Morgunblaðið - 03.08.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1983
37
ins og lagði hann baráttumálum
þess lið. Þegar Landsnefnd Al-
þjóðaverslunarráðsins var stofnuð
nýlega, gerðist Pétur stofnfélagi.
Pétur skrifaði sl. ár greinaflokk í
DV um álmálið í mjög víðu sam-
hengi. Var augsýnilegt að hann
hafði gert sér far um að kynna sér
það mál frá öllum hliðum. Hann
hafði fastmótaðar skoðanir á
áhugasviðum sínum, en var þó
ávallt tilbúinn að hlusta á rök
annarra og taka tillit til álits
þeirra.
Auk prófa frá Loftskeytaskól-
anum og Verslunarskólanum var
Pétur sjálfmenntaður maður í
besta skilningi. Hann talaði reip-
rennandi ensku, þýsku og
spænsku. Auk fjölmargra greina i
íslensk blöð ritaði hann greinar á
ensku um hernaðarmál og stjórn-
mál.
Með láti Péturs er skarð fyrir
skildi hjá eiginkonu hans, Báru
Sigurjónsdóttur, sonum og barna-
börnum. Stutt var stórra högga
milli hjá Báru, en hún missti bróð-
ur sinn fyrir fáum vikum. Heimili
þeirra Báru er fagurt og vel búið
svo við er brugðið og gestrisni
þeirra og höfðingsskapur fellur
gestum þeirra ekki úr minni.
Fyrir hönd Verslunarráðsins
þakkar undirritaður Pétri áhuga
hans á störfum ráðsins á liðnum
árum, og fyrir mína hönd og eig-
inkonu minnar er fjölskyldu hans
beðið velfarnaðar og allrar bless-
unar.
Ragnar S. Halldórsson.
Það voru mikil og óvænt tíðindi
fyrir okkur, skíðafélaga Péturs
Guðjónssonar, er við fréttum lát
hans. Hann hefur verið félagi
okkar í Bláfjöllum frá því er
skíðasvæðið var opnað þar fyrir
rúmum tíu árum.
Pétur átti sérhannaðan Volvo
Lapplander, sem hann notaði til
skíða- og fjallaferða. Það var hlý-
leg og skemmtileg sjón, þegar
þessi „Lebenskunstler" og fagur-
keri birtist á góðviðrisdögum síðla
vetrar á háhjóla Volvon-um, sem
hann reftilega nefndi Trölla.
Hann lagði Trölla sínum gjarnan
afsíðis, útbjó hlífðartjald gegn
norðanáttinni og hóf að hita sér
og gestum sínum lútsterkt kaffi,
sem hann nefndi Tröllakaffi. Af
því var enginn svikinn.
Pétur Guðjónsson var mikill
útilífsmaður. Hann hafði yndi af
að ferðast um landið. Áður en til
fjalla var haldið grandskoðaði
hann veðurútlit og skipulagði
nákvæmlega túrinn.
Hann anaði aldrei að neinu.
Hann var margsigldur og hafði
víða ferðast, en hann tjáði okkur
oft að ekkert jafnaðist á við að
reika um fjöll og jökla gamla
Fróns á góðviðrisdegi.
Og í íslenskum fjallasal kvaddi
hann þennan heim.
Hann Pétur okkar var einstakt
snyrtimenni og vildi hafa hvern
hlut á sínum stað. Heimili hans,
bíll og útbúnaður allur bar merki
um slíkt. Hann hafði ákveðnar
skoðanir á ýmsum málum og mik-
ill málafylgjumaður, ræðumaður
góður og flutti málstað sinn af
einstökum sannfæringarkrafti
eins og hlutur hans að landhelg-
ismálinu bar vott um.
Pétur var geysimikill málamað-
ur, talaði reiprennandi ensku,
þýsku og frönsku. Sérstaklega
hafði hann gott lag á þýskri
tungu. Hann talaði háþýsku með
framburði og framsögn sem hæfði
þarlendum leikara.
Þegar skíðaklúbburinn okkar
var tíu ára, héldu Pétur og Bára,
kona hans, okkur veislu á stór-
glæsilegu heimili sínu. Var kvöld-
stund sú öllum ógleymanleg og
kunnum við þeim hjónum mikla
þökk fyrir. Pétur var natinn við að
kenna sonarsonum sínum, Pétrun-
um báðum og Magnúsi, kúnstir og
leyndardóma skíðalistarinnar frá
því er þeir gátu gengið. Þar var
búskap í Neðri-Lækjardal í
Austur-Húnavatnssýslu. Þar
bjuggu þau í 30 ár eða til ársins
1946, og í Neðri-Lækjardal fædd-
ust dæturnar fimm: Sigríður,
Ingibjörg, Valgerður, Þorgerður
mamma mín og Erla. Þær lifa all-
ar foreldra sína nema Sigríður,
sem andaðist í Englandi 1968.
