Morgunblaðið - 03.08.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.08.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1983 FIDE heldur fast við sitt Madrid, 2. ágú.st. AP. STJORiN Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, bélt um helgina fast við þá ákvörðun sína, að halda undanúrslita- einvígin tvö í keppni áskorenda um heimsmeistaratignina á áður ákveðn- um stöðum, Pasadena og Abu Dhabi. Sambandið boðaði til sérstaks fundar í Madrid eftir að ekki hafði tekist að komast að samkomulagi á sambærilegum fundi, sem efnt var til í Lucerne í Sviss. Fulltrúi Sovétmanna á fundinum, Nicolai Krogins, sagðist myndi flytja skáksambandi sínu tiðindin, en það væri alfarið undir forráða- mönnum þess komið hvort Sov- étmenn sendu fulltrúa sína til ein- vígjanna eða ekki. Mynd þessi er tekin í Kólombó á Sri Lanka, þar sem ættflokkaerjur hafa geisað að undanförnu. Meira en 200 manns hafa látið lífið, en heldur virtust erjurnar í rénun í gær. Rústirnar, sem rýkur úr á myndinni, eru leifar Ifks. Garri Kasparov á að mæta Victor Korchnoi í Pasadena og á fyrsta skák þeirra að hefjast þann 6. águst. Vasily Smyslov á að mæta Ungverjanum Zoltán Ribli á sama tíma. Krogins sagði blaðamönnum á fundinum, að Campomanes, forseti FIDE, hefði sjálfur ákveðið, að ein- vígi Kasparovs og Korchnois færi fram í Pasadena, þvert ofan í óskir skákmannanna sjálfra, sem vildu tefla í Rotterdam. Stone segir ferðina nokkuð gagnlega‘ Washington, 2. ágÚNt. AP. RICHARD Stone, sérlegur sendi- maður Bandaríkjaforseta í Mið- START-viðræð- ur sigla í strand Genf, 2. ágúst. AP. ENGINN sýnilegur árangur varð af viðræðulotu fulltrúa Bandaríkja- manna og Sovétmanna í Genf, þar sem rætt var um takmörkun kjarn- orkuvígbúnaðar stórveldanna. Hlé verður gert á viðræðununum þangað til 5. október. Lokapunkturinn f þessari viðræðulotu voru óvenjuleg og jafnframt harkaleg ummæli aðal- fulltrúa Bandaríkjamanna, Edward L Rowny, í garð sovésku sendi- nefndarinnar. Ummæli Rowny komu í kjölfar þeirrar yfirlýsingar Viktor L. Karpov, „að Bandaríkjamenn væru ekki komnir til Genfar til samninga, heldur til þess eins að tefja tímann“. Talið er lfklegt, að Rowny hafi ekki heyrt þessi um- mæli Karpovs fyrir fund sendi- nefndanna í dag, en verið að svara fyrir sambærileg ummæli, sem fallið hafa að undanförnu. „Við tökum þessa samninga- fundi mjög alvarlega, en við semj- um á viðræðufundunumn sjálfum en ekki í gegnum fréttatilkynn- ingar," sagði Rowny. Bandaríska sendinefndin neitar vanalega að láta nokkuð uppi, en breytti út af venjunni að þessu sinni. Karpov hefur á hinn bóginn aldrei látið tækifærið ónotað til þess að ræða framkomu Bandaríkjamanna við fréttamenn. Ameríku, sneri heimleiðis í nótt eftir 10 daga ferð um svæðið. A sama tíma og hann sneri heimleiðis bárust fregnir af nýjum bardögum í Nicar- agua og E1 Salvador. Á leið sinni heim í gær gerði Stone þriggja tíma stans á ferð sinni í Managua, höfuðborg Nicar- agua, og ræddi þar í klukkustund við Daniel Ortega, yfirmann her- stjórnar landsins, og Miguel D’Éscoto, utanríkisráðherra. Stone vildi ekkert gefa upp hvað þeim fór á milli, en sagði viðræð- urnar hafa verið „nokkuð gagnleg- ar“. Skömmu