Morgunblaðið - 03.08.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.08.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1983 Sýning Ólafs Th. Ólafssonar Myndlist Bragi Ásgeirsson I'aA er langt um liðið síðan undir- ritaður hefur gert sér ferð í „Djúpið" við Hafnarstræti þar sem ýmsir gjörningar fara fram á listasviði. Astæðan er, aö eftir eigendaskipti i staönum fækkaði myndlistarsýning- um til muna og svo hef ég verið í leyfi frá störfum um nokkurt skeið. Töluverðar breytingar hafa orð- ið á staðnum á þessum tíma og er staðurinn nú líkari notalegum bar en sýningarhúsnæði enda hefur hluti af hinu takmarkaða rými einmitt verið lagt undir vínstúku. Þetta gerir það að verkum að minni ástæða er til þess að geta sérstaklega upphenginga mynd- verka nema þá að um óvenjulegar og vandaðar sýningar sé að ræða. Að öðrum kosti yrðum við listrýn- endur auðvitað að sinna einnig fjölda smásýninga er settar eru upp á veggi kaffihúsa- og matsölu- staða, en slíkt gerum við einungis í sértilfellum. Fjöldi sýninga í al- mennum sýningarsölum leyfir ekki slíkan munað ... Þetta þurfti að koma fram þótt alls óviðkomandi sé því sem hér skyldi fjallað um, en það er fyrsta sérsýning ungs málara, Ólafs Th. Ólafssonar. Gerandinn lauk námi frá málaradeild Myndlista- og handíðaskóla íslands vorið 1981 og hefur síðan námi lauk fengist við sjálfstæða listsköpun eftir því sem aðstæður hafa leyft. Við skoðun sýningarinnar koma fram auðsæir hæfileikar en einnig að ólafur er mjög óráðinn og stefnulaus í listsköpun sinni. I sumum mynda hans greinir áhorf- andinn fullsterk áhrif frá fyrri myndum Gunnars Arnar Gunn- arssonar og á það einkum við um myndina til hægri við listamann- inn á ljósmyndinni er væntanlega fylgir þessum línum. Að mínu mati er þetta óþarfa víxlspor hjá ólafi því aðrar myndir hans svo SWNDSMET? Frá því í ágúst 1982 hefur nautakjöt hækkaö um 100%; lambákjöt um 120% og neysluvarningur yfirleitt hækkað um 100% — nema kjúklingar, þeir hafa aöeins hækkaö um 13%! Þaö hlýtur að vera íslandsmet. Má ekki bjóöa ykkur íslandsmeistara frá ÍSFUGL — ódýra og gimilega. Þeir eru í rauðu og bláu pokunum. ísfugl Fuglaslaturhusið að Varmá, Reykjavegi 36, Mosfellssveit. 91-66103 og 66766 samkvæmt kónnun verðlagseftirlitsins Áberandi gang- trufianir Hljóm- plotur Siguröur Sverrisson. Rod Stewart Body Wishes Warner Brothers/ Steinar hf. Ég gerði mér ekki miklar né merkilegar vonir um þessa nýj- ustu plötu Rod Stewart. Það er sennilega af þeim sökum, að vonbrigðin urðu ekki meiri en raun bar vitni. Þessi plata er eins og maður segir með hálfgerðum fyrirlitningartón „óttalegt drasl“. Þótt Stewart hafi tekist að draga sig út úr diskó-tónlistinni að mestu vantar samt mikið upp á að hann nái fyrri getu. Það er aðeins í þremur fyrstu lögum þessarar plötu, að hann sýnir gamalkunn tilþrif. Þetta eru lög- in Dancin’ alone, Baby Jane og Move me. Eftir það fellur platan langt niður fyrir meðallag og það sem verra er, heldur sig þar á enda. Það er vafalítið leiðinlegt til þess að vita fyrir aðdáendur Stewart og þá kannski ekki síður hann sjálfan, að þótt frægðar- ljóminn leiki ennþá um hann er stutt í að hann fölni af eins og hver önnur sólbrúnka. Munurinn er bara sá, að sólbrúnkuna má krækja sér í með lítilli fyrirhöfn á næstu sólbaðsstofu eða á ströndinni, séu menn svo lán- samir að búa ekki hér á landi. Frægðin er hins vegar torfengn- ari og enn erfiðara að verða sér úti um hana eftir að hafa hrapað niður af tindinum. Body Wishes ber þess veruleg merki, að Rod Stewart er orðinn þreyttur og umfram allt óskap- Íega staðnaður. Það er kannski ekki rétt að gera kröfur til þess, að „gamlar stjörnur" á borð við hann kúvendi í stefnu eða stíl við hverja plötu, en fjölga mætti gripum og fjörga útsetningarnar að skaðlausu. Sem fyrr segir er að finna á þessari plötu þrjú ágætis lög — 7 eru hins vegar beinlínis slök, þótt í sumum örli á einhverju sem flokkast getur undir tilþrif. Þau eru hins vegar svo máttlítil, sem og heildarsvipur þessarar plötu að hún rykfelíur á mettíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.