Þegar þau hættu búskap fluttu
þau til Suðurlands. Afi vann á
Skattstofunni í Reykjavík lengst
af eða til 77 ára aldurs. Hann and-
aðist i maí 1981, en hafði þá verið
rúmfastur í nokkur ár. Þann tíma
annaðist amma mín afa af ein-
stökum kærleika. Þeim kærleika
mun ég aldrei gleyma. Hún sat við
rúmið hans með handavinnuna
sína, las fyrir hann af blöðum og
bókum og reyndi að gera honum
lífið eins gott og hún gat. Eftir að
afi dó dvaldist amma til skiptis
hjá dætrum sínum, en síðasta árið
í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í
Kópavogi, þar sem henni var
hjúkrað og annast einstaklega vel
um hana. Eg er þakklát starfsfólk-
inu þar fyrir hvað það var gott við
ömmu. Hún andaðist í Sunnuhlíð
22. júlí sl.
Ég þekki ekki margt frændfólk
mitt, sem ættað er frá Kirkjubóli,
en það sem ég þekki finnst mér
líkjast ömmu. Og ég veit að amma
mín átti góða og vel gerða for-
eldra. Hún var í 2 ár í Kvennaskól-
anum í Reykjavík og hún átti auð-
velt með að leiðbeina ömmubörn-
unum sínum við nám ef þau
þurftu þess með. Hún var vel gefin
kona og ég vona að litlu börnin
mín erfi góða eðliskosti, sem
amma mín átti svo mikið af.
Vegna þess hve ung þau eru muna
þau ekki þessa langömmu sína, en
ég mun segja þeim frá ömmunum
og öfunum mínum, sem nú eru öll
dáin. Þau voru góð og ég er þakk-
lát fyrir að hafa átt þau öll.
„Allt hjá yður sé í kærleika
gjört.“ Mér er amma minnisstæð
fyrir kærleika hennar, rósemi og
góðvild. Fyrir hlýjuorðin, sem hún
sagði við mig allt til hins síðasta.
Fyrir það hvað hún lét sér annt
um mig og mína, eftir að ég eign-
aðist eiginmann og börn. Fyrir
æðruleysi hennar þegar líkams-
kraftarnir biluðu smátt og smátt.
Fyrir hvað trú hennar var stað-
föst.
Hún kvaddi mig oftast á þessa
leið: Þakka þér fyrir allt, sem þú
hefur gert fyrir mig og Guð blessi
þig. Mig langar að kveðja ömmu á
sama hátt: Þakka henni fyrir allt
og Guð blessi hana ömmu mína.
Arnheiður E. Sigurðardóttir
Birting afmœlis- og
minningargreina
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður.
Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum-
ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera
vélrituð og með góðu línubili.
afahöndin styrk að verki.
Að lokum þetta: Haf þú, Pétur,
kæra þökk fyrir ógleymanlegar
samverustundir. Þú hefur miðlað
okkur miklu af sportmennsku
þinni og drenglyndi.
Við flytjum, Báru, sonum,
tengdadætrum og barnabörnum
innilegar samúðarkveðjur.
Fyrir hönd síðafélaga
í Eldborgargili,
Ríkarður Pálsson.
Pétur Guðjónsson, forstjóri,
varð bráðkvaddur á laugardaginn
23. þ.m., þegar hann var á göngu
yfir Fimmvörðuháls með nokkrum
félögum sínum.
Pétur var aðeins 57 ára að aldri,
þaulvanur fjallagarpur og vel á sig
kominn að séð varð. Manni hnykk-
ir ennþá meir við, þegar svo ungir
menn og vaskir falla í valinn.
Fyrirvari var enginn gefinn.
Þessar fáu línur eru aðeins til
þess að votta hinum látna virð-
ingu og samhryggjast konu hans,
sonum og öðrum ástvinum. Ævi-
ágrip hans munu aðrir rekja.
Ég get þó ekki stillt mig um að
nefna örfáum.orðum nokkra þætti
í fari þessa sérstæða manns, eins
og ég sá hann.
Pétur var töluvert sérkenni-
legur maður. Hann var bjartur yf-
irlitum og fríður, og bar sig vel,
fróðleiksfús og víðlesinn, talaði
reiprennandi 10 tungumál, að ég
ætla, og hafði á sjálfum sér svo
mikinn aga, að óvenjulegt má telj-
ast. Hann var kappsfullur og fylg-
inn sér, tók æði mikinn þátt í ís-
lenskum stjórnmálum, og fylgdist
flestum betur með heimsmálum
almennt. Fáir lögðu meira af
mörkum í landhelgismálum ís-
lendinga en Pétur Guðjónsson.