eftir fund sinn með Stone hitti Ortega Yuri Joachim, starfsmann sovéska sendiráðsins í Managua, að máli. Mótmælakonur teknar höndum Komulus, New York, 2. igúsí. AP. KONUR hótuðu í dag að halda áfram mótmælum við birgðastöðina í Seneca eftir að 242 þeirra höfðu verið handteknar í gær. Konurnar eru um 1.900 talsins. Þær mótmæla fyrirhugaðri staðsetningu stýriflauga og Persh- ing 2-flauga í Evrópu í ár. Kon- urnar gengu að vopnabúrinu og röðuðu sér umhverfis 6 feta háa veggi þess í litlum hópum. Efnt var .til mótmælanna í kjölfar fjölmennustu mótmæla sumarsins. Konurnar eru víðs veg- ar að úr heiminum; sumar sem þátttakendur, aðrar sem áhorf- endur. „Mótmælum okkar mun ekki ljúka að fullu fyrr en öllum kjarn- orkuvopnum hefur verið útrýmt í heiminum," sagði Toni Fitzpat- rick, ein forystukvennanna. Áður en Stone kom til Managua hafði hann rætt viö skæruliða frá E1 Salvador i Bogota í Kólombíu. Skæruliðarnir hafa um langt skeið reynt að velta stjórn landsins úr sessi. Stjórnin í E1 Salvador nýtur stuðnings Bandaríkjamanna, sem sakað hafa stjórnvöld í Nicaragua um að koma sovéskum og kúb- önskum vopnum í hendur skæru- liðum. Bandaríkjamenn hafa stutt stjórnarandstæðinga í Nicaragua. Reagan Bandaríkjaforseti lýsti um helgina yfir ánægju sinni með þau ummæli Fidel Castro, leiðtoga Kúbumanna, að þeir væru reiðu- búnir til að binda endi á vopna- sendingar og herfræðilega aðstoð við ýmis Mið-Ameríkuríki gegn vissum skilyrðum. „Sé honum (Castro) alvara með þessum um- mælum er það góðs viti,“ sagði Reagan. Sagði forsetinn Bandaríkjamenn reiðubúna að taka þátt í samningaviðræðum. Jafnframt hvatti Reagan til þess að lögð yrði áhersla á að frjálsar kosningar yrðu haldnar í Nicar- agua, ritfrelsi leyft og önnur for- smáð mannréttindi virt. Bandaríkjastjórn kvaðst fyrir helgina vonsvikin vegna úrslita atkvæðagreiðslu í fulltrúadeild þingsins um frumvarp um aukna leynilega hjálp við skæruliða í Nicaragua. Var frumvarpið fellt með 228 atkvæðum gegn 195. Er talið líklegt að frumvarpið nái aldrei fram að ganga í öldunga- deildinni. Reagan eftir fund með Shamir og Ahrens: „ísraelsmenn verða ekki til frambúðar í Líbanon“ Washington, 2. ájfÚNt. AP. REAGAN forseti sagði eftir fund með Yitzhak Shamir, utanríkisráðherra, og Moshe Arens, varnarmálaráðherra, um helgina að ástæðulaust væri að fjölga bandarískum hermönnum í Líbanon, þótt ísraelar hörfuðu. Reagan kvaðst ekki sjá ann- marka á undanhaldi fsraela og George P. Shultz, utanríkisráð- herra sagði það rangtúlkun að með tilfærslunni væru ísraelar að hreiðra um sig til langframa. Assad Sýrlandsforseti kvaðst ekki mundu hverfa með 50 þúsund manna lið sitt fyrr en fsraelar hörf- uðu. fsraelar og Bandaríkjamenn hefðu árangurslaust beitt Sýrlend- inga þrýstingi til að fá þá á brott. Nú væru Sýrlendingar tilbúnir til bardaga ef með þyrfti. fsraelska sjónvarpið sagði þó að Sýrlendingar kynnu að fallast á brottflutning gegn skilyrðum, sem Bandaríkjamenn yrðu að sam- þykkja. Skilyrðin væru svipuð og í samkomulaginu um brottflutning ísraelshers, þar sem tryggt var að Líbanonsher kæmi ekki inn á 45 kílómetra breitt svæði meðfram landamærum ísraels. Reagan sagði Rússa