högg fram yfir mig en ég náöi mér svo á strik aftur seinna í keppninni og á tímabili var ég farinn aö sauma aö þeim félög- um en þaö dugöi ekki. Ég klikkaöi ferlega á stuttu pútti á síöustu hol- unni, ef boltinn heföi fariö niöur þá hefði ég veriö í þriöja sæti ásamt Björgvini og viö oröiö aö leika bráöabana, en hann fór ekki niöur þannig aö úr því varö ekki, en svona er golfiö og ekkert viö því aö gera.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.