Pétur var snjall ræðumaður og
ritfær vel. Það var engin logn-
molla yfir hans málflutningi, og
sumum fannst hann fara æði
geyst stundum. En þeir, sem
þekktu Pétur betur, vissu hve
gríðarlega mikla vinnu hann lagði
oft í að kýnna sér til hlítar alla
málavöxtu, og mig grunar að hann
hafi goldið þess stundum, hve
langt hann var á undan áheyrend-
um sínum. En hann naut þess líka,
því hann var landskunnur maður
vegna skoðana sinna og málflutn-
ings.
Eftirlifandi eiginkona Péturs
Guðjónssonar er Bára Sigurjóns-
dóttir, þjóðkunn ágætiskona. Það
eitt að eiga slíkan lífsförunaut
nægir til þess að kalla Pétur gæfu-
mann. En honum voru gefnar
margar aðrar guðsgjafir, í sonum
sínum, tengdadætrum og sonason-
um, og í margslunginni ágætri
eigin gerð. Heimili þeirra Péturs
og Báru er orðlagt fyrir smekk og
fegurð, og margir eru þeir sem þar
hafa notið glæsilegra veitinga og
einlægrar vináttu.
Pétur var víðförull, kynntist
löndum og þjóðum og stóð þar bet-
ur að vígi en margur annar vegna
málakunnáttu sinnar. Um ísland
ferðaðist hann vítt og breitt, um
fjöll og firnindi, sumar sem vetur.
Hann var skíðamaður ágætur og
náttúruskoðandi, og í blóma lífs-
ins tóku fjöllin hann í faðm sinn.
Pétri fylgir góðhugur margra
manna, sennilega er það besta
veganestið í þessari ferð.
Við hjónin kveðjum góðan vin,
þökkum honum margra ára verð-
mæta samfylgd og biðjum honum
blessunar. Konu hans og öðrum
ástvinum vottum við okkar dýpstu
samúð.
Þórleif og Hjörtur Jónsson
Pétur Guðjónsson var enginn
meðalmaður. Persónuleikinn var
sérstæður og um leið óvenju litrík-
ur. Hann hafði ótrúlega næman
skilning fyrir öllu sem var að ske í
kring um hann, og létt sér fátt
óviðkomandi.
Flestir landsmenn þekkja Pétur
af skrifum hans og afskiptum af
landhelgis- og sjávarútvegsmál-
um, en færri vita hve óhemju mik-
inn áhuga, og um leið ánægju
hann hafði af að fylgjast með, og
vita bókstaflega allt um heims-
málin. Það gilti einu, hvort um-
ræðan var pólitík, hermál eða
fjármál; Pétur hafði alltaf á reið-
um höndum tölur og tilvitnanir,
og lét þá gjarnan fylgja sínar eig-
in skoðanir á stöðunni. Enginn
fylgdist betur með heimsfréttun-
um í útvarpi, og var þá helst
hlustað á fréttaútsendingar BBC,
sem Pétur mat mest allra út-
varpsstöðva.
Allt sem Pétur hafði áhuga
fyrir eða lagði hönd á gerði hann
vel. Heimsmálin þrjú, ensku,
frönsku og þýsku, lærði hann til
fullnustu, talaði spænsku ágæt-
lega og var vel liðtækur í ítölsku.
Pétur hafði mikinn áhuga á sögu
og list. Hann ferðaðist vítt og
breitt um jarðkúluna, en gamla
Evrópa var honum hjartfólgnust.
Hvort sem talið barst að Florenz í
suðri eða Leningrad í norðri, þá
kom enginn að tómum kofanum í
umræðum við Pétur. Áhuginn
fyrir öllu því fagra (listasöfnum,
byggingarlist o.s.frv.) var ódrep-
andi, og fróðleiksfýsnin óseðjandi.
Heimili Péturs og Báru er glöggt
dæmi um þennan áhuga, enda
mun þar að finna merkasta safn
gamalla listmuna í einkaeign á ís-
landi.
Við hjónin sendum Báru, sonum
og öðrum ættingjum innilegustu
samúðarkveðjur.
Þ. Þorláksson
Mazda323
Bíllinn, sem hinir reyna að líkja eftir!
Þegar hinn nýi framdrifni MAZDA 323 kom á markaðinn, þá hlaut
hann strax frábærar viðtökur um heim allan, og nú er hann
langmest seldi japanski bíllinn í Evrópu.
Þessi mikla velgengni hefur verið keppinautunum mikíll
þyrnir í augum og hafa þeir því upp á síðkastið sent á markaðinn
bíla, sem eiga að líkja eftir MAZDA 323, enmeð mjög misjöfnum
árangri. Ennþá margborgar sig því að kaupa MAZDA 323.
Af hverju að sætta sig við þaðnæstbesta, þegar hægt er að fá MAZDA 323.
MAZDA 323 — Þrautreyndur og öðrum til eftirbreytni!
Verð Kr. 245.400
gengisskr. 21.7.83