Morgunblaðið - 03.08.1983, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 03.08.1983, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1983 Saab-bifreiðin eftir veltuna. Morgnnbi*«ið/ói.K.Mag. Tvær bílveltur á Fjarðarheiði — farþegi annarrar bifreiðarinnar stórslasaðist Kgilsstödum. 1. ágúst. SÍÐDEGIS í gær, sunnudag, ultu tvær bifreiðir á svipuðum slóðum og tíma á Fjarðarheiði. í fyrra skiptið var um Volvo-bifreið að ræða og var ökumaðurinn einn í bifreiðinni. Hann sakaði ekki. í síðara skiptið valt Saab-bifreið. í henni voru hjón frá Seyðisfirði ásamt ungu barni sínu. Eiginmaðurinn slasaðist alvar- lega og var þegar fluttur með flugvél til Reykjavíkur, en eiginkonan og barnið sluppu ómeidd að kalla. Saab-bifreiðin fór út af veginum í krappri beygju efst í Fjarðar- heiði ofan við Egilsstaði. Þau hjón voru að koma frá Seyðisfirði og ók eiginkonan bifreiðinni. í beygj- unni kröppu virðist hún hafa misst stjórn á bifreiðinni með fyrrgreindum afleiðingum. Á þessum stað er nær 20 m hár vegkantur, og kastaðist bifreiðin þar fram af og allt að 40 m frá vegarbrúninni. Bifreiðin skemmd- ist furðulítið. Barnið var spennt f barnastól í aftursæti bifreiðarinnar, en ekki er vitað hvort þau hjón hafa notað bílbeltin. Eiginmaðurinn, sem er 47 ára að aldri, slasaðist alvarlega, eins og fyrr segir og var þegar fluttur á Elorgarspítalann í Reykjavík. Mun hann m.a. hafa skaddast á mænu, en þó ekki sagður í lífshættu. Kynferðis- afbrotamaður í gæsluvarðhald MAÐUR var úrskurðaður í gæslu- varðhald til 14. september og til að sæta geðrannsókn á laugardaginn var vegna kynferðisafbrots gagn- vart 9 ára gamalli stúlku. Atburð- urinn átti sér stað fyrripart mán- aðarins og mun maðurinn hafa gefið stúlkunni og bróður hennar 12 ára að aldri róandi lyf áður en hann framdi afbrotið. Atburður- inn átti sér stað á heimili barn- anna. Lengsta sjúkraflug á þyrlu Gæslunnar Áhöfn TF-RÁN við komuna til Reykjavíkur í gær. Talið frá vinstri: Björn Jónsson, flugstjóri, Þórhallur Karlsson, flugmaður, Erling Gunn- arsson, flugvirki, og Kristján Þ. Jónsson, stýrimaður. „ÞETTA er lengsta sjúkraflug sem við höfum flogið yfir sjó á þessari þyrlu,“ sagði Björn Jónsson, flugstjóri á TF-RÁN, þyrlu Landhelgisgæslunnar, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann var þá nýkominn úr sjúkraleiðangri, þar sem tveir skipverjar, hvor á sínum togara, voru sóttir út á rúmsjó. Var ann- að skipið statt norð-vestur af Kolbeinsey, en hitt á Halamið- um. „Það var kl. 9.10 í gærmorg- un að beiðni barst til Slysa- varnafélags íslands frá togar- anum Hólmadrangi, um að skipverji, sem slasast hafði um borð, yrði sóttur með þyrlunni. Skipið var þá statt norð-vestur af Kolbeinsey. Það var skjótt brugðist við og þyrlan var komið í loftið kl. 9.30. Fyrst fórum við til Akureyrar, þar sem við tókum eldsneyti og læknir kom um borð. Við vorum komnir út að tog- aranum um hádegisbil og greiðlega gekk að koma hinum slasaða skipverja um borð í þyrluna, en hann hafði fengið slæmt höfuðhögg. Þegar við vorum yfir Hólmadrangi barst Slysavarnafélaginu beiðni frá togaranum Bjarna Benedikts- syni um að sóttur yrði skip- verji, sem fengið hafði slæmt botnlangakast. Skipið var þá statt vestur á Halamiðum. Við flugum því með skipverj- ann af Hólmadrangi til Akur- eyrar, þar sem sjúkraflugvél tók við honum og flutti hann til Reykjavíkur. Við tókum elds- neyti á Akureyri og vorum komnir í loftið laust fyrir kl. 13.00 og flugum til Isafjarðar. Þar var eldsneyti tekið og síð- an flogið rakleitt út að skipinu og þangað komum við um kl. 15.00. Þaðan flugum beint til Reykjavíkur og vorum lentir kl. 16.20," sagði Björn Jónsson. Hann bætti því við að ferðin hefði gengið eins og best var á kosið og þyrlan reynst með af- brigðum vel eins og endranær. Þess má geta að með Birni í þessari ferð voru þeir Þórhall- ur Karlsson, flugmaður, Erling Gunnarsson, flugvirki, Krist- ján Þ. Jónsson, stýrimaður og Sigurður Pétursson, læknir á Akureyri, en hann fylgdi skip- verjanum á Hólmadrangi til Reykjavíkur. Siglt með ms. Eddu á miðvikudagskvöldi frá Reykjavík til Newcastle. Ekið á laugardegi um sögusvið stór- myndarinnar: „Fýkur yfir hæðir“, til hinnar fornu og fögru borgar York (Jórvíkur). Borgarmúrinn frá 13. og 14. öld umlykur borgina enn í dag. Shambles hverfið er frá því fyrir daga Normanna. Smíð höfuðkirkjunnar York Minster hófst þegar á sjöundu öld, þótt hún hafi aðallega verið reist þegar Sturlungaöld ríkti hér. Á landnámsöld okkar var Jórvík ein helsta bækistöð víkinga. Heil hús og verkstæði þeirra frá árunum 867 til 1066 hafa verið grafin upp og eru nú til sýnis ásamt bushlutum, verkfærum og vopnum forfeðranna frá þeim tíma. í York verður gist í tvær nætur á afbragðs hótelum og ekið á mánudagsmorgni til hins góða skips Eddu í Newcastle. Komið heim 17. ágúst. 9.500 kr. Fyrir einnar viku ferð, gistingu, allar ferðir og farar- stjórn sem og morgunmat og kvöldmat í Englandi. FJÖRUMBORÐ: MEÐ SKIPINU VERÐA í ÞESSARI FÖR: Edda Björgvins Helga Thorberg Kjartan Ragnarsson Guðrún Ásmundsdóttir Garðar Cortes Jónas Þórir Þórisson Bergþóra Árnadóttir og hópur hennar: Pálmi Gunnarsson, Tryggvi Hubner Gísli Helgason Gengi 26.7*83 EIWREAIUR: Við minnum á að auk þessa auglýsa eftirtaldar ferða- skrifstofur margs konar ferðir tengdar áætlunarferðum ms. Eddu: Ferðaskrifstofa F.Í.B. Ferðaskrifstofa stúdenta. Ferðaskrifstofan Atlantic. Flugferðir — Sólarferðir Samvinnuferðir, Landsýn. Afbragðsgóö greiöslukjör FARSKIP AÐALSTRÆTI 7 REYKJAVÍK SÍMI 2 5166 10.ÁGÚST JÖRVlKURFERf) í stafrii: Kjartan Ragnarsson og Guðrún Ásmundsdóttir GYLMIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.