leita að tæki- færi til íhlutunar í Líbanon, en eng- inn vildi sjá þá nema Sýrlendingar. Vonandi tækist einhverjum að telja Sýrlendingum hughvarf. Sérfræð- ingur Prövdu sagði skömmu síðar að Bandaríkjamenn og Sovétmenn ættu að taka saman höndum í Mið- austurlöndum. Arens sagði eftir fundinn með Reagan að Tsraela og Bandaríkja- menn greindi óverulega á í málefn- um Líbanon. Bandaríkjamenn munu hafa fallist á hugmyndir fsraela um að stjórn Gemayels taki í sínar hendur stjórn borgaramála á svæðum sem fsraelar ráða. Stríðandi fylkingar skæruliða lögðu niður vopn í Trípóli og líb- anska lögreglan náði undirtökun- um. Arabaþjóðir lögðu til að Örygg- isráðið fordæmdi víg palestínskra stúdenta í Hebron. Aflétt var útgöngubanni í Nabl- us, en lýst yfir útgöngubanni f An- abta, Ramin og Beit Lid eftir skot- árás á ísraela. fsraelsher umkringdi bækistöð kristinna hægrimanna í Kfar Fal- ous og flutti þá brott, þótt opinber talsmaður bæri það til baka. Koma ísraela til borgarinnar var for- dæmd. Stuttfréttir KUNNIR LEIK- ARAR LÁTNIR PETERARNE Lundúnum 2. ágú.st. AP. Breski leikarinn Peter Arne fannst látinn á heimili sínu í Lundúnum í gær. Hafði hann verið barinn til dauða, en lögreglan leitar morðingjans. Arne var helst kunnur fyrir leik sinn í Straw Dogs, Moon- raker og The Return of the Pink Panther. Arne var 62 ára. RAYMOND MASSEY Beverly Ifills, 2. igúsL AP. Hinn 82 ára gamli banda- ríski leikari Raymond Massey lést einnig í gær. Banamein hans var lungnabólga. Massey var kunnastur úr bandaríska sjónvarpsmyndaflokknum Doctor Kildare og kvikmynd- inni East of Eden. j Maaeey Bmd BUNUEL LÁTINN IMexíkóborg, 2. ágúst. AP. Spænski kvikmyndaleik- stjórinn Luis Bunuel lést f sjúkrahúsi í Mexíkóborg í gær, 83 ára gamall. Bunuel var talinn i hópi snjöllustu kvikmyndaleik- stjóra samtímans. Hann var mexíkanskur ríkisborgari frá 1949 og 20 af 32 kvikmyndum sínum gerði hann í Mexíkó. TITANIC FUNDIÐ? SL ('laire, Michigan, 2. ágú.Nt. AP. Leiðangur undir stjórn James Clary og Jack Grimm telur sig vera búinn að finna flak farþegaskipsins Titanic á tveggja kílómetra dýpi. Um tíma virtist leiðangurinn hafa farið út um þúfur vegna vondra veðurskilyrða, en svo birti til og leiðangursmenn gátu skoðað þrjú fyrirbæri sem litu út fyrir að vera skips- flök á djúpleitartækjunum. Eitt þeirra er að sögn leiðang- ursmanna „rétt lögun, rétt stærð, lengd og breidd". BRUNI í BORPALLI Aberdeen, 2. ápÍNt. AP. Allmikil sprenging varð í olíuborpalli BP í Norðursjó í gær, en ekki er talin hætta á meiri háttar slysi. 12 starfs- menn borpallsins hlutu brunasár, en enginn þeirra slasaðist lífshættulega. Á tveimur klukkustundum tókst 70 starfsmönnum pallsins að ráða niðurlögum eldsins. VINSÆLDIR BEGINS DVÍNA Tel Aviv, 2. ágúst. AP. Skoðanakannanir benda til að vinsæidir Begins forsætis- ráðherra hafi dvínað talsvert. 33,2 prósent aðspurðra studdu enn Begin. Sú tala var 41,1% í júnf og 45% í mars. HJARTALÆKN- IRINN HÆTTIR llöróaborK, 2. ágúsl. AP. Hjartaskurðlæknirinn frægi Christian Barnard hef- ur dregið sig í hlé þar eð skjálfti í höndum hans hefur gert honum ókleift að stunda uppskurði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.